Alþýðublaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1931, Blaðsíða 3
ALÞXÐUBLAÐIÐ Utflutiiliigur á nýjinn fískL Mikill áhugi er orðinn meðal fiskilmanna, og bátaútvegsmanna víðs vegar á landinu á því, að komið verði á og haldið uppi reglubiundnum hraðférðum imeð kældan eða ísvarinn fiisk á er- lendan markað. Á síðasta þingi flutti Harladur Guðmundsson frv. um að ríkið veitti aðstoð sína til pess að þerr flutningar kæmust til fram- kvæmda. Og nú flytur hann á- samt Héðni og Vilmundi fram- varp, par sem til þess er ætlast, * að ríkiðkaupi eða leigi hæfilega mörg skip til slíkra hraðferða frá þermi stöðum á landiniu, par sem sjómenn og útvegsmenn hafa með sér félagsskap með sam- vinnusniði um útflutning og sölu á slíkum fiski, enda sé par. fyrir hendi nauðsynlegur útbúningur til fiskgeymislu og afgreiðslu skip- anna,; er útgerðarstjórnin tekur gildan. ['Fé pað, ; sem þarf til skipakaupanna og annara nauð- synlegra framkvæmda, er þar að lúta, sé ríkisstjórninni heimilt að taka að láni. — Skipaútgerð rík- isins sjái um útgerð skipanna og hafi framkvæmdastjórn peirra á ftendi. Hún semji áætlun um ferð- ir þeirra og ákveði flutainigs*- gjöld, hvorttveggja í samráði við stjórnir > fiskútflutningsfélaganna. Skuliu flutningsgjöldin miðuð við það, sem ætla má að þurfi til •þess að útgerð skipanna. beri sig. Einnig sé ríkisstjórninni heim- ilt — og þá er til þess ætlað, áð hún noti heimildina, — að verja alt að 200 þús, kr. á þessu ári til að lána samvinnufélögum þeiim, er hér um ræðir, til kaupa á fiskumbúðum og þeim veiðar- færum, sem hentugust eru til að veiða með þær fisktegundir; er verðimestar eru á erJendum mark- aði, svo sem kola og lúðu. — Við 1. umræðu um frumvarpið spurði Haraldur*' Tryggva ráð- herra að því, hvort stjórnin muni nota beimildarlögin, ef þau verði samþykt. Vildi Tr. P. ekki gefa ákveðið svar við spurningunrii að svo stöddu, en kvað flokksmenn sína vera að athuga málið. — Var frumvarpinu vísað til sjáv- arútvegsnefndar að 1. umræðu lokinni, og skoraði Haraldur á nefndina að hraða .syo afgreiðslu málsins, að" hægt verði að kóma flutningunum á eigi síðar en um mánaðamótin ágúst—september. Með greinargerð frumvarpsins er birt bréf, er Samband fisk- söiusamlaga A'ustfjarða hefir sent alþingi, dagsiett 9. p. m- á Norð- firða.- Sú nauðsyn, sem þar er lýst, er hin sama fyrir aðra landsfjórðunga. Bréfið er á þessa leið: „Fisksala til Miðjarðarhafsland- anna síðasta ár og það, sem af er þessu ári, hefir sýnt þeim, sem sjávarútveg stunda, að stop- ult getur verið að treysta ein- göngu á pann imarkað fyrir fisk- afurðir, og parf ekki áð lýsa frekar pví ástandi, sem leitt hefir af verðfalli pví, sem varð á fiski síðasta haust, því það er ölfum Íandslýð svo í fersku minni, að hér skal ekki frekar á það drepið, en af þess'u hafa menn séð, að nauðsynlegt er að breyta eitt- hvað til og reyna að létta eitt- hvað á saltfisksimarkaðnum og uöi, leið að hafa , fjölbreyttari fisktegundir til útflutnings, en slíkt er ómögulegt nema að koma þeiim tegundum nýjuim á viðeig- andi markaði. Því er talsverður undirbúningur hér á Austfjörðum nú undir kolaveiðar með d^ag- nót á þessu hausti, eftir að leyfi- legt er að veiða hann í iandheigi, en eins, og kunn'ugt er er enginin markaður fyrir þann fisk, nema "honum sé komið nýjum á mark- aðinn erlendis, Hér á Austfjörðium hefir ver- ið irhjög tregt um allan veiðiskap það sern af er þessu sumri, svo ástæður fólks yfirleitt eru mjög slæmar, 6g horfir til, vandræða, ef ekkert verður gert til að bæta úr. Því var það ráð tekið að stofna á hverjum stað fisksölu- samiag til þess að annast sölu og útflutning, aðallega á nýjum fiski, en þó um leið hafa hönd í bagga með sölu verkaðs fiskjar til Miðjarðarhafslandanna. Samlög þesisi eru nú orðin 4, sitt á hverjum^ stað, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði og Fáskrúðs- firði. I samlögunum má segja að sé nær hver einastá útgerðartoaður á hvierjum stað, svo og þeir sjó- menn, sem hafa aflahlut, og eru samlögin því fjölmenn og eru rekin á samvinnugrundvelli. Strax eftir stofnun þessara samlaga kom í Ijós, að nauðsyn- legt væri aÖ hafa samvinnu milli þeirra, og var því, að tilhlutun nokkurra áhugasamra manha, sitofnað