Alþýðublaðið - 14.09.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.09.1920, Blaðsíða 2
s alþyðublaðið blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Isgólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsingum sé skilað þangað s8a í Gutenberg í síðasta iagi kl. 20, þann dag, sem þær eiga að feoma í blaðið. ast. En hér er ekki rúm til að fara nánar út ! þetta mál. S. Þ. gumar mikið af því, að ekki sé hægt að hrekja reikaing hans. Má vel vera. En vorkunnar- laust hefði honurn átt að vera að athuga Búnaðarritið áður en hann lagði út í að búa til dæmið um búskaparlag það, sem engum er fyrirgefanlegt að hafa lengur. Mönnum til fróðleiks skal eg benda hér á það, að eftir skýrsl- um nautgripafélaganna 1904 til 1910, sém prentaðar eru í 28. ári Búnaðarritsins, er nyt úr íslenzkri meðalkú talin 2227 lítrar af mjólk á ári. Meðalnyt á Suðurlandi talin 3202 lítrar. En svo eg taki dæmi af einu mjólkurbúinu hér við Reykjavík, sem sýnir að hægt er að reka hér búskap all sæmilega, tek eg hér útdrátt úr mjólkur- og fóðurskýrslu frá Rauðará, sem prentuð er í 23. ári Búnaðarritsins. Skýrslan nær yfir 18 kýr (dæmi S. Þ. var 6 kýr). Þær mjólkuðu allar til samans 56,735 lítra um árið. Hæst nyt var 4x37 lítrar og lægst 2366 lítrar. Aðeins ein kýr var kálflaus. Meðalnytin 3152 lítr- ar eða 1152 lítrum hærri en S. Þ. kveður meöalnyt hér. Alls var kúnum gefið hey er vóg 40,265 kg., eða til jafnaðar 2237 kg. hverri; sé kg. reiknað á 40 aura (4 aurum hærra en S. Þ. gerði) kostar heyið handa hverri kú kr. 894.,80. AIls voru kúnum gefin 14,348 kg. af fóðurbæti, eða hverri um 796 kg., sé fóðurbætirinn allur talinn rúgmjöl og reiknaður með sama verði og S. Þ. gerði, 64 aura kg., koma kr. 309,44 á hverja kú. Samtals kostar því fóður hverr- ar kýr kr. 1404,24, eða kr. 149,- 7<> minna en S. Þ. fær út með fóðurreikningi sínum. Gerum nú ráð fyrir, til hægðarauka, að ann- ar kostnaðarreikningur S. Þ. sé iéttur og Ieggjum hann til grund- vallar, þá verður kostnaðurinn við allar kýrnar, 18 að tölu, kr. 31,- 168,32. En auðvitað verður kostn- aðurinn við hirðingu eg fleira til- tölulega lægri, því stærra sem bú- ið er. Gerum enn fremur, S. Þ. til þægðar, ráð fyrir að kýrnar hafi aðeins mjólkað 2000 lítra hver, og metum líterinn á aðeins 93 aura. Allar kýrnar mjólka þá 36,000 lítra, eða fyrir 33,480 kr. Hreinn ágóði því kr. 2,311,68 eða af 6 kúm kr. 770,56 gróði, en ekki 118 kr. tap, eins og niður- staða S. Þ. er. En nú mjólkuðu þessar kýr í raun og veru 56,735 lítra, og sé það reiknað á 93 aura lftrinn, hefði gróðinn orðið kr. 31,595,2§. En auðvitað ábyrgist eg ekki útreikning S, Þ., en skýrsl- una verður að taka trúanlega. Yerst að ekki skuli fleiri slíkar skýrslur að finna. Þetta nægir í bráðina, til þess að lofa S. Þ. að glíma við, en houm verður iíklega ekki skotaskuld úr því að ósanna þetta I S. Þ. hyggur að hann hæðist að mér með því að segja að upp- ástunga mín um sölu mjólkur und- ir verði sé fjarstæða, og þá ætti alveg eins að selja aðra nauð- synjavöru undir verði. Vesalings maðurinnl Ut um allan heim hafa ýmsar helztu nauðsynjavörur verið seidar .eftir kortum" undir verði á stríðsárunum, og eru það ennþá. Og eg skal segja honum S. Þ. hver borgar. Það eru fjárgróða- mennirnir, þeir sem auðgast hafa á manndrápum beinlínis eða óbein- línis. Hér mundu þeirra lfkar gera það, ef til slíks kæmi. En auðvit- að er komið við hjartað í S. Þ., ef minst er á slíkt. Honum finst engin sanngirni í því, að þeir, sem efui hafa, styrki þá, sem hafa hjálpað þeim til að auðgast. Því skyldu þeir vera að því? Hvað ætli það geri svo sem til, þó börn verkamannanna verði andlegir og líkamlegir aumingjar, því auðveld- ara verður fyrir auðvaldið að kúga þá, er þeir vaxa uppl Að því vill S. Þ. sýnilega róa öllum árura. Eins og annað sem S. Þ. ritar, eru niðurlagsorð hans, fleypur út f Ioftið, ritað af þekkingarleysi. Eg þarf ekki að fara hér út í það, 1 að kaup verkamanna er altof lágt, eins og það er nú, og hefir langt frá því stigið hlutfallslega við Iífs- nauðsynjarnar. Fram á það hefir verið sýnt hér í blaðinu fyrir nokkru. Sömuleiðis er það fjar- stæða ein, að hér sé lifað í meira óhófi en áður var, það veit hver einasti maður, sem kominn er til vits og ára og hefir alist hér upp. Að öðru leyti vísa eg til niður- lagsorða greinar minnsr, sem S. Þ. forðast eins og heitan eld að minnast á, en einmitt það tel eg höfuðatriði þessa máls, að bœrinn setji hér sem fyrst upp stórt og gott kúabú. I.J. €rknð simskeyti. Khöfn, 14. sept. Alt eins! ■ Eítir lögum þjóðabandalagsins á að birta alla hernaðarbandalags- samninga milli rikja, en að sögn ætla Frakkar og Belgir að hliðra sér hjá að birta samninga þá er þeir hafa gert, og koma með lagavífilengjur. Yöxtur í Ðoná. Frá Vínarborg er sfmað, að vöxtur mikil hafi komið í Doná og hafi vatnsflöturinn stigið um 43/4 meter yfir það sem venjulegt er, en nú sé flóðið að þverra. Erlend mynt. Khöfn 10. sept. Dollar (1) — 7,19 Pund sterling (x) — 25,12 Sænskar krónur (100) kr. 146,25 Norskar krónur (100) — 100,50 Im dagiirn og veginn. Kveikja ber á hjólreiða- og bifreiðaljóskerum eigi síðar en kl. 71/* i kvöld. Ríóin. Gamla Bio sýnir: „Ein- rænn úlfur". Nýja Bio sýnir: „Mál- aða mærin". „Yér morðingjar“, eftir Guð- mund Kamban, er fyrsta leikritið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.