Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 1
Midvikudagur 16. mars - Bls. 49-80 missin Mynd grísk-franska leikstjórans Constantin Costa-Gavr- as, Missing, er sýnd í Laugarásbíói um þessar mundir. Hún hefur hlotið feiknaathygli hvar sem hún hefur verið sýnd og vakið mikið umtal og jafnvel reiði. Hún segir frá hvarfi bandarísks blaðamanns í Chile eftir valdaránið þar 1973 og leit föður hans og konu að honum. Þau finna hann á endan- um. Hann hefur verið skotinn til bana og gefið er í skyn að bandarísk stjórnvöld hafi átt þátt í dauða hans með því að hann vissi of mikið um þátt þeirra í valdaráninu. Banda- ríska utanríkisráðuneytið hefur mótmælt þessum þætti myndarinnar opinberlega. Hjónin Joyce og Charles Horman árift 1970, tveimur árum áöur en þau fóru til Chile. Sissy Spacek og JiCL LPmmon ■' hlutverkum sínum í Missing. Sannsögulegir atburðir Myndin er byggð á sannsögu- legum atburðum, sem greint er frá í bók Thomas Hausers frá 1978, The Execution of Charles Horman. (Bókin hefur komið út í annarri útgáfu undir heiti myndarinnar Missing.) Segir hún frá Charles Horman, vinstrisinnuðum „free lance" blaðamanni og heimildakvik- myndagerðarmanni og konu hans, þar sem þau búa i höfuð- borg Chile, Santiago, 1972. Þau eru spennt að fylgjast með marxistastjórn Salvador All- ende. Þegar henni var steypt af stóli árið eftir, var Horman meö annarri konu bandarískri, Terry Simon, á stað niðri við sjóinn, sem heitir Vina del Mar. Sam- kvæmt dagbók, sem þau héldu þar, ræddu þau við fjölda yfir- manna í bandaríska hernum á Vina del Mar, sem létu í það skína að valdaránið hefði verið undirbúið þar og að Bandaríkja- stjórn hefði verið á bak við það. Tveimur dögum eftir að Simon og Horman sneru aftur til Sant- iago, hvarf Horman, þá 31 árs. Fjórum vikum síðar kom í ljós að hann hafði verið skotinn. Myndin Leikstjórinn Costa-Gavras heíur sína> Missing, á komu föður Hormans, (Jack Lemmon) til Santiago, þar sem hann hittir konu sonar síns, (Sissy Spacek) og þau hefja leit að Charles Horman (John Shea). Costa-Gavras sýnir þau hlaup- andi á milli bandarískra sendi- ráðsstarfsmanna, sem virðast leggja sig alla fram við að hjálpa þeim við leitina, en vita allan tímann að hernaðaryfirvöld í Chile hafa þegar tekið hann af lífi. Myndin gengur jafnvel svo langt að halda því fram að þao hafi verið banuarískur yf.irmað- ur sem hafi skrifað undir af- tökuskipunina ásamt öðrum. Málaferli Nathaniel Davis, sem var sendiherra Bandaríkjanna í Chile á dögum valdaránsins, neitar þessu alfarið. Hann og nokkrir aðrir embættismenn, sem þykjast kannast við sig í myndinni voru á tímabili að hugsa um að fara í mál við kvikmyndafyrirtækið Universal Pictures, sem fjármagnar og dreifir myndinni, Costa-Gavras og Thomas Hauser, fyrir æru- meiðingar. Horman-fjölskyldan og vinir eru ánægðir með myndina og segja hana sannfærandi og heið- arlega. Hauser segir um hana: „mÍSSÍng er frábærlega gerð eft- ir bók minni. Hún ér ífú henni í anda, en ekki .n.