Morgunblaðið - 01.12.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.12.1982, Qupperneq 1
Miðvikudagur 2. desember - Bls. 33-64 eftir Kristján Karlsson BÓKAÚTGÁFA Olivers Steins sendir um þessar mundir frá sér síðara bindi af óbundnu máli eftir Einar Benediktsson, sem eru rit- gerðir um margvísleg efni. Með því lýkur sex binda útgáfu á verk- um Einars, Ijóðum, sögum og greinum, sem Kristján Karlsson hefur annast. Morgunblaðið hefur fengið leyfi til birtingar á inn- gangsorðum Kristjáns að þessu síðasta bindi. Einar Benediktsson fór þegar á stúd- entsárum sínum að fást við blaða- mennsku. Hann var einn þeirra íslenzku stúdenta sem byrjuðu útgáfu tímarits í Kaupmannahöfn vorið 1891; það rit var Sunnanfari. Einar birti nokkur kvæði sín þar, til dæmis fyrsta kafla íslandsljóða, Snjáku og Hvarf séra Odds frá Miklabæ; meirihluti kvæða hans eftir það kemur fyrst út í blöðum og tímaritum. Árið 1893 stofnuðu þeir Einar og Þor- leifur H. Bjarnason tímaritið Útsýn, í Kaupmannahöfn. Það átti að flytja þýð- ingar. Aðeins eitt hefti kom út og var helgað bandarískum bókmenntum. Þar eru nokkrar þýðingar eftir Einar, meðal annarra Hrafninn eftir Poe. Mesta fyrirtæki Einars í útgáfu blaðs var hinsvegar Dagskrá, sem byrjaði að koma út 1. júlí 1896 í Reykjavík. Einar var eigandi og ritstjóri Dagskrár til hausts 1898 að aðrir tóku við og fram- Þar sem heifi hans útaf ósigri Val- týskunnar fer í efnasamband við meðfœddan sljóleik hans og lágu leir- æð. Hvað sem öðru líður hlýtur þetta frá sjónarmiði rithöfundar að vera nokkuð vel heppnuð lýsing á ritdómara hvenær sem er. Ráðskona Valtýs, segir Einar ennfremur, er eini áheyrandi hans við háskólann í Höfn og situr undir fyrir- lestrum hans eins og ýlustrá í eyðimörk En það væri lítil ástæða til að prenta þessar gömlu illdeilur á ný. Þær kunna að segja mönnum eitthvað um andlega tízku þess tíma, en yfirleitt eru þær ekki annað en bergmál í auðum sal. Það er hinsvegar ekki eingöngu smekksatriði, hvort gefa beri út heildarútgáfu af rit- gerðum Einars. Það kann að vera ómögu- legt. I eigin blöð skrifaði Einar yfirleitt undir dulnefni eða nafnlaust. Af því leið- ir að stundum er mjög erfitt að sjá hvað er eftir hann og hvað eftir samstarfs- menn hans, ekki sízt ef þess er gætt að sumir þeirra vóru nokkuð óharðnaðir höfundar sem tóku upp stílsmáta hans. Er ólíklegt að nokkurn tíma verði úr því skorið um allt sem kemur til greina, hvort það sé eftir hann. Hann er ekki alltaf jafnauðkennilegur sjálfur. Um vinnubrögð Einars fer ýmsum sögum, sem benda til þess, að hann hafi oft skrifað blaðagreinar sínar í flýti í prentsmiðju, á ferðalögum, eða lesið öðr- um fyrir og látið þar við sitja. Menn hafa kvartað undan því, að óbundinn stíll Einars væri nokkuð flók- inn og þunglamalegur, eins og léttur stíll væri í sjálfu sér eftirsóknarverður hver sem í hlut á og um hvað sem er skrifað. Á sögum Einars er talmálsblær, sem minna ber á i ritgerðunum. Stundum minna þær dálítið á akademískan fyrir- lestrarstíl. Meiriháttar ritgerðir Einars Inngangsorð að rítgerðum Einars Benediktssonar hald blaðsins hérlendis og vestanhafs var honum óviðkomandi. Næsta blað, sem Einar átti beinan hlut að, var Land- vörn 1903; hann var aðalritstjóri þess og að öllum líkindum kostnaðarmaður. Síð- ar gaf hann út þrjú blöð: Þjóðina 1914-1915, Þjóðstefnu, 1916-1917, hvortveggja vikublöð, og Höfuðstaðinn, sem var dagblað 1916—1917. Dagskrá var fjölbreytt. Hin reykvísku