Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 42
TEXTI:
GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON
«
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
Einhver forvitnilegasta skepna sem fyrirfinnst í dýra-
ríkinu er Atlantshafslaxinn, eða salmo salar, eins og
hinir fornu Rómverjar skýrðu þennan kynjafisk. Latn-
eska nafnið þýðir sá sem stekkur og Rómverjar voru
fijótir að festa nafnið við hinn fjörmikla kraftafisk sem
þeir sáu stökkva fossa og stikla fiúðir er þeir lögðu
Bretland undir sig í árdaga. Öldum saman hefur laxinn
heillað veiðináttúru mannsins, menn fóru að veiða á
stöng á 16. öld eða jafnvel fyrr og margar sögur hafa
verið sagðar um laxinn, bæði þjóðsögur og veiðisögur
laxveiðimanna. Oft eru þær reyndar þjóðsögum líkast-
ar, svo sterkur, útsmoginn og gáfaður getur laxinn orðið
í þeim frásögnum. En það merkilega er, eins og einhver
góður maður oröaði það, að varla er hægt að Ijúga svo
ótrúlegri laxveiðisögu, að þær sönnu geti ekki tekið
lyginni fram. I»etta vita laxveiðimenn mæta vel, en þeir,
sem ekki þekkja þetta stórbrotna og heillandi dýr, eiga
það til að brosa góðlátlega að „veiðisögunni“ og þeim
„stóra sem slapp“. En hvernig laxinn kemst af með að
éta ekkert svo mánuðum skiptir og hvernig hann ratar
úr óravíddum hafsins upp í ána sína, fæðingarána, og
jafnvel í sama hyl og hann fæddist í 3—6 árum áður er
vandsvarað, en vísindamenn hafa þó reynt. I»jóðsögurn-
ar segja okkur síöan hvers vegna laxinn er afturmjór og
hvers vegna hann er með krosslagða díla á hliðum og
baki. Reynsla veiðimanna segir okkur síðan hversu viti
borið þetta dýr er þó að blóð þess sé kalt en ekki heitt.
Veiðimennirnir segja okkur einnig sögur af fádæma afii
laxins. Hér á eftir verður drepið á einu og öðru.
Strengbúinn silfurklæddi
Byrjar í mölinni
Ævintýrið byrjar í mölinni í
einhverjum hylnum ofarlega í
ánni. Það er mars- eða aprílmán-
uður og hrognin eru að byrja að
klekjast. Haustið áður lágu tveir
laxar yfir lautinni í botninum og
stóðu í þeim framkvæmdum sem
til þarf svo framhald geti orðið á
lífinu og stofninn haldist við. Það
er í raun hlutverk laxins að við-
halda stofninum. Laxarnir ginu
ekki við fjaðraflugum, spónum og
möðkum stangaveiðimannanna og
þeir fóru blessunarlega á mis við
krækjur veiðiþjófanna, sem sumir
hverjir dulbjuggu sig sem sportv-
eiðimenn. Veiðibjallan náði þeim
ekki, netin í jökulvatninu ekki
heldur. Selurinn elti þá í ár-
mynninu og hrygnan lenti meira
að segja næstum í kjaftinum á
rosalegri lúðu. Minkinn óttuðust
laxarnir okkar tveir ekki, en þeir
sáu hann éta litlu laxaseiðin á
grynningunum. Þeir gátu ekkert
að því gert, minkurinn var óarga-
dýr. Laxarnir voru komnir í hyl-
inn nokkuð snemma sumars og
helguðu sér fljótlega blettinn sinn.
Fleiri laxar voru samferða þeim
og aðrir bættust við öðru hvoru.
Sumir gengu áfram fram ána og
aðrir leituðu til baka. Enn aðrir
ginu við furðukvikindunum sem
syntu nær daglega, létu síðan und-
arlega og hurfu úr hylnum. En svo
kom haustið og hætturnar voru
flestar úr sögunni. Svo fór hrygn-
ingin fram í októberlok.
