Morgunblaðið - 01.12.1982, Síða 30

Morgunblaðið - 01.12.1982, Síða 30
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 ['MRÆÐIR lTM MÁLEFM HÁSKÓLANS að síga meira á þá hliö, að Háskóli íslands væri að verða einhvers kon- ar politekniskur skóli, en ekki há- skóli í hefðbundinni merkingu orðs- ins. Það er verið að framleiða ákveðnar stéttir manna í raun og veru, fremur en að verið sé að mennta menn og gera þá að vísindamönnum. Það er kannski ágætt í sjálfu sér, ég er ekki að segja það að gamla háskólafyrir- komulagið með rannsóknum og öllu tilheyrandi sé endilega það eina sem eigi að vera í háskólum, en það er mjög áberandi breyting varðandi Háskóla íslands, að hann hefur far- ið afskaplega mikið út í það að vera svona hentugur framhaldsnáms- skóli, sumir vilja kalla hann super- gaggó. Ég vil kannski ekki gera þaö í sjálfu sér, en ég er hræddur um að þessi gamla hugsjón um háskóla rfki ekki lengur. Mér finnst táknrænt að fyrir all- mörgum árum var Tækniskóli ís- lands stofnaður á þeirri forsendu að það sé snarvitlaust hlutfall í ís- lensku þjóðfélagi milli verkfræð- inga og tæknifræðinga. Hvað skeð- ur, þeir eru ekki einu sinni búnir að útskrifa sína fyrstu menn, þegar þeir byrja að heimta að þeir megi alls ekki stoppa við að vera tækni- fræðingar, heldur eigi þeir allir saman að fá að fara inn í verk- fræðideild háskólans og verða verk- fræðingar. Hver var þá tilgangur- inn með því að stofna Tækniskóla yfirleitt. Tæknifræðingum hefur ekki fjölgað í landinu við þetta, nema síður sé, hins vegar hefur verkfræðingum fjölgað. Úr 14% í 30% á 12 árum GM: Fyrst aðeins í sambandi við þessi almennu aðfaraorð. Hlutfall stúdenta af hverjum aldursárgangi hefur vaxið úr 14% árið 1970 í það að vera 30% í ár, sem hlýtur að vekja okkur til umhugsunar. Þar að auki eru árgangarnir núna síðustu fimm árin 10% fjölmennari en fimm árin þar á undan. Ástæðan fyrir því að við gengum á fund for- sætisráðherra, er ekki einungis sú, að þetta sé vandamál háskólans, því að við hljótum að velta því fyrir okkur, hvort allir eigi erindi í há- skóla, heldur einnig og ekki síður vegna þess að þetta er vandamál þessara ungmenna almennt og raunar þjóðarinnar allrar. Það veldur okkur lfka áhyggjum að það er vandasamt að leiðbeina þessu fólki með hvert það á að fara. Ég tek undir það aö fjölbrautaskól- arnir voru að sumu leyti tilraun til að beina fólk inn á fleiri brautir. Sem dæmi um það hversu verklegt nám er dýrara en bóklegt, taka verkfræði- og raunvísindadeild og læknadeild, næstum % af fjárveit- ingunni til háskólans, þó ekki nema Vi hluti nemendanna sé þar, svo það hefði þurft meira fjármagn til fjölbrautaskólanna, ef þeir áttu að geta boðið upp á verklegt nám. Vandinn við að beina þessu fólki eitthvað annað er þessi. Við getum ekki sagt fólki að fara að stunda sjóinn eða landbúnað, ekki virðist iðnaðurinn undir það búinn að taka við þessu fólki og ekki eru aðrir skólar í landinu, sem beinlínis er hægt að vísa því á. Á þá að senda það til útlanda eða á atvinnuleys- isskrá eða hvað á að gera? Þetta hefur gerst það snögglega að við höfum ekki enn áttað okkur á því og hvernig viðeigandi sé að bregðast við, ég hef varla gert það sjálfur, þó ég hafi verið að taka saman þessar tölur. Þá komum við að því hvað eigi að kenna uppi í háskóla