ákvæm í hverju smáatriði." Horman eldri hefur eytt mörgum árum í að byggja upp mál á hendur bandarískum stjórnvöldum vegna hvarfs son- ar síns. Árið 1977 höfðaði hann mál á hendur ellefu opinberum starfsmönnum fyrir vanrækslu í starfi, glæpsamlegt morð og fleira. Flestum ákæruatriðum var vísað frá vegna formgalla og Horman dró «.7nur 111 baka vegna þess að honum var ek..l mögulegt að fá í hendur sem sönnunargögn mikilvæg hernað- arleyndarmál. „Þeir eru miður sín,“ sagði hann. „Ef hið sanna kæmist einhvern tíma í ljós, yrði það eins mikill hvellur og Wat- ergate-málið var.“ Costa-Gavras Missing skipti Gullpálmanum á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi 1382 með myndinni Yol eftir T’yrkjann Guney. Jáck Lemmon var kosinn „be§Í! Jeik- arinn“ í Cannes fyrir túlkun sína á Ed Horman. Myndin hefur einnig verið útnefnd til óskars- verðlauna. Costa-Gavras varð heimsfrægur árið 1969 fyrir mynd sína „Z“, sem fjallaði um morðið á gríska stjórnmála- manninum Lambrakis. Sú mynd þótti sanna að hægt sé að gera póin££*r myndir sem höfða til fjöldans með þvi ao iiöíá Í)á frás- agfiartækni sem aðallega er við- höfð í sakaiTiálðmyndum. Síðan hefur Costa-Gavras hsJíJ'ð s>g við þessa tegund kvikmynda meo ágætum árangri. (Játningin, 1970, og Umsátursástand, 1973.) Costa-Gavras vill ekki láta draga sig í pólitíska dilka. „Ég er að reyna að gera hlutina eins og ég vil,“ segir hann. Hann viður- kennir að stjórnmálaskoðanir hans hafi oríJTt um árin- „SlRáít og smátt gerir þú þér grein fyrir að það er ekki til neitt eitt sem er réttast, ekki til ein rétt hugmyndafræði, sem leiðir þig til Sæluríkisins. Menn verða stöðugt tortryggnari gagn- vart hverri þeirri hugmynda- fræði sem boðar að hún sé sú eina rétta." Áður fyrr trúði hann á að marxisminn væri skynsam- legastur í grundvallaratriðum, en þær einræðisstjórnir sem sú hugmyndafræði hefur fætt af sér, hafa veikt trú Costa-Gavras á henni. Bókin meira sláandi En hvað segir Costa-Gavras við mótmælum bandaríska utan- ríkisráðuneytisins þar sem ráðu- neytið heldur því fram að banda- rísk stjórnvöld hafi ekki átt neinn þátt í hvarfi og dauða Hormans eða valdaráninu í Chile. „Ef ég væri starfsmaður utanríkisráðuneytisins myndi ég ekki snerta við myndinni. Ég myndi segja, leyfum þeim að gera þessa mynd.“ Hann er mest hissa á því að hið opinbera skyldi ekki mótmæla bók Haus- ers um Horman-málið. Bókin inniheldur nefnilega mun meira sláandi hluti en fram koma í myndinni, þar á meðal sannanir fyrir því að tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Chile hafi vitað í smáatriðum hvernig morðið á Charles Horman hafi farið fram, löngu áður en faðir hans kom til Santiago. Nathaniel Davis, fyrrverandi sendiherra, sagði eftir að hann sá Missing: „Myndin angrar mig út af tvennu. í henni er því hald- ið fram að við höfum átt ein- hvern þátt í dauða Charles Hormans, sem við höfðum ekki, og í henni er því haldið fram að við höfum skipulagt valdaránið, sem við gerðum ekki.“ Ed Horm- an, faðir hins myrta Charles, kallar Davis „fágaðan lygara". Og segir: „Ég geng svo langt að segja að ekki er eitt atriði ósatt í myndinni." Ef hún vék"! forvitni... Hverjir segja satt? ^osta- Gavras og Hauser standa meö Horman. Gavras segir: „Ég reyni ekki að sanna eða afsanna íieitt. Ég er hins vegar sannfærður um að Bandaríkjastjórn hafði eitthvað með valdaránið i Chile að gera. Pr lanKl frá J>* að vera and-amerísk mynu. Stórkostlegasti hluti þessa alls er að myndin sýnir hvernig SJÁ NÆSTU sínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.