Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
53
hátt. í sinni fyrstu Grand Prix-
keppni í Monte Carlo var hann
næstum þurrkaður út, er hann
mætti hinum unga Fransmanni
Yannich Noah, sem sigraði hann
6—1 og 6—2. Noah sagði eftir leik-
inn við blaðamenn að Borg hefði
vaggað um völlinn, blístrandi, og
eins og hann vantaði allan inn-
blástur og auk þess áhugalaus með
öllu. Utan frá séð var það öruggt
að Borg gaf tvær siðustu loturnar
í annarri umferð frá sér. Hann
gafst hreinlega upp, nokkuð sem
áður fyrr var fjarstæðukennt í
huga Svíans. Margir hafa reynt að
leiða getum að því hver geti verið
ástæðan. Borg sagði sjálfur að
hann hefði tapað þar sem hann
vantaði alla keppnisþjálfun.
Kannski er sannleikurinn heldur
fólginn í því að hann hafi ekki
viljað spila sig í gegn til undan-
úrslitanna, en þar hefði hann
mætt Ivan Lendl. Ef svo er þá hef-
ur þetta verið einfalt bragð til að
losna við að mæta hinum sterka
Tékka, Lendl. Hættan á því að
vera hreinlega kaffærður var allt
of stór. í staðinn fékk Yannich
Noah tækifæri til að sýnast níð-
ingur, en í svona sálrænum
spennuleik hefur það minna að
segja. Noah er ekki eins hættu-
legur og Ledl og verður það vart á
þessu ári — eða næstu ár.
Hvort þessi kenning stenst eða
ekki er ómögulegt að segja um.
Hún er hins vegar engan veginn
rétt ef það er satt sem Björn Bðrg
sgði seinna um tap sitt: „Ég
hrundi ekki, ég komst í keppnina
og freistaðist til að prófa ýmsar
nýjungar en engin lukkaðist." Ef
þetta er rétt eru möguleikar
Björns á því að verða heimsins
besti tennisleikari á ný minni en
áður.
Er hann var spurður af hverju
hann hefði blistrað meðan á leikn-
um stóð, svaraði hann: „Ha, blístr-
aði ég?“
Maðurinn á bak við æfingar
Björns Borg og auk þess vinur
hans, Lennart Bergelin, hefur
hingað til komið lítið við sögu eft-
ir að Björn kom aftur fram á sjón-
arsviðið. Það hefur haft mikið að
segja að honum var þröngvað úr
sínu fasta sæti við hlið Björns, af
ungum Svía að nafni Onni Nord-
ström. Svíinn Lennart Eiriksson
sem skrifar mikið um tennis og
hefur fylgt Borg eftir vill meina
að Onni Nordström hafi virst
helsti ráðgjafi Björns þetta árið.
Lennart Bergelin er að vonum
ekki sáttur við ósigra Borgs og
sagði meðal annars eftir ósigurinn
gegn Yannich Noah í Monte Carlo:
„Þetta hefði aldrei skeð, ef ég
hefði ráðlagt Birni." Samtímis er
Hvað segja stjörn-
urnar um hvíld-
ina sem Borg tók
Umsagnir keppi-
nauta Borgs
John McEnroe: „Stjórnendur
Alþjóða tennissambandsins hafá
rétt einu sinni afhjúpað ónytj-
ungsskap sinn. í raun og veru
ætti að útiloka Björn Borg, fyrir
að hafa eyðilagt mikið fyrir
tennisíþróttinni, og ekki nóg
mað það heldur hefur hann eyði-
lagt heilmikið fyrir okkur tenn-
isleikurum."
Ivan Lendl: „Ég áleit þetta
skynsamlegt þegar Björn tók sér
langa hvíld, hann var þreyttur,
mjög þreyttur. Nú er hann kom-
inn aftur, en á við mörg vanda-
mál að glima. Þau munu leysast
að einhverju leyti, en ég mun
gera allt sem ég get til að Björn
Borg verði ekki heimsins besti
tennisleikari á ný.“
Jimmy Connors: „Þessi saga
lyktar öll — þetta er bjánaskap-
ur. Það eru hreinar línur að
Björn ætti að verða kyrrsettur
fyrir að taka sér frí. Það er
heimskulegt að menn geti leyft
sér að eyðileggja tennis á þenn-
an hátt.“
Roscoe Tanner: „Reglurnar eru
harðar, en þegar við hinir getum
fylgt þeim ætti Borg að geta það
líka. Hann bíður ekki tjón af því
að taka þátt í 10 Grand-Prix-
keppnum á einu ári.“
Paul NcNamee: „Við ættum að
styðja við bakið á Birni. Það er
honum að þakka, helmingur þess
fjár sem við þénum. Það er mjög
ranglátt að útiloka hann.“
Björn hefur notið lífsins vel að undanfornu og lítið sem ekkert sinnt íþrótt
sinni. Hér er hann ásamt eiginkonunni úti að skcmmta.sér.
