Morgunblaðið - 16.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1983
71
Steypuiðjan og Set
með nýjungar í plast-
slöngugerð hérlendis
VERKSMIÐJURNAR Steypuiðjan sf. og Set hf. á Selfossi eru um þessar
mundir að hefja framleiðslu á ýmsum gerðum af plastslöngum, sem hafa
hingað til verið fluttar inn, að sögn Einars Elíassonar, framkvæmdastjóra
beggja fyrirtækjanna.
Hann sagði að framleiddar yrðu
einfaldar glærar PVC-slöngur,
nylon-ofnar þrýstislöngur fyrir
loft, garðslöngur og fleiri gerðir.
„Við byrjuðum framleiðslu á þess-
um slöngum í desember sl. í nýj-
um vélum, sem keyptar voru inn
frá Ítalíu og hefur hún gengið von-
um framar. Við munum því setja
vöruna á markað á næstu dögum,"
sagði Einar.
Þá sagði Einar að stefnt væri að
því, að nægar birgðir lægju fyrir í
vor til að fullnægja eftirspurn og
reyndar væri stefnt að því að anna
algerlega innlendri eftirspurn í
framtíðinni. Slöngurnar verða
framleiddar undir vöruheitinu
SET-slöngur.
Steypuiðjan sf. og Set hf. fram-
leiða einnig PVC-raflagnarör í 6
víddum, einangruð hitaveiturör og
tilheyrandi fylgihluti, steinrör og
brunna til holræsalagna, PEH-
hlífðarrör og fleira.
Eins og áður sagði er Einar Elí-
asson, framkvæmdastjóri beggja
fyrirtækjanna, en framleiðslu-
stjóri er Bergsteinn Einarsson.
Hjá fyrirtækjunum vinna að stað-
aldri 15—20 starfsmenn.
Ritvinnslutæknin fer
stöðugt meira inn í
fyrirtæki og stofnanir
Stjórnunarfélagið býður nú kennslu á 5 ritvinnslukerfum
STJÓRNUNARFÉLAG íslands hefur undanfarna mánuði m.a. lagt ríka
áhcrzlu á kcnnslu í ritvinnslu og hefur félagið, að sögn Árna Gunnarsson-
ar, framkvæmdastjóra þess, komið sér upp fjölbreyttum búnaði og getur nú
boðið kennslu og kynningu á 5 ritvinnslukerfum, sem í boði eru hérlcndis.
„Mjög fer nú í vöxt, að fyrirtæki
og stofnanir taki ritvinnslutækn-
ina í notkun, enda eru á ferðinni
byltingarkenndar breytingar á
meðferð og vinnslu skjala. Mikilli
hagræðingu má koma til leiðar og
sparast mörg handtökin við
endurritun bréfa og skýrslna.
Nú er að ljúka á vegum félags-
ins 5 námskeiðum í ritvinnslu,
sem sérstaklega eru haldin fyrir
embætti ríkisskattstjóra, en emb-
ættið hyggur á notkun ritvinnslu á
skrifstofum sínum um allt land.
Kennt er á ritvinnslukerfið
Scripsit II, en frágangur náms-
gagna og kennslu á námskeiðun-
um var í höndum Kolbrúnar Þór-
hallsdóttur, ritvinnslukennara
Stjórnunarfélagsins," sagði Árni
Gunnarsson.
Að sögn Árna fer það í vöxt að
haldin séu sérsniðin námskeið
fyrir félög og stofnanir. „Með slík-
um námskeiðum næst oftast betri
árangur en af opnum námskeið-
um, þar sem hægt er að leggja
megináherzlu á þarfir viðkomandi
hóps og taka tillit til sérverkefna
hans.“
á árinu 1981 og 13,1% á árinu
1980.
Hlutur afurða skreiðarverkunar
rýrnaði verulega á síðasta ári, eins
og flestum er eflaust kunnugt um,
en hann var um 4,5%, borið saman
við 13,9% á árinu 1981 og 8,3% á
árinu 1980.
