Morgunblaðið - 16.03.1983, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
61
hvert viðamesta verkefni hennar
er í sambandi við úthlutun ör-
yrkjabifreiða, .þar fer einnig
fram margskonar upplýsinga- og
þjónustustarfsemi við öryrkja,
er til skrifstofunnar leita, ásamt
fyrirgreiðslu og aðstoð við þá,
sem i íbúðum bandalagsins búa.
Lögfræðiþjónusta ÖBÍ hefur
verið starfrækt af Halldóri S.
Rafnar í 7 ár. Þar er öryrkjum
veitt ókeypis ráðgjöf og aðstoð.
Aðalmál lögfræðiþjónustunnar
eru skattamál og tryggingamál.
f skýrslu formanns stjórnar
hússjóðs kom fram að hússjóður
hefur nú byggt þær 250 leigu-
íbúðir, sem ákveðið var 1966 að
byggðar yrðu. íbúðir hússjóðs
eru í fjórum háhýsum, þrem við
Hátún 10, 10A og 10B með 209
íbúðum og einu í Fannborg 1 í
Kópavogi með 41 íbúð. Auk þess
á hússjóður nokkrar íbúðir í
íbúðarhverfum í Reykjavík. All-
ar íbúðir hússjóðs eru leigðar ör-
yrkjum eða öldruðum. Aðal-
Viðfangsefnum Öryrkjabandlags-
ins fjölgar og störfin ört vaxandi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Öryrkjabandalagi
íslands:
Aðalfundur Öryrkjabandalags
íslands var haldinn seint á síð-
asta ári að Fannborg 1, Kópa-
vogi.
Aðildarfélög bandalagsins eru:
Blindrafélagið, Blindravinafé-
lagið, Félag heyrnarlausra, For-
eldra- og styrktarfélag heyrn-
ardaufra, Geðverndarfélag ís-
lands, Gigtarfélag fslands,
Heyrnarhjálp, Samband ísl.
berkla- og brjóstholssjúklinga,
Sjálfsbjörg, Styrktarfélag lam-
aðra og fatlaðra og Styrktarfé-
lag vangefinna.
Tilgangur Öryrkjabandalags-
ins er, samkvæmt lögum þess:
1. að koma fram fyrir hönd ör-
yrkja gagnvart opinberum að-
ilum,
2. að reka skrifstofu fyrir ör-
yrkja er veiti þeim upplýs-
ingar og félagslegra aðstoð,
3. að eiga hlut í félögum, sem
hafa viðráðanleg verkefni
handa öryrkjum,
4. að koma á samstarfi við fé
lagasamtök erlendis, er vinna
á líkum grundvelli og hagnýta
reynslu þeirra í þágu banda-
lagsins,
5. að vinna að öðrum sameigin-
legum málum öyrkja.
Á aðalfundinum flutti formað-
urinn, Arinbjörn Kolbeinsson,
skýrslu stjórnar. Þar kom fram
að viðfangsefnum Öryrkja-
bandalagsins fer fjölgandi ár frá
ári og störfin þar af leiðandi ört
vaxandi. í því sambandi má
nefna störf í nefndum og ráðum
er varða á einn eða annan hátt
réttindi fatlaðra svo sem endur-
hæfingarráði, umferðarráði,
samstarfsnefnd um atvinnumál
fatlaðra, stjórnarnefnd um mál-
efni þroskaheftra, ferlinefnd,
alfanefnd, öldrunarráði, starfs-
hópi um náms og endurhæfingu
fatlaðra og fleira mætti til-
greina. Mikið starf hefur verið
unnið í sambandi við frumvarp
til laga um málefni fatlaðra, þá
er og mikið starf unnið í sam-
bandi við sjálfseignarstofnanir
bandalagsins, hússjóð og vinnu-
stofusjóð.
í skýrslu skrifstofunnar, sem
er að stjórnað af Ásgerði Ingi-
marsdóttur, kom fram að eitt-
framkvæmdaverkefni hússjóðs
ÖBÍ á tímabilinu milli aðalfunda
hefur verið bygging svonefndrar
tengiálmu; bygging, sem er kjall-
ari og hæð, er tengir saman
íbúðarhúsin þrjú í Hátúni 10. Á
hæð tengiálmunnar, sem er 165
fm, verða öryrkjavinnustofur
bandalagsins, skrifstofur, ým-
iskonar þjónustuaðstaða, bóka-
safn, lesstofur, heilsuræktar-
aðstaða og fleira. Ætla má að
verulegur hluti tengiálmunnar
verði tekinn í notkun á þessu ári
og mun þá starfsaðstaða banda-
lagsins stórbatna og þjónustu-
rými fyrir íbúa háhýsanna
aukast til mikilla muna.
Anna Ingvarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri vinnustofunnar
Örtækni, flutti skýrslu um ör-
yrkjavinnuna. 26 öryrkjar vinna
að jafnaði á tæknivinnustofunni.
Auk framleiðslu á gjaldmælum
fyrir leigubifreiðir er jafnan
unnið að verkefnum fyrir önnur
rafeindafyrirtæki og nú er unnið
að náinni samvinnu allra raf-
eindafyrirtækja í landinu og
stendur til að hlutur Örtækni
verði stór í þeirri samvinnu sem
samsetningaraðili. Auk raf-
eindaiðnaðarins, er jafnan unnið
að hreinsun og viðgerðum á
simatækjum fyrir Landsíma ís-
lands. Þetta verkefni fyrir
Landsímann er bandalaginu
ómetanlegur styrkur vegna at-
vinnuöryggis, en verkefnaskort-
ur háir oft öryrkjavinnustofum.
Þess hefur áður verið getið að
á fyrra ári gáfu hjónin Ingibjörg
Hallgrímsdóttir og Björn Guð-
mundsson Öryrkjabandalaginu
saumastofu í fullum rekstri. Sú
saumastofa er nú rekin af ÖBÍ,
en mun flytja í nýtt húsnæði í
tengibyggingunni fyrir mitt
þetta ár.
Vigfús Gunnarsson, formaður
ferlinefndar flutti greinargóða
skýrslu um störf nefndarinnar
og framtíðarviðfangsefni, en
Carl Brandt, annar ferlinefndar-
maður, sýndi myndir þar sem vel
mátti greina aðgengisörðugleika
fatlaðra um eldri byggingar.
I umræðum um skýrslur kom
fram þakklæti til starfsfólks
fyrir frábært vinnuframlag í
þágu bandalagsins. Fram kom
að þrátt fyrir ótvíræðan árangur
af ári fatlaðra, þá væri langt í
land að markmiðum ársins væri
náð. Þörf væri stórátaks í ferli-
málum, mennta- og atvinnumál-
um öryrkja, svo nokkuð sé nefnt.
JÖFUR HF.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
Amerískur
og um það þarf ekki fleiri orö.
6 manna lúxus bíll
Fulltverðkr. 462.380.-
Sérstakurafslátturaf árg. 1982 88.210.-
gengi 01.03. '83 374.170.-
Litir: silfurgrár - dökkgrænn sanseraöur - drapplitur - dökkblár
Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri - Aflhemlar - Hituð afturrúöa - Electronisk kveikja
Deluxe innrétting - Digital klukka - Fjarstýrður hliðarspegill - Litað gler