Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.1983, Qupperneq 2
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 „Venjuleg kerling, sem hefur gaman af aö skrifa" Æskuheimili Astrid Lindgren, Nes í Vimmerby í Smálöndum. Hún á þetta hús núna og býr þar oft á sumrin. Ljósm. Guðfinna. Svo var það eitt kvöld í mars 1944. Þá fékk ég mér smá göngu- túr í Vasa-garðinum hérna fyrir utan húsið. En það var sleipt, ég datt og sneri mig og varð að liggja í rúminu í nokkra daga. Þá datt mér í hug að nota tím- ann og skrifa niður söguna um Línu og gefa Karenu hana í 10 ára afmælisgjöf. Þegar handritið var tilbúið ákvað ég að senda það til bókaútgefanda, svona að gamni, þótt ég væri viss um að það væri lélegt. Bókaforlagið vildi heldur ekki sjá handritið og sendi mér það aft- ur! Seinna sama ár breytti ég svo handritinu smávegis og sendi það í samkeppni um barnabækur og þá fékk ég verðlaun fyrir það — 1.500 kr. Ég bauð Karen dóttur minni að við skiptum með okkur verðlaun- unum en hún bara fussaði og bað mig að blanda sér ekki inn í svona barnasögur! Eiginlega er ég heldur ekkert hrifin af bókunum um Línu lang- sokk,“ segir Astrid. „Ég kann vel við Línu sjálfa, en bækurnar er ég ekki alveg sátt við.“ llpp á hvaða bækur heidur þú mest af bókunum þínum? „Mér finnst kannski vænzt um þær bækur sem ég hef skrifað fyrir yngri börn — yngri en 10 ára. Þar með tel ég bæði Ronju og Bróður minn ljónshjarta. Og kannski,” segir Astrid og verður dreymin á svipinn, „þykir mér anzi vænt um bækurnar um Emil í Kattholti." Það er auðvelt að sjá og finna að Emil stendur hjarta hennar næst. Emil, prakkarinn litli frá Katt- holti í byrjun aldarinnar. Ida, Al- fred, Lína vinnukona og allar hin- ar sögupersónurnar sem lifðu og störfuðu í Smálöndum, héraðinu hennar, héraði foreldra hennar og afa og ömmu. í Smálöndum á hún sínar rætur, þar á Emil sínar rætur. í bókun- um um Emil lýsir hún Smálöndum æsku sinnar. Hér fléttast inn frá- sagnir föður hennar, Samuel Aug- ust, kirkjubæjarbóndans frá Nesi í Vimmerby, og móður hennar, Hönnu í Hult. „Ég átti svo yndislega foreldra, segir Astrid. Foreldra sem elsk- uðu hvort annað ofar öllu öðru. Sérstaklega pabbi, hann elskaði mömmu frá því hann sá hana í fyrsta skipti, níu ára gamla, og þangað til hún dó 81 árs. Á hverj- um degi faðmaði hann hana að sér og sagði henni hvað hún væri sér mikils virði og hvað hún væri stórkostleg. Hanna í Hult var eina konan sem hann nokkurn tíma leit á í sínu langa lífi. Hann varð 91 árs. Þegar pabbi var 25 ára og fór að hugsa til þess að gifta sig var hon- um sagt frá ungri, ríkri heima- sætu í næstu sveit. Hún átti að eiga 50.000 í handraðanum. Það var ekki slorlegt fyrir ungan, fá- tækan bóndason. Svo Samuel August lagði land undir fót. En þegar hann kom að trjágöngunum sem lágu heim að bænum fóru að renna á hann tvær grímur. Hann stanzaði og sagði við sjálfan sig: Ég tæki hana nú fyrir 25.000 ef hún væri eins og Hanna í Hult. Svo gekk hann áfram hálfa leið upp að húsinu. Þar stanzaði hann á ný og sagði: Ég tæki hana fyrir 10.000 ef hún bara væri eins og Hanna í Hult. Þegar hann kom að aðalhliðinu stanzaði hann enn og sagði: Ég tæki hana án þess að fá einn eyri ef hún væri eins og Hanna í Hult. Samuel August sneri við og fékk Hönnu sína í Hult. Við vorum fjögur systkinin, einn bróðir og þrjár systur. Við vorum öll mjög samrýnd. Við átt- um yndislega æsku. Mamma sagði aldrei eitt orð þótt við kæmum heim drullug upp fyrir haus eða þótt við rifum fötin okkar. Það var eins og henni fynd- ist það eðlilegt. Hún var gáfuð kona og ákveðin. Hún stjórnaði heimilinu með mikilli festu. Og hún kenndi okkur bæði að hlýða og vinna. Kannski elskaði ég pabba meira en mömmu. Hann var svo hlýr og svo góður. Mamma gat verið ströng. Þrisvar sinnum man ég eftir að hún flengdi mig. Þá fór hún með mig inn í fínu stofuna og tók fram hrísið. Ég var vön að fara út á kamar og loka mig þar inni, ef ég varð reið eða sár út í mömmu. Hún skyldi sko sjá að hún var óréttlát og koma og biðja mig fyrirgefn- ingar þegar hún sæi að ég var flutt frá þeim út á kamar. En hún kom aldrei. Einu sinni þegar ég kom heim eftir eina kamarsetuna hafði hún gefið systkinum mínum karamell- ur. Þá var mér nóg boðið og þegar mamma gekk framhjá mér í eld- húsinu, þá sparkaði ég í áttina til hennar. En Hanna í Hult lét hvorki sparka í sig eða í áttina að sér. Þá tók hún mig með sér inn í fínu stofuna og þar flengdi hún mig. Þegar ég skrifaði