Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
Sigurgeir að binda son sinn Hersi fyrir bjargsigsæfingu.
Á unglingsárum til sjós með Friðriki Ásmundssyni á Löndum, núverandi skólastjóra Stýrimannaskólans í Eyjum.
Sigurgeir kennir verklega sjóvinnu í Eyjum.
una og las óhemju mikið sem
krakki. í framhaldi af því þurfti
ég aldrei að læra íslenzka staf-
setningu í skóla, það var einhvern
veginn innbyggt hvernig átti að
skrifa orðin. Ef það má trúa hon-
um Fúsa kennara (Vigfúsi ólafs-
syni), sem kenndi mér megnið af
barnaskólagöngunni, þá sagði
hann að það væri trúlega Is-
landsmet að þurfa aldrei að leið-
rétta orð hjá nemanda svo árum
skipti.
Síðar kom nú reyndar að því að
ég mátti fara að gjöra svo vel og
læra stafsetningarreglurnar. Það
var í Kennaraskólanum, en Óskar
Halldórsson lektor neitaði að be-
kenna það að ég gæti kennt mín-
um nemendum að hafa sama sjón-
minni og ég var með og þetta var
alveg rétt hjá honum. Eg varð því
að læra stafsetningarreglurnar og
það er eitthvert hrútleiðinlegasta
nám sem ég hef stundað.
Mér hefur alltaf þótt gaman af
íslenzku, bæði sem áhugamáli og í
kennslu, en ég er ekki einn af þess-
um málverndunarmönnum,
mönnum sem vilja ekki viður-
kenna orð nema að þeir geti san-
nað að Snorri hafi búið það til. Ég
er ekki heldur í hópi þeirra manna
sem óttast að taka inn orð í málið
úr erlendum tungum, orð sem
falla að beygingarkerfinu og eru
þjál orð. Mér finnst til dæmis
mjög gaman að nýju slangurorða-
bókinni og margt af því sem í
henni er flokkast ekki undir slang-
ur að mínu mati, heldur er þar um
að ræða góða og gilda nútíma ís-
lenzku. Hitt er svo annað mál að
ég vil ekki kasta fyrir róða því sem
er gamalt og gott, samanber að
sumir vilja losna við allt sem er
gamalt, til dæmis þingmenn
aðeins af því að þeir kunna að vera
gamlir. Það á að halda því sem
heldur gildi, hvort sem það er orð
eða þingmaður.
Bæði fiskur og mál-
fræði er lostæti
Nei, málfræðikennslu á ekki að
kasta burtu, hvorki í íslenzku né
öðrum tungumálum. En það er
með málfræði eins og með bless-
aðan fiskinn okkar, að þetta verð-
ur voðalega þurrt og leiðinlegt ef
þetta er alltaf borið fram á sama
hátt. Ef þetta er rétt matreitt,
hvort sem það er fiskur eða mál-
fræði, komast menn að raun um
að hvort tveggja er lostæti.
Það má að sjálfsögðu ekki
ganga of langt í málbyggingu, en
umfram allt að íslenzka eins og
hægt er. Gott dæmi er orðið auto-
mobil, sem varð að bíl á íslenzku
og þá voru Bítlarnir íslenzkaðir
snaggaralega. En það verður að
gæta þess að erlendu orðin geti
aðlagazt okkar hljóðkerfi og beyg-
ingarkerfi. Það mun til dæmis
orðið video aldrei gera og þess
vegna eigum við að kasta því fyrir
borð í okkar tungu. Orðið mynd-
band er til, gott orð sem er sjálf-
sagt að nota. í dag talar enginn
um annað en segulband eða tón-
bönd og þyrla þurrkaði út orðið
helikopter. Þegar gaus í Eyjum
1973 var alltaf talað um að flytja
búslóðir í container, en gámanafn-
ið varð til í gosinu og síðan er
erlenda orðið úr sögunni í ís-
lenzkri tungu. Þetta er gott dæmi
um orð sem búið er til úr íslenzku,
en ef ekki er hægt að nota íslenzkt
orð er ekkert á móti því að sækja
það í erlenda tungu og aðlaga það.
