Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 29

Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 77 SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS rr Œ Þessir hringdu . . . Eins og aÖ bjóða drukknandi manni vatn að drekka Elís Adolphsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg var að velta fyrir mér þessum tilboðum sem talað hefur verið um, í sambandi við hækkun lána til húsnæðismála, þar sem verið er að nefna allt að 80% af verðmæti vísitöluíbúðar. Ýmsar spurningar vakna þá óhjákvæmi- lega: Hvað verða þetta há lán? Einnig: Hver verður afborgunin af þeim? Verða þetta ekki orðnar nokkuð háar greiðslur, þegar af- borganir a lífeyrissjóðslánum, sem fólk þarf að standa skil á, bætast svo við? Hvernig kemur þetta heim og saman við launin, sem nú eru yfirleitt á þeim nótum að rétt duga fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum, og sifellt er verið að skerða. Flutningsmenn þessara tillagna á Alþingi ættu að sýna almenningi þá vinsemd að upp- lýsa, hvernig þetta dæmi á að ganga upp. Eg tel þessi tilboð, að öðru óbreyttu, jafnast á við að bjóða drukknandi manni vatn að drekka. En hvað segja tillögu- mennirnir sjálfir? * Afram Tommi Guðmunda Stefánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langaði bara að koma því á framfæri, hvað mér finnst Villti tryllti Villi góður staður fyrir unglinga. Ég mæli með því að Tommi haldi áfram á sömu braut. Þetta var einmitt það sem vantaði fyrir okkur unglingana, staður þar sem ekki er drukkið. Ég kem þangað alltaf á föstudögum og skemmti mér ágætlega. Kærar þakkir fyrir mig. Fyrirspurn til Hans Petersens Tveir Ijósmyndaáhugamenn á Ak- ureyri höfðu samband við þáttinn og báðu fyrir eftirfarandi fyrir- spurn til ljósmyndavörufyrirtæk- isins Hans Petersens: Er mögulegt að fyrirtækið setji dagsetningar aftan á myndir sem framkallaðar eru og kóperaðar hjá því? Hef ekki orðið vör við vöruskort í Búlgaríu Margrét Sigþórsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Vegna fréttar á forsíðu Mbl. í dag (fimmtud. 28. okt.), af mat- vælaskorti í Austur-Evrópu, lang- ar mig til að bæta nokkrum orðum við. Alþýðulýðveldið Búlgaría er eitt af kommúnistaríkjum Aust- ur-Evrópu. Á síðastliðnum fimm árum hef ég dvalið nokkrar vikur í einu í Búlgaríu að störfum fyrir íslenska ferðaskrifstofu. Af eðli- legum ástæðum vinn ég mikið með þarlendu fólki og hef kynnst hög- um þess. Ekki hef ég orðið vör við þennan vöruskort í Búlgaríu, sem talað er um í fréttinni. Vöruval í verslunum eykst þvert á móti með hverju árinu. Vildum gjarna fá að sjá Utlagann Nokkrar stelpur í 9. bekk höfðu samband við Velvakanda og sögðu: — Við vildum gjarna fá að sjá kvikmyndina Útlagann ef mögu- legt væri. Við erum að lesa Gísla sögu Súrssonar í skólanum og eig- um að gangast undir samræmt próf í henni. Þar sem við misstum af kvikmyndinni á sínum tíma væri okkur mikill akkur í að fá að líta hana augum nú. Ætli það sé nokkur leið að koma því í kring? Norðurlönd og hin Norðurlöndin Fyrirmunun í málfari H.L. skrifar: „Orðafar einsog „hin Norður- löndin", „önnur Norðurlönd" og „öll Norðurlöndin" geingur fjöll- um hærra í blöðum á þúngum reynslutímum túngunnar einsog þeim sem yfir standa. Mætti virð- ast sem upphaldsmenn slíks mál- fars væru sigldir svo um munar, ekki aðeins fyrir Reykjanes einsog þótti betra en ekkert hér fyrmeir, heldur útúr kortinu í orðsins fylsta skilníngi. í „1. des. blaði stúdenta" í fyrra var neyðarkall, sent