Alþýðublaðið - 21.08.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.08.1931, Blaðsíða 3
AfcÞSÐUBfcAÐIÐ 3 u u u 0 *2 12 Í3 U S2 12 12 £2 S2 Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Tnrkish Westminster Cigarettnr. A. V. I bverinm pakka eru samskonar lallegar landslagsmyndir og iCommander-elgarettupðkkum Fást i ollum verzlnnnm. 12 12 $2 12 12 $2 £2 U 12 12 12 U 12 Veggir steinhnsa. Á fjárlög 1932 þarf aö komast framhaldsfjárveiting til hafskipa- bryggju á Hvammstanga, þa'ö eru 11—12 þús. móti 2/3 hlutum frá sýslusjóði V.-H. Enn frenrur fjár- veiting til að fullgera Reykja- skóla gegn r/2 framlagi frá sýslu- sjóöum Strandasýsliu og Vestur- Húnavatnssýslu ca. 60—70 þús> kr. og auk þessa fjárveiting til viðhalds þjóövega í sýslunni. Fé- lagið treystir sér efeki að svo stöddu að segja um hversu marga menn þurfi að taka í vinnu í sumar, en varlega áætlað 10—20 manns, geta orðið miklu fleiri ef útvegur þaðan hættir á miðju sumri. Félacjifí á Sauaárkrók skrifar mjög ítarlega. Lýsir það fyrst á- stæðunum til þess, að atvinnu- leysi ér þar nú margfalt tilfinn- anlegra en venjulega. Um 30 menn hafa í vor unnið þar við ýmsar hreppsframkvæmdir og vegagerð sýslunnar. Pessium mönnurn er sagt upp vinnu nú þessa dagana og bætast þeir við í hóp þeirra, er fyrir voru, og litla eða enga atvinnu höfðu. Sömuleiðis er enn óráðið hvort þeir menn, er vinna við vegagerð ríkissjóðs, hafa framhaldsatvinnu í sumar. Tel ur félagið mjög bTýna þörf á að lagt sé í ein- hverjar þær framkvæmdir, er veiti a. m. k. 40 mönnum at- vinnu í sumar, -því annars sé auðsær háski fyrir dyrum. Til- lögur félagsins um þau verk, sem líkleg væru til atvinnubóta nú þegar, eru: Vegagerð úr Saiidárkrókskaup- túni upp á Nafir. Vegarkafli pessi er innan kauptúnslööarinn- ar, sem er eign Tíkissjóðs. Nauð- syn á þessu verki er mjög að- kallandi sökum þess: a. Að ræktun er byrjuð í stór- urn stíl héðan úr kauptúninu á víðlendum mó.um, er liggja þar efra, og flutningaþörf því mjög mikil þessa leið, en vegleysa ein jrangað eins og nú er. b. Að vegur þessi yröi um leið vegur út úr kauptúninu á sýslu- veginn um Gönguskörð til Blönduóss. c. Að vegur þessi yrði um leið nauðsynjavegur, verði rafstöð bygð við Gönguskarðsá. Að leggja Sauðána í lokaðan stokk (steinsteypu) frá Sjúkra- hússræsi til sjávar. Þessi kafli er ekki nema nokk- ur hluti af þeirri leið, er áin rennur gegnum kauptiinið, en mjög aðkallandi að loka henni á þessum hluta leiðarinnar vegna sjúkdómshættu. Áætlun hefir ekki verið gerð um verk þessi, en hana væri hægt að gera fljótlega, ef óskað væri. Mun á naesta fundi hrepps- nefndarinnar þar verða lögð fram áskorun til nefndarinnar um skjótar aÖgerðir í þess-um mál- um. Þau vefk, er koma þyrftu á fjárlög 1932, telur félagið vera: Hvaða mótorkerti og hvaða smurning - olíu nota hraðskreiðustu farartæki heimsins? Svar: Hraðskreiðustu flugvélar, bifreiðar, mótorhjól og mótorbátar nota öll LODGE mótorkerti og CASTROL smurningsolíu. r Sími O. Einarsson, Símn. 1340, Vesturgötu 53 B. Atlas Hafmirgerd á Saudárkrók (sbr. þing 1929 og 1930). Sfijrk til lengingar á bryggju Saiiðárkróks (samkv. áætlun og teikningu vitamálaskTÍfstofunn- ar). Bæði þessi fyrirtæki væru hin mesta lyftistöng fyrir atvinnu- vegi þar. Einnig getur félagið þess, aÖ skjótrar úrlausnar bíði mörg önnur stórmál fyrir Sauð- árkrók, mest aðkallandi telur fé- lagið rafstöð (vatnsafls) og skolpræsakerfi. (Frh.) Berjaför Alþýðublaðsins. Á sunnudaginn verður faxið í berjaför upp að Selfjallsskála. Eru nóg ber í hrauninu þar um kring og kaffi fæst bæði á Lög- bergi og Selfjallsskáia. Fyrsta ferðin verður farin kl. 10, en síðan farið á hverjum klukku- tíma. Farið verður frá Vörubíla- stöðinni við Kalkofnsveg, símar 971 og 1971. Fargjaldið er hvora leið 75 aurar fyrir börn yngri en 12 árá, en 1 kr. fyrir þau, sem eldri eru, og fullorðna. Fyrir börn yngri en 4 ára er ekkert far- gjald. Euska st|órnin ber tillögur sinar unrdír aðal- framkvædarnefnd verkalýðs- félagana. Lundúnum, 20. ágúst. U. P. FB. Ríkisstjórnin sat á fundi níu klukkustundir samfleytt í dag til þess iað ræða sparnaðarmálin. Engar