Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 2

Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Oryggi Islands — ábyrgð íslendinga — eftir Magnús Torfa Ólafsson Hér birtist erindi, sem Magnús Torfi Ólafsson, blaðafulltrúi ríkisstjórnar- innar og fyrrum mennta- málaráðherra, flutti á fundi Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs laugar- daginn 20. nóvember. Sjötugasta og fimmta grein í stjórnarskrá lýðveldisins Islands kveður svo á: „Sérhver vopnfaer maður er skyldur að taka sjálfur þátt í vörn landsins, eftir því sem nákvæmar kann að verða fyrir mælt með lög- um.“ Með þessu ákvæði er slegið fastri ábyrgð Islendinga hvers og eins á öryggi lands og þjóðar. í því efni ræður engum úrslitum, að lagasetning til að framfylgja þess- ari grein stjórnarskrárinnar hefur ekki átt sér stað. Til hennar getur komið hvenær sem ástæða þykir. Síðan ísland dróst inn í hernað- arátök vegna legu sinnar, hafa nálæg ríki haft með höndum það hlutverk að annast gæslu gagn- vart umheiminum á landinu og umhverfis það. Frá því dvöl er- lends hers á íslandi varð samn- ingsbundin af hálfu íslenskra stjórnvalda, eru viðbúnaður hans og athafnir á íslenska ábyrgð. Hermennska hefur vart þekkst meðal íslendinga á síðari öldum, og íhaldssemi í það ástand er meg- inorsök til að íslensk stjórnvöld hafa hneigst til að leiða frekar hjá sér að fylgjast með hernaðarlegri hlið þeirra umsvifa, sem erlend herstjórn hefur í frammi í landinu og umhverfis það, í nafni banda- lags við íslendinga. Þessi afstaða er réttlætt með því, að erlend herseta sé timabundið ástand, og þegar þær aðstæður sem henni valda hverfi úr sögunni, sé unnt að hverfa aftur til þess ástands sem áður ríkti. Siíkt sjónarmið er að minni hyggju skaðleg sjálfsblekking. Lega Islands á krossgötum milli heimsálfa, bæði í lofti og á sjó, veldur því að þjóðin getur með engu móti vænst þess að umheim- urinn láti landið afskiptalaust. Hjá öryggisgæslu og viðbúnaði verður ekki komist, vilji íslend- ingar ekki eiga á hættu að geta þegar minnst varir orðið leiksopp- ur aðvífandi afla. Á tímum flugrána og þjálfaðra hryðjuverkasveita, sem bera niður hvar sem vera skal, er óhugsandi að reka alþjóðaflugvöll án örygg- isráðstafana sem fara langt fram úr hversdagslegri löggæslu. Island er skuldbundið að beita vopna- valdi, ef þörf krefur, til að hefta atferli flugræningja eða hryðju- verkamanna í íslenskri lögsögu. Skotið hefur upp hugmynd um að frá íslandi megi bægja hættu af kjarnorkuvopnum, með því að banna farartækjum sem siíkar vígvélar hafa innanborðs för um efnahagslögsögu landsins. Látum liggja milli hluta, hvort bann af þessu tagi samræmist ákvæðum Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna um ferðafrelsi herskipa og herflugvéla á hafsvæðum utan landhelgi annarra ríkja. Hvað sem því líður er ljóst, að bann við til- tekinni umferð er í besta falli kák og í versta falli háskaleg blekking, nema gerðar séu ráðstafanir sem duga til að framfylgja því. Slíkur viðbúnaður þarf að fela í sér út- vegi til að hafa upp á kjarnorku- vopnavæddum skipum og flugför- um á bannsvæðinu og í námunda við það, og stugga þeim brott sem fara inn í efnahagslögsöguna. Tæki til slíks eru einmitt banda- rísku flugsveitirnar sem bækistöð hafa á Keflavíkurflugvelli og hlustunarbúnaðurinn í herstöðv- unum á báðum landshornum sunnanlands. Án slíks tækjakosts, og mannafla sem með hann kann að fara, er bann við umferð með kjarnorkuvopn um efnahagslög- sögu Islands innantóm orð. Þar að auki er sannleikurinn sá, að hvaða skref sem tekin kunna að verða til takmörkunar, fækkunar eða