Morgunblaðið - 05.12.1982, Page 18

Morgunblaðið - 05.12.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Gluggað í nýstárlega orðabók Hver starfsstétt hefur sín mál- farseinkenni og auk þess er al- gengt að ýmsir hópar noti sérstakt málfar sín á milli og getur oft ver- ið erfitt að draga mörk á milli slangurs og máls ýmissa sérhópa. Höfundar orðabókarinnar hafa dregið út nokkra hópa, sem að þeirra dómi eru hvað áhrifamestir og eru það einkum fjórir mál- farshópar sem þeir hafa einbeitt sér að, þ.e. sjómannamál, íþrótta- mál, mál tengt rokktónlist og orð um fíkniefni og áhrif þeirra. Að auki eru fjölmörg önnur sérsvið slangursins dregin fram í bókinni, málfar sem er almennt án tillits til starfshátta og má þar nefna orðafar um áfengisneyslu, orð sem tengjast ástalífi og kynathöfnum og fleira sem tengist daglegum venjum manna og atferli. Það er athyglisvert, að fremur lítið er um kvennaslangur í bókinni, enda halda margir málfræðingar því fram, að konur tali „betra mál“ en karlar og séu ekki eins mikilvirkar á slangursviðinu og þeir og sé slangur fyrst og fremst sprottið úr reynsluheimi karlmanna. Höfund- ar hafa reyndar sjálfir bent á þetta í blaðaviðtali, þar sem þeir nefndu einnig drjúgan þátt sjó- manna á þessu sviði. Það er því vel við hæfi að líta fyrst á sýnishorn af sjómannaslangri og er þar af nógu að taka. Sérhæfni sjómennskunnar Um ástæður fyrir mikilvirkni sjómanna á sviði slanguryrða segja höfundar m.a.: „Sjómenn voru fyrrum sá hópur alþýðu sem mest samskipti hafði við starfs- bræður sína í útlöndum, þeir eru langdvölum fjarri heimilum sín- um, og mynda sterk tengsl inn- byrðis. Orðafar þeirra um verklag, tæki og tól er mikið sótt til ná- grannamálanna eða heimatilbúið, enda sátu engar málnefndir í messanum og lögðu línuna. Þar við bætist að sjómenn hafa hraustlegar skemmtanavenjur og hafa verið drjúgir við að leggja til orð á því sviði.“ Sjómenn kalla réttinn „kjöt og kjötsúpa" Eyvind og Höllu og á þeirra máli er Eyvindur med hor Hann var svo drukkinn að „hann var á augnalokunum‘ Kápa ulan um hljómplötu. knattleikjum, en þetta orð er reyndar einnig notað um kynvillt- an karlmann í niðrandi merkingu. Bananaskot er langt bogadregið skot í knattleikjum og hjólhesta- spyrna er einnig notað um ákveðna tegund af skoti í knattspyrnu, sem er framkvæmt þannig, að leik- maður lætur sig falla á bakið eða hliðina og spyrnir knettinum sam- tímis að marki, en um þetta er einnig notað orðatiltækið að klippa boltann aftur fyrir sig. Batti er hliðarkantur á billjarðborði eða hliðarveggur í innanhússknatt- spyrnu. Brassi er notað um Bras- ilíumenn og þá einkum stjörnur brasilíska landsliðsins í knatt- spyrnu og þá oftast notað með ákveðnum greini: „Brassarnir rassskelltu Skota í heimsmeist- arakeppninni á Spáni". Sögnin að dekka merkir að hafa gát á and- stæðingi í knattleik og í hand- knattleik er talað um að setja yfir- Ómerkilegur pappír. Um slangur, slettur og bannorð heitið á lambakjöti í karrísósu. Brúnað kindakjöt er hins vegar Eyvindur í sparifotunum. Annað dæmi um uppnefni á mat er orðið járnbrautarslys yfir kjötkássu, en það er almennara og á ekki við sjómannastéttina eina. En lítum á fleiri orð úr sjó- mannamáli: Afi er kló í krana, sem notaður er við lestun og losun skipa. Að vera í apavatninu er að þvo fisk áður en hann er settur í lest eða að þvo pönnur í frystihúsi. Bisavakt er varðstaða í lest