fullnaðarákvarðanir voru teknar viðvíkjandi tillögum um innflutningstolla. Tillögur ríkis- stjórnarinnar verða í dag lagðar fyrir fulltrúa íhaldsflokksins og frjálslynda flokksins, Einnig verða tillögurnar lagðar fyrir að- alframkvæmdaráð verkalýðsfé- laganna. Grænlandsmál. Á fundi, er haldinn var i gær í sameinuðu alþingi, var samþyM ályfetun um að skora á stjórnina „að gæta hagsmuna fslands út af deilu þeirri, sem nú er risin rnilli stjórna Noregs og Dan- merkur um réttindi til yfirráða á Grænlandi“. Veggir íslenzku torfbæjanna eru þykkir, og það þurfa þeir nauðsynlega að vera, til þess að þeir hafi nægilegan styrkleika fyrir það hlutverk, sem þeim er ætlað, og til þess að þeir séu nógu hlýir. Þessi vjenja að hafa veggina þykka verðist halda á- fram sums staðar hér landi við byggingu steinhúsa. Sem dæmi má nefna, að veggir þjóðleik- hússins hér í bænum eru flestir 70 cm. þykkir. Húsið er því frá verkfræðisiegu sjónarmiði eins og klumpur. Og þótt veggirnir á þessu húsi séu úr steinsteypu, ]rá eru þeir byggðir samkvæmt sömu hugsun og íslenzkir torf- veggir. f staðinn fyrir hina þykku veggi ættu máttarstoðir þjóð- Leikhússins að vera grind (súlur og bitar) úr járnbentri stein- steijpu. Veggirnir þyrftu að eins. að fylla inn á milli súlnanna og bæru okkert nenia sinn eigin þunga. Þeir þyrftu því ekki að vera meira en ca. 15 til 20 cm. þykkir. Með þessu móti hefði verið hægt að spara við byggingu þjóðleikhússins svo hundmðum teningsmetra skiftir af stein- steypu, en auðvitað hefði þurft meira járn í bygginguna en nú er notað, en sarnt hefði sparnaður- inn frá fjárhagslegu sjónarmiði orðið stórkostlega mikill. Bandaríkjamönnum myndi ekki koma til hugar að láta ójárn- benta steinsteypuveggi vera mátt- pirstoðir í jafnstóru húsi og þjóð- Leikhúsinu og það af þeirri ein- földu ástæðu, að það er ekki for- svaranlegt frá fjárhagslegu sjón- arniiði. Það er sorglegt að vita til þess, að miklu af því fé, sem íslend- ingar borga í skemtanasfeatt, skuli vera eytt til þess að byggja 70 cm. þykka steinsteypuveggi í þjóðMkhúsinu hér við Hverfis- götuna í Rejkjavík, þegar mikið ódýrara byggingar-fyrirkomulag er alþekt í öðrurn löndum. Að nota þykka, einfalda veggi til þess að fyrirbyggja kulda er ó- fullfeomið og alt of dýrt, svo þykkir steinsteypuveggir eru alls ekki réttmætanlegir af þeirri á- stæðu. Við smáar byggingar borgar það sig oft ekki að nota grind úr járnbentri steinsteypu, heldur reynist það betra frá verkfræðis- legu og fjárhagslegu sjónarmiði að hafa sjálfa veggina þunna og járnbenta. Steinsteypa hefir háan styrk- leika gegn þrýstingi, en mjög lítinn styrkleika gegn togi. Þeg- ar mikill þungi hvilir á þunnum vegg, er hætt við, að hann kikni. Þegar veggur byrjar að kikna, þá tognar efni veggjarins bungu- megin, en aftur á naóti þrýstist efni veggjarins saman hvilftar- rnegin. Járn hefir mjög háan styrkleika gegn togi, og væri hæfilega' rnikið af járni rétt undir yfirborði veggjarins bungumegin, þegar hann byrjar að kikna, þá aftrar járnið því, að veggurinn gæti sprungið eða brotnað. En af því að oft er ekki hægt að segja urn, hvort veggirnir muni kikna „út eða inn‘, þá þarf járn- ið að vera báðum megin í veggj- unum og það sem allra næst yfirborði veggjanna, en samt ekki nær því en ca. 3 cm. Það er ó- mögulegt að gefa almenningi nokkrar reglur um notkun járns í steinsteypu, því það er æði flókið mál, og umsjón með því ættu engir að hafa nema verk- fræöingar. Nú er verið að byggja nokkur steinhús hér í Reykjavík þar sem veggir húsanna eru haföir mjög unnir og nokkuð mikið af járni sett emgöngu í miðja veggina. Þarna er eitt nýtt „fúsk“ að byrja í íslenzkri byggingalist, og er þó nóg fyrir. Því að setja jám í miðja steinsteypuveggi stríöir á rnóti allri þeirri víðtæku þekk- ingu, sem menn hafa á þessum byggingaefnum — járni og stein- steypu. Steinsteypuveggir springa og brotna hvort sem járn er í þeim miöjum eða ekki. Það eina, sem járnið getur gert, er að halda saman hinum brotnu hlut- um steypunnar. Það getur vel verið að hinir þunnu veggir húsanna við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.