útrýmingar kjarnorkuvopna, verða kafbátar búnir eldflaugum sem bera kjarnorkusprengjur lengst við lýði þeirra vopnakerfa sem nú eru til reiðu. Ástæðan er, að kafbátarnir eru stöðugasta löppin á svokölluðum þrífæti kjarnorkuvígvéla, þar sem þeim er skipt eftir því hvort þær halda sig á yfirborði jarðar, í lofti eða neð- ansjávar. Þetta kemur til af því, að þrátt fyrir allar framfarir í hlustunartækni, eru kjarnorku- kafbátar taldir óhultari fyrir vopnum andstæðings en flugvélar eða niðurgrafnar eldflaugar. Af sömu ástæðu verða siglingar þess- ara kafbáta um siglingaleiðir beggja vegna íslands ekki heftar með einföldum samþykktum eða yfirlýsingum. Meðan þessir far- kostir eru í sjónum, fara þeir allra sinna ferða, og er meira að segja óvíst að kafbátagirðingar haldi þeim, samkvæmt nýlegri reynslu Svía. Taka má enn eitt dæmi. Setjum svo að væringar milli austur- blakkar og Vesturvelda séu úr sög- unni. Ekki er þar með sagt að upp væri runninn Fróðafriður á norð- urhveli jarðar, og sér í lagi við norðanvert Atlantshaf. Sýnt er að við tæki í fremstu röð heims- vandamála andstæðan milli norð- urs og suðurs, iðnvæddra ríkja á norðurhjaranum og þróunarlanda á suðurhveli. Hæglega gæti svo farið, að rísandi veldi við Suður- Atlantshaf, í Afríku eða Róm- önsku-Ameríku, freistaðist til að seilast eftir ítökum á Norður- Atlantshafi, með því að klófesta berskjaldað Island. Af minna herstöðutilefni var barist við Falklandseyjar í sumar. Þannig mætti lengi telja að- stæður sem sýna, að Island hefur slíka hernaðarþýðingu eins og nú er háttað samgöngutækni og vopnabúnaði, að Iandsmenn fyrir- gera í raun frumburðarrétti sín- um til fósturjarðarinnar, sinni þeir ekki af alvöru því verkefni að huga að óhjákvæmilegum örygg- isviðbúnaði. Viðvaningsleg meðferð örygg- ismála var máske afsakanleg, þeg- ar hugað var af hálfu íslenskra stjórnvalda að fyrstu, samnings- bundnu hersetunni í miðri síðari heimsstyrjöld. Þá þótti ríkisstjórn íslands miklu skipta, að stuðla að því að komumenn væru vel siðfág- aðir og tillitssamir við landsfólkið, og bað um úrvalslið, „picked troops", frá löndunum tveim í Norður-Ameríku, sem tóku að sér að leysa af hólmi breskt setulið. Bón þessi varð til þess, að frá Bandaríkjunum og Kanada voru fyrstir sendir landgönguliðar, ófyrirleitnastir og mestir harð- jaxlar allra hermanna. Svo sann- arlega var þetta einvalalið, „picked troops“, en ekki í sömu merkingu og fyrir íslensku ríkis- stjórninni vakti. Þetta löngu liðna atvik má vera dæmi um þörfina á að íslensk stjórnvöld hafi við að styðjast inn- lenda menn með sérþekkingu á mismunandi sviðum öryggismála. Slíkt er forsenda þess að lands- menn sjálfir geti fylgst til hlítar með því sem framkvæmt er í land- inu af öðrum, en á ábyrgð þeirra sjálfra, meðan öryggisgæslan er í höndum útlendinga. Enn frekar er þðrf íslenskra manna með þá þekkingu og þjálfun sem með þarf, þegar að því kemur að gæsluhlut- verkið færist í vaxandi mæli á verksvið íslendinga. Nú þegar er full þörf á íslensk- um starfsmönnum á vegum ís- lenskra stjórnvalda, sem færir eru um að fylgjast með, hvernig að málum er staðið af hálfu hins er- lenda liðs, sem í senn hefur tekið að sér varnir íslands og að nýta þá aðstöðu sem lega landsins býður í þágu víðfeðms bandalags ríkja beggja vegna Norður-Atlantshafs. Til að mynda er það ekki vansa- laust, að íslenskir ráðherrar skuli þurfa að spyrjast fyrir erlendis, þegar upp kemur einhver kvittur um viðbúnað í herstöð á íslandi, svo sem sögusagnir um kjarnorku- vopn, í stað þess að geta ráðfært sig við og aflað óyggjandi vitn- eskju hjá eigin