og undir hvað menn séu að búa sig þar. Ég get alveg tekið undir það, að mér finnst allt of áberandi að nemendur komi til okkar og spyrji hvaða störf þeir geti gengið í þegar þeir komi úr há- skólanum. Það hefur gjörbreyst frá því sem var, að háskólinn sé emb- ættismannaskóli og að hægt sé að senda menn inn í einhver ákveðin störf að námi loknu. Menn verða að vera undir það búnir núna, að skipta kannski um starf tvisvar þrisvar á ævinni og geta því ekki vitað þegar þeir fara að læra, að hverju þeir ganga á eftir. Ég get líka tekið undir það, að sú tilhneig- ing sé fyrir hendi að beina ýmsu námi inn í háskólann, hvort sem það á þar heima eða ekki. Og þar skýtur þetta vandamál aftur upp kollinum, að ef enginn annar sinnir verkinu, getur það lent á skólanum. Allar kollsteypur eru af hinu illa, og svona hluti þarf að þróa smám saman áfram. Til dæmis getum við ekki allt í einu tekið upp nýtt viðbótarnám fyrirvaralaust, því jafnvel þó peningar væru fyrir hendi, getur það strandað á ýmsu öðru, til dæmis kennurum. Engin starfsgrein til- búin aö taka við nýju fólki HP: Það má rétt vera sem Guðni sagði, að fjölbrautaskólarnir hafi upphaflega verið tilraun, hugsuð á þann veg að menn færu frekar yfir í aðrar greinar en þær sem lægju inn í háskólann. En staðreyndin er bara sú eins og háskólarektor benti á, að það er raunverulega engin starfsgrein tilbúin til að taka við fólki, og það hefði því ekki þýtt neitt að búa til veigamiklar verk- námsbrautir, menn hefðu ekki fengið neitt að gera. Straumurinn til stúdentsprófsins kemur ekki bara af því, að það sé eina leiðin sem skólarnir hafa uppá að bjóða, heldur vegna þess að það er enginn markaður fyrir menn með verk- námsmenntun. Þetta breytir þó engu um það að ég held að það hafi verið staðið alveg kolrangt að öllum hlutum í þessu sambandi. GG: Má ég aðeins skjóta inn í að þetta hangir á því að það \'ar ekkert hróflað við meistarakerfinu um leið og fjölbrautaskólarnir foru af stað. Meistararnir geta einfaidlega sagt, þetta er „closed shop“. HP: Þetta hangir ekki bara á því, Guðni, heldur hafa meistararnir í sumum tilfellum aldeilis laukrétt fyrir sér á þessum vettvangi og ég veit ekki hvort við verðum svo óskaplega mikið betur sett með velmenntaðan atvinnulausan trésmið en velmenntaðan atvinnu- lausan lögfræðing. Hins vegar finnst mér að það sem blasir við okkur þarna sé, að við höfum raunverulega enga menntapólitík í þessu landi, við höfum enga ákveðna stefnu með þessum skóla- kerfum okkar. Við erum með það sem við getum kallað þrjú skóla- stig, grunnskólastig, framhalds- skóiastig og háskólastig. Grunnskólastiginu er gjörbreytt með lagasetningu árið 1974. Um svipað leyti er verið að hyggja að því hvort ekki muni nú þurfa að gera einhverjar breytingar á fram- haldsskólastiginu og við vitum hvernig þaö er búið aö ganga, það er búið að vera frumvarp á frum- varp ofan síðan 1974. Síðan þróast þetta einhvern veg- inn sjálfkrafa, það verður sjálfvirk þróun á framhaldsskólastiginu og það þenst alit í einu svona óhemju- lega út. Þá vöknum við upp við vondan draum og það rennur upp fyrir okkur að háskólastigið er þarna einhverstaðar fyrir ofan og að það hefur alveg gleymst að at- huga hvert framhaldiö átti að vera. Þetta finnst mér vera eitt megin- atriði málsins. Mér