Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 39

Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 39 Uppreisnarmenn múhamedstrúarmanna i Afganistan með sovézkan skriðdreka, sera þeir hafa náð á sitt vald. Kannanir okkar leiddu í ljós, að hann væri fagurmáll fasisti, sem í leyni væri hlynntur Vesturveldun- um (hann var menntaður í Banda- ríkjunum) og stóð í sambandi við Bandaríkjamenn. Við grunuðum hann einnig um að vera í tengslum við CIA, en um það höfðum við eng- ar sannanir. I stuttu máli benti KGB á þá hættu, sem af Amin kynni að stafa, ef hann yrði foringi uppreisnar múhameðstrúarmanna og tæki síðan við sem leiðtogi ísl- amsks Afganistans. Ekki aðeins ætti hann eftir að snúa sér að Vest- urveldunum, heldur ætti hann einnig eftir að hrekja Sovétríkin algerlega út úr Afganistan. Af póli- tískum ástæðum taldi KGB, að það yrði miklu betra, þótt seint væri, að gera Karmal að forseta. Þrátt fyrir aðvaranir okkar og okkur til mikillar undrunar þá studdi Brezhnev Amin. Tarak var kallaður til Moskvu með leynd. Brezhnev og aðrir félagar hans í stjórnmálaráðinu höfðu fallizt á það með Amin, að hann skyldi koma því svo fyrir, að Taraki skyldi láta af embætti, er Taraki sneri aftur til Kabúl. Amin fylgdi fyrirmælum Brezhnevs eftir, ef ekki á borði þá að minnsta kosti í orði. Taraki steig rakleiðis ofan af forsetastólnum og niður í gröf sína. Stjórnvöld í Moskvu voru reiðubúin til þess að horfa fram hjá því. Það liðu hins vegar ekki nema nokkrar vikur, þangað til hinn fagurmáli Amin hafði hleypt stoðum undir röksemdir KGB. Amin stóð ekki við þau loforð, sem hann hafði gef- ið Sovétríkjunum. Verst var þó, að uppreisn múhameðstrúarmanna virtist óðum vera að breiðast út í Afganistan og Amin gerði ekkert til þess að stöðva hana. Stjórnmálanefndin var nú sann- færð orðin um það, að KGB hefði haft á réttu að standa. Amin hefði það í hyggju að snúa Afganistan gegn Sovétríkjunum. Þess vegna ákvað stjórnmálanefndin, að Amin yrði að víkja, helzt í kyrrþey en örugglega dauður. Okkur í KGB var í fyrstu falið þetta verkefni. í okkar röðum var njósnari, sem lézt vera Afgani og var um skeið per- sónulegur matsveinn Amins. Hon- um var fyrirskipað að eitra fyrir Amin. En vegna stöðugrar aðgæzlu þess síðarnefnda tókst þetta ekki. Þessi mistök ollu vonbrigðum í Moskvu og þar var ákveðið að ryðja Amin úr vegi með öðrum hætti. Sérstök sovézk stormsveit átti að ráðast inni í forsetahöllina í Kabúl. Á annan í jólum 1979 tóku sovézkir fallhlífahermenn að lenda með leynd við flugvöllinn í Kabúl. Næsta dag hélt vopnuð sveit í átt- ina til forsetahallarinnar. í henni voru nokkur hundruð sovézkir stormsveitarmenn auk hóps af sér- þjálfuðum KGB-foringjum. Þessir menn voru allir klæddir búningum afganskra hermanna og hervagnar þeirra voru allir með afgönskum skiltum. Á leiðinni var þessi sveit stöðvuð af afganskri varðsveit. Afganskir hermenn söfnuðast að til þess að kanna, hverjir þarna væru á ferð- inni. Skyndilega var framhlífin á fremsta herbílnum opnuð og afg- önsku hermennirnir voru skotnir með tölu með hríðskotabyssu. Síð- an hélt sveitin áfram. Þegar hún kom að forsetahöllinni, gerðu sér- þjálfuðu hermennirnir árás á hana úr þremur áttum, en Bayarenov höfuðsmaður (yfirmaður æfinga- búða hryðjuverkasveita KGB) stjórnaði árásinni. Árásin byrjaði vel. Hún hefði gengið ehn betur, hefði einn hervagninn ekki festst í einu af hallarhliðunum. Stjórnvöld í Moskvu vildu ekki, að neinn Afg- ani yrði til frásagnar um það, sem gerzt hafði í höllinni. Þess vegna skyldi enginn maður vera tekinn til fanga. Hver einasti maður, sem flýði frá forsetahöllinni skyldi skotinn á staðnum. Amin fannst við víndrykkju á bar á efstu hæð hallarinnar. Hann var skotinn vafningalaust. Eins fór um fallegu stúlkuna, sem var þar hjá honum. Markmiði Sovétstjórnarinnar hafði nú verið náð. En árásaráætlunin var ekki gallalaus. Enginn hafði gert ráð fyrir því, að lífverðir Am- ins myndu veita jafn harða mót- stöðu og raun varð á. Mótspyrnan var það hörð, að Bayeronov sneri við út um hallardyrnar til þess að kalla á varalið. En hann hafði gleymt sínum eigin fyrirmælum til hermannanna fyrir utan og var sjálfur skotinn umsvifalaust. Nú var Amin dauður. Áður var búið að hafa upp á Karmal, þar sem hann dvaldist í Evrópu og var hann strax kallaður til Moskvu. Hann féllst á að verða forseti í Afganistan og að biðja formlega um sovézkt herlið til þess að veita stjórn sinni vernd. Jafnvel áður en tilkynningin þar að lútandi var birt, voru tugþúsundir sovézkra hermanna þegar komnar inn í Afg- anistan. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Sóknarfélagar Fundur veröur í starfsmannafélaginu Sókn þriöju- daginn 23. nóvember í Hreyfilshúsinu og hefst kl. 20.30. Fundarefni: 1. Breyting á samningum. 2. Önnurmál. Stjórnin Marantz DC — 350 Hljómtækjasamstæða með öllu: 1. Magnari 25x2 wött. 2. Segulbandstæki, dolby, metal. 3. Útvarp, allar bylgjur. 4. Plötuspilari, fullkominn. 5. Skápur. 6. Tveir súper hátalarar. r Verð: 17.700 kr. stgr. Utborgun frá kr. 3000.- VERSLIÐ I SÉRVERSLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI Marantz merki unga fólksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.