Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 26

Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 26
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Gætum tungunnar Gætum tungunnan Stjórnendur þáttarins mis- bjóöi ekki málvitund almennings Stcfáa BaMTÍMoa skrifar .Kcrí Velvakandi' Mír langar til aft gagnrýna þá sem stjórna þsttinum Gatum tungunnar. Ég hef fylgat vandlega med því eem þar hefur verið ritaö og hefur þátturínn valdid mér miklum vonbrigAum sökum þesa forneskju-máls sem háttvirtir stjórnendur þáttarins vilja troóa inn i fólk. Ætla ég að taka tvð d«mi þessu til rðkstuónings frá laugardeginum 20. nóv. og sunnu- deginum 21. nóv. Pyrri daginn er foraafnió .Jbvertveggi** tekiA fyrir og sýnd beyging á þvi. Þar sem ég kannaA- ist ekki viA þetta orA nema úr fornbókmenntum Islendinga, fletti ég upp f orAabók minni og sá þar „hvor ireggja" en .... fyrri hlutinn beygist (kvorn tveggja o.s.frv.)“ (íslensk orAabók, Menn- ingarsjóður, ’82) ftg kannaðist strax við þetta fornafn, enda er það notað I rit- og talmáli f dag, en ég hélt lestrinum áfram og þar stóð stafrétt .... stundum 6b (hverfaHveggis (-tveggt. -«veggþi)“. Skammstðfunin .6b* þýðir AK.voðiir nr vfaar til ben« «.•** .» ir það nokkuð til um útbreiðslu þeaaara orAa sem að framan greinir! I fornbókmenntum okkar is- lendinga er Jivortveggi* að finna og þser beygingar sem þar eiga viA en er það sú islenska sem notuð er deginum þar sem aegir .Bendum bðraum á að _ág»tt“ er betra en ..sghg gett" ■ I þeesu felst fullyrð- ing sem er alröng miðeð við nú- tfma-mál. LýsingarorAiA .ág*tt* er notað sem haesta einkunn f skólum en hvergi annara staAar. Helgi Hálfdanarson, ritari ÁSÍM, skrifar: „Þegar Áhugasamtök um ís- lenskt mál hófu samvinnu við dagblöð í Reykjavík um smá- þáttinn Gætum tungunnar, datt víst engum annað í hug en að sitt kynni hverjum að sýnast um gagnsemi hans, efnisval og til- högun. Athugasemd Sigurðar Stefáns Baldvinssonar í Velvak- anda 26. nóvmber er því ekki fram komin vonum fyrr. Enda þótt ég sé mjög á öndverðum meiði við hann um aðalatriði, er ég honum þakklátur fyrir þessa orðsendingu, þar sem sérstöku viðhorfi til málverndar eru gerð skil, beint og óbeint. Sigurður Stefán hefur áhyggj- ur vegna „þess forneskjumáls sem háttvirtir stjórnendur þátt- arins vilja troða inn í fólk“ eins og hann kemst að orði. Bendir hann þar á tvö dæmi máli sínu til stuðnings. Hið fyrra er for- nafnið „hvortveggi", en í þættin- um var sýnt hvernig það beyg- ist. Orðmyndina „hvortveggi" segist Sigurður Stefán ekki kannast við „nema úr fornbók- menntum Islendinga" og virðist telja það úrslita-röksemd fyrir því, að orð þetta sé ónothæft, enda finnist það ekki í orðabók Menningarsjóðs. Einhverjum kynni að þykja sem ekki væri í kot vísað, þar sem eru „fornbókmenntir íslend- inga“. Að minnsta kosti vona ég, að við Sigurður Stefán séum sammála um, að málið á íslend- ingasögum sé íslenzka en ekki eitthvert annað tungumál, hvað sem það ætti þá að heita. Og jafnvel þótt þar væri um orð að ræða, sem enginn hefði ein- hverra hluta vegna tekið sér í munn öldum saman, væri það eigi að síður íslenzka og jafn- gott til sinna nota á vorri tíð, ef merking þess er glögg, og sú sem til er ætlazt. Og þó að tiltekið íslenzkt orð standi ekki í orða- bók, er það að sjálfsögðu engin sönnun fyrir því, að það orð sé vond íslenzka eða jafnvel alls ekki til. í nefndum þætti var á það bent, að rangt væri að nota orðið „báðir“ í stað „hvortveggi" eða „hvor tveggja“, svo sem nokkur brögð hafa verið að um þessar mundir, eins og þegar sagt er. „Bretar og Frakkar eru báðir í Nato.