Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 27 Áhugi á siglinga- og stjörnufræði Það er engin spurning að sjór- inn tekur mann tökum og ég tók það í mig á gamals aldri, kominn á fimmta tuginn, að setjast í Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyj- um. Oft var löngunin búin að segja til sín, ég hafði bæði vélstjóra- og kokkaskólann og ég hef unnið öll störf á fiskiskipi nema skipstjórn. Það skal nú tekið fram að það var ekki meiningin að stíla upp á skip- stjórn, en ég hef alltaf haft áhuga fyrir siglinga- og stjörnufræði. Eg lauk fyrsta bekk í fyrra og var búinn að stunda nám fram að ára- mótum í vetur í II. stigi, en þá kemur þetta eins og skrattinn sjálfur í þráðarlegg yfir mann að fara að leggjast inn á spítala. Þar með er náttúrulega allt nám úr sögunni í vetur, en spurningin er bara hvort maður kemst á sjó í sumar. Þá er að klára skólann næsta vetur svo fremi að maður sleppi lifandi hér út af spítalan- um. Maður getur aldrei nógsamlega þakkað skaparanum Annars er ég bara orðinn nokk- uð sáttur við þennan vetur og það að hafa eytt honum á spítala. Fyrsta hálfa mánuðinn vorkenndi maður sjálfum sér einhver ósköp og átti óhemjulega bágt, búinn að missa af skólanum og hinu og þessu. En þegar maður er búinn að liggja svona í þrjá mánuði, þá er eins og það fari að opnast á manni augun, að maður á ekkert bágt. Þetta er nefnilega algjör lúxus hjá okkur 3ja—4ra mánaða mönnun- um sem eigum von á því að sleppa því sem næst jafn góðir héðan út. Á meðan er hér við hliðina á manni á deildinni fólk, sem búið er að þjást árum saman og jafnvel áratugum saman, sárkvalið á hverjum degi og eygir enga von um bata, og það kvartar ekki. Mér er búið að lærast það á þessum tíma að maður getur aldrei nógs- amlega þakkað skaparanum fyrir að hafa góða heilsu og þá er ekki síður við hæfi að minnast á það fólk sem vinnur á spítölum. Það er sennilega óeigingjarnasta starf sem nokkur manneskja leggur á sig, fyrir utan að vera líklega eitthvað það lakast borgaða á landinu. Það þýddi ekki að bjóða mér upp á, hvorki starf né kjör. Hins vegar er heilbrigðisþjón- ustan þannig á íslandi, sem slík, að ég efast um að hún eigi nokkurs staðar í veröldinni sinn líka þegar miðað er við sama rétt fyrir alla þegna." Við byrjuðum spjallið á eftir- minnilegu atviki frá æskuárum, en hvað um eftirminnilegan mann úr hópi þeirra sem þú minntist á áðan? Afskaplega myndarleg stúlka ættuð vestan úr Dölum „Maður, sem fáir gleyma ef þeir hafa kynnst honum, er Óli Gráns. Áður fyrr var hann töluvert fyrir- ferðarmikill og átti þá til að skvetta vel í sig. Nú hefur hann lagt af þessa háttu og er orðinn eldheitur hvítasunnumaður og næstum því jafn skemmtilegur og áður. Einhverju sinni var það hér á árum áður í dymbilviku, nánar tiltekið á föstudaginn langa, að við Óli vorum eitthvað að bardúsa saman. Á þeim tímum þóttu það ekki tiltakanleg helgispjöll þótt menn fengju sér í glas á þessum langa degi. Enda var svo það sinn að við Óli höfðum aðeins fengið okkur bragð. Þá kom það upp í huga minn um kvöldmatarleytið að austur í Sólhlíð, hjá óskari Jónssyni, var um þessar mundir stödd afskaplega myndarleg stúlka ættuð vestan úr Dölum. Nú varð það að ráði hjá okkur óla að berja dyra í Sólhlíðinni og reyna að fá einhvern félagsskap. Við vorum að sjálfsögðu miklir aufúsugestir þarna og Lísa, sem var húsráðandi að þessu sinni, bauð okkur í kjallarann, þar sem tannlæknarnir í Vestmannaeyjum standa nú alla daga með tól sín á lofti. Þetta varð hið skemmtileg- asta samkvæmi þar sem meðal annars kom fram sú uppástunga að við skyldum gera okkur glaðan dag á páskum í mat og drykk. Þær stöllurnar ætluðu að taka að sér matseld og útvegun á verzlunar- varningi, en við óli áttum að út- vega hráefnið sem skyldi vera hænsnfuglar. Við töldum ekki eft- ir neinu að bíða og ekkert tiltök- umál þótt föstudagurinn langi væri ekki liðinn og lögðum því strax af stað í fuglaleit. Reyndar fórum við ekki gangandi, því við hringdum í Hjálmar á Vegamót- um, góðvin okkar, og tjáðum hon- um að nú vantaði okkur bílferð. Auðvitað kom Hjálmar eins og alltaf og var þá brennt suður að Lyngfelli. Þar sem nokkuð