Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
55
Ein óbrigðul aðferð hefur að vísu
alltaf verið til.
ekki niður á gæðum þeirra, og átti
þá við bragð sígarettanna og
hversu meðfærilegar þær væru.
Öryggiseftirlit með framleiðslu
neyzluvarnings i Bandaríkjunum
hefur lengi vel einblínt á þá vörn
gegn eldsvoðum á heimilum sem
felst í því að gera rúmföt og upp-
stoppuð húsgögn óeldfim. Hús-
gagnaframleiðendur hafa reynt
ýmsar leiðir til að fara að tilmæl-
um stofnunarinnar en að sjálf-
sögðu eru gömul húsgögn jafneld-
fim og áður. Þar að auki er gervi-
efnið pólíureban, sem mikið er
notað í kodda og púða i nýtízku-
framleiðslu, afar hættulegt. Að
vísu kviknar ekki auðveldlega í því
út frá sígarettum, en ef eldur
kemst í þessa plastkvoðu, brennur
hún miklu hraðar en venjuleg
uppstoppuð húsgögn og rúmfatn-
aður. Hitinn verður ógurlegur og
ýmis eiturefni leysast úr læðingi.
Löggjafaþing í fimm bandarísk-
um fylkjum fjölluðu á síðasta ári
um frumvörp, sem leggja eiga
framleiðendum þá skyldu á herðar
að eldhætta stafi ekki af sígarett-
um. Á þessu ári er gert ráð fyrir
því, að sex fylki til viðbótar fjalli
um svipaða löggjöf.
— MICHAEL DECOURCY HINDS.
Friðarsinnar: Oleg Popov og Yuri Orlov
"OFSÓKNIR^™*
Friðarsinnar hafa ekki
frið fyrir yfiryöldum
Sovéska friðarhreyfingin, sem
stofnuð var í fyrra til að vinna
að auknum skilningi milli Sovét-
manna og Bandaríkjamanna, á
ekki sjö dagana sæla um þessar
mundir. Nú fyrir skemmstu hafði
Tass-fréttastofan þau orð um frið-
arhreyfingarmennina, að þeir
væru „liðhlaupar og glæpamenn"
en í þeirra hópi eru m.a. listamað-
urinn Sergei Batovrin, sem nýlega
var látinn laus af geðveikrahæli,
og Yuri Medvedkov prófessor, sem
nú er hafður í haldi í „stofnun
fyrir andþjóðfélagssinnaða ein-
staklinga". Medvedkov er land-
fræðingur að metmt og hefur getið
sér mikið orð fyrir kenningar sín-
ar um sambúð manns og náttúru.
Tass-fréttastofan var óvanalega
harðorð í ummælum sínum um
friðarhreyfinguna og líkti henni
við andófsmenn, sem nú sitja á
bak við lás og slá fyrir starfsemi
sína. Friðarhreyfingin hafa hins
vegar margtekið fram, að þeir séu
ekki andófsmenn, heldur hafi þeir
áhyggjur af kjarnorkuvopnunum
og vígbúnaðarkapphlaupinu og
vilji hafa samstarf við friðar-
hreyfingar um allan heim.
Frá því að friðarhreyfingin sov-
éska birti stefnuskrá sína í júní
sl., skömmu fyrir annan afvopn-
unarfund Sameinuðu þjóðanna,
hafa félagsmenn hennar sætt
stöðugum ofsóknum. Sumir hafa
verið fangelsaðir — ganga að vísu
lausir nú — og aðrir hafðir í stofu-
fangelsi um tíma. Þegar norrænar
konur fóru um Moskvu í júlí sl. í
friðarferð til nokkurra sovéskra
borga, var þeim eindregið ráðið
frá að reyna að hafa samband við
sovésku friðarhreyfinguna. Sagt
var, að þeir væru „mútuþegar
vestrænna fjölmiðla og á mála hjá
CIA“, bandarísku leyniþjónust-
unni.
Ein konan í hópnum lét sér þó
ekki segjast, danska konan Dani-
elle Grunberg, og tókst að ná
fundi sex félagsmanna sovésku
friðarhreyfingarinnar í íbúð Med-
vedkovs. Eftir þann fund sagðist
hún ekki efast um einlægan áhuga
þeirra á afvopnun og bættum
samskiptum þjóðanna.
Tass-fréttastofan rússneska
sagði einnig frá nokkrum andófs-
mönnum, sem dæmdir hafa verið
til langrar fangelsisvistar, en
meðal þeirra er Yuri Orlov, for-
maður Helsinki-nefndarinnar,
sem árið 1978 var dæmdur í sjö
ára vinnubúðavist og fimm ára út-
legð að því loknu.
Tass-fréttirnar munu vafalaust
valda friðarsinnum í Evrópu og
Bandaríkjunum vonbrigðum en
þeir hafa verið að gera sér vonir
um viðræður og gagnkvæm skoð-
anaskipti jafnt við fulltrúa hinnar
opinberu friðarhreyfingar í Sov-
étrikjunum sem þeirrar óháðu.
