Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Allan Simonsen
Litli danski
lagerstrákurinn sem öðlaðist
heimsfrægð
Danski knattspyrnumaðurinn Allan Simonsen er sá leik-
maður af Norðurlöndum sem hvað lengst hefur náð í atvinnu-
knattspyrnumennskunni. Hann hóf knattspyrnuferil sinn
með Vejle Boldklub í heimalandi sínu og vakti fljótlega
mikla athygli fyrir leikni sína með knöttinn. Árið 1972 var
Simonsen í fyrsta sinn valinn í danska landsliðið og sinn
fyrsta landsleik lék hann einmitt gegn íslandi á Laugardals-
vellinum 3. júlí það ár. Skoraði hann eitt mark og átti mjög
góðan leik. Sama ár léku Danir á Ólympíuleikunum í Miinch-
en og var Simonsen þá með. Vakti hann mikla athygli þar og
fljótlega eftir leikana gerðist hann atvinnumaður hjá Þýska
stórliðinu Borussia Mönchengladbach. Þaðan hélt hann 1979
til Barcelona á Spáni, „ríkasta félags heims“, en þaðan er
hann nú farinn til Charlton Athletic í Englandi, en liðið leikur
í 2. deild. Ekki hafa þau félagaskipti gengið snurðulaust og
virtist um tíma sem kaupin gengju til baka, en nú er búið að
leysa þann hnút og Simonsen kominn til Charlton.
„Ég hef nú leikið knattspyrnu
þar sem hún gerist best í 10 ár og
á hverju keppnistímabili hef ég
verið hjá liði sem átt hefur vel-
gengni að fagna. Nú lítur allt í
einu út fyrir að í heilt keppnis-
tímabil fái ég jafnvel ekkert að
spila, og atvinnuknattspyrnumað-
ur á erfitt með að sætta sig við
slíkt, hvað þá að samþykkja það,
og sérstaklega vegna þess að ferill
minn með landsliðinu er í húfi. Sá
tími er kominn að ég verð að
hugsa alvarlega um framtíð mína
hjá Barcelona."
Þetta sagði Simonsen í ágúst í
sumar, og kom þá bersýnilega í
ljós að hann var ekki ánægður
með þá stöðu sem hann var kom-
inn í hjá félaginu. Bernd Schuster
hafði einmitt — í fyrsta sinn eftir
uppskurðinn sem þann gekkst
undir leikið heilan leik „el Barca".
Var það gegn 1. FC Köln frá
Þýskalandi í Juan Gamper-
keppninni, æfingakeppni sem fé-
lagið tók þátt í, og varð Simonsen
þá ljóst að Barcelona myndi nota
Schuster og Maradona sem sína
tvo útlendinga í vetur. Þrátt fyrir
frábæra frammistöðu keppnis-
tímabilið 1981—’82 komst Simon-
sen ekki lengur að hjá Barcelona.
Upphafið á endinum
Félagaskipti Simonsens frá rík-
asta knattspyrnufélagi heims,
Barcelona, til Charlton Athletic,
miðlungs 2. deildar liðs i Englandi
er stórviðburður á knattspyrnu-
sviðinu.
l/f'
f .'V
/
Nú er tíminn
fyrir Multi-tabs
- til öryggis!
Hver tafla inniheldur 11 mismunandi fjörefni,
járn og önnur steinefni.
Fæst aóeins í lyfjabúöum.
G'Olafsson h/f
Grensásvegi 8,
125 Reykjavik
Þessir ungu sveinar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Krabbameinsfélag
fslands í Torfufelli 18 Breiðholtshverfi. Söfnuðu þeir hátt í 500 kr. Strákarnir
heita: Gestur Rúnar Stefánsson, Arnar Stefánsson, Vignir Steinþór Halldórs-
son, Jón Hákon Halldórsson og Edvard Mortens.
Þessar stöllur, sem heita Kristjana Björg Júlíusdóttir, íris Björk Gylfadóttir,
Kolbrún Júlíusdóttir og Eva Dóra Hrafnkeisdóttir, efndu til hlutaveltu til
ágóða fyrir Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra og söfnuðu þær tæplega 390
krónum.