var lið- ið á nótt voru húsráðendur á Lyngfelli ekkert sérlega uppnæm- ir fyrir þessari gestakomu og svör- uðu kveðju okkar með orðbragði sem okkur þótti ekki við hæfi á þessum degi. Fórum við frá við svo búið, en athuguðum hvort mögu- legt væri með sjálfsafgreiðslu á staðnum. Svo var ekki, allar hæn- ur rækilega læstar inni og urðum við frá að hverfa fuglalausir með öllu og þótti illt. Púddurnar hennar Svölu frænku Á leiðinni í bæinn mundi ég allt í einu eftir því að hún Svala frænka mín í Suðurgarði var með hænsnabú og taldi ég víst að hún myndi ekki sjá eftir einni eða tveimur púddum ofan í hann frænda sinn, sérstaklega þegar mikið lægi við. Enda var ég ekkert að tvínóna við það, bað Hjálmar að stoppa og trítlaði svo léttstígur yfir Steinsstaðatúnið upp að hænsna- húsinu. Það var ólæst og inni sváfu hænur á prikum og yfir staðnum hvíldi ró sem hæfði helg- um degi. Frammi við dyr sátu á priki tvær hænur sem mér leizt strax sérdeilis vel á. Ég tók utan um hálsinn á þeim og hafði þær með mér út. Allt fór þetta svo friðsamlega fram, að enginn rumskaði, hvorki í hænsnahúsinu, né íbúðarhúsinu í Suðurgarði. Mér er það meira að segja til efs að hænurnar tvær hafi rumskað fyrr en í öðru lífi. Á Steinsstaðatúninu fuku hausarnir og síðan var brennt í bæinn. Geymdum kaloneringu til næsta dags En þegar niður í Jómsborg kom, heim til Óla, var orðið það áliðið nætur, að við urðum sammála um að geyma kaloneringu til næsta dags og hentum hænunum tveim- ur inn í gamalt bílhræ sem stóð í Jómsborgarportinu og var í eigu Eiríks kennara frá Vegamótum. Það fór nú svo að daginn eftir fundum við Óli okkur eitthvað annað og skemmtilegra að fást við en reyta hænur. Svo mikið er víst að páskamáltíðin mikla var aldrei snædd. Og þessar tvær hænur létu því sitt saklausa líf á föstudaginn langa og eru víst ekki einar um það. En hitt er líka að athuga og þess verður að geta að stúlkan unga, gestkomandi úr Dölum vest- ur, hætti að vera gestkomandi í Vestmannaeyjum og er búin að elda margan hænsnfuglinn handa mér síðan þetta gerðist. Eins ætla ég að vona að hún frænka mín í Suðurgarði fyrirgefi mér þennan fuglaþjófnað, ef hún er þá ekki búin að frétta af þessu áður, en sagan er ekki alveg búin. Einhverju sinni þetta vor voru krakkar að leika sér í Jómsborg- arportinu, enda kenndi þar margra grasa. Nú bar svo við að það er bankað upp á hjá óla, niðri á verkstæðinu, og tvö furðu lostin barnsandlit spyrja hann hvernig á því standi að það séu dauðar hæn- ur í bílnum hans Eiríks kennara. óli svaraði að bragði: „Það er svo- leiðis, elskurnar mínar, að alltaf þegar hann Eiríkur kennari er fullur, þá fer hann að drepa hæn- ur. Þessa skýringu létu börnin sér lynda (um bindindismanninn) og standa sjálfsagt enn í dag í þeirri trú að Eiríkur kennari stundi þann sið að slíta hausa af hænum ef svo ber undir." Ráðstefna á vegum Norræna félagsins Höfuðborgadeildir Norrænu fé- laganna hafa með sér ýmiss konar samvinnu. Eitt af því er að á hverju ári er í einni af höfuðborgum Norð- urlandanna haldin ráðstefna um eitthvert efni sem tengist norrænni samvinnu. Fyrir þrem árum var haldin slíkt ráðstefna í Reykjavík og var fjall- að um listina og borgina. Sóttu hana um 90 manns frá Norður- löndum. Fyrir tveim árum var ráðstefnan haldin í Stokkhólmi og þar var fjallað um Bellmann og Stokkhólm. f fyrra var hún haldin í Kaupmannahöfn og Suður- Slésvík og talað um syðstu héruð Norðurlandanna. Og í ár verður ráðstefnan haldin 13. til 15. maí og talað um tengsl höfuðborganna við aðra landshluta. Og þátttak- endur mega vera allt að 25 frá hverri höfuðborg. Ráðstefnan fer fram í hótel Voksenásen rétt utan við Osló, en það er ráðstefnu- miðstöð, sem Norðmenn gáfu Sví- um sem þjóðargjöf í þakklætis- skyni fyrir aðstoð þeirra á styrj- aldarárunum. Þátttökugjald er 800 norskar kr. og er innifalin í því gisting og fullt fæði. Á dagskrá ráðstefnunnar er m.a. heimsókn í Adreshúshöll, hádegis- verður í Ráðhúsinu í Osló, sýning á Leðurblökunni í Norsku óper- unni og skoðunarferð. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 7. apríl. (FrétUtilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.