finnst líka vanta að leggja meiri áherslu á þann part sþurn- ingarinnar sem Valdimar bar fram í upphafi, nefnilega til hvers viljum við fá háskólanám, eða viljum við hafa háskólanám? Eigum að skapa okkur markmiö GÓ: Það er rétt að það hefur hlaupið mikil þensla í framhalds- skólakerfið og mér finnst það merkilegt að þessi þensla er einkum úti á landsbyggðinni, þar sem risið hafa upp framhaldsskólar í byggð- arlögum þar sem ekkert fram- haldsnám var fyrir. Þarna hefur orðið gjörbreyting á og mér finnst það sýna þörfina fyrir menntun og hvað fólk þyrstir í hana, að þróunin skyldi vera þetta ör. Það er mjög merkilegt við þessa þróun fjöl- brautaskóla út um land, að hún ger- ist fyrst og fremst fyrir atbeina heimamanna og skólamanna. Þetta er ekki skipulagt af ríkisins hálfu og það er auðvitað spurning, hvort það er æskilegt eða ekki. Að vissu leyti er það æskilegt, en manni finnst að svona löguðu þurfi að stýra. Það er rétt að þessir skóiar voru stofnaðir af miklum vanefnum og eins og Guðni sagði, var talað um að auka hlut verklegs náms, sem ekki varð. Það voru iðnskólar sem runnu inn í þessa fjölbrautaskóla og hlutfallið milli bóklegs og verk- legs náms versnaði. Ég held að skýringin á því hvað margir sækja nú í þessum skólum á stúdents- prófsbrautir sé meðal annars sú, að það er um fátt annað að ræða. Unglingar vilja fara í framhalds- nám eftir grunnskóla, og stelpur til dæmis líta ekki við iðnnámi. Þá er nánast ekkert eftir, nema örfáar styttri brautir sem eru opnar í end- ann og leiða í rauninni ekki til neins ákveðins, svo sem 2ja ára verslunarbraut, 2ja ára uppeldis- braut og þvíumlíkt. Það er mjög óljóst að hvaöa markmiðum þessar brautir stefna og þá er stúdents- prófið eitt eftir, þannig að mér finnst það hafa mistekist almest að gera námið fjölbreyttara, stofna til fleiri námsleiða, svo að fólk beinist í fleiri áttir og að búa til nám tengt atvinnuvegunum. Svo dæmi sé tek- ið, þá höfum við ekki námsbrautir tengdar sjávarútvegi, sem er furðu- legt, okkar aöalatvinnuvegi. Við höfum heldur ekki námsbrautir tengdar verksmiðjuiðnaði, við höf- um einungis þetta hefðbundna iðn- nám. Og margt fleira mætti telja upp, þar sem námi er ekki sinnt. Okkar þjóðfélag hlýtur að þarfnast menntaðs fólks á öllum sviðum og því menntaðri sem þjóðin er al- mennt, því lengra hlýtur henni að miklu heppnari en til dæmis námsmenn á Norðurlöndunum að því leyti, að menn hafa verið búnir að vinna úti í atvinnulífinu, þegar þeir fara í háskóla. Ég er sammála því, að vissulega þarf að opna fleiri námsbrautir og það er ekki nóg að hlúa að góðum fjölbrautaskóla, það verður að huga að því hvað á að taka við. Geysileg þörf fyrir góða undirbúningsmenntun IG: Það er rétt sem Gerður segir að auðvitað verðum við að móta okkur einhverja ákveðna stefnu í þessum málum. Ég held nú reyndar að það hljóti að vera fyrir hendi viss stefna, og ég llt svo á að fram- haldsskólinn sé fyrst og fremst fyrir hinn almenna mann, og að þar fái fólk sína góðu almennu mennt- un. Síðan geta menn valið sér hin ólíku stðrf út frá því. Ég vil bara undirstrika það mjög vel, að það þarf alls ekki að leiða til þess að allir eigi að fara upp í háskóla. Ég vil vara við því sjónarmiði sem mér finnst stundum brydda á, að það sé eins og sjálfgefið að háskólinn sé við því