Morgunblaðið - 21.11.1982, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
ur, sem var notaður í tilræðinu við
Kroesen hershöfðingja. Auk þess
fundust stolnir peningaseðiar,
sem voru hluti þess fjár er hryðju-
verkamenn höfðu upp úr krafsinu
er þeir rændu sparisjóð fyrir
nokkrum vikum.
Konurnar voru vopnaðar þung-
um skambyssum þegar þær komu
til vopnabúrsins til þess að koma
þar fyrir vélbyssu, en þeim gafst
ekki ráðrúm til þess að hleypa af
þegar menn úr sérþjálfuðu sveit-
inni GSG-9 komu þeim að óvörum
og umkringdu þær.
Þeir höfðu fengið bendingu um
vopnabúrið og lágu í leyni í skóg-
inum í rúman hálfan mánuð áður
en þeir létu til skarar skríða. Klar
komst undan í þetta skipti, en var
gripinn aðeins fimm dögum síðar,
og þessir tveir atburðir voru
hryðjuverkamönnum svo alvarlegt
áfall að þeir gætu jafnvel riðið
hreyfingu þeirra að fullu.
Ástæðan til þess að lögreglan
komst á slóð Klars var sú, að upp-
dráttur af skóginum hjá Frank-
furt, þar sem hann var handtek-
inn, fannst í vopnabúrinu hjá
Hamborg. Lögreglan beið í skógin-
um í fimm daga og handtók Klar
þegar hann birtist þar til að sækja
vopn.
Ógætni Klars eftir handtöku
vinkvenna hans virðist hafa staf-
að af því að hann hafi fyllzt ör-
væntingu vegna þess áfalls, sem
handtökurnar og fundur vopna-
búrsins voru. Hann var vopnaður
þungri skammbyssu þegar hann
var handtekinn, en var umkringd-
ur áður en hann gat veitt viðnám
og ekki kom til vopnaviðskipta.
Fylgdarmaður Klars komst undan
og hans er ákaft leitað.
Adelheid Schultz — raraleiðtogi
Baader-Meinhof-samtakanna, sem
var handtekin.
Birgitte Mohnhaupt — hugmynda- Christian Klar — handtekinn úti i
fræðingur og þátttakandi i mörgmn skógi.
morðum.
Hana-Martin ScUeyer — myrtur
1977.
Jiirgen Pinto, einnig myrtur 1977.
Frænka hans tók þótt i órósinni.
Gunther von Denkmann — skotinn
til bana þegar RAF-leiðtoginn Holg-
er Meins hafði svelt sig til bana í
fangelsi.
sem hryðjuverkamennirnir not-
uðu til að komast undan. Síðan
hefur RAF verið í vörn. Liðsmenn
samtakanna hafa orðið sér út um
fé með bankaránum, en ekki verið
þess megnugir að standa fyrir
meiriháttar aðgerðum, m.a. vegna
þess að þeir hafa ekki getað fengið
nýliða í samtökin.
Aldrei áður hefur reynzt eins
erfitt að fá nýliða í RAF og yfir-
völd hafa núorðið meiri áhyggjur
af starfsemi „Byltingarsellanna"
svokölluðu en RAF, þrátt fyrir
nákvæma skipulagningu og
strangan aga, sem hryðjuverka-
starfsemi RAF hefur mótazt af.
Fátt er vitað um Byltingarsell-
urnar, en þær hafa oft tekið af-
stöðu gegn RAF og hugmyndinni
Stadurinn þar sem Siegfried Buback rikiaoakaókuari var myrtur 1977.
Baader-Meinhof
á Mlanda íæti
SAMTÖK vestur-þýzkra
hryðjuverkamanna eru í mol-
um, aðeins átta árum eftir að
þau sendu frá sér þessa yfir-
lýsingu í bréfi til innanríkis-
ráðuneytisins í Vestur-Berl-
ín: „Borgarar, vinir, félagar.
í dag, 4.október 1974, höfum
við hleypt af stokkunum póli-
tískri og hernaðarlegri bar-
áttu.“
Allir hugmyndafræðingar
þeirra, Ulrike Meinhof, Gud-
run Ensslin, Andreas Baad-
er, Holger Meins og Jan-Carl
Raspe, hafa annað hvort
svipt sig lífi eða látizt eftir
skotbardaga eða hungur-
verkföll. Þar að auki hafa
nokkrir atkvæðamestu
hryðjuverkamennirnir verið
handteknir að undanförnu.
