Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983 51 lensku óperunnar. Þar syngur Jud- ith Bauden sópran vió undirleik eiginmanns síns Marc Tardue. Efn- isskrá tónleikanna veröur ein- göngu tónlist bandarískra tón- skálda s.s. Barber, Menotti, Hage- man, Herbert og Foster. Tónleika þessa flytja þau hjónin endur- gjaldslaust og rennur ágóöinn því allur til styrktar Islensku óperunni. Aögöngumiöar fást í Gamla bíói. Sýningar íslensku óperunnar um helgina verða sem hér segir: föstu- dag kl. 20.00, laugardag kl. 20.00 og sunnudag kl. 20.00. Uppselt er á allar sýningarnar. SÝNINGAR Mokka: Plútó meö málverkasýn- ingu Dagana 9. til 28. febrúar 1983 stendur yfir málverkasýning Plút- ós á Mokkakaffi viö Skólavörðu- stíg. Plútó sýnir 4 olíumálverk og 19. vatnslitamyndir. Þetta er fyrsta einkasýning Plútós. Plútó er listamannsnafn Bene- dikts Björnssonar, sem undanfarin tvö ár hefur eingöngu helgað sig skipulegu myndlistarnámi, en veriö fristundamálari frá 1965. Ólafur Th. Ólafsson opnar myndlistarsýn- ingu í Langbrók Laugardaginn 12. febrúar nk. opnar Ólafur Th. Ólafsson frá Selfossi sýningu á vatnslita- myndum í Gallerí Langbrók aö Amtmannsstíg 1, Reykjavík. Ólafur stundaöi nám í Mynd- lista- og handíöaskóla íslands 1976—79 og lauk prófi úr málara- deild skólans. Hann hefur haldiö eina einkasýningu og tekiö þátt í samsýningum. Sýning Ólafs Th. Ólafssonar er opin mánudaga til föstudaga kl. 12—18 og laugardaga og sunnu- daga kl. 14—18. Sýningunni lýkur 28. febrúar. Kjarvalsstaðir: UM — sýning ungra myndlist- armanna Mjög góö aðsókn hefur verið að sýningu Ungra myndlistar- manna sem opnuð var á Kjarvals- stöðum um síðustu helgi. Þar eru verk eftir 58 listamenn, 30 ára og yngri, — þar á meðal eru margir sem ekki hafa fyrr sýnt verk sín opinberlega. Á sýningunni eru hátt á annaö hundraö verk, og hafa þegar selst nærri 60 verk. í næstu viku veröa tónleikar á Kjarvalsstöðum í tengslum viö sýn- inguna. Á mánudagskvöld leika nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík, en á þriöjudagskvöld eru fullnaöarprófstónleikar Tón- skóla Sigursveins. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 fram til 21. þessa mánaöar. Listmunahúsið: Myndverk Magnúsar Kjartanssonar í Listmunahúsinu Lækjargötu 2 stendur yfir sýning á myndverk- um Magnúsar Kjartanssonar. Myndirnar á sýningunni eru flestar unnar á sl. ári meö vatns-, þekju- og akryllitum, sem og Ijós- næmum efnum og tækni frá bernsku Ijósmyndarinnar. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18, en um helgar frá 14—18. Sýningunni lýkur 20. febrúar. Ásmundarsalur: Ingvar Þor- valdsson sýnir vatnslitamyndir Ingvar Þorvaldsson sýnir 35 vatnslitamyndir í Ásmundarsal viö Freyjugötu í Reykjavík. Ingvar hef- ur áöur haldiö þrettán einkasýn- ingar og tekiö þátt í samsýningum. Sýningu hans í Ásmundarsa! núna lýkur á sunnudaginn nk. Djúpið: Plakatsýning Nú stendur yfir plakatsýning í Djúpinu eftir þekkta erlenda ný- listamenn. Sýningin er opin á sama tíma og veitingastaöurinn, frá 11 á morgn- ana til hálf tólf á kvöldin, og stend- ur út þennan mánuó. Öll plakötin eru til sölu, en þau eru í álramma og gleri. FERÐALOG Útivist: Þrjár ferðir á sunnudaginn Á sunnudaginn, 13. febr., kl. 10 verður farin Útivistarferð til aö sjá Gullfoss í klakaböndum. Ferö fyrir unga sem aldna, engin löng ganga, en staldraö við hjá fossin- um, komiö við hjá Geysi og stoppað til að drekka kaffi. Tvær feröir kl. 13 á sunnudag- inn. Gönguferð um Álfsnes meö Steingrími Gaut Kristjánssyni. Gengiö veröur í kringum nesiö og út í Víðines. Þar