starfsmönnum. Enn meiri er þó þðrfin á þjálf- uðum og hæfum islenskum mann- afla á þessu sviði, þegar fram í sækir. Öllum málsmetandi ís- lenskum aðilum ber saman um að erlendar herstöðvar í landinu eigi að vera tímabundið fyrirbæri. Sú afstaða er þá fyrst fyllilega trú- verðug, þegar því er sinnt af al- vöru að búa landsmenn undir að taka sjálfir við öryggisgæslu og viðbúnaði, þegar þar að kemur að þeir telja á sínu færi að leysa af hendi þau verkefni sem óhjá- kvæmileg verða álitin á þessu sviði. Sé látið reka á reiðanum í þessu efni til langframa, gerist annað tveggja, að ástand sem fast- mælum var bundið að standa skyldi um takmarkaðan tíma verður varanlegt, eða menn standa uppi ráðalausir og vanbún- ir, þegar umskipti eiga sér stað. Með þátttöku sinni í hernaðar- bandalagi hafa íslendingar tekist þá skyldu á herðar, að koma fram sem sjálfstæður aðili á vettvangi þar sem pólitísk og hernaðarleg sjónarmið og viðfangsefni fléttast saman á sérhverju sviði. Þarna er um að ræða lýðfrjáls ríki með margvíslega hagsmuni og breyti- lega stjórnarstefnu, þannig að jafnvel hinn öflugasti aðili að bandalaginu verður að taka tillit til sjónarmiða annarra. Á líðandi stund gætir vaxandi munar á mati Bandaríkjanna annars vegar og bandalagsríkjanna á meginlandi Evrópu hins vegar á hernaðarleg- um þörfum og pólitískum viðhorf- um í viðleitninni til að draga úr hættu á árekstrum við hernaðar- blökkina sem Sovétríkin ráða. Hér gefst ekki tóm til að reyna að rekja þessi flóknu mál til róta. Aðeins skal bent á, að aldrei síðan Atlantshafsbandalagið komst á laggir hefur verið rætt jafn mikið og nú um einangrunartilhneig- ingar í Bandaríkjunum annars vegar og hinsvegar getu ríkja Vestur-Evrópu til að sjá öryggis- þörfum sínum borgið án varan- legrar dvalar bandarískra her- sveita í álfunni. Má minna á, að það hefur lengi verið afstaða Frakklands, að bandalagið við Bandaríkin sé ómissandi, en sam- eiginleg herstjórn í Evrópu undir bandarískri forustu óþörf. Þetta gerist samtímis því, að Sovétríkin hafa náð því markmiði að standa Bandaríkjunum á sporði í kjarnorkuhernaði heimsálfa á milli, en eru svo illa á vegi stödd með hagkerfi sitt, að þau eru í vaxandi mæli háð erlendum korn- innflutningi og aðfenginni tækni- kunnáttu. Yfir ganga því viðsjárverðir tímar. Rætist svo úr að viðsjár réni milli Vesturvelda og austur- blakkar, er líklegt að eitthvað slakni á hernaðartengslum yfir Norður-Atlantshafið. Engin ástæða er til að útlista áhrifin á stöðu Islands af breytingum á Atl- antshafsbandalaginu, sem eru mögulegar en geta ekki enn talist líklegar. Óhætt er að slá því föstu, að áhrifin yrðu allnokkur. Þeim mun meiri er ástæðan til að hug- leiða, hvernig lýðveldið ísland er í stakk búið að mæta nýjum úr- Iausnarefnum í öryggismálum. Tími er til kominn að finna í þessum efnum fyrirkomulag, sem getur staðist pólitíska sviptivinda. Ekki er það áhlaupaverk með þjóð, sem svo er skapi farin gagnvart umheiminum, að Ólafur Thors taldi ástæðu til í einu móðursýk- iskasti landa sinna, að lofa Guð fyrir að íslendingar skyldu aðeins telja tvö hundruð þúsund manns en ekki tvö hundruð milljónir. Geta til að velja og hafna mis- munandi kostum sem til álita koma, í því skyni að efla til fram- búðar öryggi lands og þjóðar, felst ekki í skapsmunum og ástríðuhita, heldur þekkingu á aðstæðum og vitneskju um hvers er þörf til að ná settum markmiðum. Sér í lagi veltur svigrúm til athafna í sam- ræmi við íslensk sjónarmið og hagsmuni á efnahagslegu sjálf- stæði, að þjóðin sé sjálfbjarga af eigin rammleik. Tími er til kominn að íslend- ingar með mismunandi