Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 10
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
Nautgripina vantar ekki en nytin er alveg afleit.
— BJARNARGREIÐI
Hjálpin ætlar
landsmenn lif-
andi að drepa
Er unnt aö krefjast þess, að ein-
ungis séu á boðstólum síga-
rettur, sem engin eldhætta stafar
af? Fylkisþingin í Bandarikjunum
eru unnvörpum að komast að
þeirri niðurstöðu, þráttcfyrir mót-
mæli frá tóbaksframleiðendum, og
Bandaríkjaþing er farið að íhuga
þennan möguleika í alvöru.
Ríflega þriðjungur af öllum
dauðsföllum af völdum bruna í
Bandaríkjunum stafar af því, að
kviknað hefur í út frá sígarettum,
að því er brunamálayfirvöld
landsins herma. Samkvæmt upp-
lýsingum frá þeim kviknaði í hitt-
eðfyrra í út frá reyktóbaki á
63.510 bandarískum heimilum,
tjónið nam samtals um 7,5 millj-
örðum króna, 3.819 manns hlutu
brunasár, en 2.144 létu lífið í þess-
um eldsvoðum.
Joe Moakley, fulltrúi demókrata
á fylkisþinginu í Massachussetts,
er einn þeirra se berjast fyrir sér-
stakri löggjöf varðandi sígarettur.
Hann segir m.a. „Hvenær sem
mikill eldsvoði á sér stað af völd-
um tóbaksreykinga, fáum við nýja
stuðningsmenn við málstað
okkar.“
Moakley og stuðningsmenn
Sígarettur sem
kveikja ekki
i kofanum
hans hafa lagt fram sérstakt
frumvarp, sem kveður á um, að
öryggiseftirlitið geti sett reglu-
gerð með stöðlum um framleiðslu
á sígarettum, sem engin eldhætta
stafar af.
Til eru fjölmargar aðferðir til
að framleiða slíkar sígarettur, og
eru þær elztu frá því um miðbik
síðustu aldar. En tóbaksframleið-
endur og seljendur fullyrða, að
þær aðferðir séu afar óhentugar. í
yfirlýsingu frá sölusamtökum seg-
ir m.a.: „Okkur er ekki kunnugt
um nein framleiðsluferli né að-
ferðir til breytinga á sígarettum,
sem leitt geti til raunverulegrar
lausnar á þessu rnáli."
Eigi að síður eru tvær banda-
rískar sígarettutegundir nokkurn
veginn hættulausar í þessu tilliti.
Tvær viðurkenndar rannsóknar-
stofnanir í Bandaríkjunum hafa,
hvor í sínu lagi, komizt að þeirri
niðurstöðu að sígarettutegundin
More, sem R.J. Reynolds Tobacco
Co. framleiðir, sé hættulítil, svo og
Nat Sherman’s, en það er sérstök
sígarettutegund, sem framleidd er
í New York.
Það er tilviljun en ekki sérstak-
ur ásetningur, sem veldur því, að
sígarettutegundir þessar bjóða
sáralítilli eldhættu heim. Er í ljós
kom, árið 1977, að More-sígarettur
drápu stundum í sér á milli þess
sem menn fengu sér reyk úr þeim,
lét Reynoldsfyrirtækið breyta
efnasamsetningu á sígarettubréf-
inu, svo að glóðin í þeim héldist
lifandi. Samkvæmt nýjum rann-
sókuum stafar þó mjög lítil eld-
hætta af þessari sígarettutegund.
Talsmaður Reynolds-fyrirtæk-
isins sagði, að ekki bæri að líta á
More-sígaretturnar sem hættu-
lausar, þar sem þær dræpu ekki í
sér sjálfar. Þá sagði hann, að
fyndist einhver aðferð til að láta
sígarettur drepa í sér sjálfkrafa,
myndi fyrirtækið færa sér hana í
nyt, svo framarlega sem það kæmi
— FELAGSLIF’
Leiðindaskjóður
allra landa sameinist!
Francis Pym, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði ný-
lega á fundi Royal Common-
wealth Society, að matvæla-
aðstoð til þróunarríkjanna gæti
gert meira ógagn en gagn,
nema um neyðartilvik væri að
ræða, því hætt væri við að hún
dræpi niður frumkvæði heima-
manna. Fulltrúar þróunarríkj-
anna á þessum fundi voru held-
ur óhressir yfir málflutningi
ráðherrans.