Ég hef ekki áhyggjur af því þótt
menn sletti í talmáli, það hefur
alltaf verið. Það væri miklu frem-
ur áhyggjuefni ef menn færu al-
mennt að tala gullaldaríslenzku á
götum úti. Ég veit um Norður-
landabúa sem læra gullaldarmálið
erlendis og þegar þeir voga sér að
spyrja íslending á gullaldarís-
lenzku á leiðinni til íslands í
flugvélinni, þá eru þeir spurðir á
móti: „Do you speak English."
Meira að segja Laxness hikar ekki
við að íslenzka orð. í gær var ég að
blaða í einni af bókum hans og
náði ekki fyrr en í þriðju lotu hvað
hann meinti með orðunum að
krossa strítuna (cross the street).
Mér fannst það ekkert voðalega
vont. Ég er nefnilega ekki fast-
heldinn á tunguna, hún verður að
fá að breytast eins og annað, en þá
í takt við sjálfa sig og við eigum að
stjórna því sjálf."
Sambandslaus viö
umheiminn og
engar klukkur
Kennarinn og sjómaðurinn hafa
lengi togazt á í þér.
„Mér finnst þau ár eiginlega
hálfómerk ef ég kemst ekki út á
sjó. Þá á ég ekki við að fara í ein-
hvern sporttúr, heldur sem at-
vinnu. Ég fór fyrst á sjó 1959, fyrir
24 árum, og það hafa ekkert mörg
ár dottið úr svo að ég hafi ekki
stundað sjó sem atvinnu að ein-
hverju leyti. Mér þykir það ein-
hver jafnskemmtilegasta vinna
sem ég stunda. Hvað veldur er
ekki gott að segja því þetta er ekki
þægileg vinna. Érfiðisvinna er
rétta orðið. Kannski líkar mér að
þetta er ekki rútínuvinna, maður
mætir ekki á ákveðnum tíma og
hættir ekki heldur á ákveðnum
tíma, getur ekki ákveðið það í
þeirri vinnu að bjóða konunni í bíó
á fimmtudaginn kemur. Þú ert
líka töluverðan hluta af þínum
vinnudegi, jafnvel vikur og mán-
uði, sambandslaus við umheiminn
og hefur ekkert með klukkur að
gera. Þetta er sennilega það sem
er hvað bezt við starfið.
Gluggabréfalaust líf
Það er talið að sjómenn séu sú
stétt í landinu sem er minnst
stressuð. Ég reikna fastlega með
því að það sé af aðurnefndum
ástæðum. Þú ert ekkert að velta
fyrir þér neinum gluggabréfum,
færð þau ekki send út á sjó, og
þegar þú kemur í land er konan
búin að borga þau fyrir þig.
Skipshöfn er ákaflega einangr-
aður hópur og menn hafa margir
heyrt talað um hvort það sé góður
eða slæmur mórall um borð. í
landi er talað um slæman eða góð-
an anda á vinnustöðum, en alltaf
móral um borð. Þáð hafa að vísu
stundum verið um borð einhverjir
fýlugosar, eða menn sem ekki féllu
inn í munstrið. Þeir hafa sjaldnast
verið lengi á þeim nótum og annað
hvort látið af fýlunni eða hætt.
Mínum beztu félögum hef ég
kynnzt til sjós.
Sævar í Gröf
Margir sjómenn eru eftirminni-
legir, enda sterkir persónuleikar á
hverju strái. Eitt sumar var ég
með Sævari heitnum í Gröf. Hann
var mikill fiskimaður og sérlega
góður drengur, en sjálfum sér
verstur og það langverstur. Hann
var einhver mesti ákafamaður
sem ég hef verið með bæði í einu
og öllu. Til dæmis kom það oft
fyrir þegar við vorum að taka inn
trollið að hann ældi öllum hádeg-
ismatnum upp af æsingi ef eitt-
hvað var í veiðarfærinu. Sömu-
leiðis var hann svakalegasti reyk-
ingamaður sem ég hef kynnzt.