meðan á fermingu og affermingu stendur, þjófapössun. Búmm er kast sem mistekst og að búmma er að kasta nót árangursláust eða að sprengja nótina. Dragmella er hnútur í möskva sem garnið rennur til í, en slíkt mun oft koma fyrir viðvan- inga. Dönnes er úrgangstimbur, spýtur til að hafa undir farmi. Yf- ir vöruflutningaskip er notað orð- ið fragtari og jómfrúin er fata sem menn hægja sér í á litlum bátum. Landþerna er notað yfir siglinga- ljós og lens er sigling undan vindi. Ekki er ástæða til að telja hér upp fleiri orð úr sjómannamáli, enda ætti þetta sýnishorn að gefa örlitla vísbendingu um hversu sérhæft mál sjómenn tala sín á milli um starf sitt. En fyrir utan orð sem tengjast starfinu, hafa sjómenn lagt til orð á ýmsum öðr- um sviðum, sem eru nú orðin al- menn og því ekki flokkuð undir sjómannamál í bókinni. Þá má einnig nefna ýmsar venjur sjó- manna, svo sem sken^ með nýliða sem eru oft í fyrstu ferðunum sendir til að gefa kjölsvíninu eða sækja damp í körfu niður í vélar- Orð úr íþróttamáli Þá skulum við næst líta á fram- lag íþróttamanna til slangurs, en þar er einnig af nógu að taka, þótt hér sé aðeins rúm til að birta ör- lítið sýnishorn: Bakkari er bak- vörður í knattspyrnu og öðrum frakka á ieikmenn andstæð- inganna í merkingunni „að taka þá úr umferð", en um þetta mun einnig vera notað orðatiltækið að setja frímerki á viðkomandi leik- mann. Að dúndra er að sparka rösklega í bolta og um það athæfi er einnig sagt að menn þrumi eða þrusi boltanum., Þá má einnig nefna orðatiltæki úr íþróttamáli í yfirfærðri merkingu svo sem „að bjarga í horn“ um að firra vandræðum naumlega, eða þar sem yfirfærsl- an er á hinn veginn, til dæmis sögnina að keyra og nafnorðið keyrsla, svo sem: „Það var mikil keyrsla allan leikinn." Þannig mætti lengi telja, þótt hér verði látið staðar numið með dæmi úr málfari íþróttamanna. Málfar rokk- tónlistarmanna í formála geta höfundar þess, að Það er nokkur munur á því að lyfta glasi og fá í annan fótinn eða vera urrandi fullur, á eyrnasneplunum. Eyvindur með hor er hins vegar það sama og lambakjöt í karrísósu. Ef menn vilja kynna sér nánar málfar af þessu tagi, ættu þeir að verða sér úti um „Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál“, en bókin kom út nú nýverið. Áhugamenn um íslenska tungu hafa eflaust beðið útkomu bókarinnar með eftirvæntingu, enda er bæði skemmtilegt og fróðlegt að kynna sér ólíkt málfar hinna ýmsu þjóðfélagshópa og málfar manna getur oft sagt merkilega sögu um hugsunarhátt, viðhorf og daglegar venjur viðkomandi. Höfundar bókarinnar eru þrír ungir íslenskumenn, þeir Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson, en þeir hafa unnið saman á Orðabók Háskólans og þar kviknaði hugmyndin, þótt aödragandinn hafi veriö nokkuð lengri. Þeir félagar hafa leitað víða fanga, farið yfir ritgerðir menntaskólanema, lesið verk ungra rithöf- unda og gluggað í sjoppubókmenntir auk þess sem þeir hafa rætt viö fólk, hlustað eftir og skrifað hjá sér slanguryrði og nýjungar i máifari. í bókinni er fjöldi teikninga eftir myndlistarmennina Grét- ar Reynisson og Guðmund Thoroddsen, svona til nánari skýringa, eins og sjá má á meðfylgjandi teikningum, sem eru úr bókinni, en höfundar hafa góðfúslega veitt Morgunblaðinu leyfi til að birta nokkur sýnishorn úr hinu nýstárlega verki sínu. voru og eru afgerandi í öllu er lýt- ur að rokk- og popptónlist. Þess ber einnig að