Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 8
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
Tekst tennisstjörnunni Borg að kom-
ast aftur á toppinn eftir hvíldina?
Hcimspressan beið. Blaöamenn gengu óþreyjufullir í kring-
um marmarasúlurnar í móttökusal Tuborg-verksmiðjanna,
litu á úrin sín, en einblíndu þess á milli á hurðina inn í salinn.
Það var komið hálftíma framyfir tilsettan tíma þegar hinir
óþolinmóðu menn gátu loks varpað öndinni léttar. Þarna
kom hann. Loftljósin voru slökkt, en við tóku öflug Ijós
sjónvarpsmyndatökumanna.
Fyrstur kom skipuleggjandinn, Ole Fredriksen, en á hæla
hans kom hann sjálfur, feiminn að vanda, og brosti út í
annað munnvikið, gamla skábrosinu.
Björn Borg var kominn aftur.
Það má segja að hann hafi unnið þennan blaðamannafund,
án þess þó að segja nokkuð — en tapaði síðan kvöldið eftir
sínum fyrsta tennisleik í fjóra og hálfan mánuð, fyrir vini
sínum Vitas Gerulaitis í KB-höllinni. Þetta var auðmýkjandi
viðureign. Fyrir Gerulaitis var þessi leikur eins og létt æfing,
og hann þurfti hálfvegis að rétta boltann upp í hendurnar á
Borg til að leiknum lyki ekki hreint smánarlega snemma.
Hefði hinn ameríski Gerulaitis tekið á í ieiknum myndi Borg
að öllum líkindum hafa fengið flcstalla aðgöngumiðana yfir
sig, eða samtals 3.000 stykki.
ið á árunum 1975 til 1981 og sigrað
sex sinnum í París og fimm sinn-
um á Wimbledon. Til að öðlast
þátttökurétt í þessum mótum var
Borg gert að fara í nokkurs konar
forkeppni, sem hann mótmælti
harðlega, og varð til þess að hann
fékk ekki að vera með. Krafa frá
mótshöldurum, og þar með enda-
lok hjá Birni Borg, sem gerði árið
1982 dapurt hvað varðar tennis-
íþróttina.
Björn Borg var orðinn þreyttur
á tennis þegar hann á síðasta ári
ákvað að taka sér langt frí.
Þreyttur á að útlista sigra sína —
og ósigra. Það er enginn vafi leng-
Byrjað á aö hrapa
Allir vildu vera viðstaddir
endurkomu meistarans. í stað
þess að sjá hann sigra urðu menn
vitni að því að sjá Borg sendan
niður á botninn, sjálfan snilling-
inn sem átti að vera einn af 3—4
bestu tennisleikurum heimsins.
Nokkuð sem menn áttu alls ekki
von á, en komust hins vegar að
raun um hið sanna er hann þrem
vikum síðar tilkynnti að hann ætl-
aði sér ekki að taka þátt í Wimble-
don-leikunum né heldur hinu opna
franska meistaramóti í Roland
Gorros í París. Á þessum mótum
hafði Björn Borg verið aðalnúmer-
Nú hefur Björn Borg ákveðið að hefja keppni á nýjan leik og komast aftur í
fremstu röð. Þeir sem þekkja til hans segja að honum takist það. Hann er
engu líkur. Hann er bæði metnaðargjarn og skapmaður mikill. Hér má sjá
kappann á fullri ferð með spaðann og víst er að enginn stenst honum snúning
ef hann kemst aftur í sína bestu æfingu.
Eiginkona Björns Borg,
rúmenska stúlkan Marianna,
fylgist með honum í hverri keppni.
Hún er sjálf mjög góður tennisleikari.
ur á því að þegar hann tapaði fyrir
John McEnroe árið 1982 á
Wimbledon-leikunum var stundin
runnin upp. Hann var ekki lengur
hinn ósigrandi, og þar með var
ómannlegu fargi af honum létt.
En samfara þessum létti missti
Borg nokkuð af þeim eiginleikum
sem þarf til að einbeita sér. Hann
átti alla vega erfitt með að koma
þessum eiginleikum á framfæri
eftir þetta og tapaði leikjum sem
hann annars hefði átt að vinna
auðveldlega.
í Hvíta húsinu
Björn Borg dró sig til baka og
settist að með Maríönnu í Monte
Carlo. Nú átti að slappa af, taka
sér tíma til að sinna þeim unaðs-
semdum sem setið höfðu á hakan-
um síðan hann var 14 ára. Þetta
frí fór nú samt á annan veg en
ætlað var.
Dagarnir í lúxusíbúðinni í para-
dís milljónamæringanna urðu fá-
ir, en með hverjum deginum sem
leið lengdist hins vegar listinn yfir
þá er vildu fá Borg til sín í heim-
sókn eða trufla hann á annan hátt.
Eftir að hafa verið heiðursgestur í
fjölmörgum stórkarlaveislum í
Svíþjóð, Monaco og Bandaríkjun-
um, heimsótti hann Ronald Reag-
an í Hvíta húsið, tók þátt í góð-
gerðarsýningum í fleiri löndum og
margt fleira.
Svo gerðis það að Maríanna
varð veik. Reyndar var hún ekki
eins alvarlega veik og fjölmiðlar
skýrðu frá. Veikin lýsti sér sem
nýrnasteinar, en í mildara lagi, og
var unnið á sjúkdómnum með
frekar lítilli aðgerð. Eigi að síður
var þetta áfall þungur sálrænn
baggi fyrir bæði að bera, og hefur
án efa sett strik í reikninginn.
Björn hafði einnig í hyggju að
halda sér við með æfingum í þessu
fríi, og hafði gert áætlun í því efni.
Áætlun sú fór fyrir ofan garð og
neðan. Fyrst og fremst átti að
taka fyrir tennistímana, en hann
gat heldur ekki skokkað né spilað
íshokký eins og hann hafði vonað.
Hins vegar gafst tími til að skrifa
langar greinar í tennistímarit, og í
einni þessara greina segir Borg
m.a. af hverju hann leggur svo
mikið uppúr íshokký í æfingum
sínum. „Ungur maður sem er að
byrja að spila ætti að æfa eitthvað
annað en tennis með, og einmitt
íshokký ættu menn að velja fram
yfir allt annað. Persónulega er ég
handviss um að ég hefði aldrei náð
jafn langt og raun ber vitni, ef ég
hefði ekki spilað t.d. íshokký eða
fótbolta. Fyrir vikið fékk ég góða
vöðva og mikla snerpu."
Um keppendur í þungavigt
hnefaleika er sagt að þeir stóru
nái aldrei að snúa til baka eftir að
þeir hafi tapað.
Ef dæmi þessu er snúið upp á
Björn Borg er fróðlegt að sjá hvað
út kemur. Þegar hann var spurður
árið 1978 eftir að hafa unnið
Wimbledon-leikana þriðja árið í
röð, hversu lengi hann reiknaði
með að geta haldið sér á toppnum
með stílhreinu spili. Hann svar-
aði: „Þrjú ár, en í mesta lagi
fimm.“ Síðan eru liðin fjögur ár og
eitt er víst að Borg er ekki á
toppnum. í dag segir Borg að hann
reikni með að geta verið á toppn-
um í minnst fimm ár í viðbót. Við
þessi orð vill amerískur íþrótta-
læknir bæta: „Ætli hann sér að
verða á toppnum í fimm ár í við-
bót verður hann að breyta stíl sín-
um mikið, ella verður hann hreinn
og beinn líkamlegur garmur."
Fyrsta kastið mun Borg spila
víða, en óneitanlega á afslappaðan