Hann reykti 7—8 pakka á sólarhr-
ing og þurfti aldrei á eldspýtum að
halda, kveikti alltaf í með stu-
bbnum, nema þegar það kom fyrir
að hann missti niður dampinn
eins og við kölluðum það og þá
kom hann hlaupandi niður á dekk
til þess að fá eld, því hann var
aldrei með eldspýtur sjálfur."
Söngvarinn öskraði í
löndunarmálinu
Sjómenn hafa löngum verið iðn-
ir við kolann í alls kyns uppátækj-
um til að krydda tilveruna?
„Prakkaraskapur og gálgahúm-
or fylgir alltaf sjómönnum.
Einu sinni var ég á bát þar sem
landskunnur söngvari var skip-
verji. Við vorum á trolli á bát sem
var gerður út frá Hafnarfirði og
vorum að toga út við Eldey í leið-
indaveðri. Þegar við vorum að
taka inn trollið slitnaði snörlan,
þ.e. spotti sem liggur upp í bómu
og var notaður hér áður til þess að
taka trollið. Við náðum trollinu
inn snörlulausir og kallinn segir
okkur að láta þetta bíða því hann
ætli að keyra upp undir, enda
komið leiðindaveður. Það var lítið
í holinu svo það tók skamma stund
að henda þessum kvikindum
niður, en þá vildu söngvarinn og
kokkurinn endilega fara að skipta
um snörlu á stíminu. Mér kom
þetta ekkert við, vélstjórablók,
þeir fara upp og ég heyri að það er
slegið af og spilið sett á. Svo líður
stund og ég heyri að það er farið
að hífa aftur, en síðan kveða við
einhver ógurleg öskur. Ég fer upp
og sé þá hvar kokkurinn stendur
stjarfur við spilið, en löndunar-
málið sveiflast borðstokka á milli
uppi undir bómunni og þaðan
koma öskrin ógurlegu. Þeir höfðu
þá híft söngvarann upp í löndun-
armálinu með nýja snörlu til þess
að festa og það tókst, en þegar átti
að fara að slaka málinu niður aft-
ur var veltingurinn svo svakalegur
að málið hentist lunninga á milli
og kokkurinn þorði ekki að slaka
og það var ekkert hægt að gera á
þessu stigi málsins fyrir hlátri í
mannskapnum, því söngvarinn í
löndunarmálinu var svo yfirgengi-
lega hræddur þarna uppi að hann
var að deyja. Þetta endaði með því
að ég fór að spilinu og ýtti mat-
sveininum frá. Þegar lag kom síð-
an fíraði ég málinu niður að lúgu
og þá kom söngvarinn upp algjör-
lega kríthvítur í framan af
hræðslu.
75 vínarbrauð
í 5 daga túr
Einhverju sinni á sama bát
þurfti snarlega að redda máli. Við
vorum alltaf í eilífu hallæri með
kokka þetta sumar og vorum nú
búnir að ráða einn nýjan, sem
hafði reyndar aldrei komið nálægt
matseld. Við vorum að fara í 5—6
daga túr og þótti eitthvað lítill
kosturinn sem kom um borð. Við
laumuðumst því, kallinn og ég, til
þess að kanna hvað ætti að vera í
matinn í túrnum. Þá kom í ljós að
kosturinn sem pantaður hafði ver-
ið samanstóð af þremur dósum af
fiskbúðingi og 75 vínarbrauðum,
punktur. Sem betur fer var ekki
búið að loka Kaupfélagi Hafnfirð-
inga, svo okkur tókst að ná í mat-
væli í túrinn.