Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
47
dálítið þreytandi þegar mömm-
urnar stoppa mann í löngum bun-
um til að segja mér hvað börnin
þeirra séu hrifin af bókunum mín-
um, eða vilja að ég taki í hendina á
börnunum og spjalli svolítið við
þau.“
Kemur það oft fyrir?
„Já, svona 10—12 sinnum ef ég
skrepp í bæinn!
Ég er orðin hálf stirð í munn-
vikunum þegar ég reyni að brosa í
tólfta sinn!“
En hefurðu samt ekki gaman af
því innst inni að fólk skuli vera hrif-
ið af þér og vilja tala við þig og láta í
Ijósi ást sína á bókunum þinum?
„Jú, sjálfsagt finnst mér vænt
um það, en mér finnst samt ein-
hvern veginn að þessi fræga
Astrid sé einhver allt önnur
manneskja. Það er ekki ég.“
Hvernig mundir þú vilja lýsa
sjálfri þér?
„Ég er bara ósköp venjuleg kerl-
ing sem hefur gaman af að skrifa.
Ég er stundum glöð og stundum
leið. Ég er frekar skapgóð, ég fæ
a.m.k. ekki nein æðisköst, þótt ég
verði reið. Og mér þykir vænt um
fólk svona yfirleitt, sérstaklega
börn.
Ég held ég gæti ekki hugsað mér
annað lífsstarf en það sem ég hef
haft, ég er fullkomlega ánægð með
það.“
Frægð þín hefur aukizt með hverri
bók, ekki sízt nú á seinni árum. Ert
þú aldrei hrædd um að nú sé farið
að halla undan fæti þegar þú sendir
frá þér nýja bók?
„Þegar ég skrifa þá geri ég það
aðeins fyrir sjálfa mig, ekki fyrir
gagnrýnendur eða neina aðra. En
þótt ég hætti aldrei að skrifa þá
vona ég að ég hafi vit á að hætta
að gefa bækurnar mínar út þegar
sá tími kemur."
Nú fjalla ekki allar bækurnar þín-
ar um Línu langsokk eða Emil og
barnæskuna. Þú skrifar líka um
annarlega heima og önnur tilveru-
stig. Hvaðan koma hugmyndirnar?
„Því er eiginlega ómögulegt að
svara. Sagan Bróðir minn ljóns-
hjarta byrjaði t.d. úti í kirkju-
garði. Ég hef mikla ánægju af að
skoða legsteina og ég tók eftir því
að það stóð oft: Hér hvíla litlu
bræðurnir. Þar var fyrsta fræinu
sáð. Svo var það þegar við völdum
dreng til að leika Emil að það var
haldinn blaðamannafundur. Þar
stóð hinn verðandi Emil uppi á
borði og svaraði spurningum
blaðamannanna. A eftir hoppaði
hann niður af borðinu og settist í
fangið á stóra bróður sínum sem
beygði sig niður að honum og
kyssti hann á kinnina. Á þeirri
stundu urðu bræðurnir í Bróðir
minn Ijónshjarta til.
Svo var það einn vetrarmorgun,
mjög snemma, að ég var á ferð
upp með Fryken-vatninu. Það lá
snjór yfir öllu og öll veröldin fékk
á sig undarlegustu liti þegar sólin
var að koma upp. Það var ósegj-
anlega fallegt og ég var sem
bergnumin. Allt var eins og yfir-
náttúrulegt. Þar sá ég trúlega
Nangijala.
Þannig fæddust bræðurnir og
umhverfið en þar með var ekki
sagt að ég hefði hugmynd um
hvernig atburðarásin yrði. Því
stjórna ég heldur ekki alltaf sjálf.
Sögupersónurnar eiga það til að
fara sínar eigin leiðir. Þá gerist
allt svo fljótt að ég hef varla við
að skrifa.
Hef ég virkilega skrifað þetta?
hugsa ég stundum þegar ég les
sögurnar mínar!"
Kvikmyndin um Bróður minn
Ijónshjarta er að hluta tekin á fs-
landi. Hafðir þú islenzka náttúru í
huga þegar þú skrifaðir bókina?
„Nei, ég hef aldrei til íslands
komið og Nangijala var mitt eigið
hugarfóstur. Aftur á móti leituðu
kvikmyndagerðarmennirnir eins
og óðir um allan heim að þessu
landslagi, þangað til einhver upp-
götvaði að ísland var hið eina
sanna Nangijala.
Því miður komst ég aldrei til
íslands meðan á töku myndarinn-
ar stóð. ísland hefur alltaf heiilað
mig. Ég vona að ég eigi eftir að
komast þangað einhvern tíma.“
Að lokum, Astrid — hvaða þýð-
ingu heldur þú að bækurnar þinar
hafi haft fyrir milljónir barna um
allan heim? Hefur þú glatt, hrætt,
styrkt, frætt?
„Ég hef aldrei haft neitt annað
markmið með bókunum mínum en
að festa á pappír það sem mér
sjálfri finnst skemmtilegt eða at-
hyglisvert. Ég hef aldrei reynt að
ala upp eða hafa áhrif á þau börn
sem lesa bækurnar. En ég vona að
ég hafi átt svolítinn þátt í að
byggja upp jákvæð lífsviðhorf
þeirra barna sem lesa bækurnar
mínar.
Það verða að vera til bækur sem
ekki hafa neitt annað markmið en
að láta börnin njóta lestursins,
bara lestursins vegna.
„Þakka þér fyrir að þú lýstir
upp erfiða æsku,“ stóð á litlum
miða sem ókunnug kona rétti að
mér fyrir mörgum árum. Sá litli
miði er mér nóg. Ég er ánægð ef
mér hefur tekizt að lýsa upp þótt
ekki sé nema dapra æsku einnar
manneskju með bókunum mínum.
Bestu bílakaupin í dag!
Mazda 929 Station SuperDeLuxe árg. 1983
Innifalinn búnaður:
Rafstýrðir útispeglar beggja vegna • Quarts klukka • Stokk-
ur milli framsæta með geymsluhólfi • Opnun á bensínloki
og farangursgeymslu innan frá • Barnaöryggislæsingar •
Halogenframljós • Litað gler í rúðum • 4 hraða miðstöð •
Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi • Hæðarstilling á
ökumannssæti og fjölmargt fleira.
Verð aðeins kr.
218.900
gengisskr. 10. 1. '83
BILABORG HF
Smiöshöföa 23 sími 812 99
Bestu bílakaupin ídag!
Mazda929 Hardtop Limited árg.1983
Innifalinn búnaður:
Veltistýri • Rafdrifnar rúður og hurðarlæsingar • Vatns-
sprautur á aðalljós • „Cruise control" • Mælaborð með
snertirofum • Útispeglar beggja vegna • Aðvörunartölva •
Quarts klukka • Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi •
Opnun á bensínloki og farangursgeymslu innan frá • Halo-
genframljós • Litað gler í rúðum • Innfelld rúllubelti á fram
og aftursætum • Hæðarstilling á ökumannssæti og fjölmargt
fleira.
Verð aðeins kr.
242.800
gengisskr. 10. 1. '83
BILABORG HF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99