Morgunblaðið - 01.12.1982, Side 19

Morgunblaðið - 01.12.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 55 Chrysler E-línan. Dodge 600. einkunn. Óneitanlega er mæla- borð bílsins heldur „bandarískt“, þ.e. ferkantaðir mælar, og er borðið því fremur gamaldags. Stýrishjólið er hins vegar óvenju- lega sportlegt. Bíllinn kemur með vökvastýri og vökvabremsum. CHRYSLER E-LÍNA Chrysler E-lína er mjög íburð- armikill 5 manna bíll, sem fyrir- tækið bindur miklar vonir við, með auknum áhuga Bandaríkja- manna á því sem þeir kalla „al- vöru“ bíla, en er þó ekki of stór. Bíllinn er framdrifinn eins og Dodge 600 og verður í fernra dyra „saloon“-útfærslu. Hann er 1.174 kg á þyng og lengd bílsins er 4.715 mm. Breiddin er 1.734 mm og hæðin er 1.346, en hjólhaf er 2.618 mm. Bíllinn kemur „standard" með 4 strokka, 2,2 lítra, 99 hestafla vél, en verður ennfremur boðinn með 4 strokka, 2,6 lítra, 100 hest- afla vél, eins og Dodge 600. Báðar vélarnar eru 2ja blöndunga. Bíll- inn er með 3ja gíra sjálfskipt- ingu. Það er eins með Chrysler E-línu, að mælaborðið er fremur „bandarískt" og gamaldags. Hann kemur „standard“ með vökvastýri, sem er með stilli- möguleikum. Þá eru vökva- bremsur í bílnum. íburður innandyra er mikill, en bíllinn er með plussklæddum skiptum sætum frammi í, sem hafa hlotið góða dóma og siðan er mikið bólstraður bekkur aftur í, sem hægt er að skipta. Chrysler- inn er með rafstýrðum rúðuupp- hölurum og speglum, auk þess sem hægt verður að fá hann með miðstýrðri rafdrifinni læsingu. Tvær vélarstærðir, 2,2 lítra og 2,6 lítra — Eru 5—6 manna meðal- stórir og íburðarmiklir innandyra Innrétting Chrysler E-línunnar er mjög íbúrðarmikil. Chrysler E-linan er með veiustýri og rafdrifnum spegium og rúðuupphöl- urum. Chrysler E-lína og Dodge 600 tveir nýir frá Chrysler í ár Bílar Sighvatur Blöndahl MIKILL uppgangur hefur verið hjá bandarisku bílaverksmiðjunum Chrysler á þessu ári, eftir erfiða tíma á liðnum árum. Hefur verið hagnaður af rekstri fyrirtækisins á öllum ársfjórðungum í ár. A þessu hausti, þegar kynntar voru nýjung- ar af 1983-árgerðinni, komu fram tveir nýir bílar, Dodge 600 og Chrysler E-lína, sem báðir eru held- ur stærri en þeir bílar, sem mest áherzla hefur verið lögð á á síðustu misserum, þ.e. K-lína fyrirtækisins. DODGE 600 Dodge 600 er 5—6 manna til- tölulega rúmgóður fjölskyldubíll, sem Chrysler ætlar í samkeppni millistærðarbíla. Bíllinn er fram- drifinn og hægt er að velja um tvær vélarstærðir, 4 strokka, 2,2 lítra, 99 hestafla og 4 strokka, 2,6 lítra, 100 hestafla vél, en báðar eru vélarnar tveggja blöndunga. Dodge 600 kemur „standard" með 3ja gíra sjálfskiptingu, en ekki er hægt að fá hann bein- skiptan. Hins vegar kemur Dodge 600 ES „standard" með 5 gíra beinskiptum kassa, en hann verð- ur ennfremur hægt að fá með 3ja gíra sjálfskiptingu. Um tvær út- færslur er sem sagt að ræða, Dodge 600, sem er fernra dyra saloon-útfærsla, og síðan Dodge 600 ES, sem er sportlegri í útliti, en eigi að síður fernra dyra. Iburður innandyra er mikill og er hægt að velja bílinn með skipt- um sætum frammi í, eða þá með bekk, þannig að bíllinn er ann- aðhvort 5 eða 6 manna eftir óskum hvers og eins. Bandarísk bílablöð segja, að mjög vel hafi til tekizt í hönnun bilsins og fær hann yfirleitt mjög góða heildar- Framsæti Ilodge 600 hafa hlotið lof fyrir hönnun. Mælaborðið mjög „bandarískt" og gamaldags í Dodge 600.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.