Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 „Á fyrstu árum ísraels- ríkis var það skoðun marg- ra í öðrum löndum, að staða konunnar væri þar langtum jafnari og nær karl- mönnum. Kynslóð frum- herjanna átti sinn þátt í að koma upp þessari ímynd. Þá deildu gyðingakonur kjörum með karlmönnum, gengu jafnt inn í öll störf, kynin störfuðu að því sam- an að byggja upp þetta þjóðfélag. Með stofnun ríkisins er síðan ákveðið að konur gegni herþjónustu, að vísu nokkru skemur en karlar, en þetta vakti einnig athygli á stöðu konunnar. Hinn magnaði persónuleiki Goldu Meir var eins og tákn um hvað konur gætu náð langt innan ísraels. Nú aftur á móti þegar jafnrétt- ishugmyndum og fram- kvæmd þeirra hefur miðað verulega áleiðis í mörgum löndum, hvort sem horft er til austurs eða vesturs, hafa ísraelskar konur að mörgu leyti glatað þeirri forystu og því frumkvæði, sem þær höfðu á árum áður. Konur hneigjast til að leita í hefðbundin kvennastörf og á stjórnmálasviðinu er óhætt að segja að áhrif þeirra séu hverfandi lítil.“ Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir Þetta segir mér Tamar Shahar, formaður Na’amat, sem eru fjöl- mennustu kvennasamtök í ísrael og starfa í tengslum við Hista- drut, verkalýðssamband landsins. Innan vébanda þess eru um 750 þúsund félagar og forsvarsmenn- irnir hafa í auknum mæli reynt að hvetja til aukinnar þátttöku kvenna í athafnalífinu og jafnrar ábyrgðar. Tamar Shahar segir að mark- miðin séu í reynd mjög svo hefð- bundin. Hér sé ekki um að ræða að konur segi karlmönnum stríð á hendur, heldur að vekja ísraelskar konur til vitundar um að þær séu nokkurs megnugar og þær eigi að nota krafta sína út á við, þó að þar með sé ekki verið að gera lítið úr heimilis- og uppeldisstörfum, nema síður sé. Hún segir að starfið fari að miklu leyti fram í ýmsum hópum og nefndum, því að það hafi komið í ljós að slíkt skilaði einna beztum árangri. Hún segist vilja nefna eitt atriði sérstaklega, sem sé nokkuð frábrugðið því sem er í öðrum löndum. „Við erum ennþá með syuntunaa Vilja afdráttarlausa herskyldu kvenna Fyrir nokkrum árum var gerð breyting á lögum um herskyldu kvenna. Þá var það ákveðið að lýsti kona því yfir, að hún væri strangtníuð skyldi hún fá undan- þágu frá því að fara í herinn. Hins vegar hafi þessi lög reynzt fráleit í framkvæmd, því að engrar sönn- unar á staðhæfingunni hafi verið krafizt. Ýmsar konur hafi því mið- ur misnotað þessi lagaákvæði til að sleppa undan herþjónustu, ef þeim sýndist svo. — Við erum mjög andvígar því, að konur leiti eftir einhvers konar fríðindum eða forréttindum. Stefnuskrá okkar gerir ráð fyrir jafnrétti í orðsins réttasta skiln- ingi og þá verða konur að axla ábyrgðina, sem jafnréttinu fylgir. En Tamar bendir á að samfélag gyðinga hljóti alltaf að hafa nokkra sérstöðu í hvaða tilliti sem er vegna hefða sem einkum og sér í lagi tengjast trúnni. Konur í áhrifastöðum eru fáar í ísrael nú Tamar Shahar segir að auk starfshópastarfsins sé mikil bækl- inga- og blaðaútgáfa á vegum Na’amat. Samtökin hafi staðið fyrir könnun á launamálum í landinu og það hafi komið í ljós, að konur fengju 25% lægri laun en karlar, oft og einatt fyrir sömu störf, þó svo að hér væri oft um falinn launamismun að ræða vegna þess að störf karlanna hefðu annað heiti þótt vinnan væri hin sama. Þá hefði verið gefinn út sérstak- ur minnispeningur og hefði hann vakið mikla athygli og reyndar orðið „metsölupeningur". Hann var þannig úr garði gerður, að gerð var eftirlíking af ísraelska siklinum og á letrað „Sikillinn þinn