Alþýðublaðið - 14.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.09.1920, Blaðsíða 1
Gefið út af Alþýðuílokknum 1920 íslandsbanki og skósYeinar hans. 1. Fyrir mánuði síðan (15. ág.) foirti Bjarni frá Vogi í Vísi varn- arskjal sitt fyrir íslandsbanka það er hann nefndi skýrslu til banka- ráðsins. Eins og áður hefir verið sýnt fram á hér í blaðinu, þá er varnarskjal Bjarna# fellandi fyrir bankann, því Bjarni staðfestir þar: a) að bankinn hafi lánað út á -sín eigin hlutabréf, til þess lán- takendur gætu keypt hlutabréf bankans. b) að bankinn hafi sagt rangt til um málmforðatryggingu sína. c) að bankinn hafi lánað til fiskverzlunar (og eigi útistandandi í henni 28. júlí) iiðlega 113/4 milj. kr. (til samanburðar má geta þess, að bankinn hafði tii fiskveiða að- eins lánað 73/4 milj. kr.). Öll var „skýrsla" Bjarna ber- sýnilega rituð með það fyrir aug- um að bera í bætifláka fyrir banlc- ann, og öll afsksplega loðin. En það að hún varð ekki betri vörn fyrir bankann, en Iýst hefir verið, var eingöngu af því að málstað- urinn var ekki betri. En ósannindi bankanum til lofs vildi Bjarni auð- vitað ekki fara með, þó hann gerði sitt til þess að matbúa sann- leikann um bankann þannig, að almenningur gleypti „skýrsluna* án þess að verða var við þann beizka sannleika sem í henni fólst um bankann. Að bankinn hinsvegar var harð- ánægður með vörn þessa sveins síns, má sjá á þvf, að hann lét sérprenta hana og sendi hana út um land. Sýnir það hvað bankinn fiefir álitið aðstöðu sína slæma sbr. druknandi maður þrífur til hálmstrás. En líka má vera að þeir sem réðu því að grein Bjarna var send út um land, hafi hugs- að sem svo, að almenningur færi a hundavaði yfir hana og kæmist Þriðjudaginn 14. september. að svipaðri niðurstöðu og hér ségir: „Bjarni frá Vogi — gallharður sjálfstæðismaður — Danahatari — ritar hlýlega um danska bankann, þá hlýtur alt að vera í lukkunnar velstandi, því hverjum dettur það í hug að hann — Jón Sigurðsson yngri — Iáti það hafa áhrif á sig þó hann fái næstum ráðherralaun af gróða bankans fyrir stritvinnu sína í bankaráðinu." JÆjölknrverðlð enn. Svar til S. I*. í grein minni um mjólkurverðið, er eg reit til andsvara S. Þ., gat eg þess, að væri útreikningur þessa fyrverandi skólastjóra og og bónda réttur, væri um hokur að ræða hér í bæ og grendinni, en ekki búskap — að búskapar- laginu þyrfti að breyta og þá mundi ástæðulaust að selja mjólk jafn dýrt og nú er gert. í stuttu máli, að bærinn yrði sem fyrst að hefjast handa og nota sjálfur jarð- eignir þær, er hann á, til að koma upp kúabúi. 1 grein, sem S. Þ. ritar sem „svar“ við þessari grein, kemur hann hvergi að þessu atriði, forð- ast eins og heitan eld að nefna það, heldur hellir hann sér yfir Alþýðublaðið og kvartar einkum undan því, að það hafi borið sér á brýn, að hann hafi birt gamla fyrirlestra í Morgunblaðinu — eins og þeir hefðu kannske verið svo vitlausir, að skömm væri að því að sjá þá á prenti. S. Þ. um það. En Alþbl. birti leiðréttingu á þessu frá honum, ef eg man rétt. Eg kalla það mannkærleika, þegar bóndi, sera er við gott bú, flytur til Reykjavfkur til þess að selja hér mjólk og skaðast um 118 kr. á ári. En þessi skaði, sem S. Þ. áður taldi fortakslausan, er nú orðinn reikningslegu r skadi, svo mannkærleikinn hverfur kann- 210. tölubl. ske þar með úr sögunni! Annars er S. Þ. sjálfur gott dæmi þess, að bóndi heldur ekki „áfram að búa, sjálfs síns vegna, hvernig sem árferði er“I Hann (bóndinn) — sá ágjarni — selur búið og flytur til Reykjavíkur, til þess að manna börnin, ef hann fær álit- legt boð í búið. ” Eg er S. Þ. fyllilega sammála ura það, að Reykjavík „er eigi góð uppeldistofnun fyrir börn og unglinga." En einmitt S. Þ. sjálf- ur er dæmi um bónda, sem flytur til þessa „Sódóma“, sem hann ný- lega hefir básúnað svo mjög í Morgunblaðinu, og ekki hrýs hon- um hugur við að flytja þangað. En hann er nú líka sérstökum hæfileikum búinnl Það er engin ástæða til þess að ein vara hækki í verði þó önnur geri það. Skraf S. Þ. um það, að eðlilegt sé að mjólk haekki í verði vegna þess að aðr- ar lífsnauðsynjar geri það, koma þessu máli því ekkert við. Mjólk- urverðið á Akureyri sannar þetta einmitt. Þó S. Þ. segi: „Þar stend- ur sérstaklega á: Óvenjúgott, véU tœkt (undirstrikað hér) flæðiengi, sem menn hafa og sem náttúran ber á og hirðir." Þarna talar fyrv. skólastjórinn af sýnilegri vanþekk- ingu, eins og oftar, vonandi ekki vísvitandi. Eg vil fræða þennan ágæta fræðimann um það, að meðan eg var á Akureyri — hefi verið þar í 22 ár — hefi eg aldrei heyrt talað um að Flæðarnar eða Hóímarnir hafi verið slegnir með vél, og mér er nær að halda, að erfitt sé að koma sláttuvélum fyrir á votu og gljúpu, þýfðu engi. S. Þ. hefir lrannske fundið upp slíka vél. Bara að svo væril Ann- ars skal eg taka það fram, að engið, sem hér er um að ræða, er leigt út fyrir verð sem svarar 10 kr. undir hestinn, og dagslátt- an á túni á Akureyri kostar minst 600 kr. Meirihlutin af mjólk, sem seld er á Akureyri er fluttur að, ekki skemri leið en hér tíðk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.