er ýmislegt aö sjá, m.a. sérkennilegar sandsteins- myndanir, gömul höfn frá miööld- um, og tóttabrot eftir kotbúskap liöinna tíma. Hin feröin kl. 13 á sunnudaginn veröur sktöaganga. Ekiö til móts viö afleggjarann í Skálafelli, gengiö á skíðum niöur á Mosfellsheiöi og aö Borgarhólum og til baka aftur. Nú verður hægt aö taka þátt í norrænu skíöalandskeppninni meö Útivist. Afhent veröa skrán- ingarspjöld. Ferðafélag íslands: Skíða- og gönguferðir á sunnudaginn Sunnudaginn 13. febrúar verð- ur gönguskíðaferö á Mosfells- heiði, brottför kl. 10.30, en kl. 13 er venjuleg gönguferð og þá gengið á Reykjaborg-Reykjafell og komið niöur í Skammadal. Hér er um að ræða þægilega göngu- leið. Fólk þarf aö vera vel búiö og hafa með sér nesti. Helgarferö verður farin 19.—20. febr. nk. Dvalið veröur aö Geysi, fariö um nágrennið á gönguskíöum eöa fótgangandi eftir aðstæöum. Gullfoss skoöaóur í klakaböndum. Auglýst nánar í Félagslífi blaösins. DANS Styrktarfélag vangefinna: Grímudansleik- ur í Tónabæ á laugardaginn Hinn árlegi Grtmudansleikur fyrir þroskahefta veröur haldinn í Tónabæ laugardaginn 12. febrúar kl. 20 til 23.30. Góö verðlaun veröa veitt fyrir skemmtilegustu bún- ingana. Tækjaútboð Tilboð óskast í eftirtalin tæki: Tæki nr: Gerð: Árgerð: Lyftigeta: 212 Hyster, rafmagnslyfatari 1968 3000 kg. 213 Hyster, rafmagnslyftari 1968 3000 kg. 214 Hyster, rafmagnslyftari 1968 3000 kg. 215 Hyster, rafmagnslyftari 1968 3000 kg. 406 060 Pettibone bílkrani 110 TK Zetor dráttarvél m/ámokstursskóflu Hleöslutæki fyrir rafmagnslyftara 60V/125A Tengist viö 3X380/220V Tvöfalt hleðslutæki fyrir rafmagnslyftara 60V/250A Tengist viö 3X380/220V 1969 50 tonn. Nýuppgerður Tækin veröa til sýnis viö Sundasmiöju í Sundahöfn mánudaginn 14. febrúar og þriöjudaginn 15. febrúar kl. 9—16. Tilboðum skal skilaö til Innkaupadeildar Hf. Eimskipafélags íslands, Pósthússtræti 2, Reykjavík fyrir kl. 16.30, miðvikudag- inn 23. febrúar 1983. Hf. Eímskipafélag íslands. Viðskiptaþing 1983 Frá orðum til athafna Fimmta viðskiptaþing Verzlunarráðs íslands verður haldið miðvikudag- inn 16. febrúar n.k., í Kristalsal Hótels Loftleiða klukkan 11:00—17:30. Efni þingsins verður áætlun um endurreisn íslensks efnahagslífs undir yfirskriftinni: FRÁ ORÐUM TIL ATHAFNA. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu V.Í., í síma 83088. Dagskrá: Mæting, klukkan 11:00—11:15. Setningarræða, Ragnar S. Halldórsson, formaður V.í. Athafnaskáld, ávarp Matthías Johannessen, ritstjóri. Hádegisverður í Víkingasal. Samkeppni í atvinnulífi og stjórnmálum — Competition in Economics and Politics — erindi Harris lávarðar, framkvæmdastjóra Institute of Econ- omic Affairs í London. Endurreisn efnahagslífsins, skýrsla V.í, — lýsing á efnahagsvandanum og leiöir til lausnar. Framsaga: Ólafur B. Thors, forstjóri og Þóröur Ás- geirsson, forstjóri. Sjónarmið úr atvinnulífinu: Iðnaður: Haukur Björnsson, framkvæmdastjóri, Sig- urður Kristinsson, forseti L.l. Landbúnaður: Ingi Tryggvason, formaöur Stéttar- sambands bænda. Sjávarútvegur: Hjalti Einarsson, formaður Sambands fiskvinnslustööva, Ólafur B. Ólafsson, forstjóri. Verslun: Einar Birnir, fyrrverandi formaöur F.Í.S., Gunnar Snorrason, formaður K.í. Almennar umræður og ályktanir verða í lok þingsins kl. 16:15—17:30. Þingforseti verður Hjalti Geir Kristjánsson, fyrrv. formaður V.í. Hwrit lávarAur Óiatur B. Thora Þórður Áagairaaon Haukur Bjömaaon VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Gunnar Snorraaon Hjalti Gair Kristiánaaon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.