Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 60___________ SIKILEYJARFÖR Venetia Stanley var yngsta dóttir Sheffields lávarðar, eindregins stuðningsmanns Frjálslynda flokksins. Ungfrú Stanley var mjög gáfuð og sterkur persónuleiki. Hún var tíður gestur í Downing-stræti vegna vinfengis síns við Violet Asquith. í fyrstu benti ekkert til þess að hún vekti sérstakan áhuga Asq- uiths og jafnvel fyrstu bréfin voru sakleysisleg. En í febrúar 1912 fór ungfrú Stanley með Asquith, Violet og Edwin Montagu í skemmtiferð til Sikileyjar og eftir það urðu kynni þeirra nánari. Asquith segir frá því í einu bréf- inu að þegar hann kom aftur til Englands úr Sikileyjarförinni hafi hann „dvalizt flesta sunnudaga síðla vetrar og árla vors í húsi, sem mér var lánað, í Nýskógum". Hann segir síðan: „Ég sat í borðstofunni á sunnu- dagsmorgni — aðrir voru úti í garði eða úti að ganga — og við töluðum saman og hlógum eins og við vorum vön. Allt í einu, í einni svipan, án þess að það gerði boð á undan sér og án nokkurrar hvatningar frá henni, rann upp fyrir mér ljós: ég sá í al- gerlega nýju ljósi svipinn & brosið & látbragðið & orðin, sem ég þekkti svo vel, það sem hafði verið mér gersamlega hulið hálflýstist upp í einu vetfangi og mér fannst, óljóst, eiginlega án þess að vita það, án þess að skilja það hið minnsta, að ég væri kominn að tímamótum í lífi mínu.“ Asquith og ungfrú Stanley hitt- ust oft. Síðdegis flesta föstudaga, þegar þau voru bæði í London, fóru þau saman í ökuferðir í nýrri Napier-bifreið hans. Stundum hitt- ust þau í boðum eða veizlum og stundum heimsótti hann hana árla kvölds á heimili foreldra hennar í Mansfield-stræti. Asquith dvaldist einnig einu sinni eða tvisvar á ári að sveitasetri Sheffields lávarðar í Cheshire. Þrisvar eða fjórum sinn- um á ári dvaidist ungfrú Stanley um helgar hjá Asquith-hjónunum. „SÍÐASTI RÓMVERJINN" Asquith hefur verið sagnfræðing- um nokkur ráðgáta. Hann var alltaf yfirvegaður, vissi alltaf hvar hann stóð í hverju máli og svaraði skömmum með rökum. Hann var aldrei æstur eða óþolinmóður, Rósemi skein út úr svip hans. Vinir hans kölluðu hann „klettinn" eða „síðasta Rómverjann". Churchill segir frá því á einum stað að hann hafi verið eins og dómari á stjórnarfundum og sagt fátt, en þegar allir höfðu látið í ljós álit sitt benti hann á þá leið, sem flest- ir virtust sammála um. í þinginu var viðkvæði hans þegar hann var spurður um eitthvað: „Hæstvirtur þingmaður verður að bíða og sjá hvað setur." jp iii IWIMililHWWilil Asquith forsœtisráðtMrra í Whitshstl um 1910. Venetia Stanley Ástarbréf DAG nokkurn snemma vors 1912 varð Herbert Henry Asquith, sem hafði verið forsætisráðherra Breta og leiðtogi Frjálslynda flokksins síðan 1908, skyndilega ástfanginn af Venetiu Stanley, vinkonu Violet dóttur hans. Hann var þá sextugur að aldri, en hún 35 árum yngri en hann. Hann varð svo gagntekinn af ást til hennar að hann gat varla um annað hugsað í nokkur ár, sem voru einhver mestu örlagaár í sögu Breta. A árunum 1912 til 1915, þegar sambandinu lauk, skrifaði hann Venetiu nær daglega nema þegar þau hittust. I ágúst 1914 skrif- aði hann Venetiu 26 bréf, fá styttri en 500 orð. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 1915 skrifaði hann henni 186 bréf, stundum þrjú á dag, mest fjögur. Hann skrifaði bréfin á sveitasetri sínu, í embætt- isbústað sínum í Downing-stræti 10, í járnbrautar- lestum og bifreiðum, í Neðri málstofunni og meira að segja á ríkisstjórnarfundum. Rúmlega 550 bréf- anna hafa varðveitzt og um 460 eru birt í nýútkom- inni bók. Útdráttur úr bókinni birtist nýlega í The Observer og lofsamlegir ritdómar hafa birzt um hana, m.a. eftir A.J.P. Taylor og Bernard Levin. Það sem mesta athygli vekur er að í bréfunum Ijóstrar Asquith upp ríkisleyndarmálum. Asquith var forsætisráðherra í átta og hálft ár, Iengur en nokkur annar brezkur forsætisráðherra í tæpa öld. Ríkisstjórn hans var skip- uð einhverjum mestu hæfileika- mönnum í sögu Breta. Hann gerði áhrif lávarðadeildarinnar að engu. Gagnstætt því sem almennt var bú- izt við tókst honum að leiða þjóðina sameinaða út í fyrri heimsstyrjöld- ina og flokk sinn líka. Þrátt fyrir þetta var hann flæmdur frá völdum, eins og raunar á við um flesta forsætisráðherra Breta, og hann olli mikilli og var- anlegri óvild. Það var talin skýring- in á því að hann var ekki kjörinn rektor háskólans í Oxford 1925. Fjandskapur stuðningsmanna hans og stuðningsmanna David Lloyd George klauf Frjálslynda flokkinn og síðan hefur flokkurinn ekki borið sitt barr. Síðan þetta gerðist hafa menn oft velt vöngum yfir því hvort Asquith hafi verið of göfugur fyrir mis- kunnarlausan heim stjórnmálanna eða haldinn einhverjum duldum veikleika, sem kallaði fram árásirn- ar á hann eða réttlættu þær. Spurt hefur verið hvort hin rómverska mynd af honum hafi verið sönn mynd eða leikniynd. Bréfin sýna að Asquith var eng- inn Rómverji, ef með rómverskum dyggðum er átt við að menn geti bælt niður veikleika í þjónustu ríkisins. Fyrir mörgum árum sagði John Grigg um Asquith í ritdómi að hann hefði fremur verið rómantísk- ur en rómverskur. Hann kallaði hann rómantíska höfðingjasleikju og sagði að það hefði verið einkenn- andi að hann las rómana og í bréf- um hans úir og grúir af frönskum tilvitnunum. Hann hefði getað verið söguhetja í skáldsögunni um Ma- dame Bovary, sem fellur fyrir blekkingum aristókratísks frelsis. YORKSHIRE- MAÐUR Hafi Asquith ekki verið „róm- verskur" má segja að hann hafi ver- ið „rómversk-gallískur." Hann var sonur ullarframleiðanda frá Yorkshire, ekki afsprengi aðalsins. Hann vildi ná langt og tileinkaði sér siði og háttu heldra fólks, sem hann vildi tilheyra. Sagt hefur ver- ið að ferill sýndi að ungir menn á Viktoríutímanum gátu auðveldlega náð langt í stjórnmálum, þótt þeir væru af lágum stigum og kæmu frá landsbyggðinni. Hann vann mikla námssigra í Oxford-háskóla, stundaði eftir það lögfræðistörf um tíma, en var kjör- inn á þing í skozku kjördæmi fyrir tilstilli vinar síns, R.B. Haldane, sem seinna endurskipulagði brezka herinn undir hans stjórn, 1886. Að- eins sex árum síðar varð hann inn- anríkisráðherra í síðustu stjórn W.E. Gladstones, þótt hann hefði aðeins haldið tíu til tólf ræður á þingi. Hann varð leiðtogi ungra manna í Frjálslynda flokknum, sem vildu beina sjónum flokksins að öðru en Irlandi, hjartans máli Gladstones. Hann háfði misst fyrri konu sína, sem var lítil heimskona, í septem- ber 1891, en kvæntist fljótlega Margot Tennant,.sem var auðug og þekkt í samkvæmislífinu. Þau sett- ust að í húsi með 14 þjónum og við tóku nær stöðug hádegisverðarboð og kvöldveizlur, með smáhléum síð- degis þegar hann gluggaði í bækur í Athenaeum-klúbbnum, gjarnan á grísku. Það þótti einhvern veginn dæmigert að þegar Campbell- Bannerman myndaði stjórn Frjáls- lynda flokksins í desember 1905 var Asquith staddur í Hatfield, sveita- m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.