Alþýðublaðið - 20.08.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.08.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBBAÐIÐ Landhelglsgæzlan ðnýt. Norðmenn hafia saltað 30 þús, tunn* nm meira af síid en f slendingar. Miðvikudaginn 12. ágúst vomi 160 norsk veiðiskip hér við land, er eftirlitsskipið „Friðþjófur Nansen" hafði haft tal af, búin _að salta 118 500 tn. af síld. Þrem dögum síðar, .það er laugardag- inn 15. ágúst, voru íslendingar búnir að salta 87 498 tn. af síld, p. e. 31002 tn. minna én Norð- menn. Þess má þó geta, að Is- lendingar voru búnir að krydda og sérverka all-mikið meira en Norðmenn. Landhelgisgæzlan part að komast i pað lag að engin út- lend veiðiskip geti athafnað sig i landhelgi, annars leggjast sildveiðar íslendinga niður. Landsstjórnin lefes mpdiið. SÍÍts og sagt hefir ,verið frá áður hér í blaðinu, hefir myndun Framsóknarstjórnarinnar gengið afar stirðlega. Telja mátti víst frá öndverðu, a'ð Tryggvi Þór- hallsson yrði áfram forsætisráð- herra, og langlíklegustu mennirn- ir til þess a'ð vera í stjórninnii með honum (eftir því, sem kunn- ugt er um álit- það, er þeir njóta innan síns flokks) voru þeir Jón- as frá firiflu og Ásgeir Ásgeirs- son. Frá þessu skýrði Alþbl. þeg- ar ef tir kosningar. En myndun stjórnarinnar hefir gengið illa, af því Jónas vildi ekki vera í stjórn með Ásgeiri, og Ásgeir ekki í stjórn með Jón- a'si. í Loks kom, þó að því, að báðir þessir þingmenn létu sér segjast og gerðu það fyrir flokkinn sinn og föðurlandið að takast í hend- ur og játast undir að vera báðir í ráðuneytinu með Tryggva. Var ikonungi sent skeýti um þetta í gær, ásamt lausnarbeiðni Sigurðar Kristinssonar, en skeyti frá konungi var ókomið þegar biaðið fór í prent, svo þetta verður varla tilkynt í þinginiu fyr en á morgun. Tryggvi og Jónas gegna sömu embættum og áður, en Ásgeir verður fjármálaráðherra. JötafflMióðiF rikisins. Meðferð anðvaldsflokkanna á fiví mðli á aipingi. Afgreiðsla „Framsóknar"- og í- halds-flokkanna á alþingi á frum- varpi Alþýðuflokksins um Jöfn- unarsjóð ríkisins, — til þess að jafna verklegar framkvæmdir þess og auka þæi\ í atvinnu- skortsárum —, er eitt dæmi þess, hvernig þessir flokkar eyða fjölda mála, sem gætu orðið al- þýðunni til verulegra hagsbóta. Fjárhagsnefnd neðri deildar, sem skipuð er mönnum úr þeim flokkum báðum, býr til nýtt frumvarp, alls óskylt jöfnunar- sjóðsfrumvarpinu, um eins konar vanskapaðan „viðlagasjóð", aem varið sé fyrst og fremst til að jafna tekjuhalla næsta árs á und- an, — sjóð, sem jafnvel er undir hælinn lagt, að nokkur peningur safn'aðist í, því að samkvæmt þeim tillögum myndi það verða komið undir mati stjórnarinnar. Þegar henni þætti ekki óhjá- kvæmilegt að/eyða meiru á því ári, þá færi afgangurinn í sjóð-. inn. — Þetta frumvarp flytur nefndin svo sem breytingartillög- ur vid jöfnimarsjódsfmmvarpid, þótt það eitt væri eins í þeim frumvörpum báðum., að lög sam- kvæmt þeim skyldu ganga í gildi um' næstu áramót. Og þetta sam- þyktu svo íhalds- og „Framsókn- ar"-menn við ,2. umræðu um frumvarp Alþýðuflokksins. — Ásgeir, sem hafði lýist sig fylgj- andi iöfnunarsjóðsfrumvarpinu, þegar það var til 1. umræðu, gekk nú að þvi raeð samherjum sínum að fella það á þenna fá- ránlega hátt. Gudspekifélagið: Skemtiför sú, sem fórst fyrir síðastliðinn sunnudag, verður farin næstkom- andi surtnudag (23. þ. m.). Þeir félagar, sem vilja taka þátt í förinni, eru beðnir að tílkynna það í síma 625 (rakarastofu Sig- urðar Ólafssonar). Lagt verður af stað kl. 1 e. h. frá Guðspekifé- lagshúsinu. Ferðinni er heitið suður fyrir Hafnarfjörð. Botnía fór áleiðis til útlanda í gærkveldi. „Pourquoi pas?", franska rann- sóknarskipið, fór héðan- í morg- un. 