Nú voru seiðin að skríða úr möl-
inni. Meira að segja meðan hrogn-
in voru enn djúpt í mölinni voru
þau í bráðri hættu. Urriðar, álar
og endur höfðu ekkert á móti því
að bragða á hrognum og stóru
flóðin skoluðu mörgum hrogna-
búum veg allrar veraldar í janúar
og febrúar.
Éta úr pokanum
Ekki eru laxaseiðin burðug er
þau eru nýklakin. Krílin litlu eru
þá aðeins 20 mm, dauf-appelsínu-
gul með kviðpoka sem er rúmlega
helmingur lengd þeirra að stærð.
Fyrstu 6 vikurnar eða svo nærast
seiðin á innihaldi þessara poka.
Þegar pokinn er tómur, hafa seið-
in breyst mjög í útliti. Þau minna
þá á litla vatnaurriða, ljós- og
brúnleit, með grábláa og rauða
díla. Frá og með þessu stigi og
næstu 2—4 árin eru þau það sem
veiðimennirnir kalla „afætur“.
Það eru smáseiði sem kroppa
maðkinn af önglinum og dafna vel,
enda mörg hver furðu fim að leika
leikinn án þess að skaddast. Ekki
eru þau þó öll jafn heppin eða lag-
in. Aræðin eru þau, einn veiðimað-
ur dró afætuskinn eitt sæsmátt á
land, sem hafði rennt sér á 18
gramma spón og tekið hann.
Þegar hér er komið sögu, fara
seiðin út á lífið ef svo mætti að
Margt
í fari
laxins
er
mót-
sagna-
kennt
orði komast. Þau komast ekki
lengur upp með að hírast í sömu
holunni og éta úr áföstum poka,
þau verða að leita sér fæðu. Og
samkeppnin er hörð. Fyrst um
sinn skipta laxaseiðin þúsundum
ef ekki tugþúsundum eða meira.
Þau keppa öll hvert við annað um
skjól og æti. Venjulega eru sil-
ungaseiði og stærri silungar einn-
ig í samkeppni um sömu fæðuna,
auk þess sem silungarnir, þeir
stærri, éta gjarnan talsvert af
seiðum. Lífsbaráttan er hörð og
fleiri deyja en lifa. En þetta er
lífsglöð æska eigi að síður og glað-
ara ungviði sést varla en kát laxa-
seiði sem gera sér að leik á heiðum
og kyrrum sumarkvöldum, að
stökkva hátt upp úr vatninu á eft-
ir flugum og fiðrildum.
1 suðlægari löndum ná seiðin
sjógöngustærð á einu ári. í norð-
lægari héruðum, svo sem á ís-
landi, tekur þetta mun lengri
tíma, allt að fjögur ár. Eftir því
sem seiðin eru lengur að ná sjó-
göngustærð, þeim mun fleiri falla
í valinn. Þau eru 10—16 senti-
metra löng er þau eru tilbúin til
sjávarferðarinnar. Þau hafa
breyst mikið rétt einu sinni. Eru
nú svört á baki, silfruð á hliðum
og hvít á kvið. Hafa verið leiddar
að því getur, að hvíti kviðurinn sé
felubúningur er til sjávar kemur,
laxinn er uppsjávarfiskur, en í
myrku dýpinu eru kvikindi sem
sitja um líf hans, selir, lúður og ef
til vill fleira. Hvíti kviðurinn
rennur saman við bjartan lit him-
ins og birtunnar.
En hafi vöxtur laxins í ánni ver-
ið hægur, þá skiptir algerlega um
þegar til sjávar kemur. Laxinn er
sem fyrr segir 10—16 sentimetrar
er hann gengur til sjávar. Eftir
eitt ár í sjó er laxinn orðinn
45—65 sentimetrar og 2,5 til 7
pund. Dvelji hann tvö ár í sjó nær
hann 70—90 sentimetra lengd og
8— 16 punda þunga. Þrjú ár skila
aftur miklum stórlaxi, 90—110
sentimetra löngum bolta, 16—26
punda þungum. Auðvitað eru til
enn stærri laxar, stærsti stanga-
veiddi laxinn var rúm 70 pund,
dreginn í Noregi, en stærsti lax
sem sögur fara af var 103 pund og
veiddist í net í írlandi. Á íslandi
þykir meðalþungi laxins vera í
minna lagi, en eigi að síður eru
sagnir til um 70 punda lax sem
veiddist fyrir landi Flóðatanga í
Hvítá í Borgarfirði á síðustu öld.