“ Setning af þessu tagi verður ekki kölluð annað en málvilla, sem ég vona að enginn mæli bót. Hvort þar skal í stað orðsins „báðir“ koma „hvorir- tveggju" eða „hvorir tveggja" er e.t.v. öðru fremur smekksatriði, enda hafa þessar myndir báðar verið tilgreindar í þættinum samhliða hvað eftir annað. Þó var að því fundið af góðum les- anda, sem taldi „hvortveggi" fullkomnari mynd og æskilegri, sökum þess að þar kæmi nokkru betur fram munurinn á „tveir“ og „tvennir", því „tveggja" sem sjálfstætt orð og óbreytt í allri beygingu gæti aldrei talizt ann- að en eignarfall af „tveir“ og kynni því að ýta undir rugling- inn við „báðir“. En greinarmun- urinn á „tveir“ og „tvennir" er einmitt megurinn málsins. Ennfremur skyldi eytt þeim mis- skilningi sumra, að orð þetta sé vandbeygt eða á nokkurn hátt erfitt í notkun. Um orðin „hvor tveggja" verður auk þess að segja sem er, að í notkun hafa þau lent út í algeran glundroða, og er einmitt orðabók Menning- arsjóðs að nokkru leyt: til vitnis um það, því hún greinir réttilega frá örlögum þessara vesalinga jafnvel í ritmáli. Nú er því miður sá galli á mál- flutningi Sigurðar Stefáns, að orðið „hvortveggi", sem hann segir að sé ekki að finna í orða- bók Menningarsjóðs, stendur þar einmitt, meira að segja í þeirri grein sem hann vitnar til. Þetta hefur honum einhvern veginn sézt yfir, og vona ég að hann taki mér ekki illa upp, að ég leiðrétti það. Hitt atriðið, sem angrar Sig- urð Stefán, er sú ábending til barna, að „ágætt“ sé betra en „mjög gott“. Og hann segir full- um fetum: „í þessu felst fullyrð- ing sem er alröng miðað við nú- tímamál." Þarna er ekki skafið utan af. Það er ekkert verið að gera því skóna, að við þessi orð kunni enn að loða einhverjar leifar af hefð- bundinni merkingu. Nei, fullyrð- ingin er „alröng"! Satt að segja hélt ég, að þarna væri einhvers konar brandari í uppsiglingu; en sá kom aldrei, manninum var al- vara, og hann klykkti út með þessum boðskap: „Bendum börn- um á að „mjög gott“ er betra en „ágætt“, og samrýmist það þá því máli sem talað er í dag.“ Þó segir hann: „Lýsingarorðið „ágætt“ er notað sem hæsta ein- kunn í skólum,“ en á því þykir honum ekki mark takandi, enda bætir hann við: „en hvergi ann- ars staðar“, hvaðan sem hann veit það. Sigurður Stefán virðist .vilja gera sem gleggstan mun á því sem hann kallar „forn-íslensku“ og hinu sem hann kallar „nú- tíma-íslensku“ eða „því máli sem talað er í dag“, eins og hann kemst að orði, og mun hann þá að vísu eiga við fleiri daga en 26. nóvember. Og ekki er að sjá, að hann hafi mikla trú á því menn- ingarlega metnaðarmáli Islend- inga að varðveita svo tungu sína, að öll þjóðin fái enn um sinn les- ið sér til fullra nota íslenzkar bókmenntir liðinna alda, sem þó eru taldar meðal þess sem hæst ber í andlegri menningu verald- ar, enda kjölfestan í hámenn- ingu Islendinga til þessa. Og enn segir hann: „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að frá fornu hafa mörg orð glatað merkingu sinni og jafnvel skipt um merkingu ... það er málvitundin (eða mál- kenndin) sem hefur þróað og breytt merkingu þessara orða en ekki málfræðingarnir!