Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 16.01.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 61 setri markgreifans af Salisbury. Asquith kynntist Venetiu Stanley nokkru eftir að hann varð forsæt- isráðherra 1908. Ritstjórar bréfa- safnsins telja „næstum því víst að Asquith hafi aldrei orðið elskhugi Venetiu í líkamlegum skilningi". Taylor telur það sennilegt, þótt erf- itt sé að fullyrða slíkt, en segir að sagnfræðingar og þeir sem séu for- vitnir um mannlegt eðli megi þakka fyrir að bréfin voru skrifuð. Levin lætur að því liggja að Asquith hafi verið eitthvað ruglað- ur, því að eftir að fyrri heimsstyrj- öldin brauzt út sendi hann henni leynilegar hernaðarupplýsingar, sem hefðu getað leitt til ósigurs og mikilamannfalls ef óvinurinn hefði komizt yfir þær. Hann tekur fram að Asquith hafi átt við drykkju- vandamál að stríða, en hann drakk allmikið síðustu 10 til 15 ár ævinn- ar. EINSTÖK Asquith var mjög vel ritfær og bréfin eru einstök í sinni röð. Þar segir hann frá öllum leyndarmálum brezku ríkisstjórnarinnar og lýsir hverri stjórnmálakreppunni á fæt- ur annarri, allt frá hættunni á borgarastyrjöld á írlandi til upp- hafs fyrri heimsstyrjaldarinnar, hernaðarófara Bandamanna í Plandern og landgöngunnar á Gallipoli-skaga, sem leiddi til falls Asquith-stjórnarinnar, síðustu rík- isstjórnar Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Bréfin fram að fyrri heimsstyrj- öldinni fjalla aðallega um valda- brölt: hver eigi að skipa þennan eða hinn ráðherrastólinn, hvaða ný tii- boð hafi verið gerð Sir Edward Carson, leiðtoga mótmælenda í Ulster, eða John Redmond, leiðtoga írskra heimastjórnarsinna. Þessi hreinskilnislegu skjöl hækka Red- mond í áliti, en gera Carson ógeð- felldari að sögn Levins. Strax í bréfi nr. 31 býðst hann til að senda Venetiu mikilvæga máls- grein um heimastjórn á írlandi úr hásætisræðu konungs í febrúar 1914 og það eina sem kom í veg fyrir það var að hún sýndi engan áhuga á því. „Það er ekkert (eins og þú veizt) sem ég mundi ekki vilja sýna þér,“ skrifaði Asquith, „svo mikið og djúpt traust ber ég til þín.“ Ekkert bendir til þess að hún hafi nokkurn tíma brugðizt trausti hans. í bréfi frá 25. janúar 1915 segir Asquith: „ ... Þú veizt hvað ég met dóm- greind þína mikils: ég skipa þér í allra fremstu röð kvenna, og aðeins 2 eða 3 karlmenn, sem ég man eftir, eru í sama flokki og þú. Og nú hef- urðu deilt með mér innstu leynd- armálum mínum svo lengi og af svo einstakri hollustu að ég get talað við þig á miklu opinskárri hátt um þá hluti, sem mestu máli skipta, en við nokkra aðra mannlega veru. Þetta er dásamlegt & ég héld ein- stætt samband. Núna þegar þú ert svona tímabundin geturðu auðvitað ekki skrifað mikið um þessa hluti, þótt ég voni að þú segir mér skoðan- ir þínar hvenær sem þú getur. En það er mjög nauðsynlegt fyrir mig að hitta þig, sérstaklega einmitt núna þegar svo margt er í óvissu. Skilur þú það, þú sem ert indælust og líka vitrust? Teldu ekki þér eða mér trú um að ég sé ébloui (sleginn blindu af hrifningu), ekki í jafn- vægi & allt það. Ég hef aldrei verið eins andlega heilbrigður og ég tek undir með Páli postula: „Ég veit hverjum ég hef treyst." í 13 mánuði hefur þú aldrei brugðizt mér & og ég veit að þú munt aldrei gera það.