Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 39

Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 39 minna en eitt prósent yfirmanna og stjórnunarstarfa á hendi sér og þetta er vægast sagt dapurleg niðurstaða. Þó hafa konur haslað sér völl meira en var í opinberri þjónustu, t.d. í ráðuneytum — þar sem engin kona gegnir þó t.d. starfi ráðuneytisstjóra — og inn- an skólakerfisins, hlutfall kvenna í prófessorsstöðum hefur færzt nokkuð upp á við allra síðustu ár. Fóstureyðingarmál eru réttlætismál, en erfið viðfangs vegna trúarinnar Tamar vekur athygli á einu máli til viðbótar, sem sé rétti kvenna til fóstureyðinga, og séu ekki aðeins læknisfræðilegar ástæður lagðar þar til grundvallar, heldur og fé- lagslegar aðstæður. Hún segist benda á að svo geti farið, að það verði aðeins efnabetri konur sem geti fengið fóstureyðingu nema því aðeins að ein lög gildi um alla. Þetta sé hins vegar mjög flókið og erfitt viðfangs vegna trúarinnar. „Því er svo farið hér í þessu landi, að konur sem leita eftir fóstureyðingu eru einkum giftar konur, því að afskaplega lítið er um að stúlkur eignist óskilgetin börn. En aðstaða kvenna, þó að þær séu giftar, getur verið á þann veg, að það er óröannúðlegt að neita þeim um þungunarrof. Við höfum beitt þeim rökum í þessu máli varðandi misréttið sem myndi skapast milli þeirra sem efnaminni eru og hinna sem betur eru á vegi staddir. Og við höfum beitt þeim rökum að börn sem fæðast á þennan hátt muni vera óvelkomin og árangurinn verði sá einn að veikja fjölskylduna og þar með hið ísraelska þjóðfélag. „Það er alltaf eins og þingmenn- irnir haldi að hér sé á ferð eitt- hvert lauslætispakk, sem bara vill „drepa" ófædd börn,“ heldur hún áfram. „Ég get nefnt nokkur nöt- urleg dæmi: 24ra ára gömul kona, gift, tvö börn, 5 ára og átta mán- aða. Maðurinn geðsjúklingur. Þau lifa á framfærslueyri frá bænum við erfiðar aðstæður. Vegna sjúk- leika mannsins varð að koma börnunum báðum í fóstur. 23ja ára gömul kona með 8 mán- aða barn. Maðurinn er eiturlyfja- sjúklingur. Konan hefur neytt eit- urlyfja en hefur hætt því. Konan er flutt frá eiginmanni sínum vegna hjónabandserja, en hann neitar að gefa henni eftir skilnað. 33ja ára gömul kona, gift, sex barna móðir, hið elzta 13 ára. Konan hefur jákvæðan persónu- leika en er orðin mjög þreytt. Fjölskyldan býr í tveggja her- bergja íbúð við erfiðar aðstæð- ur... Ég get nefnt ótal dæmi, en læt þetta svo sem nægja,“ segir Tam- ar. „Það er dæmigert að það eru alltaf karlmenn sem flytja frum- vörp eða lagabreytingar um fóst- ureyðingar. Ætli það hafi nokkurn tíma gerzt á nokkru þingi nokkurs staðar í heiminum, að kona hafi staðið að slíku frumvarpi. Ég dreg það í efa og það segir sína sögu.“ Kannski konurnar séu nú aö hressast Þegar við spjöllum um framtíð- arhorfur í jafnréttismálum í Isra- el segist hún halda að smátt og smátt sé að rofa til. „Ungar konur eru duglegri og hugsjónaríkari nú en þessi milli- kynslóð okkar kvennanna, sem einhvern veginn gáfumst upp ein- hvers staðar á leiðinni og létum reka á reiðanum. Unga fólkið sæk- ist eftir meiri menntun og það á jafnt við um stúlkur og pilta. Stúlkurnar virðast áfjáðari en var fyrir svona tíu, fimmtán árum í að fá tækifæri til að nota menntun sína. Þetta leiðir svo aftur til þess að fólk gengur eldra í hjónaband og það hefur dregið úr fólksfjölg- un ... Það er auðvitað neikvæður þáttur því að við þurfum að fjölga þjóðinni. Þess vegna finnst sum- um eins og málflutningurinn rek- ist á ýmis horn; við hvetjum konur til að axla ábyrgð og fara út í at- vinnulífið, en við viljum líka að þær eignist börn, svo að þjóðinni fjölgi. Sumum finnst þetta sem sagt ekki geta farið saman. En það er alltaf einn aðili sem gleymist, veiztu það. Og það er karlmaður- inn — faðirinn. Með því að konan tekur á sig vinnu og ábyrgð út á við ætti honum að vera það sjálf- sagður og eðlilegur hlutur að taka á sig sinn skerf af vinnu og ábyrgð á heimilinu. lnnilegar þakkir til allra sem glöddu mig á nírœðisafmæli mínu þann 14. febrúar sl. með heimsóknum, gjöfum og kveðum. Sigriður Bjarnadóttir, Hömrum, Grímsnesi. BÍLAVERKSTÆÐIÐ Auðbrekku 63, Kóp. Sími 46940 Sérhæfum okkur í viðgeröum á Fiat- og Lada-bifreiö- um. Einnig vatnskassa- og bensíntankaviögeröum. Höfum varahlutf í Fíat Opiö milli kl. 8 og 19. ncimiLioivmavun KYNNING í „Garndeildinni“ 5.—15. apríl Næstu daga kynnum viö „Garndeildina“ okkar, en þar er aö finna lopa og band frá Álafossi og Gefjun, finnskt og sænskt vefjargarn og hina heimsþekktu Glimákra vefstóla. Viö bjóöum 10% afslátt af vefstólum, sem eru pantaðir meöan á kynningunni stendur. Þá bjóð- um við 15% afslátt meöan kynningin er, af öllu bandi, lopa og garni. Viö fáum ýmsa til liðs viö okkur aö kynna vefstól- ana, blöð og bækur. Rakgrind er á staönum til afnota fyrir þá sem þurfa að rekja. Dagskráin fyrir næstu viku er þannig: Við opnum kl. 9.00, og fyrir hádegi er gott að velja sér efni og raöa saman litum, en eftir hádegi verö- ur meira um að vera: Þriöjudag 5. apríl kl. 14.00—16.00: Vefstólar kynntir Sigríöur Haraldsdóttir. Hugur og hönd Fríða Kristinsdóttir kynnir og leiðbeinir Miðvikudag 6. apríl kl. 14.00—16.00: Lopi & Band Erla Eggertsdóttir kynnir og leiöbeinir. Fimmtudag 7. apríl kl. 14.00—16.00: Handprjónaðir kjólar Aöalbjörg Jónsdóttir kynnir. Vefstólar — Vefjargarn Sigríður Haraldsdóttir. Föstudagur 8. apríl kl. 14.00—16.00: Hugur og hönd Hallfríöur Tryggvadóttir kynnir og leiöbeinir. Veriö velkomín. Geymiö auglýsinguna. ÍSLENZKUR HEIMILISIDNAÐUR Hafnarstræti 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.