til fulltrúaíundar fyrir samlögin, og var fundur þessi haldinn hér á Norðfirði 7. og 8. þ. m. Árangurinn af fundi þess- uta varð, að samband vort var stofnað og að öllu Ieyti sett á laggirnar, svo og ákveðið að hefjast handa nú þegar til undir- búnings, að því að koma nýjum (ísvörðum) fiski á enskan mark- að. Meðal annara fundarályktana var borin upp og samþykt í ehm hljóði svohljóðandi áskorun til alþingis: „Stofnfundur Sambands fisk- sölusamlaga Austfjarða skorar á alþingi að heimila skipaútgerð rikisins að taka á leigu alt að 4 skip til útflutnings á ísvörðum fiski frá Austfjörðum. á l næsta hausti, ekki síðar en fyrir 1. sept- ember." Tillaga pessi inndbindur í sér yfir höfuð meiiningu fundarins, I© sira. Sð asira. ephant-ciprettnr LfáffeisgsBf sg k^Mar. Fást alls stmémt\ í heiidsSln hjá Tóbðksverzlnn Islands h. í og er pví óparfi að skýra hana frekar; en hún er fram komin sökum pess, hve miklir erfiðleik- ar hafa komið í ljós við að út- vegá skipakost til ísfiskflutoinga við tilraunir pær, sem þegar hafa verið gerðar til pess af einstök- um mönnum hér, og þykir pví sýnt, að nauðsynlegt sé að leita til ríkisvaJds og alþingis um hjálp til. að bjarga þesisum at- vinnuvegi í tíma frá því að fara í rústir sökum verðfalls afurð- anna. i Sijórn siambandsins leyfir sér hér með að árétta írekar beiðni þá, sem felst í fundarályktun þessari, og æskja þess,- að hinu háa alþingi 'mætti þóknast að taka vel í þetta mál og leggja fyrir Skipaútgerð ríkisins, að hún sjái fyrir hæfilegum skipakosti til flutnings á ísvörðum fiski frá Austfjörðum til Englands fyrir hæfilegt gjald, og að þetta verði gert sem fyrst á þessu sumri og fram eftir haustinu, alt til nóv- emberloka, þ. e. til þess tíma, sem hætt er að veiða í dragnót innan landhelgi. Þar sem telja verður, áð þetta mál sé eitt af alira mestu nauð- synjamálum Auistfirðinga, vænt- um vér þesis, að hið háa alþingi bregðist vel við málaleituninini." Slysatryggiegar. Halldór Stefánsson og Héðinn Valdimarsson flytja frumvarp á alþingi um nokkrar lagfæringar á slysatryggingarlögunum. Sjó- imenn á róðrarbátum og vélbátum innan 12 ,sm,álesta skuli vera tryggingaTskyldir, ef þeir stunda 'þá atvinnu a. m. k. 1 mániuð á ári, þótt ekki sé svo langur tími í senn, eins, og nú er ákveðið í lögunium. Gildi þetta jafnt um sjómenn á bátum, sem eru ' flutningum,, éins og fiski-bátasjo- menn. — Menn, sem stjórna afl- vélum við jarðvinslu, skulu tryggingarskyldir. — Verkafólk, er vinnur á verkstæðum eða ann- ars staðar að tryggingarsikyldn" vinnu, skal'vera slysátrygt jafnt fyrir :því, þótt þar séu færri verkanienn en fimm eða aflvélar ekki notaðar að staðaldri á váinu- staðnum, en þar við er trygg- ingarskyldan takmörkuð n.ú. Vilmuníiur fíytur þá vi'ðbötar- tillögu við frumvarpið, að til bótaskyldra slysa skuli teljast hvers konar fingurmein og graft- arígerðir í höndum,, er menn fá við sjómensku, fiskverkun, slát- urhúsavinnu eða aðra pá trygg-! ingarskylda atvinnu, sem kunn er að þvi að vera hættuleg hönd- um manna á þenna hátt, enda kenni þeir meinsáris fyrst meðan þeir stunda vinnuna eða innan þess tíma að rekja megi orsakir þeas til hennar. Meira toss^ll! Meira brauð, — meiri yinnu meðan sólin i heiði skín, meðan jörðin er grösug og græn og gróandi náttúran blíð býður faðminn og freistar til sín. Meiri svita —, meira striit meðan að nóttin er björt og heið, meðan fjöllin í blámanum blika og bera þá háleitu tigit, sem bendir fram — á framitíðar leið. Meira bnauð —, meiri vinnu ' meðan sumarið kveður sín Ijóð,. látum skilninginn skapa þann mátt, sem er skjöldur á framtíðar braut. Neyttu kjarna píns, norræha ' Þjóð. Sjáið bræður, blessuð jör'ðin ' er biðjandi, nakin og hrjáð og þráir mannanna miskunar vald, hún er máttug, voldug og stór og gefur ávöxt ef að eins er sáð. Hniklast vöðvar, hefjast armar, hnípir fiöldínin í þögulli bæn, hann heimtar ei gersemar gullsins né gjálífi hverfandi lífs, jafna vinnu meðan að jörðin er græn. Ég heimta brauð, ég heimta vinnu fyrir húndruð, sem þúsiundir skapa, vinnu fyrir bræður, sern brosandi strita, brauð fyrir hungraða menn, sem gapa, líf fyrir þjóðina —, hún þarf ekki að tapa. Sig. B, Gröndal.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.