Nú síðast var Christian Klar
handtekinn í skógi sunnan við
Hamborg og þá á aðeins eftir að
hafa upp á einum höfuðpaur
hryðjuverkamannanna, Inge Vi-
ett, sem er leiðtogi aðeins 20
hryðjuverkamanna, sem enn leika
lausum hala. Skömmu áður höfðu
Brigitte Mohnhaupt og Adelheid
Schulz verið handteknar í vopna-
búri hryðjuverkamanna í skógi
skammt frá Frankfurt.
LENGI LEITAÐ
Klars og kvennanna hefur verið
leitað vegna þátttöku í morði
Júrgen Ponto í júlí 1977 og morðs-
ins á iðnrekandanum Hans-
Martin Schleyer í september 1977.
Þremur mánuðum fyrir morðið á
Ponto höfðu aðrir hryðjuverka-
menn myrt Siegfried Buback rík-
issaksóknara og þau eru einnig
grunuð um þátttöku í þeim verkn-
aði. Síðasta meiriháttar aðgerð
hryðjuverkamanna var tilræðið
við bandaríska hershöfðingjann
Fred R. Kroesen í Heidelberg 15.
september í fyrra.
Hér við bætast að vísu þau
Hans-Joachim Klein,- sem tók þátt
í árásinni á aðalstöðvar OPEC í
Vín í desember 1975, og Susanne
Albrecht, sem tók þátt í morðinu á
Ponto, en þau vilja bæði snúa baki
við hinum herskáu vinum sínum.
Klein hefur tvívegis lýst þessu
yfir í viðtölum við tímaritið Der
Spiegel og Susanne Albrecht
reyndi mörgum sinnum að setja
sig í samband við fyrrverandi inn-
anríkisráðherra frjálsra demó-
krata, Rudolf Gerhart Baum. Þar
við bætist að lögfræðingurinn
HorSt Mahler, sem var verjandi í
fyrstu réttarhöldunum gegn
hryðjuverkamönnunum, hefur
sagt skilið við hugmyndina um
borgarskæruhernað í stórborgum
„heimsveldissinna."
VOPNABURIÐ
Meðal þess sem fannst í vopna-
búrinu þegar Brigitte Mohnhaupt
og Adelheid Schulz voru hand-
teknar voru vopnin, sem voru not-
uð til að myrða Schleyer og Ponto.
Annað af því sem fannst var: 353
fölsuð skilríki (þar á meðal brezk
og svissnesk vegabréf, skilríki til
að komast inn í vestur-þýzkar og
bandarískar herstöðvar og öku-
skírteini), handsprengjur, 8.000
skotfærahleðslur, uppdrættir af
lögregluskóla, lögreglustöðvum,
ísraelskum stofnunum í Evrópu og
bandarískum hernaðarmannvirkj-
um, véibyssur, skambyssur, riffl-
ar, handsprengjur, fjögur kíló af
sprengiefni og eldflaugaskotpall-
DANSKT VEGABRÉF
Athygli vakti að Klar var með
danskt vegabréf þegar hann var
handtekinn og fréttir herma að
bifreið með dönsku skrásetn-
ingarnúmeri hafi fundizt í
grenndinni.
Þá hefur verið skýrt frá því að
sá litli kjarni hryðjuverkamanna,
sem enn er eftir, hafi flutt aðal-
stöðvar sínar frá þríhyrningi, sem
afmarkast af landamærum Þýzka-
lands, Sviss og Frakklands, til
svæðisins hjá landamærum Dan-
merkur og Vestur-Þýzkalands.
Ýmislegt bendir til þess að vest-
ur-þýzkir hryðjuverkamenn hafi
ferðazt fram og aftur yfir dönsk-
þýzku landamærin og látið að sér
kveða í Danmörku.
Eftir fund vopnabúrsins hjá
Hamborg vantar aðeins herzlu-
muninn til þess að tekizt hafi að
bæla niður voldugustu hreyfingu
hryðjuverkamanna, „Rote Armec
Faktion" (RAF), sem er betur
þekkt undir nafninu „Baader-
Meinhof-samtökin".
Tilræðið við Kroesen hershöfð-
ingja var raunverulega síðasta
umtalsverða aðgerð RAF, en þá
fundust fingraför Klars í bifreið,
Staðurinn þar sem Schleyer var rænt í Köln.