En sennilega á skoðun hans
við rök að styðjast, a.m.k. ef
marka má reynslu Indverja af
aðstoð Efnahagsbandalags
Evrópu við framleiðslu mjólk-
ur- og mjólkurafurða. Hafa
rannsóknir sýnt, að fram-
leiðsluáætlun í tveimur liðum,
sem Efnahagsbandalagið hefur
styrkt, hefur haft þær afleið-
ingar, að mjólurframleiðsla
Indverja hefur dregist saman.
Þar að auki er mjólk og þær
afurðir, sem framleiddar eru í
nýtízku mjólkurbúum, svo dýr-
ar að venjulegt fólk hefur ekki
efni á að kaupa þær. Vilja ýms-
ir um kenna flóknu dreif-
ingarkerfi með þunglamalegri
yfirstjórn.
Þegar hjálparstarf Efna-
hagsbandalagsins hófst fyrir
nokkrum árum, voru miklar
vonir bundnar við það. Þá var á
Indlandi 18% af nautpeningi
heimsins, en aðeins 3% af
mjólkurframleiðslunni. Bænd-
ur gátu ekki séð mjólkurkúm
sínum fyrir nægu fóðri með
þeim afleiðingum að um það bil
10 milljónir kýr horféllu á ári
hverju. Þær sem þraukuðu af
næringarskortinn voru svo illa
haldnar, að þær gáfu sáralítið
af sér.
Ríkisstjórn Indlands brást
þannig við þessu ástandi, að
hún lét útvega mjólkurduft og
smjör frá Efnahagsbandalag-
inu fyrir tilstuðlan alþjóðlegs
hjálparstarfs. Var matvara
þessi höfð á boðstólum í borg-
um og bæjum, en afraksturinn
látinn renna til eflingar mjólk-
urframleiðslu í landinu.
Á sjöunda áratugnum var
sett á laggirnar sérstakt mjólk-
urframleiðsluráð og átti það að
hrinda í framkvæmd svonefnd-
ri „hvítri byltingu". Hjálpar-
starf Efnahagsbandalagsríkj-
anna var nefnt „Mjólkurflóðið"
og var það liður í alþjóðlegri
aðstoð, sem 9 milljónum króna
var varið til. Tilgangurinn með
starfinu var að koma á fót
mjólkurbúum á vegum sam-
vinnufélaga í 142 borgum og úti
um hinar dreifðu byggðir.
Efnafólk á Indlandi og mið-
stéttarfólk í borgum getur nú
fengið gerilsneydda mjólk og
ýmsar mjólkurafurðir, sem
hingað til hafa verið ófáanlegar
þar eystra. Hins vegar hefur
engin „hvít bylting" orðið.
Á árunum 1974—1975 var
gert ráð fyrir því, að mjólkur-
framleiðsla ykist um 2.275
milljónir lítra, en aukningin í
heild varð tæplega milljón
lítra. Víða dróst nýmjólkur-
framleiðsla jafnvel saman.
Samdráttur í nýmjólkur-
framleiðslu hefur valdið því, að
Indverjar hafa stöðugt orðið
háðari innflutningi á mjólkur-
afurðum. Á árunum 1974—1977
jókst verðmæti innfluttra af-
urða frá 440 milljónum upp í
675 milljónir.
Þegar öllu er á botninn hvolft
hafa nýríkir borgarbúar á Ind-
landi einkum haft hag af hinu
svokallaða Mjólkurflóði, en
einnig Efnahagsbandalagið,
sem hefur getað komið um-
frambirgðum af landbúnaðar-
framleiðslu sinni í lóg á Ind-
landi. Það eru fátæklingarnir í
Indlandi, sem bera skarðan
hlut frá borði. Fátæktin sverf-
ur stöðugt meira að þeim.
P.K. BALACHANDRAN.
Eins og aðrar leiðindaskjóður
hlakkaði hann Joseph L.