sjónarmið í öryggismálum taki að yfirgefa hugmyndafræðilegar skotgrafir sem þeir kunna að hafa myndað sér, og ástundi að skiptast á skoð- unum en ekki brigslyrðum. í slíkum skoðanaskiptum ríður á miklu, að menn leitist við að líta eins langt fram og eygt verður. Markmiðið hlýtur að vera leit að samnefnara, sem megi verða und- irstaða stefnu sem þorri lands- manna getur gert að sinni. Mestu varðar í þessum efnum, að spurt sé réttra spurninga. Þá helst er von að finnist svör sem hald er í til frambúðar. Varði doktorsritgerð um blóðþrýsting hjá konum HINN 19. nóvember .siöastliðinn varöi Jóhann Ágúst Sigurðsson Iskn- ir, doktorsritgerð við Háskólann í Gautaborg, sem nefnist „Of hár blóð- þrýsTingur í konum. Þversniðs- og langtimahóprannsóknir á konum." Tilgangur þessa verkefnis var að athuga algengi háþrýstings og helstu orsakir hans hjá miðaldra konum. Einnig var fylgst með ein- kennum og aukaverkunum í sam- bandi við blóðþrýstinginn eða við langtíma lyfjameðferð og athuguð tíðni sjúkdóma og dauðsfalla hjá konum, sem höfðu háan blóðþrýst- ing í tugi ára. Rannsóknin byrjaði 1968—1969 og voru rannsakaðar um 1.500 kon- ur og með þeim hefur síðan ver-ið fyigst í 12 ár. 18% þeirra voru tald- ar hafa of háan blóðþrýsting. Orsakir fyrir háþrýstingi eru yfir- leitt ekki þekktar og var aðeins hægt að finna skýringu hjá 4,5% þeirra, sem höfðu of háan blóð- þrýsting. Bæði hár og lágur blóð- þrýstingur er yfirleitt einkenna- laus. Konur, sem höfðu mjög háan blóðþrýsting kvörtuðu þó oftar undan höfuðverk og svima. Konur með lágan blóðþrýsting kvörtuðu oftar undan migraine og svefn- truflunum heldur en þær, sem höfðu háan blóðþrýsting. Svimi var algengari hjá konum, sem notuðu þvagræsilyf (bjúgtöflur) borið saman við þær, sem notuðu svok- allaða betablockera, það er lyf, sem hægja á hjartslættinum. 1 ljós kom að konur, sem tekið hafa blóðþrýst- ingslyf í fjölda ára fá vægar fylgi- verkanir í efnasamsetningu líkam- ans, en þær eru óverulegar og hafa ekki áhrif á þann ávinning, sem fæst af meðhöndluninni sjálfri. Minnka má tíðni aukaverkana með því að gefa minni lyfjaskammta. Konur með of háan blóðþrýsting höfðu 6 sinnum meiri líkur til að fá sykursýki heldur en konur, sem ekki höfðu slík einkenni. Ekki kom fram að lyfjameðferðin sjálf hefði valdið sykursýki hjá þessum kon- um, en sennilegasta skýringin er talin vera sú, að þær eru mikið feit- ari en hinar. Höfundur dregur þær ályktanir Jóhann Ágúst Sigurðsson af niðurstöðum sínum, að of hár blóðþrýstingur sé aigengt fyrir- bæri í hinum vestræna heimi og að uppgötva þetta og meðhöndla sé verkefni fyrir heimilislækna, þar eð yfirleitt borgar sig ekki að gera' kostnaðarsamar rannsóknir á þessu fólki heldur meðhöndla blóð- þrýstinginn á sem bestan hátt. Þessum árangri verður best náð með því að bjóða upp á almenna og samfellda læknisþjónustu eða heil- brigðiseftirlit, þar sem fólk á auð- velt með að ná til síns læknis, þar sem gott samband skapast milli þessara aðila. Jóhann er fæddur í Siglufirði 1948 sonur Gyðu Jóhannsdóttur og Sigurðar Jónssonar, forstjóra Sjóvá. Kona hans er Edda Bene- diktsdóttir, efnafræðingur og eiga þau tvö börn. Jóhann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og útskrifaðist úr læknadeild Há- skóla íslands árið 1975. Stundaði framhaldsnám í heimilislækning- um í Svíþjóð og lauk því námi 1980. Hann fluttist heim til íslands fyrir rúmu ári og lauk við doktors- verkefni sitt hér á landi. Hann starfar nú sem heilsu- gæslulæknir í Hafnarfirði og er jafnframt héraðslæknir Reykja- neshéraðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.