búinn aö taka við öllu því fólki sem lýkur stúdentsprófi. Mér finnst stundum háskólamenn vera svolítið veikir fyrir þeirri hugsun, eða réttara sagt að þeir séu kvíð- andi fyrir því að geta ekki tekið við öllu þessu fólki. Mér finnst slíkur kvíði ekki endilega nauðsynlegur, vegna þess að það er þrátt fyrir allt geysileg þðrf fyrir það eins og Ger- ður benti réttilega á, að fólk í öllum verið unnið að þessu. Það hafa verið settar upp sérstakar nefndir á Norðurlandi og Austurlandi sem hafa unni mjög vel og Gerður þekk- ir vel til og ég tel að það hafi náðst í þessum landsfjórðungum meiri heildaryfirsýn yfir skipulagning- una á framhaldsskólastiginu en í öðrum landshlutum. Það er unnið að því að koma slíku skipulagi á í Sunnlendingafjórðungi og á Vestur- landi. Þetta er komið nokkuð á veg, en það má segja að það skorti nokk- uð á í sumum öðrum landshlutum sem ég hef ekki nefnt. Fullorðinsstig SB: Mér finnst að þessi umræða sem við erum í núna, sé að sumu leyti erfið vegna þess að okkur skorti réttu orðin og eitt það fyrsta, sem ég vildi þá stöðvast við, eru nöfn á skólastigum. Við köllum þetta í dag grunnskólastig, fram- haldsskólastig og háskólastig. Svo tala menn um að háskólinn sé eitthvað sem samsvari universitas og það kemur í ljós að mönnum finnst ýmislegt vera innan hans, sem ekki á heima I universitas og þar koma vandræðin, það er eink- um háskólastigið sem er allt of þröngt skilgreint í dag. Ef við svo lítum á hvernig menntun er að verða, þá má að sumu leyti segja að það að ljúka stúdentsprófi sé ekki meira heldur en það var hér áður að ljúka gagnfræðaprófi. Það er að verða almennt að fólk stundi nám til 20 ára aldurs, það er ekki skyld- ugt til þess en það gerir það og jafn- vel þá fer þaö að svipast um eftir Hið nýja hugvísindahús háskólans, sem enn er á byggingarstigi. skila. Viö þurfum bara aö finna út hvert þessi menntun á að leiða og skapa okkur markmið í samræmi við það. Það er eins og Heimir sagði, við höfum enga heildarstefnu í þessum málum, það er svona happa- og glappaaðferð sem ræður. Ég er ekki að segja að það eigi að beina þessu fólki öllu inn í háskóla- nám, heldur að það eigi að byggja framhaldsskólastigið upp og stofna til fjölda námsleiða sem þjóðfélagið og einstaklingarnir hafa þörf fyrir. Við eigum að skapa okkur markmið, erum við til dæmis að hugsa um þetta námsstig sem undirbúning undir ákveðin störf eða lengra nám, eða í þriðja lagi, er þetta almenn menntun fyrir einstaklinginn, til þess að víkka sinn sjóndeildarhring 1 o.s.frv.? Það vantar alveg að taka | ákvörðun um þetta. 2 i Margt að hugleiða áður I en takmörkunum er beitt 5 Við þurfum að gera skólann £ opinn sem flestum. Það hefur verið óskaplega takmarkað hverjir fóru í háskólanám og það var ekki bara bundið því hverjir voru góðir námsmenn og fengu háar einkunn- ir, heldur var það bundið stéttum og búsetu. Þeir sem eiga foreldra sem gengið hafa menntaveginn, fara miklu fremur í háskólanám, heldur en þeir sem koma úr verka- lýðsstétt til dæmis og þarna er það hreinlega stéttin sem ræður, en ekki getan til náms. Og búsetan kemur líka inní, þeir sem búa ná- lægt skólunum fara frekar í skóla. Þannig að það er margt sem þarf að líta á, áður en við förum að hugleiða hvað við eigum að gera til að tak- marka, að allt þetta