Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 35

Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 35 Minning: Guöbjörg Kristín Bárðardóttir 34 ráðherrum. Nú verður þetta „átakaríkisstjórn", segir forsæt- isráðherrann. En svo fjölmenn var stjórnin í upphafi valdatöku Mitt- erands til að gera öllum þeim sjónarmiðum, sem hann hafði reynt að ná til sín, til hæfis. í einn sólarhring velta menn mikið fyrir sér í Frakklandi, af hverju þessi eða hinn ráðherrann er ekki þarna með. Verður honum alveg sparkað eða verður hann bara settur þrepi lægra? Það kemur í ljós sólar- hring síðar. Átta fyrrum ráðherr- ar hafa verið færðir á lægra þrep, þar efstur á blaði menningarmála- ráðherrann Jack Lang, og fer með þau mál sem undir stjórn Mitter- ands áttu að fá forgang, menning- armálin. Þessir átta ráðherrar eiga ekki sæti á ríkisstjórnarfundum nema þegar þeir eru kallaðir til að gera grein fyrir sínum málum, en þeir sitja áfram með sitt fagráðuneyti. í þeim hópi er t.d. aftur Yvette Roudy, sem fer með sérmálefni kvenna. En ekki nóg með það. Skipaðir eru 20 í viðbót sem standa á þriðja þrepinu ofan frá „Secretare d’Etat". Sjö fyrrum ráðherrar eru ekki lengur með, fimm nýir eru komnir í 3. valda- röð. Þar er t.d. ein nýjung Hugu- ette Bouchardeau, kona sem fer með umhverfis- og lífsgæðamál og vekur það athygli. Niðurstaðan er sem sagt sú, að af 34 ráðherra- embættum með fullum rétti fyrr eru nú 33 mismunandi hátt settir ráðherrar. Og menn spurðu sig: Til hvers allt þetta brambolt? Sama stjórnin, bara öðru vísi rað- að upp og skákað á mismikilvæga staði. Mitterand forseti hafi þá svarað því í ræðu sinni, er hann sagði að stefnan sem stjórnin hefði fylgt í 22 mánuði væri í sjálfu sér góð. Og til að halda svo ágætri stefnu gat hann víst lítið gert annað en að láta þetta góða fólk halda áfram. í marga daga höfðu menn beðið með eftirvæntingu ræðu forsetans á miðvikudagskvöld, útsenda á öll- um þremur sjónvarpsrásunum og í útvarpi. Þá fengju menn að vita hvaðan á sig stæði veðrið. Og hvað sagði svo forsetinn? Nánast ekk- ert að gagni. Setti sig í virðulegar stellingar og predikaði, án þess að fólk fengi nokkuð að vita á hverju það ætti von. Hann, sem mest hafði gagnrýnt de Gaulle og hátíð- arræður hans til þjóðarinnar á sínum tíma, var nú kominn í sama mynduga stílinn. Frakkland hefði storminn í fangið og þyrfti að berjast á 3 vígstöðvum, sem væri mest utanaðkomandi áhrifum að kenna. 2 milljónir atvinnulausra væru í Frakklandi, verðbólgan hefði byrjað með olíuhækkunum. Að land þar sem verðhækkun fari fram úr því sem er í nágranna- löndunum sé dæmt til að fella á einhvern hátt sitt gengi og verð- bólgan verði þá ekki stöðvuð. Ekki megi gleyma hungrinu í þriðja heiminum. Nú þurfi að bregðast við, en „okkar orusta er ykkar orusta". Frakkar þurfa að kaupa franskar vörur og draga úr inn- flutningi, og hann ákallaði æsk- una að leggja hönd á plóginn. Með því að leggjast á eitt ... Ekki yrðu gerðar „harðar" efna- hagsráðstafanir. Hann fæli for- sætisráðherranum að jafna þetta allt á tveimur árum. Vive la France. Ekkert ... Fólk var vonsvikið. Efnahagsráðstafanirnar, þegar þær komu svo á föstudaginn, voru kallaðar „alvarlegar", ekki „róttæk- ar“, og það voru vitanlega Pierre Mauroy og Delor efnahagsráð- herra sem báru þær fram. Eitt- hvað kannaðist maður nú við inni- haldið. Þar er skyldusparnaður fyrir þá sem hafa skattatekjur upp á 5.000 franka, jafnvirði 10% af sköttum ársins 1982, aukaskatt- ar, skattar á bensín, tóbak, áfengi, gas og rafmagn. En það sem greinilega vakti mesta andstöðu var, að gjaldeyrir yrði