Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 7

Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 51 Þýtt og endursagt úr Observer. SIB. mína ásamt tilheyrandi húsgögn- um.“ Þar eð ekkjan fékk sjálfkrafa í sinn hlut þriðjung eignanna sýnir þessi viðbót ekki, að þetta rúm hafi verið það eina sem hún átti að fá, heldur, að hann vildi að hún fengi þetta rúm fremur en annað í sinn hlut. New Place var staður af því tagi sem tignir gestir gistu ef þeir fóru þar um. Besta rúmið á bænum hef- ur eflaust verið ætlað slíkum gest- um. Næst besti beðurinn hefur að öllum líkindum verið hjónarúm Williams og Önnu og er það mjög í samræmi við þá vandlega varð- veittu dulúð sem hann umlukti sjálfan sig með, að hann skyldi orða hinstu ósk sína svo sérkennilega. Mánuði eftir að hann undirritaði aðra erfðaskrá sína var William Shakespeare jarðsunginn í Þrenn- ingarkirkjunni. Tuttugasta og níunda júní 1613 kom upp eldur í miðri sýningu á Hinriki áttunda og á innan við klukkustund var Globe-leikhúsið brunnið til kaldra kola. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu leikhandritin verið geymd í leikhús- inu, en ósennilegt er að menn hafi hætt sér inn í eldhafið til að leita að gömlum blöðum, fremur að reynt hafi verið að bjarga dýrum búnaði ýmsum. Eiginlega hlýtur eina skýringin á því að verk Shakespeares glötuðust ekki, að vera sú, að handritin voru ekki í leikhúsinu. Það er að minnsta kosti mögulegt, að sum verka Shakespeares hafi annað hvort ver- ið skrifuð í New Place, eða altént verið geymd þar. Það er ekki út í hött að ætla að hann kunni að hafa sýnt Anne leikrit sín, eða lesið þáu fyrir hana. Það liðu sjö ár þar til Hemminge og Condell reistu skáldinu merkasta minnisvarðapn. Fyrsta Folíó útgáfan á verkum hans kom út á þeirra vegum. í henni voru 36 leikrit og hafði helmingur þeirra aldrei komið út áður. Það kann að vera að þeir hafi ráðist í þetta til að sporna gegn því hvernig William Jaggard reyndi stöðugt að notfæra sér vinsældir Shakespeares. Frá 1619 hafði hann sett upp fjölda af stolnum verkum undir fölsku nafni. En á hinn bóginn gæti einnig vel verið, að ákveðin rík ekkja í Strat- ford hefði látið útgefendurna vita að hún væri með þetta efni í fórum sínum og að hún gæti kostað útgáf- una að hluta. Tími hennar sjálfrar var senn á þrotum. í ágúst 1623 lést þessi ósýnilega kona, Anne Shakespeare, og var grafin við hlið eiginmanns síns í kór Kirkju hinnar heilögu þrenn- ingar. Vel kann svo að fara að við mun- um aldrei komast að sannleikanum um Anne Shakespeare. Margur lær- dómsmaðurinn hefur bent á „illar" sonnettur, eins og þá númer 145 og fundið þar móðganir og gífuryrði og tengt það persónu Anne Hathaway með misjafnlega annarlegum að- ferðum. Þannig verður það því að vera. Anne, kona Shakespeares, likt og Xantippa, kona Sókratesar, er óþekkt stærð. En viturlegri lesning um hana en fræðibækurnar væri „Vetrarævintýri" bónda hennar, sem fjallar um enduruppgötvun tryggðar eiginkonu eftir sextán ára blekkingu. Það sem hin aldna Hermione gerir fyrir Leontes og Perditu í leik-kraftaverkinu, er gert að frumkvæði Paulinu, hinnar gömlu eiginkonu sem stýrir endur- reisninni og afturhvarfinu til skynseminnar. Þessar persónur eru ekki ein- stæðar, heldur aðeins þær síðustu í langri röð af ástríðufullum, greind- um og úrræðagóðum konum í leik- veröld Shakespeares. Þær eru eina verðuga minnismerkið um þá þöglu konu, sem skáldið þekkti best. Skíðakennsla Dag- og kvöldnámskeiö. Helgarnámskeiö. Upplýsingar og innritunarsími 76740 eftir kl. 17.00. Skíöaskóli Sigurðar Jónssonar. Endurskoðunarstofa Hef opnað endurskoöunarstofu að Síðumúla 33, 3. hæð, símar 86888 og 86868. ívar Guðmundsson, viöskiptafræöingur og lögg. endurskoöandi. ríý ^umarleyfishugmynd: England - meginlandið, LUXUSSIQLING INNIFALIN VIÐKOMUSTAÐIR ERLENDIS Sem gefur að skilja voru-við- komustaðir m/s Eddu vand- lega valdir, svo farþegar yrðu sem best settir tíi að halda áfram ferðinni. Newcastle er miðsvæðis í Bret- landi, og þaðan eru daglegar ferjusiglingar til Noregs, Svi- þjóðar og Danmerkur. Sjálf er Newcastle stórborg og þar er hvað best að versla í allri Evr- ópu. Hin rómaða ferðamannapara- dís Vatnahéraðið (Lake Dist- rict) er í örskots fjarlægð og í norðri sjsosku hálöndin f suðri eru allir ensku baðstrandabæ- irnir (s.s. Brighton) og auðvitað sjálf heimsborgin London. Loks má geta þess að ekkert er þvi til fyrirstöðu að sigla