“ Ógætni Asquiths jókst að mun eftir að styrjöldin brauzt út. Ven- etia frétti margt, sem var haldið leyndu fyrir ríkisstjórninni, t.d. um brottför brezka leiðangurshersins til Flandern, sóknaráætlanir Sir John French, yfirhershöfðingja Breta, 1915 og áætlanirnar um Gallipoli-leiðangurinn. Hún fékk t.d. að vita hvernig orrustuskipinu „Audacious" var sökkt og hvað her- fylkin í Frakklandi og á Gallipoli voru mörg. Bréfin jafngilda í raun og veru nákvæmri og hreinskilinni dagbók stjórnmálaleiðtogans Asquiths, dag frá degi og stundum klukkustund fyrir klukkustund og eru mikilvæg- asta heimildin um ævi hans á þess- um árum. Þau eru ómetanleg heim- ild um sögu Breta á þessum tíma, gildi þeirra er gífurlegt og varan- legt og bókin er sögð skemmtileg aflestrar. ÓÞROSKUÐ Venetia var óþroskuð stúlka, mikið gefin fyrir hvatvíslegt stjórn- málaslúður í mörgum ólíkum kunn- ingjahópum. Eina varúðarráðstöf- unin, sem Asquith greip til, var að skrifa „leyndarmál" eða „algert leyndarmá!" þegar hann greindi frá upplýsingum, sem hann hefði aldrei átt að festa á blað. I Bréf af þessu tagi yrðu jafnvel aðstoðarráðherrum að falli nú á dögum. Samt stýrði Asquith ríkis- stjórnarfundum eins og ekkert væri, skrifaði Venetiu um leið hverja blaðsíðuna á fætur annarri og gerði aðeins hlé á skrifunum til þess að gera einhverja athugasemd. Enginn samstarfsmanna hans spu- rði hann hvað hann væri að skrifa. Skýringin á þessu undarlega ástandi var ef til vill sú að Asquith taldi sig hátt yfir samstarfsmenn sína og andstæðinga hafinn. Það var engu líkara en hann stæði uppi á einhverjum Ólympstindi og liti þaðan niður á þá. Á nokkra þeirra leit hann sem jafningja, helzt ef þeir höfðu starfað með honum lengi. En þeir voru fáir og sá sem hann virti einna helzt var íhalds- leiðtoginn Arthur Balfour. Nýju mönnunum bandaði hann yfirlæt- islega frá sér. Hann uppnefndi þá flesta: t.d. kallaði hann Sir John Simon „hinn syndlausa" eða „hinn gallalausa“. Asquith taldi Arthur Balfour „samherja, kannski varafyrirliða, í sveit heiðursmanna í stjórnmál- um“, en þegar Asquith hrökklaðist frá völdum olli Balfour honum sár- um vonbrigðum, því að hann lagðist gegn honum. I dagbók Wilfrid Scawen Blunt er haft eftir Winston Churchill 1909: „Munurinn á honum (Asquith) og Arthur er sá að Arth- ur er spilltur en siðavandur, Asq- uith er góður en siðlaus." Enn frem- ur sagði þar um álit Churchills og Harry Cust á Asquith 1909: „Að sögn þeirra beggja hefur verið farið að halla undan fæti hjá Asquith í siðferðilegum efnum á síðari árum. Hann er ekki lengur sá púritani, sem hann áður var, hann hefur tamið sér kurteislega léttúð sam- kvæmislífs heldra fólks." Bréfin bregða upp skörpum myndum af stjórnmálamönnum, sem Asquith umgekkst. Churchill er t.d. þannig lýst að hann hafi ver- ið ákafur, bráður, djarfur, glæsi- legur, þrár. Lloyd George virðist alltaf á kafi í samsærum. Rithöf- undurinn Arnold Bennett fær þá 1 einkunn að hann hafi verið „drabb- ari af fyrstu gráðu". Kitchener marskálki er lýst þannig að hann hafi verið hálfbrjálaður. Jack Fish- er, fyrsti sælávarður (yfirmaður flotans), er sagður „a.m.k 75% brjálaður". Gyðinginn Edward Montagu kallar Asquith „Assýring- inn“. Montagu hafði sótzt eftir hylli Venetiu áður en bréfaskriftir henn- ar og Asquiths hófust og að minnsta kosti einu sinni skrifuðu þeir henni báðir á sama ríkisstjórn- arfundi. Montagu kvartaði jafnvel yfir því að enginn friður væri fyrir Winston Churchill, hann gæti ekki þagað nógu lengi til þess að hann gæti lokið við