Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 1

Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 1
Sunnudagur 16. janúar - Bls. 45-76 „Venjuleg kerling, sem hefur gaman af að skrifa“ Þannig lýsir Ástrid Lindgren sjálfri sér eftir að hafa gefið út 33 barna- og unglingabækur, 33 myndabækur og átta leikrit auk handrita að sex kvikmyndum Sjálfsagt hefði ég ekki þekkt hana ef hún hefði staðið fyrir framan mig í biðröð í pósthúsinu eða í búðinni. Grönn og beinaber, kvik í heyfingum, andlitið hrukk- ótt, hárið þunnt og farið að grána. Sjálfsagt hefði hún verið í gráu popplínkápunni sinni með litla slæðu um höfuðið, bundna aftur fyrir hnakkann. Hversdagsleg og látlaus, eins og hver önnur eldri kona sem skreppur út að kaupa í matinn. En þegar ég stend augliti til auglitis við hana — þegar hún með sérstöku röddinni sinni býður mér að ganga í bæinn — er hún engum öðrum lík. Glettnislegu augun, handapatið, brosið, kímnin og hlýjan sem streymir frá henni, sýna svo ekki verður um villst að þetta er Astrid Lindgren, barna- bókahöfundurinn frægi — elskuð og dáð af milljónum barna — og fullorðinna — um allan heim. „Astrid Lindgren þessi þarna fræga — það er ekki ég, það er einhver önnur kona,“ segir Astrid og hlær. „Ég vil bara vera ég sjálf. Ég vil fá að vera í friði. Ég skrifa bara áf því að mér finnst það svo óskaplega skemmtilegt, ég skrifa aldrei fyrir aðra. „Bara að það væri nú kominn morgunn svo ég gæti farið að skrifa." Þannig hugsa ég oft á kvöldin þegar ég er að fást við nýja bók. Ég skrifa alltaf á morgnana, það er minn bezti tími.“ Astrid Lindgren Ijómar af tilhugs- uninni einni saman þegar hún lýsir skriftargleðinni. Að ritstörfin eru henni nautn, þarf enginn að efast um sem hefur lesið Línu langsokk, Emil i Kattholti eða Bróður minn Ijónshjarta. Sem stendur er Astrid ekki með neina bók i smíðum, þvi miður. Ann- ars hefði ég ekki linnt látum fyrr en ég hefði fengið að taka mynd af henni við ritstörfin. Hún semur nefnilega allar sínar bækur í rúm- inu. Þar liggur hún undir sæng — mcð nokkrar rúllur í þunnu hárinu — og hraðritar í litla blokk. Þar hafa þær fæðzt hver af ann- arri vinsælustu barnabækur heims- ins. Þar hafa Lína og Emil, Kalli Blómkvist, Kasmus, Mio og Ronja stigið sin fyrstu spor. f svefnherberg- inu á Dalagötunni í Stokkhólmi. „Ég er ekki alltaf í stuði til að skrifa en ég bíð heldur ekki eftir að andinn komi yfir mig,“ segir Astrid. „Stundum vilja sögupersónurn- ar ekkert, bara bíða og hanga. En þá hvessi ég mig og segi: Gerið eitthvað! Og þá hlýða þær; Oftast nær!“ Ljósm. Jan-Erik Juto Astrid Lindgren, sænski barnabókahöfundurinn sem milljónir barna um allan heim þekkja af bókunum um Línu langsokk, Kalla Blómkvist, Emil í Kattholti, Bróöur minn Ijónshjarta og Ronju ræningjadóttur, varö 75 ára um daginn. Guöfinna Ragnarsdóttir blaöamaöur Morgunblaðsins í Stokkhólmi heimsótti hana nokkrum vikum fyrir afmælið og spjallaöi við hana um ritstörfin, frægöina, æskuna og persónuna sjálfa — Astrid Lindgren. En hvaðan koma þær allar sögu- persónurnar? Eru þær Astrid sjálf? Astrid hugsar sig um lengi. „Nei. Og þó, kannski. Kannski eru þær barnið í mér. Ég skrifa aldrei bækur fyrir aðra, hvorki börn né fullorðna. Ég skrifa bara fyrir sjálfa mig. Af því mé finnst það svo gaman. Og ég reyni að skrifa bækur eins og ég vildi hafa þær þegar ég var lítil.“ Hvaða bækur last þú þegar þú varst lítil? „Ég las allt milli himins og jarð- ar. Sígildar bækur sem ég fann í bókasafninu, hryllingssögur sem bróðir minn átti, guðsorðabækur sem faðir minn fékk á jólunum að gjöf frá prestinum og svo fullt af indíánabókum. Og ég elskaði allar bækur, mér fannst allar bækur svo góðar.“ Hugsaðirðu nokkurn tímann útí að þú myndir sjálf skrifa bækur? „Nei, ég var alveg viss um að ég myndi aldrei skrifa neitt. Af þeirri einföldu ástæðu að í skólan- um sögðu krakkarnir alltaf: Þú verður rithöfundur þegar þú verð- ur stór. Þú verður Selma Lagerlöf okkar hér í Vimmerby. Þá hugsaði ég með mér: Nei, takk, það skal ég sko aldrei verða." Allt í einu er það ekki Astrid Lindgren sem situr við hliðina á mér í sófanum. Ekki barnabóka- höfundurinn Astrid með þunna hárið sitt og granna líkamann. Þar situr í staðinn Lína langsokk- ur með augun full af sprelli og uppátækjum. „Ha, há, ég skal sko leika á ykk- ur .. “ En það voru samt börnin í Vimmerby sem höfðu á réttu að standa. Hún varð ekki bara Selma Lagerlöf Vimmerby-búanna. Hún varð Astrid Lindgren milljóna barna um allan heim. Hún varð Lína og Emil, Lotta og Kalli, Rasmus og Ronja. Og allt saman byrjaði 1941 með hitaóráði og snúnum fæti: „Karen dóttir mín lá veik í lungnabólgu lengi vetrar og var alltaf að nauða í mér að segja sér sögur. Hvaða sögu á ég að segja þér? spurði ég einn daginn þegar ég var orðin alveg uppiskroppa með efni. Karen sem var með háan hita og hálfgert óráð muldraði: Segðu mér söguna af Línu langsokk. Og ég byrjaði söguna. Nafnið var svo kyndugt, svo stelpan varð að vera kyndug líka. Og svo sagði ég sögur af Línu langsokk dag eft- ir dag, mánuð eftir mánuð, í tvö ár. Allir vinir Karenar elskuðu Línu og vildi ekkert annað heyra en sögur af henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.