Morgunblaðið - 11.02.1983, Blaðsíða 22
62
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1983
ást er...
... að halda upp-
teknum hætti eftir
brúökaupiö
TM Rh U.S. Pat 0(1-1* rtghts rnervid
»1983 Lm Angetoe Tknai Syndlcate
Þú ert heldur seint á ferdinni með
blaðið í dag!
HÖGNI HREKKVlSI
Ætti að
draga til-
löguna
til baka
J.E. skrifar:
„Heiðraði Velvakandi.
Árið 1916 var auglýsing í amer-
ískri raftækjabúð um ágæti ljósa-
pera sem þar voru á boðstólum.
Auglýsing þessi hljóðaði þannig:
„Only surpassed by the sun“. Eða:
Aeðins sólin lýsir betur.
Að sjálfsögðu hafa orðið miklar
framfarir í gerð ljósapera frá 1916,
en sennilega engar umtalsverðar á
sólinni. Samt held ég að flestir telji
sólina bjartari, enn sem komið er.
Samt hefur það hent sig að al-
þingismaður nokkur virðist á ann-
arri skoðun, því samkvæmt tillögu
sem hann flytur á Alþingi nú, vill
hann að allir ökumenn á íslandi
verði framvegis skyldaðir til að aka
með fullum ökuljósum, nótt sem
dag, sumar sem vetur, í mistri og í
glaða sólskini, alltaf.
Ég tel að hann ætti að draga til-
löguna til baka og einbeita sér
fremur að því að kveikja á perunni
í kollum þeirra þingmanna sem
tapað hafa áttum, ef það mætti
verða til þess að þeir fyndu götuna
út úr þeim ógöngum sem þeir hafa
leitt íslensku þjóðina í.
Svo ætti að koma fyrir, á þaki
Alþingishússins, svo sem einni
gigawatt-peru (þegar einhverjum
snillingi hefur tekist að finna hana
upp). Hún mundi þá varpa verðugu
ljósi á samningalipurð okkar i vissu
máli og á árangur þann sem þar
hefur náðst.“
Þessir hringdu . .
Getur valdið
misskilningi
Ó.B. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Mig langar til
að gera athugasemd við frétt
sem Ómar Ragnarsson var með í
sjónvarpinu í fyrrakvöld (þriðju-
dag). Hann stóð niðri í Austur-
stræti við brjóstmyndina af
Tómasi Guðmundssyni og vitn-
aði í kvæði hans um Austur-
strætið: „Hvað varð um yður,
Austurstrætisdætur?" Síðan
hélt fréttamaðurinn áfram, eins
og Austurstrætisdæturnar hefðu
búið í Austurstræti (þar byggi
nú aðeins einn maður) og sagði
að þær byggju nú uppi í Rofabæ,
minnir mig. En Tómas var ekki
að tala um stúlkurnar sem
bjuggu í Austurstræti, í kvæði
sínu forðum, heldur ungu stúlk-
urnar í Reykjavík almennt, sem
þar gengu sér til skemmtunar.
Ónákvæmni af þessu tagi getur
orðið til að valda misskilningi,
einkum meðal ungs fólks, sem
hvorki þekkir kvæðið né baksvið
þess. Slíkt er til óþurftar.
Einum of
lagt gengid
L.Þ. Kópavogi hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Eg lýsi
vanþóknun minni á öllu þessu
vínsulli í dönskukennslumynd-
inni Hildi. Mér finnst að ekki
eigi að vera að sýna svona í
kennslumyndum. Þarna virðist
ekki vera neitt á boðstólunum
annað en öl og vín, en þegar ég
var í Danmörku var bæði drukk-
ið kaffi og te. Mér finnst þetta
einum of langt gengið. Einnig
finnst mér afskaplega truflandi
hávaði í bakgrunni, t.d. frá um-
ferð, og gera fólki erfitt fyrir að
greina orðin. Er ekki hægt að
minnka hlut aðskotahljóða í
myndinni?
Yfirbókanir og réttur
farþega til skaðabóta
Flugfarþegi skrifar:
„Velvakandi.
Við íslendingar erum illa í
sveit settir, varðandi samgöng-
ur við útlönd. Farþegar eru
ofurseldir duttlungum flugfé-
laga, mestan part einu, sem sér
um allar áætlunarferðir í lofti
frá íslandi.
Fyrir skömmu varð
SAS-flugfélagið skandinavíska
fyrir því, að einn farþegi þess,
sem var einarðari en aðrir og
lef ekki ganga á rétt sinn,
ákvað að fara í mál við flugfé-
lagið, eftir að það hafði vísað
honum frá með fullgildan far-
miða í hendi, vegna yfirbókun-
ar.
Farþeginn hefur haft með-
byr frá tveimur dómsstigum í
Noregi og SAS orðið að greiða
kostnað, sem hlaust af því að
farþeginn tók leiguflugvél til
ákvörðunarstaðar síns.
En hvernig snúa þessi mál að
íslenskum farþegum? Og
hvernig bregðast íslenskir far-
þegar við, þegar þeir verða
fyrir barðinu á hinum sjálf-
skipuðu reglum flugfélaga?
„Aldrei yfirbókað frá ís-
landi“, hefur Tíminn eftir
starfsmanni í kynningardeild
Flugleiða, — og prentar svarið
með rauðu letri.
„ ... það er regla hjá Flug-
leiðum að það er aldrei yfir-
bókað héðan frá íslandi. Öðru
máli gegnir hins vegar í
Atlantshafsfluginu, — þar er
yfirbókað hjá okkur, eins og
hjá öllum félögum," segir
starfsmaðurinn síðar í viðtal-
inu við Tímann. Svo mörg voru
þau orð.
Þetta er hið kyndugasta
svar, svo ekki sé meira sagt. Er
kannski ekkert Atlantshafs-
flug frá íslandi á vegum Flug-
leiða? Sannleikurinn er sá, að
þótt ef til vill sé minna um yf-
irbókanir hjá Flugleiðum frá
Islandi til Evrópu (ég segi
minna, því farþegar hafa orðið
fyrir óþægindum vegna yfir-
bókana þar líka), þá er annað
atriði, sem veldur þeim vand-
kvæðum og það er hinar tíðu
niðurfellingar á ferðum til
Evrópu.
Þegar flug eru felld niður hjá
Flugleiðum er ástæðan oftast
sú, að mjög fáir farþegar hafa
verið skráðir í viðkomandi flug,
og er varla að kenna yfirbókun-
um þar!
Allt annað er uppi á teningn-
um í Atlantshafsflugi Flug-
leiða, þar er iðulega um yfir-
bókanir að ræða — frá íslandi
og hafa íslenskir farþegar
ósjaldan haft af þessu óþæg-
indi. íslendingar eru hins vegar
þannig gerðir, að þeir veigra
sér gjarnan við að krefjast
skaðabóta og af því njóta
Flugleiðir góðs.
Dómsúrskurðurinn í Noregi
er allrar athygli verður fyrir
íslenska farþega, sem lenda í
því að komast ekki með sínu
bókaða flugi, og fróðlegt er að
sjá, hvort íslendingar láta
bjóða sér þá framkomu, sem
flest í „leyndarmálum" yfir-
bókana hjá hálf-ríkisreknu
flugfélagi landsmanna, Flug-
leiðum."