bréfið. Montagu sigr- aði í þessari viðureign og gerði draum Asquiths að engu. ÓSIGUR í maí 1915 fékk hann Venetiu til að giftast sér. Venetiu var ekki ókunnugt um að Montagu erfði rúma eina milljón punda eftir föður sinn, Swaythling lávarð. Eitt skil- yrði fylgdi: allir sem giftust inn í Montagu-fjölskylduna urðu að ger- ast Gyðingar. Venetia setti það ekki fyrir sig, þótt hún hefði hafnað fyrra bónorði hans nokkrum árum áður með nokkrum hrolli. Asquith taldi Montagu ekki sam- boðinn Venetiu, og ástæðan virtist ekki sízt sú að hann var Gyðingur. Hann hafði ekki talið hann hættu- legan keppinaut. Hann áfelldist þau aldrei. Svo virðist sem Venetiu hafi að lokum fundizt trúnaðarsam- bandið við Asquith of mikil tilfinn- ingaleg byrði. Ástarbréfum Asquiths lauk 12. maí 1915. Hann skrifaði: „Eins og þú veizt kremur þetta hjarta mitt.“ Seinna tók hann aftur til við bréfa- skriftir, fyrst til systur Venetiu og síðan til stríðsekkjú, frú Harrison. En hann lenti ekki í fleiri ástar- samböndum og ljóstraði ekki aftur frá leyndarmálum. Þegar Asquith samdi endurminn- ingar sínar mörgum árum síðar bað hann Venetiu að skila bréfunum úr stríðinu og hún gerði það. Þau birt- ast í endurminningum Asquiths sem útdrættir úr „dagbókum" hans. Margir sagnfræðingar hafa notað þau sem slík. Venetia afhenti einnig Beaverbrok lávarði, blaðakónginum fræga, afrit af stríðsbréfum Asqu- iths og Beaverbrook notaði þau í bók sinni „Politicians and the War“ án þess að geta þeirra. Margir beztu kaflar bókarinnar eru byggðir á þessari heimild að sögn Taylors. Hann segir að Beav- erbrook hafi greitt fyrir nokkra kaflana, en Venetia gefið honum aðra fyrir veittan greiða, fjárhags- legan og kannski kynferðislegan. BRÉFIN VARÐVEITT Edwin Montagu lézt 1924, Ven- etia Montagu 1948. Dóttir þeirra, Judith Montagu, varðveitti bréfin síðan, en kynnti sér ekki efni þeirra fyrr en löngu síðar. Judith ætlaði að fá Randolph Churchill til að rit- stýra bréfunum, en þau létust bæði áður en af því gat orðið. Dóttir Asquiths, lafði Violet Bonham Carter, sem erfði birt- ingarrétt skjala og rita Asquiths, lagðist alltaf gegn því að bréfin yrðu gefin út. Þegar hún lézt erfði Mark Bonham Carter birtingarrétt- inn. Bréfin lentu svo í vörzlu Milton Gendel, sem hafði kvænzt Judith. Samkomulag náðist að lokum um birtingu bréfanna og Michael og Eleanor Brock voru fengin til að ritstýra verkinu. Mikið lof er borið á verk þeirra. Taylor kveðst ekki minnast þess að hafa haft eins gaman af lestri nokkurs bréfasafns. Bréfin segi mannlega sögu ágæts stjórnmála- leiðtoga, sem lét hégómaskap leiða sig á villigötur. Ymsar nýjar upplýsingar er að finna í bréfunum. Ef stríð hefði t.d. ekki brotizt út í ágúst 1914 eru tals- verðar líkur á því að írlandsmálið hefði leystst þá um haustið. Ef Þjóðverjar hefðu aðeins sótt gegn- um Suður-Belgíu hefði ríkisstjórn Frjálslynda flokksins ekki farið í stríð. Um Churchill hefur Asquith þetta að segja: „Hann kemst aldrei á tind enskra stjórnmála, þrátt fyrir alla hina dásamlegu hæfileika sína: að tala tungum manna & engla og að strita nótt & dag við stjórnsýslu er til einskis, ef menn vekja ekki traust." Taylor bætir við: „Churchill eyddi að minnsta kosti ekki tímanum í að skrifa vinkonu sinni.“ gh tók saman. H.H. Asquith: Letters to Venotia Stanley, riLstj. Michael og Kleanore Brock. Oxford £19.50.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.