Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 14
58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
Pottarím
Umsjón: SIGRUN
OAVÍÐSDÓTTIR
Það er ekki að ástaeðulausu að
hér er vitnað í gamla grautarvísu,
því efnið í dag er einmitt grautur
og grautargerð. Ef einhverjum
dettur hafragrautur í hug, þá er
bezt að nefna, að það eru til fleiri
grautar en hafragrautur eða
rauðgrautur. Hér á eftir verður
vikið að grautum sem henta vel
sem morgunmatur handa ungum
jafnt sem öldnum og aettu að
gagna jafnt sál sem líkama ...
Góða skemmtun!
Morgungrautur
Korngrautar eru ekki nein
byltingarkennd nýjung innan
matargerðarinnar. Áður fyrr,
þegar kornmeti var bæði dýrt og
sjaldséð, var mun hagkvæmara
að elda graut úr korninu en baka
úr því. Grauturinn hafði þann
kost að þar hrökk mjöllúkan
langt, og mjöl í bland við mikið
af vatni var seðjandi matur. Síð-
astliðin 20—30 ár hafa grautar
mátt þola að vera settir mjög til
hliðar á velmegunarsvæðum
heimsins. Nú undanfarið hefur
grautargerðin þó verið endur-
reist af þeim hópum sem vilja
vera sér meðvitandi um sjálfa
sig og mat sinn, og eins vegna
þess að það hefur komizt nokkuð
í tízku að bera á borð mat sem
tíðkaðist áður fyrr.
Morgunverðurinn er sennilega
sú máltíð sem hefur sett einna
mest ofan undanfarin ár. Þegar
fólk sá fram á að vinna hörðum
höndum marga klukkutíma
fram að næstu máltíð, þurfti
varla að hugsa sig um tvisvar
þegar setzt var að morgunverð-
inum, hvort ætti að gera honum
góð skil eða ekki. En núna, þegar
svo margir lulla sér í skólum,
skrifstofum eða á öðrum mak-
indalegum vinnustöðum, þá
finnst okkur þörfin fyrir að
borða vel á morgnana ekki jafn
aðkallandi. Sú hefð að gefa sér
góðan tíma við morgunverðar-
borðið og borða sem fjölbreytt-
astan mat er víst við lýði á fáum
heimilum.
Morgunverðarfræðingar eru
samt á einu máli um að morgun-
verðurinn sé ekki aðeins fyrsta
máltíð dagsins, heldur einnig sú
mikilvægasta. í þessari máltíð
eigum við ekki aðeins að borða
fæðu úr öllum undirstöðufæðu-
flokkunum, þ.e. mjólkurmat,
grænmeti, ávexti og kornmeti,
heldur eigum við einnig að upp-
fylia megnið af orkuþörf dags-
ins. Já, svona væri víst æskilegt
að hafa það, en fæstir sjá sér
líklega fært að hafa þennan
fyrirmyndarháttinn á. Þá er
heppilegt að grípa til grautar-
gerðarinnar.
Þeir sem vilja gæða sér á
kornmeti í morgunverð, þurfa
svo sem ekki að sjóða sér graut.
Þeir geta bara gengið út í næstu
búð og keypt þar alls kyns til-
búnar blöndur, sem ekki þarf
nema að demba á diskinn, hella
mjólk á og borða svo. Sumir
sykra kannski ögn í viðbót...
Og þegar lesið er á pakkann,
kemur í ljós, að þarna er að
finna heilmikið af vítamínum,
svo varla þarf að hafa áhyggjur
af næringunni — eða hvað?
Sumir eru reyndar svo tor-
tryggnir að efast um gæðin í
pakkakorninu. Þeir benda á, að
harla lítið af eiginleikum korns-
ins sé eftir, þegar búið er að búa
til úr því fislétt og loftkennd
form, stundum torkennileg á lit-
inn. Kornið hafi verið svipt t.d.
trefjaefnunum sem halda melt-
beininga. Skyldu foreldrar vera
þakklátir fyrir það? Og ekki má
gleyma því að börn hafa áhrif
hvert á annað. Þau bera ekki að-
eins saman bækur sínar um
sjónvarpsauglýsingar heldur
einnig um morgunverðarkornið.
Það er hætt við að börnum
sem hafa þegar ánetjazt pakka-
korninu þyki lítt til kjarnmikils
grauts koma. Verið viðbúin því
ef þið reynið. En hafið þá í huga
að snúa ykkur fremur að musli á
súrmjólk til að gefa þeim í morg-
unmat, einkum þó ef þið útbúið
muslið sjálf (þó það fáist tilbúið,
en ærið dýrt og misgott). En ef
GOÐUR ÞYKIR MER
GRAUTUR MÉLS ...
ingu okkar vel gangandi, kornið
hafi misst ýmis efni sem lítið er
af í því, en eru engu að síður
bráðnauðsynleg, og síðast en
ekki sízt þá séu vítamínin í
pakkanum ekki upprunaleg víta-
mín kornsins, heldur vítamín
sem er bætt í eftir að uppruna-
leg vítamín ruku út í loftið við
verksmiðjumatreiðsluna. Auk
vítamína er einnig bætt við
sykri, stundum er sykur nefndur
fyrstur á hráefnalistanum, sem
þýðir að mest er af honum.
Gervilitur og gervibragð bætir
lítt við næringargildið, en þetta
má iðulega finna í morgunverð-
arkorninu svokallaða. Ekki má
gleyma geymslu- og rotvarnar-
efnum, og efnum sem vinna móti
raka og halda korninu þurru.