Þ«r eru ekki margar íþróttagreinarnar sem gefa af sér hærri peningaverð-
laun en tennisíþróttin. Og Björn Borg hefur unnið sér inn margar milljónir
íslenskra króna í íþróttinni. Hann flutti frá Svíþjóð til Monaco þar sem hann
býr núna vegna hinna miklu skatta sem hann fékk i Svíþjóð. Hér má sjá
Borg með verðlaun i einu tennismóti sem hann sigraði í. Avísunin hljóðar
uppá 110 þúsund dollara, keppni þessi fór fram í Japan. Að sjálfsögðu fylgdi
fagur verðlaunagripur til minningar um mótið.
það engin launung að Lennart er
engan veginn sáttur við það
hvernig Borg kemur fram gagn-
vart hinu Alþjóðlega tennissam-
bandi. Björn Borg neitar að spila
fleiri en sjö Grand Pix-keppnir í
ár, en til að fá greiðan aðgang að
hinum stóru Grand Slam-keppn-
um sem eru alls fjórar að tölu þarf
að spila minnst tíu Grand Prix.
Þessar fjórar keppnir eru: Opna
franska mótið, Wimbledon, Opna
ameríska mótið, ásamt hinu ástr-
alska. Björn Börg segir hins vegar:
„Enginn segir mér til um í hvað
mörgum keppnum ég tek þátt í, og
því síður í hvaða.“ Að öðrum kosti
spilar Borg nú í fjölda sýningar-
eða einvígisboðskepnum þar sem
eru í bbði milljónir dollara.
Lennart Bergelin hefur árang-
urslaust reynt að fá Björn Borg til
að sleppa þessum leikaraskap og
fá hann heldur til að taka þátt í
15—20 Grand Prix-keppnum. „Það
er eina leiðin á toppinn, eini
möguleikinn á því að verða aftur
besti tennisleikari heims," segir
hann. En Lennart talar fyrir dauf-
um eyrum.
Það má kannski segja að Björn
Borg sé í lausu lofti þessa stund-
ina, bæði sem tennisleikari og í
einkalega lífi. Það er kominn
borgunardagur á það tjón sem
hann hefur hlotið allt frá sínum
yngri árum, en síðan þá hefur
hann verið undir ómanneskjulegri
líkams- og sálarpressu sem einn
mesti íþróttamaður heims. Þörfin
á því að lifa mannlegu lífi og per-
sónulegu knýr ávallt fastar og
fastar dyra hjá Birni. Og einmitt
þar er Onni Nordström mættur.
Með honum hefur Borg sést mjög
oft í „Jimmys Night Club“ í Monte
Carlo upp á síðkastið, án Mar-
íönnu. í kjölfar þess komst síðan
sá orðrómur á kreik að skilnaður
væri yfirvofandi.
„Kjaftæði," segir Björn Borg.
Það er hins vegar staðreynd að
Maríanna var ekki viðstödd
nokkra af leikjum Björns í Monte
Carlo, sem er afar sjaldgæft. Án
efa er einhver góð og gild ástæða
fyrir þessu, en þetta er náttúru-
lega aðeins mál þeirra tveggja, en
almenningur getur ekki látið vera
að velta sér upp úr slúðursögum
sem myndast í kringum jafn fræg-
an mann og Björn Borg. „Fyrir
utan þennan orðróm eru margir
aðrir hlutir sem angra mig og
valda mér erfiðleikum," segir Borg
án þess að vilja skýra það nánar.
Þessi vandamál og það sem af
þeim hlýst er samkvæmt Lennart
Bergelin bein afleiðing þess að
Björn Börg á erfitt með að ein-
beita sér fyllilega að tennis.
Spurningin er því hvort honum
tekst að gera það að nýju, og hvort
Björn hefur yfir höfuð áhuga á að
halda áfram að vera nokkurs kon-
ar gullkálfur íþróttanna. Á einn
eða annan máta er það óeðlilegt.
Hinn hógværi og geðfelldi Svíi
hefur svo sem rakað að sér nægu
gulli, en hins vegar passar hann
ekki inn í það spil, þar sem menn
bera fín föt, sem í óeiginlegri
merkingu eru gegnsæ eins og föt
keisarans hjá hinum fræga H.C.
Andersen.
Góð ráð frá
gömlum meisturum
John Newcombe: „Það eru tveir
hlutir sem ég næ ekki. Björn hefur
snúið aftur og segist ætla að verða
heimsins besti tennisleikari á ný.
Ef þetta er rétt, af hverju spilar
hann þá ekki í Grand Prix-
keppnum í staðinn fyrir alla sýn-
ingarleikina. Þá gæti hann leyst
öll vandamál sín út á við, og fengið
nafn sitt til að skina enn skærar
innan tennisíþróttarinnar. Eins og
hann hagar sér núna er hann ekki
að gera neitt annað en að eyði-
leggja fyrir sjálfum sér.“
Arthur Ashe: „Björn Borg hefur
öll spilin á hendinni. Ef hann vill
getur hann náð toppnum aftur."
Bob Lutz: „Borg ætti að ferðast
minna og taka þátt í færri sýn-
ingarleikjum. Þá fyrst verður
tennislíf hans eðlilegt á ný.
Þýtt og endursagt.