“ Og hann óskar þess af stjórnendum þátt- arins „að misbjóða ekki málvit- und almennings, eins og þeir hafa gert alltof mikið af“. Já, málvitundin, vel á minnzt! Hvert skyldi vera hennar heim- ilisfang? Sú var tíðin, að hún átti sér athvarf á hverju ís- lenzku heimili. Þá var þjóðtung- an „móðurmál" í orðsins fyllstu merkingu. I krafti íslenzkra bókmennta frá öllum öldum voru heimilin þess umkomin að skila íslenzku máli frá einni kynslóð til annarrar, öld fram af öld, með þeim vaxtarsprotum sem hlutu að spretta fram með nýj- um viðfangsefnum á hverri tíð. Nú gegnir öðru máli. Þau bönd, sem knýttu kynslóðirnar saman, hafa víðast hvar ýmist slaknað mjög eða slitnað alveg. Nýir at- vinnu- og lifnaðarhættir hafa að miklu leyti svipt heimilin mál- verndar-hlutverkinu og lagt það á herðar skólakerfisins, sem því miður fær ekki undir því risið. Erlend áhrif, sum góð, önnur af- leit, flæða yfir málið án við- náms, því málvitundin hefur flosnað upp og hrakizt á verð- gang. Fyrir þessari staðreynd virð- ast ýmsir hafa gefizt upp, og reyna síðan að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að þar fari fram eðlileg þróun, jafnvel æski- leg. Víst er það alkunna, að mörg orð í máli voru hafa breytt merkingu sinni í aldanna rás og önnur glatazt, og kemur þar margt til, sem ekki skal rætt hér. Þetta er staðreynd sem ekki tjóar um að fást. En það hygg ég fáir telji, að framhald slíkrar þróunar sé fyrirboði góðæris og nýrrar grósku í menningarlífi. Hins vegar hefur margur af því áhyggjur, að nú á dögum sé í aðsigi alldjúp og víðáttumikil lægð og í för með henni rudda- veður sem kunni að granda ýms- um þeim gróðri sem til þessa hefur staðið af sér margt hretið. Sjálfstæð þjóðmenning er í hættu, ef tengslin við fortíðina taka að rofna; og sú taug sem þar má sízt bresta er þjóðtung- an; en varðveizla hennar er um- fram allt í því fólgin, að mál- kerfið og merking orðanna verði fyrir sem minnstum breytingum. Áð sjálfsögðu verður málið að vaxa með hverju viðfangsefni, enda væri það ekki lifandi að öðrum kosti. Orðaforðinn verður sífellt að eflast, ýmist með ný- yrðum eða góðum tökuorðum. En gegn breytingum málsins, öðrum en vexti þess, er megin- nauðsyn að vinna með öllum ráð- um. íslenzk tunga er ekki það sem seinheppnir menn hafa fundið upp á að kalla „fornmál“ og „nútímamál“; hún er ein sam- felld og sívaxandi heild. Al- mennur skilningur á því yrði þeim bakjarl, sem þyngsta ábyrgð bera á málrækt nýrrar kynslóðar; en þar eiga skólakerfi og fjölmiðlar nú á dögum drýgstu hlutverki að gegna. En ef þróun málsins ætti að hlíta forsögn þeirra, sem leggja meiri rækt við mál annarra þjóða en sitt eigið, og kalla síðan vankunnáttu sína í móðurmálinu „málvitund almennings", sem ekki megi misbjóða, er glöggt hvert stefndi. Mér sárnar, að Sigurður Stefán skuli snúast á þá sveif, því af grein hans þykir mér ljóst, að vankunnátta í móð- urmálinu verði honum sjálfum ekki borin á brýn. Þættinum Gætum tungunnar var ætlað, þótt í litlu væri, að hlaupa undir bagga með foreldr- um sem eiga í vök að verjast með máluppeldi barna sinna. Hann átti að vera umbúðalausar bend- ingar af sama tagi og þær, sem íslenzkar mæður hafa kynslóð fram af kynslóð látið börnum sínum í té. Um gagnsemd þeirr- ar viðleitni verður að skeika að sköpuðu. Að lokum endurtek ég þakkir til Sigurðar Stefáns Baldvinss- onar fyrir málefnalega og hreinskilna orðsendingu, og óska þess að hann gangi sem fyrst til liðs við þá sem telja, að brýnasta stórmál okkar um sinn sé vernd- un tungunnar, varðveizla þess dýrgrips, sem menningarlegu og um leið stjórnarfarslegu sjálfst- æði þjóðarinnar er fjöreggið sjálft.“ Ótrúlegt og óhugnanlegt MOeOUW^PIP. MIDVIKUD»OU« I* MÖVPIM* » vrrbmr 0«.it Nokkur orð um flúor "T'ííi.*’.' Svar vift greinum Sigmundar (lUöbjarna .....sonar og Þorkels Jóhannessonar „Rral hrf«r »eri* * »»'« a> kiftir dra*» ftaorbru drykkjarvalai*. \ FWveaf liu þrr H*kak«» éi i bUAl ot k«»»a aft * — rt-«r• turli eí»»ukli«*»"- «•» •* *ru fert nét þer í »yt. K» ; SfiSSÍ |S3E w Ofu t«rrn\ .n n.y.iu .flrvlWa. rr b»r aö hu*»a .....