Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
49
Morgunblaðið/Rax.
SPURT ER:
Er taka verðtryggðs láns hengingaról
um háls almenns launafólks?
SVAR:
Viö ákvörðun um töku verö-
tryggös láns ber, fyrst og
síðast, að huga aö
greiöslubyröinni, sem fer m.a.
eftir lengd lánstímans og tekjum.
Eftir því, sem lánstíminn er lengri
og tekjurnar hærri, þeim mun
léttbærari er greiðslubyrðin og
svo öfugt.
Hugsum okkur ungt par, sem
stendur til boöa aö kaupa íbúö,
meö því aöeins aö gefa út verö-
tryggt veðskuldabréf aö fjárhæö
kr. 1.000.000 til 15 ára meö 3%
vöxtum á ári. Mánaöarlaun
beggja eru nú 40.000 kr. Miöaö
viö daginn í dag er afborgun og
vextir af skuldabréfinu á fyrsta
ári 96.667 kr. og á síöasta ári
68.662 kr. Unga pariö þyrfti því
aö ráöstafa, sem samsvaraði
2,42 mánaöarlaunum á fyrsta ári
til greiöslu afborgana og vaxta af
láninu og sem samsvaraði 1,72
mánaöarlaunum á síöasta ári, aö
því gefnu, aö almenn laun í land-
inu hækki jafnmikið og greiöslur
afborgana og vaxta.
En stenst þessi forsenda?
Hér erum við komin aö kjarna
málsins og megin ástæöunni fyrir
hræöslu fólks viö aö taka verö-
tryggö lán, sem endurspeglast í
spurningu spyrjanda, því þaö er
útbreidd skoöun aö biliö á milli
launa og verölags sé sífellt aö
aukast launþegum í óhag, og þvi
þurfi sífellt fleiri og fleiri mánaö-
arlaun til greiðslu afborgana og
vaxta af verðtryggðu láni.
Þegar meta skal hvað muni
gerast í náinni framtíð er ein leiö-
in sú aö skyggnast til baka og
athuga hver þróunin hefur í raun
veriö á undanförnum árum.
f því skyni skulum viö gera
samanburð á þróun lánskjara-
vísitölu, vísitölu kauptaxta allra
launþega og vísitölu ráöstöfun-
artekna einstaklinga á mann á
síöasta 12 ára tímabili, þ.e.
1970—1982.
Samanburðurinn leiöir í Ijós aö
á áöurgreindu tímabili hefur
lánskjaravísitalan hækkaö um
3.909%, vísitala kauptaxta allra
launþega um 4.723% og vísitala
ráöstöfunartekna einstaklinga á
mann um 6.886%.
Til frekari glöggvunar er fram-
angreindur samanburöur sýndur
I meðfylgjandi töflu.
Hér kemur ótvírætt í Ijós, aö
kauptaxtar allra launþega hafa
hækkaö um tæplega 21% um-
fram hækkun lánskjaravísitöl-
unnar, og er sá munur þeim mun
athyglisveröari, þegar haft er í
huga aö vísitala kauptaxta allra
launþega mælir aöeins almennar
grunnkaupshækkanir og hækkun
veröbótaþáttar launa, en tekur
ekki tillít til yfirborgana, yfir-
vinnu og launaskriös.
Hér kemur ennfremur fram aö
vísitala ráöstöfunartekna ein-
staklinga á mann hefur hækkaö
um 76% umfram hækkun láns-
kjaravísitölunnar yfir sama tím-
abil. Upplýsingar um ráöstöfun-
artekjur einstaklinga á mann eru
unnar af Þjóöhagsstofnun upp úr
skattframtölum einstaklinga og
eru skilgreindar sem brúttó tekj-
ur aö frádregnum beinum skött-
um.
Eölilegast er þvi aö bera þróun
vísitölu ráöstöfunartekna ein-
staklinga á mann saman viö
þróun lánskjaravísitölunnar í
staö vísitölu kauptaxta allra laun-
þega, eins og alltof algengt er í
dag, þar sem menn greiða lán
sín að sjálfsögðu af fullum at-
vinnu- og ráöstöfunartekjum
sínum, en ekki eingöngu af
taxtakaupi sínu, án allra yfir-
borgana, yfirvinnu og launa-
skriðs.
Niðurstaöan af þessum sam-
anburöi er því sú, aö til lengri
tíma litiö megi gera ráö fyrir því
aö kauptaxtar launþega haldist í
hendur við almennar verölags-
hækkanir, enda þótt misvægi á
hvorn veginn sem er geti orðiö á
milli einstakra vísitalna til styttri
tíma litið, enda veröa menn aö
hafa í huga aö þegar lífeyrissjóö-
irnir t.d. eru farnir aö bjóöa verö-
tryggö lán til allt aö 32 ára, er
samanburður á þróun einstakra
vísitalna til styttri tíma litiö
óraunhæfur meö tilliti til lengdar
lánstímans.
Hlýtur því allur samanburöur á
þróun einstakra vísitalna aö
verða aö skoðast meö hliösjón af
því, til hve langs tíma hver og
einn lántakandi hefur skuldbund-
ið sig meö töku verötryggös láns.
Veröur því ekki séö, meö hlið-
sjón af því, sem áöur er rakið, aö
sú staöhæfing, sem kemur fram í
fyrirspurninni fái staöist, svo
framarlega sem menn meti
greiöslugetu sína rétt í upphafi.
Samanburður vísitalna kauptaxta og
ráðstöfunartekna við lánskjaravísitölu
Reiknuö Kauptaxtar Réöstöfunar-
lánskjara- allra tekjur á
vísitala launþega mann
1970 100 100 100
1971 111 119 123
1972 124 150 155
1973 149 185 209
1974 212 274 319
1975 318 349 422
1976 416 437 560
1977 539 630 826
1978 779 990 1.284
1979 1.117 1.426 1.918
1980 1.759 2.148 2.953
1981 2.673 3.215 4.637
1982 4.009 4.823 6.986
1) Áætlun.