Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.03.1983, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983 65 TOSCA í HÁSKÓLABÍÓI Fyrir nokkru flutti Sinfóníuhljómsveit íslands óperuna Tosca eftir Giaccomo Puccini í konsertformi ásamt söngvurunum Sieglinde Kahmann, Kristjáni Jóhannssyni, Robert W. Becker, Guðmundi Jónssyni, Elínu Sigurvinsdóttur, Má Magnússyni og Kristni Hallssyni. Einnig tók Söngsveitin Fílharmónía þátt í flutningnum. Stjórnandi var Jean-Pierre Jacquillat, en óperan var flutt í Háskólabíói. Myndin er tekin að loknum flutningi óperunnar, er flytjendur tóku við blómvöndum. Fundur í London um losun úrgangs í hafið: Borin fram tillaga um algert bann við losun á geislavirkum efnum í hafið þávcrandi utanríkisráðherra, Hjálmar R. Bárðarson siglingamálastjóri, sem kjörinn var forseti ráftstefnunnar, Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráftuneytisins, og þvínæst fulltrúar frá Sameinuftu þjóðunum, Alþjóftasigl- ingamálastofnuninni og Alþjóftakjarnorkustofnuninni. Ljósmjnd: M»t* wibe í.und jr. — Rætt við Hjálmar R. Bárðarson, siglinga- málastjóra sem sat fundinn Hjálmar R. Bárðarson siglinga- málastjóri sat í febrúar sl. 7. fund aðildaríkja Alþjóðasamþykktarinnar frá því í desember 1972 um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna í þaft. Kins og menn kannski muna, var haldin í Reykja- vík vorift 1972 undirbúningsráft- stefna, þar sem gengift var frá frum- texta samþykktarinnar, og var Hjálmar þá forseti ráðstefnunnar. í dag eiga rúmlega 50 ríki aftild að þessari samþykkt, og sátu fulltrúar frá 32 þessara ríkja fundinn, en hann var haldinn í nýjum aðalstöðv- um Alþjóðasiglingamálastofnunar Sameinuftu þjóðanna í London. Á dagskrá fundarins nú voru 12 liftir, en langmestan tíma tóku umræftur og ákvarftanir varðandi losun á geislavirkum efnum í hafið. Morgunblaðið spjallaði nýverið við Hjálmar um fundinn og helstu niðurstöður hans. Sagði Hjálmar að í Alþjóðasamþykktinni væri efnum skipt í þrjá flokka. Það eru í fyrsta lagi þau efni sem alger- lega er bannað að losa í hafið, en meðal þeirra efna eru öll há- geislavirk efni. í öðru lagi eru það efni sem aðildarríkisstjórnir geta leyft að losa í hafið, séu ákveðin skilyrði uppfyllt. Efni í þessum flokki eru m.a. lág-geislavirk efni, sem þá eru sérstaklega umbúin og losuð á sérstökum stöðum á miklu dýpi. í þriðja lagi eru þau efni sem aðeins þarf sérstakt leyfi stjórn- valda hvers lands til að losa i haf- ið. Tillaga um algert bann við losun á geislavirk- um efnum í hafið felld „Umræðan á fundinum nú,“ sagði Hjálmar, „snerist mest um losun á lág-geislavirkum efnum, það er að segja þeim efnum sem falla undir miðflokkinn. Þau ríki sem nú losa lág-geislavirk úr- gangsefni í hafið eru Bretland, Holland, Belgía og Sviss. Banda- ríkin hafa einnig losað slík lág- geislavirk efni í hafið, en hafa nú hætt því, að minnsta kosti í bili. Losunarstaður á lág-geislavirkum úrgangi er nú aðeins einn, um 700 km vestur frá Spánarströnd, á 3.000 til 4.000 metra dýpi. Þessi fjögur Evrópulönd, sem nú nota þennan losunarstað, eiga það öll sameiginlegt að þau nota kjarnorku, eru þéttbýl og hafa lít- ið landrými til geymslu á landi. Nú er Japan í sama vanda og þessi lönd, og þvi er óttast að Japan muni innan fárra ára hefja losun á lág-geislavirkum úrgangsefnum í Kyrrahafið. Það var óttinn við þessa vænt- anlegu losun Japana á geislavirk- um úrgangi sem knúði tvö smá eyríki í Kyrrahafi, Kiribati og Nauru, til að leggja fram á þessum fundi aðildarríkja Lundúnasam- þykktarinnar tillögu um breyt- ingu á reglum hennar, sem fælu í sér algert bann nú þegar á allri losun á geislavirkum úrgangi í hafið. Til að þessi breyting á alþjóða- samþykktinni næði fram að ganga þyrftu% af fulltrúum aðildarríkj- anna að greiða tillögunni atkvæði. Augljóst var strax, að þessi tillaga næði ekki fram að ganga, enda óraunhæft að stöðva fyrirvara- laust alla losun nú þegar. Norður- löndin fimm báru því fram breyt- ingartillögu við tillögu Kiribati og Nauru. í henni fólst, að í stað stöðvunar á losun strax yrði unnið markvisst að minnkun á losun geislavirkra úrgangsefna, og henni lokið alveg árið 1990. Voru nú haldnir fjölmargir sérfundir og reynt að afla stuðn- ings við þessa tillögu Norðurland- anna. Varð það úr, að Kiribati og Nauru og þau lönd önnur, sem styðja vildu þeirra tillögu, hétu stuðningi við tillögu Norðurland- anna. Að athuguðu máli tókst þó ekki að afla % atkvæða viðstaddra aðildarríkja til að styðja Norður- landatillöguna. Norðurlöndin ákváðu þá að fara fram á að tillagan yrði lögð fyrir sérstaka vísinda- og tækninefnd til athugunar, ásamt upprunalegri tillögu Kiribati og Nauru. Skyldi þessi nefnd skila áliti til 8. fundar aðildarríkjanna, sem haldinn verður í London í febrúar 1984.“ Ekki sannað að hætta stafi af geislavirkum úrgangi í sjónum Hjálmar sagði, að þrátt fyrir hræðslu manna við losun geisla- virkra úrgangsefna í hafið, væri ósannað mál að það gæti haft nokkra hættu í för með sér. Né heldur hefur orðið óhapp við slíka losun. „Hins vegar," sagði Hjálm- ar, „er það líka ósannað að engin hætta stafi af geislavirkum úr- gangsefnum í hafi. Og spurningin er á hverjum sönnunarskyldan hvíli, þeim sem vilja halda áfram að losa í hafið, eða hinum sem vilja hætta.“ Hjálmar var spurður að því hvaða möguleikar væru fyrir hendi við losun á geislavirkum úr- gangi. „I dag eru tvær aðferðir við- hafðar, sökkva úrganginum í sæ og grafa hann í jörðu. Hins vegar er nú mikið rætt um þriðja mögu- leikann, að skjóta úrganginum út í geiminn. Ef úrgangurinn er graf- inn í jörðu er alltaf hægt að grafa hann upp aftur og eyða þegar tækni er fundin til þess. Að því leyti til er þessi losunaraðferð tal- in heppilegri. Hins vegar er slysa- hættan meiri og einnig sú hætta að hermdarverkamenn komist yfir efnið og noti það til illra verka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.