‘ ----- áim heitdWa. ^ „t^... ina aNa. hafa »»• R.B. skrifar: „Velvakandi. I Morgunblaðinu 10. nóvember er grein undir fyrirsögninni „Nokkur orð um flúor“, eftir Ólaf Höskuldsson lektor. Ekki ætla ég mér þá dul að dæma um röksemd- ir fróðra manna með og móti flú- ornotkun. Til þess skortir mig þekkingu. Hins vegar urðu tvær málsgreinar í grein Ólafs til þess að vekja með mér talsverða undr- un og jafnframt hugsun um það, hvað vísindin eru óvísindaleg og ótrygg, þegar grannt er skoðað. Þessar málsgreinar hljóða svo: „tiltölulega auðsótt er að koma „staðreyndum" inn í bókmenntir fræðanna, en afar erfitt að ná þeim þaðan aftur, ef þær reynast falskar. Þar velkjast þær gjarnan áfram í greinum, fyrirlestrum og kennslugögnum árum og áratug- um saman.“ Hvað er eiginlega verið að segja í þessum tilvitnuðu orðum? Ég fæ ekki betur skilið en sumar „grein- ar, fyrirlestrar og kennslugögn" sem í notkun eru við kennslu í Há- skóla íslands séu ekki áreiðanlegri en svo, að það sem talið er stað- reynd, sé raunverulega aðeins „staðreynd“ innan gæsalappa, þ.e. tilgáta. Þetta þykir mér bæði ótrúlegt og óhugnanlegt. Ég hef til þessa haldið að það væri bráð- nauðsynlegt í öllu vísindalegu starfi, þ.á m. kennslu við æðri menntastofnanir að gera skýran greinarmun á óvefengjanlegum staðreyndum annars vegar og ósönnuðum tilgátum hins vegar. Ólafur Höskuldsson, sem sjálfur kennir við Háskólann, upplýsir hins vegar að sumar staðreyndirn- ar sem kenndar eru við þennan skóla séu bara gæsalappastað- reyndir, og meira en það; hann fræðir okkur líka á því að þær velkist árum og áratugum saman í kennslunni, löngu eftir að þær hafa verið íklæddar gæsalöppum. í framhaldi af þessum fróðleik birtir hann langan lista yfir mis- munandi kenningar um flúor, annars vegar í eiturefnafræði, hins vegar í tannlæknadeild. Alls staðar tekur hann fram, að tiltek- in atriði séu „kennd“, en ef marka má tilvitnuð orð hans um „stað- reyndirnar", er allt eins líklegt að blásaklausum stúdentum sé í báð- um deildum boðuð fræðin sem tvímælalaus sannindi, enda þótt e.t.v. sé aðeins um ósannaðar til- gátur að ræða. Þetta þykir mér alvarlegt mál. Stór hluti af sameiginlegum út- gjöldum þjóðfélagsins fer til skólamála alls konar og háværar raddir heimta síaukin framlög til þeirra, ekki síst til æðri skóla og rannsókna. Þegnar þjóðfélagsins, þeir sem þennan kostnað greiða, eiga kröfu á því, að hvergi sé slak- að á vönduðum vinnubrögðum. Þeir geta illa sætt sig við að nem- endum við Háskóla íslands sé kennt á þann hátt að ósannaðar ágiskanir séu sagðar staðreyndir. Þeir geta illa sætt sig við að kenn- ingar sem hafa verið hraktar, séu áfram boðaðar sem sannindi, jafn- vel áratugum saman. Svo að fastar sé að orði kveðið: Þeir una því ekki að hálærðir vísindamenn segi nemendum sínum að lygin sé sannleikur. Og síðast en ekki síst: Þeir fallast alls ekki á að í jafn- mikilvægri vísindagrein og lækn- isfræði sé tekin nokkur áhætta á þeim sviðum sem geta haft áhrif á heilsu fólks. Þeir trúa því ekki að tilgátur geti komið í stað sann- inda. Það þykja þeim léleg vísindi. Sjálfsagt er ekki hægt að búast við því, að hinir ágætu starfsmenn Háskóla Islands taki nöldur eins nafnlauss skattborgara alvarlega. Vissulega væri þó fróðlegt að sjá álit vísindamanna á þeim málum sem hér hafa verið gerð að um- talsefni. A.m.k. er óhætt að vona, að einhverjir þeirra staldri við og hugsi sinn gang og með þá von í huga voru þessi orð sett á blað.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.