Troise lítið til jólanna. „Æ, það
er svo mikið um að vera um
hátíðirnar," segir Troise, sem
er allur fyrir þetta hversdags-
lega. „Ég var satt að segja far-
inn að hlakka til janúarmánað-
ar.“
Troise er stofnandi og for-
maður félagsskapar sem talar
máli milljóna Bandaríkja-
manna, sem eins og Troise,
klæðast ekki sérsniðnum galla-
buxum, er hvergi að finna í
„Hver er maðurinn?", hafa
aldrei verið í heilsurækt-
arklúbb og fara aldrei í háttinn
nema í náttfötum.
Troise, sem er bifvélavirki og
blaðamaður á lausum kili, féllst
nýlega á að segja frá þessum
merkilega félagsskap. Auðvitað
hafði hann ekki frá neinu
skemmtilegu að segja, heldur
lofaði bara leiðindaskjóðurnar í
hástert og sagði, að í þeim væri
mesti styrkur Bandaríkjanna
fólginn. Það hefði bara enginn
komið auga á það fyrr.
„Það eru leiðindaskjóðurnar,
sem gera við bílana okkar, sjá
um að lyfturnar gangi, skrifa
allar skýrslurnar, sjá um bók-
haldið og redda málunum eftir
síðustu „afreksverk" okkar,"
sagði Troise. „Á bak við allt
húllumhæið eru húmorlausar
og smásmugulegar leiðinda-
skjóður og sjá um að halda sýn-
ingunni á floti."
Upphafið að félagsskapnum
var það, að árið 1980 setti
Troise auglýsingu í eitt San
Francisco-blaðanna, sem hljóð-
aði á þessa leið: „Þorirðu að
vera leiðinlegur?". Nú eru um
1000 manns víðs vegar að í fé-
Leiðtogi leiðindaskjóðanna styttir
sér stundir við lestur orðabókar.
laginu og allir hafa þeir bréf
upp á vasann þar sem þeir eru
opinberlega viðurkenndir sem
„leiðindaskjóður".
Leiðindaskjóðurnar tóku í
fyrra þátt í hinni árlegu Rósa-
göngu í Pasadena í Kaliforníu
og voru náttúrlega í búningi,
sem þeim hæfði, hversdagsleg-
um jakkafötum, og hver með
sína garðsláttuvélina. í Roch-
ester er J.D. Stewart, einn að-
dáandi Troise og formaður fé-
lagsins á staðnum, að byrja á
mjög merkilegu verki, sem heit-
ir „Hver er ekki maðurinn í
Ameríku?"
Fyrir tveimur árum stofnaði
leiðindaskjóðufélagið í Carroll í
Iowa safn, sem fékk heitið
„Hversdagslega safnið", og var
sett upp í hrörlegri byggingu í
útjaðri bæjarins. Meðal ann-
arra safngripa voru þar óhrjá-
legir öskubakkar frá öllum
ríkjunum 50, nokkuð af hjól-
koppum og samansafn af keilu-
spilskúlum. „Ég veit ekki hvort
það er þarna ennþá,“ sagði
Leon Oswald, bæjarstarfsmað-
ur í Carroll, aðspurður. „Það er
svo leiðinlegt, að það er ekki
einu sinni talað um það.“
Troise segir, að LL, Lands-
samband leiðindaskjóða, sé
fremur ákveðið hugarástnd en
raunveruleg stofnun. Samtökin
hafa enga fjárhagsáætlun, ekk-
ert málgagn og hafa aldrei
haldið ársfund. „Ég er hræddur
um, að það yrði nú heldur
óskemmtileg samkoma," sagði
Troise og brosti. Hins vegar
sagðist hann vona, að með
hreinskilnislegri umræðu gæti
hann hjálpað milljónum landa
sinna, sem þættu leiðinlegir af
því að þeir nenntu ekki að elt-
ast við hégómleg tískufyrir-
brigði. „Að koma út úr skelinni
og vera ekkert að þykjast vera
annað en við erum,“ sagði hann.
„Sjáðu nú til,“ sagði Troise.
„I þessu landi reyna margir,
hvort sem þeim líkar það betur
eða verr, að virðast skemmti-
legir, reyna að tolla í tískunni
og sýnast eitthvað allt annað en
þeir eru í raun og veru. Þetta
gengur ekki upp. Menn verða að
hafa hugrekki til að vera bara
það sem þeir eru.“
— WILLIAM E. SCHMIDT