Hlutur landana veiðiskipa var
um 4,7% á síðasta ári, borið sam-
an við 3,1% á árinu 1981 og um
4,9% á árinu 1980. Þá má nefna
afurðir hvalvinnslunnar, en hlut-
ur þeirra á síðasta ári var um
1,5%, borið saman við 1,2% árið
1981 og 1,1% árið 1980.
Hlutur landbúnaðarafurða
rýrnaði á síðasta ári, þegar hann
var um 1,3% borið saman við 1,4%
árið 1981, en hann hafði þá rýrnað
frá árinu 1980 úr 1,7%.
Hlutur íslenzkra iðnaðarvara
jókst nokkuð á síðasta ári, þegar
hann var um 20,4%, borið saman
við 18,3% á árinu 1981. Hlutur ís-
lenzkra iðnaðarvara var á árinu
1980 um 20,6%. Stærsti hlutinn er
afurðir álvinnslu, en hlutur þeirra
var um 10,0% á síðasta ári, borið
saman við c 7% á árinu 1981 og
um 12,2% a árinu 1980.
Hlutur afurða ullarvinnslunnar
var á síðasta ári 4,6% og hafði
vaxið úr 3,8% á árinu 1981. Hlutur
afurða ullarvinnslunnar var um
3,6% á árinu 1980.
Þá má nefna hlut kísiljárns,
sem var um 2,9% á síðasta ári, en
var til samanburðar 1,7% á árinu
1981 og um 1,8% á árinu 1980.
Loks má nefna, að hlutur svo-
kallaðra „ýmissa vara“ var á síð-
asta ári um 1,4%, en var til sam-
anburðar um 1,1% á árinu 1981 og
um 1,7% á árinu 1980.
Yitzak Navon forseti ísraels ræðir við Menachem Begin forsætisráðherra, eftir að sá fyrrnefndi kom úr
heimsókn til Bandaríkjanna á dögunum.
*
Israel:
Navon hættir sem forseti
— fer hann í formannskjör hjá Verkamannaflokknum?
YITZAK NAVON, forseti ísraels, hefur tilkynnt, að hann muni ekki gefa
kost á sér til endurkjörs í embætti forseta. Þessi frétt gefur byr undir
báða vængi vangaveltum um, að Navon hyggist snúa sér aö stjórnmálum.
í skoðanakönnun sem ísraelska blaðið Jerusalem Post birti, áður en
Navon kunngerði ákvörðun sína, kom í Ijós að innan Verkamannaflokks-
ins nýtur Navon margfalt meira fylgis en Shimon Peres, núverandi
formaður og keppinautur hans Yitzak Rabin.
í skoðanakönnuninni sögðust
48,9 kjósendur Verkamanna-
flokksins myndu styðja Navon,
27,8 sögðust styðja Rabin og
Peres fékk 9,5 prósent fylgi. Þá
hefur einnig flogið fyrir, að
Shimon Peres muni vera fáan-
legur að víkja úr formennsku-
starfi fyrir Yitzak Navon, sem
mikillar lýðhylli nýtur, þótt Per-
es hafi ekki verið fáanlegur að
fallast á að Rabin tæki við. Hins
vegar hefur þetta ekki verið
staðfest og enn er óljóst, hvernig
Rabin myndi bregðast við, þ.e.
hvort hann myndi sætta sig við
að Navon tæki við formennsku
Verkamannaflokksins. Yitzak
Navon hefur verið býsna áber-
andi í embætti forseta ísraels á
kjörtímabilinu og aflað sér mjög
almennra vinsælda og trausts.
Fréttaskýrendum ber saman um
að það yrði Verkamannaflokkn-
um mjög til framdráttar ef Nav-
on tæki við formennsku flokks-
ins eftir „forystumannavanda-
mál“ þar árum saman, sem hefur
orðið til að veikja hann mjög.
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600