er minna virði. Ert þú minna virði?" Mynd var sett af konu á peninginn í stað karlmannsins. Tamar Shahar segir: „Stað- reyndirnar og tölurnar tala fyrir sig. í úttekt sem við ákváðum að gera og birta síðan opinberlega um gervallt landið kom til dæmis fram hve áhrif eða hlutdeild kvcnna í sveitarstjórnum er sára- lítil. f Netanya sem er ósköp venjulegur meðalstór ísraelskur bær, var engin kona sem gegndi stjórnunarstarfi innan bæjarfé- lagsins. í næsta þrepi þar fyrir neðan voru fimm konur í störfum en fjórtán karlar. Engin kona var í forsvari nefndar og yfirleitt áttu þær afar fáa fulltrúa í nefndum eða ráðum á vegum bæjarins. í verkamannaráði bæjarins kom þetta fram á þann hátt að aðeins 6 konur áttu sæti í 41 manns ráði og aðeins þrjár voru í 20 manna aðal- stjórn verkalýðsfélagsins í bæn- um. í opinberum stofnunum, svo sem stjórnarskrifstofum, i banka- Hugleiöingar um stöðu ísraelsku konunnarog spjall við Tamar Shahar formann Na’amat störfum, heilsugæslu og mennta- stofnunum Netanya var hvarvetna sama útkoman. Niðurstaðan var að engin kona gegndi starfi sem hægt var að flokka undir ábyrgð- arstarf. Þegar aðstæður voru kannaðar í Um-el-Fahm, sem er býsna stór bær, einvörðungu byggður Aröb- um, var ástandið jafnvel sýnu verra og hlutfallið enn lægra. Vænta má þess að þessi úttekt gefi nokkuð almenna mynd af því, hvernig ástandið er. Þær eru enn með svuntuna ... Tamar Shahar segist ekki nóg- samlega geta lagt áherzlu á, að líklega sé þetta að breytast, en það sé ekki vonum seinna. Getum hafi verið að því leitt, þótt ekki sé hægt að færa sönnur á það með töl- fræðilegum rökum, að konur hafi hreinlega ofkeyrt sig; í eldmóði frumherjakynslóðarinnar hafi oft verið sýnt meira kapp en forsjá. Hún segir að sé þetta viðhlítandi skýring og jafnvel þótt þetta væri ekki nema hluti skýringar, væri Þetta áfall í sjálfu sér; því að þar með mætti benda á, að konur hefðu ekki úthald þegar til lengri tíma er litið til að axla ábyrgðina. „Þó er læknisfræðilega sannað, að við erum miklu betur úr garði gerðar líkamlega en karlar og því skýtur þetta skökku við og enn er- um við með svuntuna," segir hún og hlær við. „Konur eru um helmingur allra íbúa ísraels. Æ fleiri konur vinna utan heimilisins, þátttaka kvenna hefur aukizt frá því að vera 27% vinnuafls árið 1960 í að vera 36% árið 1980 og má búast við að pró- sentutalan hafi færzt eilítið upp á við síðan. Meðal gyðingakvenna er þátttakan 39%. Kannanir benda til að laun eiginmannsins séu ekki lengur það sem ráði úrslitum um hvort konan fer út að vinna, oft og iðulega ræður það hvort konan hefur aflað sér starfsmenntunar, ellegar að börn eru vaxin úr grasi og hún leitar sér verkefna út á við. En þó svo að konur komi í vaxandi mæli út á atvinnumarkaðinn, er því enn svo háttað að þær leita í kvennastörfin, segir Tamar og bætir við að samkvæmt síðustu könnunum séu um 75% útivinn- andi kvenna í hinum svokölluðu kvennastörfum. Konur virðast ekki finna hjá sér þörf til að leita eftir ábyrgðarstörfum nema í undantekningartilvikum. Eins og áður kom fram hjá Tamar Shahar lætur nærri að launamismunur sé um 25% og er þá átt við launþega hjá hinu opinbera. Innan einka- fyrirtækja er þessi launamismun- ur enn meiri. „Þegar við lítum á hvert sé hlutfall kvenna í ábyrgðarstörfum — og er ég þar með ekki að gera lítið úr neinu starfi í sjálfu sér, en ég hygg að fólk skilji hvað við er átt — verður munurinn enn meiri. Ef við tökum sem dæmi að 36% vinnuafls eru konur, þá hafa þær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.