út í greinar- stúf til þessara snarríngluðu manna, ef takast mætti að fá þá til að gefa upp hvort þeir teldu sig standa á Jan Mayen, Kólaskaga eða Novaja Semlja, sem reyndar eru „önnur“ Norðurlönd en þau sem vér þekkjum. í þessu sambandi var einnig rifjuð upp þjóðsagan um aukatöð- in sem rákust á epli og urðu svo hugfángin af fegurð þessara ávaxta að þau skírðu sjálf sig upp og skrifuðu sig þaðanaf: „við Epl- in“. Slík tilraun í heimildavillu heitir á íslensku „svikaklófestíng". Þetta er sá verknaður sem gerist þegar við erum að kalla okkur Skandínava og segjumst tilheyra hinum eða öllum Norðurlöndun- um. Einginn veit hvar eða á hvaða Norðurlöndum slíkir menn eru Sjá bls. 78 staddir. Því miður barst ekkert svar frá þessum sjóhraustu ís- iendíngum, sem segjast tilheyra hinum Norðuriöndunum; gæti þó stafað af því að gleymst hefði að selja blaðið (slík gleymska kom fyrir mig líka á þeim dögum sem ég gaf út blað). Mér þótti fyrir að lesa hjá svo stílfærðum manni sem staksteina- höfundj, þegar hann vitnar í ræðu eftir Koivisto forseta á dögunum þannig: „enda þótt Norðurlönd hefðu farið ýmsar leiðir í utanrík- ismálum, þá hefðu þau ávalt gætt að því á hvern hátt ákvarðanir þeirra hefðu áhrif á gáng mála á öórum Norðurlöndum.“ (Annars- staðar á Norðurlöndum, hefði ver- ið skárri þýðing.) Mörgum kynni að detta í hug hvort ekki kæmi til greina að Ak- ureyri gerði eitthvað eða segði í málinu: fyrir alla muni missa ekki forystu sem er í því fólgin að vera höfuðstaður íslensks landsvæðis sem heitir Norðurland, og margir telja einna tignarlegast landpláss hér á landi og búi þar höfðíngs- fólk; og sé þar töluð einna fegurst íslenska." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þessi mál báru á góma. Rétt væri: Þessi mál bar á góma. Ljósmynda- námskeiðin vinsælu hefjast aftur í nóvember. Innritun og nán- ari upplýsingar í verzlun okkar. LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. L AUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI85811 STJÚRNUN AR FRfEflSLA Heimsins útbreiddasta forrit á smátölvur Leiöbemendur: Pill Ge.ts.on tlugumterö.r.tjóri Stjórnunarfélagiö kennir þér aö nota þetta frábæra verkfæri á þriggja daga námskeiöi. Námskeiöiö byggist aö mestu á æfingum á VisiCalc og Suþer- Calc. Notagildi forritanna er m.a. viö: — áætlanagerð, — eftirlikingar, — flókna útreikninga, — skoöun ólíkra valkosta, — meöhöndlun magntalna jafnt og krónutalna. Námskeiöiö krefst ekki þekkingar á tölvum. Kunnir þú aö skrifa getur þú notaö VisiCalc. Næsta námskeið veröur haldiö 15.—17. nóvember nk. kl. 13:30—17:30. Valgeir Hallvarösaon véltæknifræöingur Ritvinnsla er annaö og meira en fullkomin ritvél Námskeiöiö Ritvinnsla I býöur þér þjálfun á fullkomið ritvinnslukerfi meö raunhæfum æfingum á tölvum. f / ' . j Ritvinnsla býður mikla hagræðingu við: «V2 r} ] * — skýrslugerö, _J — bréfaskriftir, — samningu bóka og ritgeröa. -' - *— Eftir námskeiöiö ertu fær um aö vinna sjálfstætt viö rit- vinnslu og meta notagildi hennar fyrir þig. Vertu meö frá byrjun og njóttu leiösagnar þjálfaöra kennara Stjórnunarfélagsins. Næsta námskeið veröur haldið 8.—12. nóvember nk. kl. 09:00—13:00. Ath.: Fræðslusjóður Verslunarmannafélags Reykjavíkur greiöir þátttökugjald félagsmanna sinna á þessu nám- skeiöi og skal sækja um þaö til skrifstofu VR. Þátttaka tílkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. STJORNUNARFÉLAK ISUNDS^H SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.