'Max Pemberton fór á Díeiðar í gærdag. Atvinnumálm á alþingi. Talið er víst, að nú sé skamt til þingslita, og ekki hefiir meiri hluti alþingis fengist til að sinna bjargráðafrumvarpi Alþýðu- flokksins. í nótt voru fjárlögin afgreidd úr efri deild, og eru þau að ölium líkindum komin í það horf, sem þau verða endan- lega í. Tillögur Jöns Baldvins- sonar um fjárveitingar til at- vinnubóta, er numiö höfðu millj- ón kr. að móttillaginu meðtöldu, voru feldar. — Viðbótartillögur til tilgreindra ,verklegra fram- kvæmda voru allar feldar, þar á meðal 200 þús. kr. til Hafn- arfjarðaivegar ¦ gegn jafnmiklu framlagi frá Reykjavík og Hafn- arfirði, en samþykt var' tillaga Tryggva ráöherra, sem um var jgietið hér í blaðinu í gær. Er sú samþykt þannig í heild: „Stjórninni er heimilt að vérja 300 þús. kr. til þesis að veita að- stoð sveitar- og bæjar-félögum um atvinnubætur, gegn tvöföldu framlagi hlutaðeigandi sveitar- og bæjar-félaga, eftir nánari fyr- irmælum regiugerðar. Er stjórn- inni heimilt að taka fé að láni til þessa. — Að öðru leyti er ráð- stöfun þessa fjár háð eftirfar- andi skilyrðum: 1) Til aðstoðar við framkvæmd þessa skal vera atvinnunefnd, skipuð þnemur mönnum. Atvinnumálaráð'uneytið skipar formann nefndarinnar og annan nefndarmann samkvæmt tillögum Alþýðusambands ís- lands. Þriðja niefndarimanninn til- nefnir ibæjiarstjórn Reykjavíkur. Hann skal .þó víkja sæti úr nefndinni á meðan hún hefir til meðferðar mál annars sveitar- eða bæjar-félags, eí hlutaðeig- andi sveitar- eða bæjar-stjórn hefir tilnefnt mann til að taka þar sæti til þess að f jalla um það mál. Kostnaður við nefndarstörf- in, annar' en ferðakostnaður, ^neiðist úr ríkiisis|óði. 2) Sveitar- og bæjar-stjórnir, sem óska fram- lags til atvinnubóta samkvæmt heimild þe»sari, senda umsókn um það ti] formanns atvinnur nefndar. Umsókninni fylgi skil- ríki fyrir því, að sérstakra ráð- stafana sé þörf vegna atvinnu- leysis. Enn fremur nauðsynlegar upplýsingar um þau verk, sem framkvæma á. 3) Eftir að at- vinnunefnd hefir. athugað um- sóknir um atvinniubætur og. gögn þau, er þeim fylgja, gerir hún til- lögur luin þær til atvinnumála- ráðuneytisins, er úrskurðar um- söknirnar. 4) Þeir einir geta feng- ið atvinnubótavinnu samkv. beim- ild þessari, sem ekki geta fengið vinnu annars staðar. Séu fleiri raenn atvinnulausir. en unt er' að veita vinnu í einu, skal vinn- unni skift sem jafnast milli þeirra, þó þannig, að fjölskyldu- menn gangi fyrir. 5) Nánari á- knæði um verksvið atvinnunefnd- ar, skilyrði fyrir framlögum til' sveitar- og bæjar-félaga og ann' að, er þurfa þykir vegna heim- ildar þessarar, setur atvinnumála- ráðuneytið: með reglugerð." Ráðstöfunarákvæði fjárins eru: tekin upp úr breytingartillögum flokksmanna ráðherrans í fjár- hagsnefnd neðri deildar við' frumvarp Jónasar Þörbergssonar og Steingríms. En þær hljóðuðiu' um 560 þús. kr., er teknar væru; með tekju- og eigna-skatti og hækkuðum áfengistolli, og væri því varið til atvinnubóta gegn tvöfpidu framlagi bæjar- og sveitar-félaga. Það frumvarp hef- ir ásamt tillögum þessum verið á dagskrá hvað eftir annað und- anfarna daga, en að eins verið tvisvar gripið í 2. umræðu. Er henni ekki lokið, en nú er málið ekki á dagskrá, og mun það verða látið daga uppi. Upphæð sú, sem loks var samþykt, er því að eins rúml. helmingur þeirrar, sem komin var í þær til-- lögur, og nú verður ekkert úr, að átvinnubótaféð verði tekið af háitekju- og eigna-mönnum. Verk- legar framkvæmdir í væntanieg- um fjárlögum og atvfnnubætur samkvæmt heimild þeiorai, sem- stjórninni er veitt, að meðtöldu tvöföldu framlagi, bæjar- og sveitar-félaga, eru til samans ekki helmingur á vid fxið, sem verk- legar framkvœmdir ríkisins hafa verið hveri síðustú ára,-svo aö- ríkið leggur miklu minni' atvinnu til en verið hefir, þrátt fyrir það, þótt heimildin verði notuð aö- fullu. Og hvernig hugsar stjórnin sér að knýja t d. íhalds-meirihlut- ann í bæjarstjórn Reykjavíkur til þess að sækja um atvinnubötafé handa atvinnulausu verkafólki og leggja fram tvöfalt á móti, úr því að hann er ekki skyldaður til þess? — Hér vantar öryggisráð- stafanir bjargráðafrumvarps AÞ þýðuflokksins. Samkvæmt því átti bæjarstjórnin að eins um. tvent að velja, — atvinnubætur eða ' að greiða atvirmulausu verkafólki atvinnuleysisstyrk. Bússar.og Frakkar. Lundúnum, 19. ágúst. U. P. FB. Fnegn hefir borist um það hing-< að, að Frakkár og Rússar hafi, gert með sér hlutleysissamning,' skuldbindandi hvora þjóðina uim sig til hlutleysis, ef á annaðhvort rikið er ráðist af þriðjia ríkinu eða fleiri ríkjum í sameiningu, Er þetta talið bera vott um það, að upp rætast muni óvild sú, sem verið hefir með Frökkum og Rússum um alillangt skeið. Samn- ingaumleitunium Frakka og Rússa til þess að boma á me8 sér rerzl- unarsamningi miðar rel áfram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.