takmarkað- ur til ferðamanna til útlanda við 2.000 franka á mann og við 1.000 franka á barn og bannað að nota lánakort erlendis. Með þessu á að ná upp 65 milljarða halla á tveim- ur árum, en af því ætlar stjórnin að spara í ríkisútgjöldum 15 millj- arða. Harðasta andsvarið og skjót- asta kom frá ferðafólki og ferða- skrifstofum. Hvað gæti fólk gert við 2.000 franka í ferðalög erlend- is. Það dygði rétt fyrir uppihaldi í eina viku. Ferðaskrifstofurnar segja að þetta muni valda miklu atvinnu- leysi í stéttinni og gerðu aðsúg að ferðamálaráðherranum. Og jafn- vel Delor ráðherra viðurkennir að ráðstafanirnar muni ekki draga úr atvinnuleysinu nú í heild, fremur „hægja á aukningunni". En stjórn- arandstaðan segir þetta allt sam- an kák. Þörfin á ráðstöfunum stafi einfaldlega af tveggja ára óstjórn sósíalistanna, sem hafi eytt meiru en aflað var. Og ekki bæti úr skák þjóðnýtingin, sem geri það að verkum að stjórnin þurfi nú að borga með stóriðnfyrirtækjunum, sem gengu sjálf fyrir 1981. Offjárfestingar sósíalistastjórnar hafi komið öllu á kaldan klaka. Viðbrögð verkalýðsfélaganna voru að lýsa yfir að kaupmáttur hinna láglaunuðu yrði með þessu greinilega allt of mikið skertur, atvinnu fórnað o.s.frv. En tónninn virtist ekki strax að minnsta kosti hjá þeim öllum harður. Enda sum þeirra undir stjórn kommúnista og þeir halda áfram að hafa sína 4 ráðherra í stjórnarhópnum. En eftir er að semja um kjör í sumar. Kannski er það rétt, sem Bruna Frappat skrifaði í Orð dagsins í blaðið Le Monde á sunnudag og ég las í flugvélinni heim: Það er hægt að lækka kaupmáttinn, auka skatta, setja gjald á bensín, tóbak og áfengi. Óhætt er að lækka gengið á frankanum, koma á skyldusparnaði, draga úr framlög- um til hersins, þjóðnýta skólana, hrekja innflytjendur ... Ef að því er gengið, munu menn gleypa það. En að hefta ferðalög, aldrei. Sumarleyfisfólk allra landa, sam- einist. — E.Pá. Fædd 15. nóvember 1912 Dáin 19. mars 1983 „Margs er ad minnast, margt er hér að þakka. Guói sé lof fyrir lidna tíð. Margs er aö minnast, margs er að sakna. GuA þerri tregatárin stríð." (V. Briem.) Fregnin um andlát Guðbjargar kom sem reiðarslag. Merkiskona er horfin sjónum okkar yfir landa- mærin. Æviferill Guðbjargar hef- ur verið rakinn hér í blaðinu af tengdasyni hennar, Hringi Hjör- leifssyni, en mig langar til að minnast mætrar vinkonu með fáum orðum. Snemma kom í ljós löngun Guð- bjargar til að afla sér menntunar og víkka sjóndeildarhringinn. Þessi lífsþorsti jókst með árunum og fylgdi henni til æviloka. Átján ára að aldri var Guðbjörg svo lánsöm að fá að fara í Kvenna- skólann í Reykjavík, en á þeim tíma var frekar fátítt að stúlkur utan Reykjavíkur sæktu skóla þangað. Þar bjó hún hjá Jóni bisk- up Helgasyni, sem náskyldur var Halldóri Gunnarssyni, er varð maður hennar. Hún minntist þeirra hjóna æ síðan með þökk og hlýiu. Árið 1933 giftist hún æskuvini sínum, Halldóri. Kornungur fór Halldór til sjós. Sýndi hann bæði karlmennsku og gætni í störfum, enda varð hann snemma formaður á fiskibátum þar. Ári seinna fluttu þau hjón til ísafjarðar og bjuggu hér alla tíð. Á yngri árum tók Guðbjörg mikinn þátt í félags- störfum. Hún fylgdi Sjálfstæðis- flokknum alla tíð að málum og var mjög ákveðin í trausti sínu á frelsi einstaklingsins til orðs og æðis. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að taka sæti í bæjarstjórn utan Reykjavíkur. Hafði hún þá sem löngum síðar stórt og oft erfitt heimili. Auk barnanna voru um lengri og skemmri tíma þar ýmsir — skyldir jafnt sem óskyldir. Tvær gamlar konur vandalausar voru þar lengi á heimilinu, auk þess voru þar stundum börn, sem hún kynntist er hún gegndi for- mennsku í barnaverndarnefnd ísafjarðar og áttu hvergi höfði að halla. Þar sem er hjartarúm er húsrúm. Hún var lengi í stjórn kvenfé- lagsins Óskar og formaður þess um skeið. En annir heima fyrir komu í veg fyrir frekari afskipti hennar af félagsmálum. Halldór tók nú við skipstjórn á Fagranesinu, sem á þeim tíma sigldi mún víðar en nú og var því lítið heima, svo að hússtjórn og uppeldi barna varð því hennar hlutskipti í ríkara mæli en ella. Skal nú farið fljótt yfir sögu en um haustið 1964 hóf Guðbjörg kennslu við Barnaskóla Isafjarð- ar, þar sem hún kenndi til dauða- dags. I starfi sínu sem kennari fengu hennar ríkustu eðliskostir notið sín til fulls, en þeir voru óvenjuleg barnelska, lifandi ímyndunarafl, lífsgleði og ánægja af því að miðla öðrum af sjálfri sér. Hún hafði sérstakt lag á að hafa hemil á böldnum börnum. Guðbjörg var bókhneigð mjög og vandaði val þeirra vel. Yndi hafði hún af kvæðum, og las þau eins og henni einni var lagið, okkur sem á hlýddum til mikillar ánægju, hvort sem heldur var í vinahópi eða á opinberum manna- mótum. Heimili þeirra hjóna er menn- ingarheimili og þau voru gæfu- manneskjur að fá að sjá mann- vænleg börn, barnabörn og barna- barnabörn vaxa upp og njóta sam- vista við þau, en þessi stóri og elskulegi hópur er óvenjulega samrýndur í blíðu og stríðu. Nú getum við ekki lengur heim- sótt Guðbjörgu og fundið þann FJÓRIR ungir myndlistarmenn hafa tekið sig saman undir nafn- inu MING til að sýna listaverk sín um páskana. Meðlimir hópsins eru Magnúz Gezzon skáld og ljúflingur nál- araugans, sem sýnir olíumál- verk. Ingibjörg V. Friðbjörns- dóttir opinberar málverk sín enn á ný. Nanna K. Skúladóttir svnir olíumálverk. Gunnar Árnason sýnir skúlptúra. Við styrk sem fylgdi henni. En við minnumst hvernig hún tók mót- lætinu og einnig hversu hún kunni að meta hinar ljósu hliðar lífsins og naut þeirra stunda er gleðin sat í fyrirrúmi. Hún var tignarleg í fasi og vönduð til orðs og æðis, ung fram til hinstu stundar og féll frá eins og hún helst vildi — í fullu fjöri og með fullri reisn. Elskulegu vinir. Við Finnur minnumst kærrar vinkonu með þakklæti og sendum ykkur öllum einlægar samúðarkveðjur. Útför Guðbjargar var gerð frá ísafjarðarkrikju laugardaginn 26. mars sl. að viðstöddu fjölmenni. Hún var jarðsett í kirkjugarði Hnífsdals — móti hafinu, sem var svo ríkur þáttur í lífi hennar. „Kar þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt! (Vald. Briem.) opnunina mun Áshildur Har- aldsdóttir leika á flautu og Ás- geir Þórhallsson skáld lesa eitt og annað úr bókum sínum. Sýning MING hópsins stendur í 5 daga. Frá kl. 14 fimmtudag- inn 31. marz og til kl. 22 mánu- daginn 4. apríl. Daglegur opnun- artími verður frá kl. 14—22 að staðartíma. Tekið var mið af klukkum Hallgrímskirkju við val opnunartíma. Birta fyrir blinda! Fjölskylduhátíð í Laugardalshöll annan í páskum (4. apríl) Fjölbreytt skemmtiatriöi , Kynnir Bryndís Schram Stjörnulið Ómars Ragnarssonar Magnús og Þorgeir skemmta Bingó — Dregið í happdrættinu Eitthvað fyrir alla. Allur ágóöi rennur til kaupa á tækjum í sjónstöð blindra og sjónskertra. i® Allir í Laugardalshöllina! \ Unglingadansleikur um kvöldið j Grýlurnar sjá um f jörið JlÍÉkliP Kiwanisklúbburinn Esja Alla vikuna var Frakklandsforseti ad hugsa og boðskapur hans þegar hann kom fram í sjónvarpi þótti heldur þunnur. Truflið ekki, forsetinn hugsar, nefnist þessi teikning. María Gunnarsdóttir. Ásmundarsalur: Myndlistarsýning MING-hópsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.