Morgunblaðið - 16.01.1983, Page 28
72
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
„ held vi& höfom ákt/eðiá þenr\ar\ rr\eb
>-úbinunu/r\ og demöntanom."
ást er ...
. ... að glebjast eins og
þau væru nýgift.
TM Rm U S Pat Off -all rights reservM
* 1082 Los Angetes Tintes SyrxJrcate
Gleymdu því ekki að ég hef enga
peninga fengið til heimiiishaldsins
undanfarnar vikur og það telst
vera skuld við mig.
Með
morgunkaffinu
orkuverunum er þar varð skamm-
hlaup fyrir nokkrum árum, ef ég
man rétt!
HÖGNI HREKKVlSI
„Og þú passar barnið, amma, af því að þú átt enga vinnu og gerir ekkert og færð ekkert kaup.“
Ómagar eins og ég
M.M. skrifar:
„Velvakandi.
Mér er spurn: Hverjir greiða
meira í þetta háa vörugjald sem
yfirvöld lögðu á, 40% eða hvað það
nú er, en húsmæður sem reka virk
og lifandi heimili, allan daginn?
Réttasta leiðin að mínu mati
hefði einfaldlega verið sú að hafa
það ekki alveg svona hátt. Þá hefði
mátt sleppa þessum skrípaieik
með láglaunabæturnar, því að þá
hefði ríkiskassinn ekki fyllst alveg
eins hastarlega af peningum, sem
stjórnvöld lentu í vandræðum með
að koma út.
Ég get ekki orða bundist yfir
láglaunaseðlum þeim, sem borist
hafa fólki, sem sé launafólki, það
er að segja þeim sem fá í hendur
launaseðla og peninga u.þ.b. 6—15
þúsund krónur mánaðarlega. Þeir
eru að ykkar mati þurfandT fyrir
aukakrónur á bilinu 700—3.400 kr.
í þrjú skipti, en ómagar eins og ég
(að ykkar mati) — sem er heima-
vinnanndi húsmóðir og amma (ein
af fáum sem eftir eru í landinu) —
fá ekki neitt. Þó er þjóðfélagskerf-
ið ekki fullkomnara en það að
börnum er skammtaður tími á
dagvistarstofnunum, þ.e. frá 2
ára—5 ára afmælis síns, þá er
draumurinn búinn. Hvað á þá að
gera við blessuð börnin?
Ég hef sjálf alið þessu þjóðfé-
lagi 7 börn og algjörlega komið
þeim til manns, án þess að njóta
nokkurrar aðstoðar frá ríki eða
bæ. Ekkert barn frá mér hefir ver-
ið á dagvistarstofum, þar sem mér
skilst að greitt sé niður til hálfs
gjald það sem ætti að greiða, svo
að ekki hef ég að því leyti verið
þung á fóðrum fyrir ríki eða bæ,
en það er ekki þakkað, nema síður
sé í þessu þjóðfélagi.
Nei, ég er húsmóðir, sem er
heima, sem athvarf og öryggi fyrir
börn og barnabörn, og heimilið er
í notkun allan daginn, alla daga
ársins. Ef ég væri útivinnandi: Ja,
hvernig væri þá hér heima á dag-
inn? Jú, það væri ekki eytt rafm-
agni til þess að elda og húsgögnin
og teppin, mundu ekki slitna af
umgangi og notkun. Þá fengi ég
lægri rafmagnsreikninga og ég
gæti átt bíl. Sem betur fer hef ég
ekki ennþá látið dauðan hlut eins
og bíl hrekja mig út af heimilinu.
Það var dálítið gott sem barna-
barn mitt eitt sagði við mig. Þá
var nýbúið að segja því upp dag-
vist á barnaheimili því að búið var
að fylla út kvótann. En þar sem
móðirin er fyrirvinna heimilisins
og faðirinn í námi, kom sér vel að
eiga ömmu sem væri heima. Það
var svo rólegt hjá okkur þá stund,
og veðrið var svo gott, svo að ég
segi við hann: „Heyrðu, elskan, við
skulum koma í göngutúr í bæinn“.
Svo höldum við af stað og göngum
fram hjá stórri stofnun. Þar inni
er pabbi við vinnu og nám. Ljós-
kolli varð litið upp á fimmtu hæð
og segir: „Amma, pabbi er að
vinna þarna uppi.“ Og bætir síðan
við: „Þegar ég verð orðinn stór
maður, þá verð ég kannski búinn
að fá konu og við verðum þá búin
að fá barn. Og þú passar barnið,
amma, af því að þú átt enga vinnu
og gerir ekkert og færð ekkert
kaup.“ Hann er hugsandi barn.
Hvað sannar meira en þessi orð.
Þakklátt og lærdómsríkt
Anna KristjánsdóUir skrifar:
„Velvakandi.
Mig langar til að koma á framfæri
þakklæti til Sjónvarpsins fyrir góð-
an og fróðlegan þátt um öldrunar-
mál 29. desember, bæði fyrir okkur
ellilífeyrisþega og alla landsmenn.
Mér finnst það mjög æskileg
stefna að gera öldruðu fólki kleift að
vera á heimili sínu eins lengi og
hægt er. En til þess þarf mikinn og
góðan vinnukraft, því að ellilífeyris-
þegar eru að verða fjölmenn stétt í
landinu.
Þegar ég sat og hlustaði og horfði
á þennan þátt, fór ég að rifja upp frá
liðnum tíma. Þegar börnin mín voru
uppkomin, þá var ég á sextugsaldri
og fór að vinna úti. Ég hóf störf hjá
Heimilishjálpinni, sem stofnuð var
árið 1950 og fyrir forgöngu Helgu
Níelsdóttur ljósmóður. Hún sá um
Heimilishjálpina á sínu eigin heimili
í 20 ár. Þá tók Félagsmálastofnun
við henni og Helga hélt áfram að
starfa við hana þar til 1976, en þá
hætti hún fyrir aldurs sakir.
Þegar ég byrjaði að vinna við
heimilishjálpina var rétt að. hefjast
þjónusta við aldrað fólk, svo að sjá
má, að öldrunarmálum hefir fleygt
fram á stuttum tíma og er það þakk-
arvert.
Mér fannst það góður tími, meðan
ég vann að þessum málum. Það er
krefjandi starf, en þakklátt og lær-
dómsríkt. Og sumir þeirra sem ég
kynntist þá, eru enn góðir .vinir mín-
ir.
Ég óska öllu því fólki, sem vinnur
að þessum málum, gæfuríks nýs árs
og velfarnaðar í starfi.
Með þökk fyrir birtingu.“
„Mér finnst það mjög æskileg stefna að gera öldruðu fólki kleift að vera á
heimilum sínum eins lengi og mögulegt er.“
Vísa
vikunnar
Gangirðu í þögn um harðan heim,
hringia í þér beinin,
því Raggi bitann réttir þeim
sem reka upp kvalaveinin.
Híkur
Jón Kjartansson
Vestmannaeyjum:
Sá sem lepur
dauðann úr skel
á skattskýrslu
fær bæturnar
„Wi VKKfJ nú aA jála aá ég skil
h\i»rki upp né niéur í þessu. mér
finnst jH-lta hálfgeré skrípamynd.
Mér hofur eiginlega fundisl skásia
skilKreiningin, sem maáur á skall
slofunni hérna kom meA. |w*uar é|(
spurái hann eftir hvada renlum J»eir