blöðin sem Einar stóð fyrir vóru fyrst og fremst stjórnmálablöð og helguð tveimur málum sem hann bar fyrir brjósti: sam- bandi íslands og Danmerkur og stjórn- arskrármáli íslendinga. Þar fyrir utan skrifaði hann fjölda greina á víð og dreif í flest helztu íslenzk blöð og tímarit á sinni tíð. Þessu úrvali, sem hér kemur út, er ekki ætlað að vera yfirlit um áhugamál Ein- ars, heldur vera beztu greinar hans á einum stað. Greinunum er allt um það raðað eftir efni og skýrir sú röðun sig óðara sjálf þegar bókin er lesin. Það er aukageta ef bókin geymir eitthvað um flest þau mál sem hann lét sig mestu varða. En hér vantar vissulega mikið lesmál sem hann skrifaði um forsögu landsins, stjórnarskrármál, Grænland fyrir Islendinga. Þær greinar eru ekki úreltar, en þær heyra til fróðleik um ævisögu Einars fremur en ritverkum hans. Nær er að viðhafa úreltur um aðra tegund ritgerða sem hér er sleppt: rit- deilur. Á dögum Einars Benediktssonar þótti persónuleg skammagrein sjálfsagðara listform en nú. Þetta form var auðvitað ekki íslenzk sérgrein eins og margir virð- ast halda, en það blómgvaðist prýðilega hérlendis, ekki sízt í ringulreið sjálf- stæðisbaráttunnar þegar samherji að morgni var andstæðingur að kvöldi. Menn virðast vera feimnir við að kalla þetta listform réttu nafni en ef það hefði ekki í reynd verið viðurkennt sem slíkt heldur tekið bókstaflega, hefðu oft orðið mannvíg i landinu um aldamótin. Persónulegar skammagreinar Einars í ritdeilu vóru flestar hvorki betri né verri en tíðkaðist: það vóru uppi margir fyrir- taks skammahöfundar á sama tíma. En það er athyglisvert að þegar hann lendir í illdeilum til dæmis við Jón ólafsson eða Þorstein Gíslason, þá reynast andstæð- ingarnir harðskeyttari til lengdar. Það er eins og Einar skorti úthald, eða of- bjóði. Verstu illdeilur sínar háði Einar útaf dómum um kvæði sín, þar á meðal við Valtý Guðmundsson eftir að Valtýr skrifaði geysilega ósanngjarnan ritdóm um Hrannir, í Eimreiðina 1914. Einar svaraði í Ingólfi með grein, sem að vísu er honum ekki samboðin frá listrænu sjónarmiði, en geymir þó ógleymanlegar athugasemdir. Hann minnist á skáld- skaparviðleitni Valtýs og segir að hún ásamt pólitískum hefndarhug eigi sök á fordómum hans: eru yfirleitt mjög alvarlegar, ríkar af er- indum og ekki til að sýnast. Þessvegna segir Stephan G. Stephansson í bréfi, um lausamál Einars, að það sé stundum „nokkuð einræningslegt". Það er stíll höfundar sem ekki er fyrst og fremst að iðka ritlist heldur hugsa. Stundum bregður að vísu fyrir þesskonar myndum og hrynjandi sem menn eiga að venjast í sögusögnum um tilsvör Einars: Hvað myndu menn nú segja, ef lík- kistusmiður ofan úr Krœklingahlíð hefði verið fenginn til að virða Vestu ... ? Eða: Vinnandi ungir menn flykkjast hóp- um saman úr landinu, en tveir dvergbankar mylkja örfáum aurum út yfir hundrað þúsund ferkílómetra. En yfirleitt bera ritgerðir hans fremur vitni djúpri alvöru en þjálfaðri íþrótt, miðað við ljóðin þar sem þetta fer sam- an. Sérstakt rúm í óbundnu máli Einars skipa ritgerðir hans um íslenzk skáld í Dagskrá ásamt ritgerðinni um Grím Thomsen í Þjóðólfi 1895; þær eru einhver merkasta gagnrýni, sem skrifuð hefur verið á íslenzku.*) •) Þess er rétt aft geta hér, aft sumar þær greinar um skáld, sem birtust í Dagskrá, eru ekki eftir Einar sjálfan. Sjá Benedikt Sveinsson: Laust mál, Morg- unblaftift 7. 3. 1953.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.