gæta, að mörg þeirra orða og hugtaka, sem dægurtón- listarmenn fást við varðandi starf sitt, missa tilfinningalegt gildi við þýðingu. Flest þeirra orða sem þannig hafa orðið hluti af al- mennu tungutaki þessa afmark- aða hóps er að finna í orðabókinni og skulu hér nefnd nokkur, þótt ef til vill sé farið að „slá í“ sum þeirra. Yfir orðið hljómsveit hafa verið notuð mörg orð í gegnum tíðina og má þar nefna orðin grúppa og band og í poppskrifum að undanförnu hefur nokkuð borið á orðinu „sveit", þ.e. stytting á hljómsveit. Þá má og nefna að ágætur út- varpsþulur og djassáhugamaður notar gjarnan orðið „flokkur" í kynningum sinum í útvarpinu, en þessara tveggja orða, „flokkur" og „sveit“, er ekki getið í þessari merkingu í orðabókinni, enda flokkast þau tæplega undir slang- ur. Þegar átt er við hljómburð er talað um sánd eða jafnvel þrumu- sánd ef hljómburðurinn þykir sér- staklega góður. Páer (þ.e. power) er algengt orð yfir mikinn hljóm- styrk og mæk, mæki eða mækur (mike, microphone) er tækið sem söngvarar nota til að magna upp rödd sína, sem kallað var hljóð- nemi hér í eina tíð. Setning mynd- uð úr þessum orðum gæti orðið eitthvað á þessa leið: „Mækinn sándaði ekki nógu vel miðað við páerið í grúppunni." Þá má nefna orð sem tengjast ákveðnum stefnum í tónlistinni, svo sem bárujárnsrokk í merking- unni þungarokk (sbr. heavy met- al), gúanórokk, rokktónlist eins og sú sem Bubbi Morthens lék í upp- hafi ferils síns, frídjass (free-jazz), fúsjón eða fjúsjón, þ.e. samsláttur tónlistarstefna, einkum notað um bræðing úr djassi og rokki. Þá má ekki gleyma pönki, sem er tónlist- arstefna sem varð til í Bretlandi á miðjum áttunda áratugnum og í framhaldi af því fútúrismi sem var framhald og svar við pönki og nýbylgju. Þessi tónlist einkennist af notkun hljóðgervla (nýyrði yfir hljóðfærið synthesizer). Þess má geta, að í viðauka orða- bókarinnar er skrá yfir íslenskar hljómsveitir og er henni ætlað að sýna gróskuna í nafngiftum ís- lenskra hljómsveita. Skráin er furðu ítarleg þótt undirritaður sakni þar nafns einnar vinsælustu og bestu danshljómsveitar sem leikið hefur á Islandi fyrr og síðar, en það er að sjálfsögðu gamli KK-sextettinn sem bar höfuð og herðar yfir aðrar hljómsveitir hér á sinni tíð. Bannorð Bannorð er sá flokkur orða, sem tengd eru þeim sviðum tilverunn- ar sem á hvílir ákveðin bannhelgi og ekki er rætt um nema í hálfum hljóðum eða undir rós. I þennan flokk má setja ýmislegt orðfæri Kyðimörk í merkingunni heimsk- ur maður, sbr. „hún er alger eyði- mörk“. lögð hafi verið áhersla á söfnun orða úr máli unglinga, enda séu þeir einir helstu nýsköpunarmenn og notendur slangurs. Þá er og bent á að mörg slanguryrðin séu bundin ákveðnum tíma og tísku og falli sum í gleymsku, en önnur verði hluti af ákveðnu tungutaki. Þetta á eflaust ekki síst við um málfar tengt rokktónlist, en mál- far unglinga má að vissu marki rekja til orðaforða rokktónlist- armanna, þótt það hafi ef til vill verið mun algengara á árum bítla- æðisins og á „blómatímabilinu" í kringum 1970. Mörg þeirra orða sem komu á þessum tima inn í málið eru nú orðin hluti af al- mennu tungutaki. Enskuslettur færðust mjög í vöxt á þessum tíma og á það sér- staklega við um orð í sambandi við skemmtiiðnaðinn og hljómsveit- arstörf. Sú þróun var í rauninni ekki óeðlileg, þar sem áhrif frá hinum enskumælandi löndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.