— JEAN STEAD
■6EN—
Bretanum hefur tek-
ist að rækta risamýs
Breskir vísindamenn, svokallaðir
erfðaverkfræðingar, hafa skap-
að fyrstu risamúsina. Það gerðu
þeir með því að splæsa saman sér-
stakt músargen og annað, sem ýtir
undir vöxt í rottum, og sprauta
þessu síðan í frjóvgað músaregg.
Útkoman var tröllamús, sem óx
helmingi hraðar en systkini sín og
vó að lokum tvöfalt á við þau. Þá
var henni slátrað, tveggja vikna
gamalli, til að vísindamennirnir
gætu komist að því hvað hefði gerst
innan í músinni. Igrædda genið
hafði aukið mjög framleiðslu vaxt-
arhormóna í líkamanum og þannig
var það einnig með aðrar mýs, sem
fengu sams konar meðferð.
Þetta er í fyrsta sinn sem erfðum
dýrs hefur verið breytt á svo rót-
tækan hátt og eru nú menn að velta
því fyrir sér hvort ekki megi nota
svipaðar aðferðir við lækningu ým-
issa sjúkdóma í mönnum.
Framfarir í erfðaverkfræði ryðja
einnig brautina fyrir erfðabúskap
þar sem dýr, en ekki vélar, yrðu
notuð til að framleiða mikilvæg
efni eins og vaxtarhormón. Ef geng-
ið er út frá því að þessari tækni
megi beita við stærri dýr en mýs
yrði þó fyrst hugað að því að nota
hana við venjulegan búskap, t.d.
nautgriparækt, og dýrin látin vaxa
hraðar, verða stærri og mjólka bet-
ur.
Einnig mætti hugsa sér að skipt
yrði um gen í mannsfóstri í til-
raunastofum en dr. Jeffrey Willi-
ams, erfðafræðingur, telur þó ólík-
legt að til þess komi. Líklegra þykir
honum, að þessi tækni verði notuð
til að lækna erfðagalla í mönnum,
t.d. dvergvöxt, með því að auka
framleiðslu vaxtarhormóna í lík-
amanum.
- ANDREW VEITCH
— ÁSTIN
Elskendur
eru eitur í
þeirra beinum
Innan tíðar verður ólöglegt fyrir
fólk í Malaysíu að kyssast og
sýna blíðuhót á almannafæri, því að
ný siðgæðislöggjöf er þar í smíðum.
Um þessa lagasmíð munu embætt-
ismenn trúarlegra og veraldlegra
yfirvalda í landinu sjá í samein-
ingu.
Ráðherra sá, sem ber ábyrgð á
hinni nýju lagasetningu ætlar að
leggja bann við kossum á almanna-
færi, jafnvel í nafntoguðum ástar-
lundum, svo sem í skrúðgörðum Ku-
ala Lumpur.
Lög þessi munu einnig ná yfir
fólk, sem er „ósiðsamlega" til fara
eða fáklætt, svo sem konur, sem eru
berar að ofan á baðströndum, fólk,
sem handtekið er í lastabælum og
þá, er gerast svo djarfir að leggja
kinn við kinn á aftasta bekk í
kvikmyndahúsi.
Þegar hefur verið rekið upp
ramakvein gegn hinum væntalegu
siðgæðislögum og erlendir sendi-
fulltrúar segjast vera vantrúaðir á
að þau nái tilgangi sínum. Einn
þeirra sagði t.d.: „Það er einfaldlega
ekki hægt að útrýma siðleysi með
löggjöf."
Sendifulltrúi frá Vestur-Evrópu-
ríki, sem starfar í Kuala Lumpur
segir að þessi væntanlega löggjöf sé
fáránleg. „Ber að skilja þetta svo,
að ég geti ekki lengur kvatt konu
mína með kossi eða kysst hana í
tilefni endurfunda á flugvellinum í
borginni. Þessi lög munu verða til
mikilla vandræða og óþæginda
fyrir fjöldann allan af saklausu
fólki, sem vinnur það eitt til saka,
að sýna mökum sínum kærleiksat-
lot.“
Framkvæmdastjóri bandarísks
olíufyrirtækis var ómyrkur í máli
er hann sagði: „Það er ferlegt, ef á
að fara að halda aftur af mannlegu
eðli á þennan hátt. Ætli verði svo
ekki farið að grýta fólk til bana
fyrir að hafa drýgt hór, eins og í
forneskju."
Allmörgum þykir sem ríkisstjórn
Malaysíu sé ósamkvæm sjálfri sér.
Á sama tíma og hún beitir sér fyrir
sérstökum siðgæðislögum í anda
Múhameðstrúar, hefur hún miklar
tekjur af fjárhættuspili og áfengis-
framleiðslu, en hvort tveggja er
stranglega bannað samkvæmt trú-
arbókstafnum.
- ERROL DE SILVA
ERMUM
Næstu þrjá daga bjóðum við
háum og stórum mönnum að
líta við hjá okkur og skoða
skyrtur sem hafa sérlega
langar ermar og skyrtubol.
STÓRGOTT VERÐ..
FYRER
1
MENN
Sævar Karl
Ólason
Klæðskeri
Laugavegi 51
Sími 13470