með m/s Eddu til Newcastle og koma með henni heim aftur frá Bremerhaven. Bremerhaven er ákjósanlegur upphafsstaður Evrópuferðar. Skammt undan eru borgir fjörs og iðandi mannlffs t.d. Amster- dam í suðri og Kaupmannahöfn í norðri. Einnig er stutt á frægar slóðir: Rínardal, Moseldal og Alpana, svo dæmi séu tekin. Akstur til Rivierunnar, ftaliu eða Austurríkis er ekki meira mál en milli Reykjavíkurog Egilsstaða. f rauninni á ekkert að geta takmarkað ferðafrelsið nema lengd sumarfrisins, og farþeg- um er frjálst að velja sér þá heimferð með m/s Eddu sem best hentar. NÝTT SÍMANÚMER 2-51-66 Vinsamlegast færið það Inn á minnisbiað simaskiárinnar. FARSKIP Aðalstræti 7 Reykjavík FARSKIP Acnm SUMARIÐ 1983 KOMU-OG BRÖITFARAR- TÍMAR Til Reykjavikur miðvikudaga 20:00 Frá Reykjavík miðvikudaga 24:00 Tll Newcastle laugardaga 10:00 Frá Newcastle laugardaga 12:00 Til Bremerhaven sunnudaga 10:00 Frá Bremerhaven sunnudaga 14:00 Til Newcastle mánudaga 10:00 Frá Newcastle mánudaga 12:00 Næsta sumar heldur Farskip hf. uppi reglubundnum siglingum milli íslands, Englands og meginlánds Evr- ópu. M/S Edda fer frá Reykjavík hvern miðvikudag frá 1. júní til 17. september. Edda getur flutt 900 farþega í hverri ferð. Einnig rúmar hún 160 bíla, þannig að stór hluti farþeganna getur tekið fjöl- skyldubílinn með. Og það sem meira er: Séu fjórir farþegar eða fleiri saman um bílinn verð- ur hann fluttur án gjaldtöku, jafnvel þótt einhverjir hinna fjögurra séu börn allt niður f 2ja ára að aldri og ferðist á lægra gjaldi en fullorðnir. Séu færri farþegar saman um bílinn greiða þeir flutningsgjald fyrir hann og fer það eftir fjölda þeirra. Einnig geta hópar lagt í utanlandsferð og flutt ferðabil með m/s Eddu. hóp- Erlendar viðkomuhafnir eru Newcastle í Englandi og Bremerhaven í Þýskalandi. Far- þegar geta farið frá borði f ann- arri þeirra og um borð þar aftur, eða i hinni eftir eigin óskum. Þannig geta þeir t.d. farið eins konar hringferð um Bretland og meginlandið. Að sjálfsögðu ráða þeir einnig hve margar vikur líða milli brottfarar og heimkomu. Aðeins þarf að gæta þess að panta allar ferðir með nægum fyrirvara, því bú- ast má við að margar ferðir seljist upp löngu fyrir brottför. Fargjald verður mjög hóflegt þannig að það á ekki að verða hindrun þess að menn geti veitt sér ánægjulegt sumarfrí. Sé bíllinn með er ekkert þvf til fyrirstöðu að stinga tjaldinu og eldunaráhöldunum f skottið. Tjaldsvæði eru mjög fullkomin ytra. Hápunktur ferðarinnar getur þó verið sjálf sjóferðin, lúxussigl- ing á vel búnu lystiskipi. Ekki spillir að útgerðin er islensk og fslenskir peningar i fullu gildi umborð, bæði innan landhelgi og utan hennar sem í erlendum höfnum. M/S Edda er 7800 tonna lúx- usferja byggð í Frakklandi 1972 skv. ströngustu kröfum Lloyd's. Hún getur gengið 20 sjómílur á klukkustund og er búin stöðugleikauggum. Edda getur flutt í hverri ferð 900 farjiega og um 160 bíla. í 200 farþegaklefum skipsins rúmast 440 farþegar og 120 f þotustólum, en þar að auki eru seld þilfarspláss. ( meiri hluta klefanna er hreinlætisaðstaða. Um borð er bæði vandað veit- ingahús og veitingabúð, einnig þjónustumiðstöð þar sem er banki og simstöð, verslanir, þ.á.m. frihafnarverslun, kvik- myndasalur, sundlaug og saunaböð. Þá má nefna spila- sveit skipsins leikur, og diskó- tek sem jafnframt er nætur- klúbbur. Barir eru 6 talsins. Sér- stakt leiksvæði er fyrir böm og barnagæsla er á staðnum. Læknisþjónusta er auk þess í skipinu. Allar timasetningar hér að ofan eru staðartimar. Farþegar án ökutækja komi til skips minnst 2 klst. fyrir brottför. Akandi farþegar mæti við skip minnst 1 'k klst. fyrir brottför. Hópferðabifreiðar séu við skip minnst 2 klst. fyrir brottför. ( Bremerhaven liggur m/s Edda við Columbus Quay. Reglu- bundnar jámbrautarferðir eru milli skips og brautarstöðvarinn- ar i Bremerhaven. ( Newcastle (North Shields) liggur m/s Edda við Tyne Commission Quay u.þ.b. 13 km fyrir austan miðborgina. Beinar vagnferðir eru frá skipshlið til aðalbrautarstöðvarinnar. ( Reykjavík liggur m/s Edda við Kleppsbakka í Sundahöfn. m/s EDDA víti, dansstað, þar sem hljóm- U/H BORÐI CtSTISKIPI: OPNAÐ Skrifstofur í Aöalstræti 7. Veitum allar upplýsingar um feröir m/s Eddu, tökum viö farpöntunum og gefum út farseðla. Síminn er 25166. FARSKIP , VSWWO 19(11)8) FERÐASKRIFSTOFA FIB Samvinnuferdir - Landsýn N^omo6"*>-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.