Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 9

Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 57 Mezzoforte með tónleika HLJÓMSVEITIN Mezzoforte .lieldur í naestu viku tvenna tón- leika. Þeir fyrri verða á miðviku- dagskvöld í Menntaskólanum við Sund, og hefjast þeir kl. 20.30. Hinir síðari verða svo á fimmtu- dagskvöld á vegum SATT í Tóna- bæ. Á Tónabæjartónleikunum kemur fram með hljómsveitinni söngvarinn Jóhann Helgason. Á þessum tónleikum verður nýút- komin hljómplata Mezzoforte, 4 (fjögur), kynnt auk eldri laga hljómsveitarinnar. Fundur um menntunar- mál fanga FÉLAG íslenzkra sérkennara hefur ákveðið að halda almennan fund um mcnntunarmál fanga og verður fundurinn á þriðjudagskvöld klukk- an 20.30 að Hótel Esju, 2. hæð. í fréttatilkynningu frá félaginu segir m.a., að undanfarið hafi menntunarmál fanga verið í brennidepli og hafi sitt sýnzt hverjum. Því hafi verið ákveðið að efna til fundarins. Frummælendur verða; Guðjón Ólafsson yfirkenn- ari, Erlendur Baldursson afbrota- fræðingur, Heimir Pálsson skóla- stjóri, Helgi Guðmundsson for- stöðumaður, Jón Bjarman fanga- prestur og Jón Thors deildarstjóri. Fræðslufund- ur um skrif- stofubúnað Ráð sjálfstætt starfandi háskóla- manna efnir til fræðslufundar um nútíma skrifstofubúnað fimmtudag- inn 4. nóvember nk. Fundurinn verður i Leifsbúð á Ilótel Loftleiðum og hefst kl. 16.00. Áður en fundurinn hefst verður sýning á ýmiss konar skrifstofubúnaði á fundarstað. Fundurinn og sýningin er einkum sniðin fyrir þá sem starfa einir eða eru með litlar rekstrareiningar. Á fundinum mun dr. Kristján Ingvarsson, verkfræðingur, halda erindi um grundvallaratriði varð- andi tölvunotkun við litlar rekstr- areiningar. Mun hann einkum fjalla um notagildi og val á bún- aði, samræmingu aðferða við rekstur, rekstrareftirlit, skjala- vörslu og ritvinnslu. Að loknu erindi dr. Kristjáns verða umræður og fyrirspurnir. Aðgangur að fundinum er ókeypis og heimill öllum háskóla- mönnum. Formaður Ráðs sjálf- stætt starfandi háskólamanna er Jón E. Ragnarsson hrl. Straumnesi, Aðaldal: Söfnuðu 20 þús. krónum á vinnuvöku Straumnesi, Aðaldal, 29. október. f TILEFNI af ári aldraðra voru kvenfélögin í Aðaldal, Kvenfélag Aðaldæla og Kvenfélag Nessóknar, með vinnuvöku í Ýdölum á fostudag og laugardag. Á sunnudaginn voru kvenfélög- in með basar í Ýdölum þar sem munirnir frá vinnuvökunni voru seldir. öfluðust um 20 þúsund krónur sem verður varið í þágu aldraðra í héraðinu. Þá var Lionsklúbburinn Nátt- fari með skemmtisamkomu í Ýdöl- um á laugardag fyrir aldrað fólk í sýslunni. Var samkoman vel sótt og tókst í alla staði vel. St.Sk. Gróin spor Aldarminning Jóhannesar Friðlaugssonar er komin út Bókin fæst í eftirtöldum bókabúðum: Bókabúö Máls og menningar, Laugavegi 18, Reykja- vík. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Bókavaröan Hverfisgötu 52, Reykjavík. Bókin h.f. Skólavöröustíg 6, Reykjavík. Bóka- og blaöasalan, Brekkugötu 5, Akureyri. Fornbókaverslunin Fróöi, Geislagötu 1, Akureyri. Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garöarsbraut 9, Húsavík. Útgefendur Hraðlestrar námskeið Næsta hraðlestrarnámskeið hefst 9. nóvember nk. Skráning í síma 16258 í kvöld og næstu kvöld kl. 20—22. Hraðlestrarskólinn. ódýra leidin ligjgUr um Amsterdam í vetur liggur ódýra leiðin til Kanaríeyja um Amsterdam. Við bjóðum 11, 18 eða 25 daga ferðir með brottför alla þriðjudaga svo auðvelt er að finna brottfarardaga við hæfi og stýra lengd ferðarinnar eftir hentugleikum. Flogið er til Las Palmas og dvalist á völdum gisti- stöðum sjálfrar Gran Canaria eyjunnar. í boði eru hótel, íbúðir eða smáhýsi (bungalows) fast við friðsælar baðstrendur og fjörugt skemmtanalíf. Þrír dagar í Amsterdam í upphafi ferðar er dvalist yfir eina nótt í Amsterdam. Síðan er flogið beint til Las Palmas en síðustu tveimur nóttum ferðarinnar eytt í Amsterdam, ósvikinni miðstöð menningar, verslunar og skemmtunar í Evrópu. Lága verðið! í meðfylgjandi dæmum um verð sýnum við hvað við erum að meina með „ódýru leiðinni" til Kanaríeyja. Verð er breytilegt eftir tegund hótela, íbúða eða smáhýsa og eftir árstíma, en ávallt er innifalið flug (Keflavík, Amsterdam, Las Palmas, Amsterdam, Keflavík), flutningur til og frá flugvöllum erlendis, gisting, hálft fæði í hótel- gistingu og íslensk fararstjórn. í Amsterdam er hótelgisting með morgunverði innifalin í verði. Barnaafsláttur er breytilegur eftir aldri. Dæmi um verð 11 dagar 18 dagar 25 dagar Smáhýsi (miðað við 4 ibúa) 10.937 11.584 12.245 íbúðir (miðað við 3 íbúa) 11.040 11.789 12.539 Hótel m/Vi fæði (2 í herbergi) 12.245 14.053 15.670 Verð midast við flug og gengi 1.10.1082 |j5=|FERÐA.. IM!I MIÐSTODIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 OTC(HVTH( FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIOARSTÍG 1 - SlMI 2WM Kanarí - Amsterdam - tveir frábærir staðir í einni ferð K-'1" Flugfélag með ferskan blæ 4RNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.