Ekki má svo gleyma, að þeir
hugsjónamenn sem framleiða
morgunverðarkornið vítamín-
bætta, eru svo hugulsamir að
snúa sér beint til þeirra neyt-
enda sem sízt eru læsir eða
dómbærir um fróðleikinn á
pökkunum. Hér á ég að sjálf-
sögðu við börnin. Pakkarnir eru
skreyttir í öllum regnbogans lit-
um, með æsilegum myndum sem
draga krakka að sér víðs vegar
að, ekki sízt þegar myndir eru af
fígúrum sem þau þekkja úr bók-
um eða sjónvarpi. Og stundum
eru myndir í kaupbæti (sem ég
hélt reyndar að teldist til ólög-
mætra viðskiptahátta, en það
virðist vera allt í lagi að gefa
mynd þó ekki megi gefa hluti
... ?) Börnin ramba því á æsi-
iegustu pakkana, alveg án leið-
þið eruð með börn sem eru enn
of lítil til að hafa orðið fyrir um-
hverfisáhrifum pakkamatar-
gerðarmanna og annarra barna,
þá hafið graut í morgunmat
fastlega í huga. Og e.t.v. vantar
ykkur sjálf einnig staðgóðan
morgunmat?
Heimagerður grautur hefur
þann mikla kost að hann er
ódýr, mjög ódýr, og það er auð-
velt að skipta um hráefni og
hafa hann ekki alltaf alveg eins.
En aðalkosturinn er þó að hann
veitir heppilega næringu. Með
því að borða graut með mjólk og
borða ávöxt, t.d. appelsínu eða
epli eða drekka e.t.v. glas af
ávaxtasafa á eftir, eruð þið vel
búin undir átök dagsins. Þetta á
ekki sízt við um krakka.
Ég mæli eindregið með að þið
leggið í grautinn kvöldið áður.
Þá blotnar mjölið upp um nótt-
ina og þarf stutta suðu um
morguninn. Kveikið undir
grautnum um leið og þið farið
fram úr, látið hann sjóða í um
fimm mínútur meðan þið klæðið
ykkur og vekið þá sem þarf að
vekja, slökkvið undir og takið
pottinn af og látið grautinn
jafna sig í nokkrar mínútur
meðan lagt er á borð og mjólkin
tekin til og þá er allt tilbúið
fyrir borðhaldið ...
En hvað er þá haft í þennan
graut? Ég mæli helzt með sem
grófustu korni, t.d. völsuðu
korni. Það er hægt að nota rúg-
flögur, hveitiflögur, byggflögur,
hafraflögur, mulin hveitikorn
eða annað korn, t.d. mulin eða
heil bókhveitikorn. Notið eina
tegund eða, og ekki síður, fleiri
tegundir saman. Tilbúið hafra-
mjöl er kannski ekki það allra
heppilegasta, því það er þegar
hálfsoðið, og því ekki alveg
ómeðhöndlað, þó það sé hvorki
litað né sykrað eins og sumt
annað pakkakorn. Hveitiklíð er
góð viðbót, sömuleiðis hveitikím,
en kíminu er bezt að strá yfir
um leið og grauturinn er tekinn
af plötunni. Hörfræ og steytt
sólblómafræ eru góð viðbót. Hér
eru ekki gefin upp nákvæm
hlutföll, en þið getið miðað við
að blandan sem er útbúin um
kvöldið sé fremur þykk, þannig
að tilbúinn, soðinn grauturinn
verði hnausþykkur. Sjóðið hann
ekki við of mikinn hita, svo ekk-
ert brenni við. Ef hann festist
við botninn, dugar oftast að láta
hann standa í nokkrar mínútur i
lokuðum pottinum, eftir að hann
er tekinn af plötunni. En
brenndur grautur getur þó aldr-
ei orðið nema óæti hið mesta.
Frekari viðbætur við grautinn
geta verið þurrkaðir ávextir, t.d.
rúsínur eða skornar döðlur,
sveskjur eða apríkósur. Þurrk-
uðu ávextirnir teljast þó
kannski iremur til munaðar.
Ýmsum falla vel í geð nokkrir
dropar eða smáklípa af hunangi
á heitan grautinn eftir að hann
er kominn á diskinn. En vel að
merkja, aðeins lítið. Væri ekki
ráð að freista krakkanna með
hollustugraut með hunangs-
anga? í stað hunangs er einnig
hægt að nota nokkur korn af
hrásykri (en hvorki venjulegan
púðursykur né hvítan sykur).
Þetta er það helzta sem um
grautargerðina er að segja. Von-
andi lætur enginn það á sig fá
þótt ekki fylgi nákvæm hlutföll
með, það er hægur vandi að
þreifa sig fram úr þvi.
Það getur verið erfitt að
ákvarða nákvæmlega hversu
mikið borðast af grautnum í
hvert skipti, svo stundum vill
verða afgangur. Grautarafganga
er hægurinn að nýta, því þeir
eru einhver bezta uppistaða í
brauð eða klatta sem hugsazt
getur. Þá er vökva og geri ein-
faldlega bætt í og svo meira af
mjöli til að fá hæfilega þykkt
deig. Klattana er tilvalið að
baka með geri og þeir verða sér-
staklega léttir og ljúfir ef þið
hafið egg í þeim, skiljið eggin og
stífþeytið hvítuna og bætið
henni síðast í. Og grautaraf-
gangana er auðvitað hægt að
frysta og geyma til betri tíma, ef
ykkur lízt svo.