söguna „Pelle flyttar till Konfusenbo", er það sjálfsagt til þess að hugga Astrid litlu inni í mér, sem enginn skipti sér af þótt hún flytti út á kamar. í sögunni um Pelle grætur mamma hans yfir því að hann sé fluttur og grátbiður hann að koma nú strax heim aftur, alveg eins og ég vildi að mamma gerði við mig. Á seinni árum hef ég borið hlýrri hug til mömmu og skilið hana betur. En kannski er ég lík- ari pabba. Mamma var ákveðin, dugleg, stjórnsöm og ströng. Pabbi var alltaf hlýr og góður og sísegjandi sögur frá því hann var lítill. Sögur frá afa og ömmu, sög- ur af vinnufólkinu og úr sveitinni. Það er margt í bókunum um Emil sem er komið beint frá pabba, t.d. þegar presturinn spyr Línu vinnu- konu hverjir hafi verið forfeður okkar og hún svarar: Þór og Freyja!" Nú hafa margir gagnrýnt þig fyrir að skrifa um gamaldags fjölskyldu- munstur þar sem allar konur búa til mat og sinna börnum og allir menn eru stórir, sterkir og úrræðagóðir. I»ú hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa slæm áhrif á jafnréttis- baráttuna. „Já, ég hef fengið margskonar gagnrýni fyrir bækurnar mínar. En ég læt slíka gagnrýni sem vind um eyrun þjóta. Ég skrifa um það sem mér þykir skemmtilegast og þeir sem ekki vilja lesa það sjálfir eða fyrir börnin sín geta þá látið það vera. Ég lýsi lífinu eins og það var þegar ég var að alast upp og Myndirnar sýna lítinn „míniatyr" og eru nákvæm eftirmynd hins ekta Kattholts og hússins sem Lína býr í (Villa Villekulla heitir það á sænsku). Þessi litlu hús eru í garði sem tileinkaður er Astrid Lindgren rétt við æskuheimili hennar. Garður- inn er mjög vinsæll af barnafjöl- skyldum á sumrin. þegar foreldrar mínir voru litlir. Ég lýsi sjaldan nútíðinni í bókun- um mínum. Þegar Lína langsokkur kom út ætluðu margir að ærast yfir Línu og mannasiðunum hennar. Nú færu öll börn að hegða sér eins og hún. Einn skrifaði mér og sagði að ég hlyti að skilja það að ekkert heilvita barn æti upp heila tertu í einu! Emil þótti sumum líka stór- hættulegur. Hann væri hreinn „kapitalisti“!“ Ert þú mikið með börnum? Hef- urðu gaman af börnum? „Nú orðið er ég sjaldan með börnum. Ég á sjálf tvö uppkomin börn og sjö barnabörn og þau eru öll að verða stór, svo þá hittir maður þau sjaldnar. En ég fæ mikið af bréfum frá börnum, heila hrúgu á hverjum degi. Satt að segja er ég alveg að tjúllast á öllum þessum bréfum. Þau spyrja og spyrja og auðvitað vilja þau öll fá svar. „í guðs bænum hættið að skrifa krakkabjálfar," heyri ég sjálfa mig tauta þegar ég sit á kafi í bréfahrúgunni. Ég sem annars elska börn, því börn eru sannar- lega besti hluti mannlífsins. En stundum fæ ég of mikið af því góða.“ Af hverju eru börn svona hrifin af bókunum þínum? „Ég veit það ekki. Ég skrifa ein- göngu til þess að fullnægja barn- inu í sjálfri mér. Kannski hafa börnin sömu þarfir. Ég veit það svei mér ekki, af hverju þau Iesa bækurnar mínar. En þau virðast gera það um allan heim. Meira að segja í Kína lesa þau um börnin í Ólátagarði og Bróður minn ljónshjarta.“ Hvernig var barnið Astrid Lind- gren? „Ég veit ekki hverju ég á að svara. Ég var djörf og hugrökk að sumu leyti. Ég klifraði upp í hæstu tré og gekk jafnvægisgang á húsþökum en ég var heigull í samskiptum við félaga mína. Ég þorði ekki að styðja þá sem voru minnimáttar eða segja álit mitt á því sem mér þótti rangt. Ég man sérstaklega eftir einu skipti. Þá sátu nokkrar stelpur og töluðu illa um Ann-Marie vinkonu mína (sem seinna varð fyrirmynd Maddit). Eftir dálitla stund þögn- uðu þær og ein þeirra sagði: Það er annars ekki vert að segja meira um Ann-Marie því bezta vinkona hennar situr hérna og hlustar á allt saman. Þá var ég búin að sitja og hlusta án þess að mótmæla eða segja eitt orð til varnar Ann-Marje. Þá skammaðist ég mín ofsalega." Hvernig er prívatmanneskjan Astrid Lindgren, heimsfræg og rík? „Ég lifi ósköp venjulegu lífi. Ég ryksuga og tek til, bý til kjötkássu og fer í búðir og stend eilífðartíma á pósthúsinu til þess að sækja all- an póstinn sem „blessuð" börnin senda mér! Og svo skrifa ég alla morgna þegar sá gállinn er á mér. Ég held ég megi segja að ég sé ákaflega vinnusöm manneskja. Ég hef púl- að allt mitt líf. í 23 ár vann ég sem bókaútgefandi og las og með- höndlaði barnabækur sem aðrir höfðu skrifað." En er þá hægt að lifa „eðlilegu" lín þegar maður er heimsfrægur? „Já, ég get það að minnsta kosti. En ég skal viðurkenna að það er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.