fólk lendi í há- skóla. ÁE: Mig iangar að benda á að andi fræðslulöggjafarinnar 1946 var vissulega að gera verknámi jafn hátt undir höfði og bóknámi og við vorum nokkuð sérstæð hvað það varðar miðað við hin Norðurlöndin á þeim tíma. Okkur íslendingum hefur samt sem áður alltaf fundist bóknámiö eitthvað fínna og sú skoðun hefur ekki breyst enn. Ann- að mál er það, að við höfum að því leyti verið heppin hér á íslandi að námsmenn hafa haft löng sumarfrí og því haft tækifæri til að vinna fyrir sér. Þess vegna er það kannski ekki eins stéttbundið hér og annars staöar að fólk komist í skóla. Þessi löngu sumarfrí hafa líka gert það að verkum að námsmenn hafa kynnst atvinnulífinu, við erum starfsgreinum hafi góða undirbún- ingsmenntun, alveg án tillits til þess hvað þaö vinnur. Én vandinn er náttúrulega að beina því inn á nýjar brautir út frá sinni almennu menntun, þannig að það geti fengið þá starfsþjálfun sem þörf er á í þjóðfélaginu. Við höfum geysilega þörf fyrir gott fólk til starfa í okkar verksmiðjuiðnaði, hvort sem það er í fiskiðnaði eða einhverju öðru og ennþá er það nú svo að víðast hvar á landinu er uppistaðan í atvinnu- lífinu einhvers konar umsýsla í fiskiðjuverum og í kringum sjávar- útveginn, en ég er ósköp smeykur um að það skorti mjög á að það fólk sé sérstaklega þjálfað til þeirra starfa sem það á að inna af hendi. Þó er eitt sem ég ætla að gera at- hugasemd við hjá Gerði og það er það, að allri þessari miklu uppbygg- ingu sem óneitanlega hefur verið í framhaldsskólakerfinu víða um land, hafi ekki verið á neinn hátt stýrt ofan frá. Þetta er ekki að öllu leyti rétt, því það hefur verið stefn- an hjá öllum menntamálaráð- herrum undanfarin 10—12 ár, að stuðla að því að framhaldsmenntun aukist sem víðast um landið, að fleiri skólar verði til og þeir verði endurskipulagðir í góðu samstarfi við sveitarstjórnarmenn á staðnum, við skólafólkið í landshlutunum og þó í fullu samstarfi við mennta- málaráðuneytið og þannig hefur starfsmenntun. Þessi hneigð í fjöl- brautaskólunum að fólk taki frem- ur bóknámsbrautir en verknáms- brautir eða starfsmenntunarbraut- ir, bendir til þess að fólk treysti því ekki að sú starfsmenntun, sem það fær á þessum aldri, leiði til nægi- lega góðrar atvinnu. Auk þess óttast það ef til vill, að eftir að það hefur lokið þessari starfsmenntun, þá sé það í blindgötu. Við höfum sérskóla eins og verslunarskóla, vélskóla og stýrimannaskóla, sem tóku við af gagnfræðaprófinu. Vantar okkur ekki í dag fjölbreyti- lega starfsmenntunarskóla, sem kenna annað en það sem hefur verið kallað í núverandi skilningi há- skólanám? Vantar okkur ekki framhaldsskóla eftir 20 ára aldur- inn sem koma meðal annars til móts við þær auknu kröfur sem at- vinnuvegirnir virðast vera að gera til menntunar. Við getum kallaö þetta fullorðinsfræðslu, fólk sem vill stunda nám til 24 ára aldurs. Með þessu móti lendum við ekki í þeirri klemmu að vera sífellt að ríf- ast um það hvort eitthvert nám eigi heima í háskóla eða ekki, það er aldurinn sem skiptir máli en ekki vinnubrögðin. Áður en við förum að ræða Háskóla íslands og hvernig hann eigi að vera, þyrftum við að gera okkur grein fyrir því hvort það vantar ekki fleiri skóla til að kenna fólki eftir tvítugt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.