Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
31
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hagvangur hf.
RADNINGAR-
ÞJONUSTA
ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA:
Starfsmannastjóra
(179)
Fyrirtækiö er stórt iönfyrirtæki.
Starfssviö starfsmannastjóra er í stórum
dráttum sem hér segir: Hann sér um aö
launastefnu fyrirtækisins sé framfylgt,
mannaráðningar, starfsmannahald (þ.e.
launaút. og fl.), fræðslumál og önnur mál sem
varöa kjör og aðstöðu starfsmanna. Einnig
sér hann um samningagerð fyrir hönd fyrir-
tækisins.
Viö leitum aö manni meö haldgóöa menntun
og/ eða starfsreynslu á þessu sviöi, sem á
gott með aö umgangast fólk. Á auðvelt með
að tileinka sér nýjungar og hefur góða skipu-
lagshæfileika.
Vinsamegast sendið umsóknir á eyðublöðum
sem liggja frammi á skrifstofu okkar merkt:
179.
Gagnkvæmur trúnaöur.
Hagvangur hf.
RADNINGARÞJÓNUSTA
GRENSASVEGI 13, R.
Haukur Haraldsson,
Þórir Þorvarðarson,
SIMAR 83472 & 83483
REKSTRAR- OG
TÆKNIÞJÓNUSTA,
MARKADS- OG
SÖLURÁDGJÖF,
ÞJÓÐHAGSFRÆÐI-
ÞJÓNUSTA,
TÖLVUÞJÓNUSTA,
SKOÐANA- OG
MARKADSKANNANIR,
NÁMSKEIDAHALD
Framkvæmdastjóri: Ólafur Örn Haraldsson.
Frystihús á
Vestfjörðum
óskar eftir að ráða yfirverkstjóra í vinnslusal.
Umsóknir, ásamt upplýsingum, sendist augl.
deild blaðsins fyrir 30. nóvember nk. merkt:
„BG — 6491“.
Vélsmiðja úti
á landi
óskar aö ráða vélvirkja eöa rennismið strax.
Góð íbúð til staðar.
Uppl. gefnar í símum 25531 og 25561.
Starfsfólk óskast
við fatapressun og saumaskap. Vinnutími frá
kl. 8—4.
Fataverksmiöjan Gefjun,
Snorrabraut 56.
Símar 81840 og 16638.
Síldarfrysting —
Njarðvík
Vantar konur og karla til síldarfrystinga. Mikil
vinna.
Uppl. í síma 1264.
Brynjólfur hf.
Bifvélavirki
með meistararéttindi, óskar eftir vinnu. Flest
kemur til greina.
Tilboð leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir
1. des. merkt: „J — 285“.
Bókhaldsstofa
Höfn i Hornafirði óskar að ráða forstöðu-
mann.
Upplýsingar veittar á Bókhaldsstofunni Höfn,
sími 97-8644 og hjá Endurskoöunarskrifstof-
unni Stoð, sími 91-84822.
«RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Landspítalinn
Aöstoöarlæknir óskast viö Kvennadeild til
eins árs frá 1. janúar 1983 að telja. Umsóknir
er greini menntun og fyrri störf sendist
Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17. desember
n.k.
Upplýsingar veita yfirlæknar Kvennadeildar í
síma 29000.
Aöstoöarlæknir óskast til eins árs frá 1.
janúar 1983 á rannsóknastofu Háskólans
v/ Barónsstíg. Mögulegt er að framlengja
ráðningu um eitt ár skv. umsókn og nánara
samkomulagi. Um er að ræöa námsstööu í
almennri líffærameinafræöi. Jafnframt gefst
kostur á að leggja sérstaka áherslu á eitt eða
fleiri sérsvið, svo sem barnameinafræði, rétt-
arlæknisfræði, frumumeinafræði, rafeinda-
smásjárrannsóknir og fleira. Gert er ráð fyrir,
að viökomandi aðstoðarlæknir taki þátt í
rannsóknarverkefnum samhliöa öörum störf-
um. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf
sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17.
desember n.k. Uppiýsingar veitir forstöðu-
maður Rannsóknastofu Háskólans í síma
29000.
Aöstoöarlæknir óskast á taugalækninga-
deild til 6 mánaö frá 1. janúar 1983. Umsókn-
ir er greini menntun og fyrri störf sendist
Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 17. desember
n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir taugalækn-
ingadeildar í síma 29000.
Reykjavík, 21. nóvember 1982,
Ríkisspitalarnir,
Snyrtivöruverslun
óskar að ráða starfsfólk:
a. hálfan daginn frá kl. 1—6.
b. allan daginn frá kl. 9—6.
Æskilegur aldur 20—40 ára. Umsóknir er
greini aldur og fyrri störf, sendist augl.deild
Mbl. merkt: „Áreiðanleg — 269“.
Fóstra
Dagheimilið Suðurborg óskar eftir fóstru á
elstu deildina, 3—6 ára börn. Uppl. gefur
forstöðumaður í síma 73023.
Ritari
Óskum eftir að ráða ritara fyrir lögfræði-
skrifstofu í Reykjavík.
Auk þess aö hafa reynslu í almennum skrif-
stofustörfum, þarf viðkomandi að geta unnið
sjálfstætt og búa yfir góðri kunnáttu í ís-
lensku, vélritun og bókhaldi.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál. Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Lidsauki hf. m
Hverfisgötu 16A - 101 Reyk/avik - Simi 13535
Viðskiptafræðingur
og/eða
kerfisfræðingur
Viljum ráöa víösýnan kerfisfræöing eða
viðskiptafræðing.
Starfið verður fólgið í aö byggja upp forritun-
ardeild og tölvusölu, og sjá um starfsemi
hennar.
Viðkomandi þarf að vera framkvæmdamað-
ur, hafa hagnýta reynslu úr viðskiptalífinu,
geta gert sér grein fyrir þörfum íslenzkra
fyrirtækja í tölvuvæðingu, skipuleggja verk-
efni, hafa með höndum verkstjórn í forritun,
og geta umgengist og stjórnað öðru fólki
áreynslulaust.
Maöur meö góða bókhaldsþekkingu, áhuga
fyrir tölvum, reynslu í stjórnun, og sem getur
starfað sjálfstætt, kemur vel til greina.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og starfsreynslu sendist okkur fyrir
1. desember nk., merktar: „Kerfisfræði —
Trúnaðarmár.
Fariö verður með allar umsóknir sem algjört
trúnaðarmál. Nánari upplýsingar gefur Sig-
urður Gunnarsson.
Skrifstofuvélar hf.
Hverfisgötu 33.
Sími 20560.
Laus staða
í Slökkviliöinu í Reykjavík er laus staða
starfsmanns í launaflokki 19 eöa tilsvarandi
flokki BHM. Starfsmaðurinn skal vera
slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra til
aðstoðar við þjálfun og tækniframfarir hjá
varðliði.
Umsækjandi skal vera tæknifræðingur eöa
hafa langa starfsreynslu í slökkviliði.
Umsóknir berist undirrituöum fyrir 31. des-
ember 1982.
Reykjavík, 19. nóvember 1982
Slökkviliösstjórinn í Reykjavík
Rúnar Bjarnason.
Metsölublad á hverjum degi!