Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 24

Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 24
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 ... að dansa þar til dagur skín. TM A«g U.S. Pat Off.-al rtghts rasarvad • 19* ' Loa Angates Tlmas Syndicate Loksins þegar ég er búin að ná í barnapíu, þá vill hann ekki fara með mér! HÖGNI HREKKVÍSI „HÆTTU KIÖ. .. pBTT/K KALLSK ÚG NÚ E«/ /AÐ STVTT/A S£R LEIÐ/" Áhyggjur foreldra af sjónvarpsnotkun barna Björn S. Stefánsson, dr. scient., skrifar: „Sjónvarpið hefur sterkari áhrif á heimilislíf í landinu en flest annað. Eins og vill vera með það sem nær tökum á fólki, veldur það oft og iðulega gremju. Hér hef ég ekki í huga efnið sem flutt er, heldur það að tilvist sjónvarpsins ein mótar svo mjög hversdagsleg samskipti fólks á heimili — og eft- ir því sem ég verð var við, verður flesta daga gremjuefni, að minnsta kosti þar sem börn eru. Fólk nær ekki saman, truflað af sjónvarpsdagskránni, og gefst upp á því að reyna það, en gefur sjálft sig og börn sín á vald sjónvarps- ins. Þeir sem reyna að hamla á móti valdi þess í eigin lífi, gefast upp einn af öðrum, því að almenn hugðarefni eru svo mótuð af sjón- varpsdagskránni að þeir verða líkt settir og blindir að fylgjast ekki með sjónvarpinu, en samskipti milli heimila torveldast, enda hef- ur fólk sem situr við sjónvarpið lítið að bjóða öðrum til ánægju. Þó veit ég enn örfá heimili sem hafa ekki gefizt sjónvarpinu á vald, og ég get ekki merkt annað en það hafi verið börnunum til blessunar. Um þetta má margt ræða, þó að ekki verði það gert hér, en óhætt er að fullyrða að fólk skynjar al- mennt að hér er illt í efni — svo oft falla slíkar athugasemdir — þó að málið sé sjaldnast rætt til hlít- ar, enda ekki von, þegar uppgjöfin er alger. Sem vonlegt er hefur sjónvarp þótt merkilegt rannsóknarefni. í Mbl. 19. þ.m. segir frá umfangs- mikilli rannsókn Svía sem íslenzk- ur stúdent, Elías Héðinsson, tók þátt í sem liður í doktorsnámi. Hann bendir á að mikilvægasta atriðið sé „ef til vill ekki að spyrja sífellt hvaða áhrif fjölmiðlarnir hafi á fólk heldur hvað fjölmiðla- notkun kemur í veg fyrir. Til að mynda gerir fólk ekki annað á meðan það er að horfa á sjónvarp og þannig kemur það í veg fyrir önnur félagsleg samskipti," segir hann. Svo er að skilja á frásögn hans að þetta mikilvægasta atriði máls- ins hafi ekki verið í rannsókninni. Kemur það raunar ekki á óvart að Svíar leggi stórfé og vinnu í um- fangsmiklar þjóðfélagsrannsóknir og gefi niðurstöður út í mörgum heftum sem fylla heilu hillurnar, en sneiði hjá kjarna málsins. Má nefna nokkur dæmi um slíkt frá síðari árum. Hitt er verra hraða orð Elias hefur um áhyggjur fólks af sjónvarpsnotkun barna sinna og unglinga, þar sem hann segir að það þyki ekki „fínt“ eða sé „ófínt". Slíkar einkunnir eru háðs- glósur um fólk sem skynjar mik- inn vanda sem það er ekki sátt við að ráða ekki við, en varðar heill og hamingju barna og unglinga. Orð þessi kunna að hafa fallið í kæru- leysi, en um þetta mál ber að fjalla af fyllstu alúð á opinberum vettvangi." Verslingar fari í strætó eða gangi eða hjóli Magnús H. Skarphéðinsson, vagnstjóri hjá SVR, skrifar: „Velvakandi. Það virðist alveg hafa farið fram hjá nemendum Verslunar- skólans að til eru fleiri ferðamát- ar en að koma akandi á eiginn bil í skólann. Sbr. málflutning þeirra við borgarráð og borgarstjórn, lögreglustjóra og fleiri. Eg vil að- eins benda á að mjög nærri Versi- unarskólanum ganga afbragðs strætisvagnaleiðir úr öllum borg- arhverfum Reykjavíkur. Hví geta þeir ekki farið í strætó eins og aðrir? Fyrir nú utan þá óleystu gátu hvernig fólk í einum skóla geti verið hundruðum saman á bíl- um. Eitthvað stingur þetta í stúf við þröngan fjárhag Verslinga sbr. bréf til borgarstjóra þann 19. október sl. með ósk um niðurfell- ingu sekta vegna ítrekaðra stöðu- lagabrota þriggjaglennubílstjóra. Svokallaðir þriggjaglennubilstjór- ar eru þeir bílstjórar sem alltaf verða að leggja bílum sínum rétt við dyrnar þar sem þeir ætla inn. Aldrei mega meira en þrjár glenn- ur vera frá bílhurðinni. Það eru stæði um öll Þingholtin, 2 og 3 götulengdir frá Verslunarskólan- um. Svo ekki er það heldur vanda- málið að ekki séu til stæði. Og hvernig halda menn að færi ef Verslingum væri gefið fordæmi um að fá séraðstöðu í lögunum sbr. samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur til umferðarnefndar Reykjavíkur þann 17. nóvember sl.? Ekki væri hægt að neita nein- um stofnunum eða hópum í þjóð- félaginu á eftir af neinni sann- girni í sambærilegum málum. Nei, þetta dæmi gengur illa upp. Ég ætla að ítreka hér í lokin fyrir ábyrga Verslinga að prýðis strætósamgöngur eru í höfuðborg- inni. Og það kostar litlar 8 krónur heilt fargjald af lengstu gerð. Prýðis leiðabækur fást á báðum skiptistöðvum SVR fyrir gjafverð, aðeins 5 krónur. Þar eru allar upp- lýsingar um allar strætóferðir höf- uðborgarinnar. Nú og svo fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja ekki fara í strætó vil ég benda á að hollt er bæði að ganga í skólann og hjóla. Núna sem stendur er mjög lágt verð á hjólum víðast hvar. Ég keypti mér t.d. fyrsta flokks Peug- eot-reiðhjól fyrir stuttu í Erninum hf., með um 25% afslætti þar, fyrir aðeins 4.300 krónur. Og meira segja er hægt að fá þau þar með afborgunum er mér sagt. Ég get líka alveg vel mælt með þeim. Verslingar, hér eru þrír valkost- ir af bestu gerð. Ykkar er valið. Með kveðju."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.