Sem fyrr segir er laxinn frá
einu ári í sjó upp í 3—4 ár. í sum-
um ám kemur megnið af laxinum
strax til hrygningar eftir eitt ár
og er meðalþungi veiddra laxa þar
yfirleitt lítill, svona 4—6 pund.
Dæmi um slíkar ár má nefna Úlf-
arsá, Leirvogsá, Elliðaárnar,
Flóku, Gljúfurá og Grímsá. í öðr-
um ám er laxinn vænni að meðal-
tali, þ.e.a.s. hann kemur ekki til
hrygningar fyrr en eftir tveggja
ára dvöl í sjó. Þá er meðalþunginn
9— 11 pund. Margar ár á Norður-
og Norðausturlandi hafa mjög
vænan laxastofn, Laxá í S-Þing-
eyjarsýslu er þó þeirra frægust.
Einnig má nefna Víðidalsá, Þist-
ilfjarðarárnar og fleiri. Á Suður-
landi er laxinn víða í þessum
stærðarflokki, Stóra-Laxá í
Hreppum skýtur þá fyrst upp í
hugann.
Lengi var ráðgáta hvernig lax-
inn rataði aftur í á sína eftir hina
löngu dvöl í hafinu. Hann reikar
þar um, laxar merktir á íslandi
hafa veiðst við Grænland og Fær-
eyjar. Eflaust eru einnig til laxa-
mið i hafinu sem enn hafa ekki
fundist. Með rannsóknum hafa
vísindamenn fundið út að laxinn
virðist rata með þefskyni sínu.
Með því að líma yfir nasir laxins
fremst á trjónunni mátti rugla
hann svo í ríminu að hann vissi
varla hvort hann var að koma eða
fara. Sannarlega er hér á ferðinni
mikið náttúruundur, að svona
nákvæmur áttaviti skuli vera í
nefi laxins. Kannski mætti líkja
því við, að Spánverji í Sovétríkj-
unum myndi rata að dyragætt
sinni á Spáni einungis með því að
þefa sig áfram. ótrúlegt, en fleiri
dæmi eru til um undraverða rat-
vísi dýranna og nægir að benda á
farfuglana.
Af hverju
stekkur laxinn?
Spurningarnar varðandi laxinn
eru svo margar að þeim verður
mörgum hverjum aldrei svarað'að
fullu. Auk þess sem hvert svar
kallar gjarnan fram nýja spurn-
ingu.
Til dæmis spyrja menn: hvers
vegna stekkur laxinn? Það er
nokkuð sem enginn veit með vissu
og kannski fæst aldrei tæmandi
svar. En tilgáturnar eru auðvitað
ýmsar. Sumar þeirra geta varla
staðist þegar á heildina er litið, en
geta þó staðið sem hluti af stórri
heild. Til dæmis sú kenning að
Iaxinn stökkvi til að hreinsa af sér
sjólúsina. Það vakir kannski fyrir
honum meðan hann er lúsugur,
fyrstu sólarhringana eftir að hann
gengur í ána, en laxinn stekkur
grútleginn fram eftir öllu hausti.
Þarna kemur, að lúsin getur spilað
inn í, en er ekki eina ástæðan.
Þá segja sumir að laxinn kunni
að stökkva til að sjá betur um-
hverfi sitt. Vitað er, að laxinn sér
mjög vel á land upp ef logn er, eða
báruhjúpur truflar ekki vatnsflöt-
inn. Sé báruhjúpur, truflar það
ljósbrotið og hefur í för með sér að
laxinn sér lítið eða ekki upp á
bakkann. Þess vegna er gott að
veiða þegar gola eða vindur er, en
þá ættu laxveiðimenn jafnan að
hafa á bak við eyrað að vaða ekki
út í að óþörfu, því ætla má að lax-