Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 45 félagi okkar, sem kennir sig við lýðræði. Nú berst mér sú frétt, að Oddur sé látinn. Annasömum starfsdegi er lokið. Það var drengskapur hans sem olli því að ég kynntist honum. Blessuð sé minning hans. Arnór Hannibalsson Sumarið 1942 voru kosningar til Alþingis. Að venju voru víða haldnir framboðsfundir, og sótti ég, þá stráklingur, einn slíkan á Húsavík. Á meðal frambjóðenda, sem komu fram á senunni í sam- komuhúsinu, er mér enn í dag minnisstæður þéttvaxinn en svipmikill maður, sem þar talaði fyrir Alþýðuflokkinn. Sá reyndist heita Oddur A. Sigurjónsson, og vera þá skólastjóri i Neskaupstað. — Svipmyndin frá þessum fundi þar sem Oddur stóð í miðjum hita hins pólitíska bardaga, hefur mér ávallt verið minnisstæð og tákn- ræn, ekki sist eftir að kynni okkar hófust, og hann veitti mér hlut- deild með samstarfi í baráttugleð- inni yfir málstað þeirra er minna máttu sín, á vettvangi bæjarmála í Kópavogi. Oddur A. Sigurjónsson fluttist til Kópavogs í byrjun sjöunda ára- tugsins og gerðist fyrsti skóla- stjóri nýstofnaðs gagnfræðaskóla þar, en hafði áður stýrt farsællega gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað um aldarfjórðungs skeið. — Nokkur átök urðu í skólamálum, útaf komu Odds hér til starfa, en hann var fljótur að sigra í þeim átökum, enda bardagavanur og baráttuglaður. Fór svo í þeim mál- um mörgum árum síðar er Oddur hugðist láta af skólastjórastörfum skv. eigin ósk, án þess að vera kominn á endanleg aldursmörk opinberra starfsmanna, að sam- kennarar hans óskuðu eindregið eftir því, að hann gegndi skóla- stjórastörfum áfram og varð hann við þeim óskum og stýrði skólan- um af festu og reisn þar til honum þótti sínum tíma lokið og nýir kennsluhættir hér á landi að hefj- ast, sem honum þótti ekki vera allskostar að sínu skapi. Á Kópavogsárum Odds hafði það fallið í hlut undirritaðs að sitja um nokkurt árabil í bæjar- stjórn Kópavogs fyrir Alþýðu- flokkinn. Meðal allra nánustu stuðningsmanna og hugmynda- fræðinga var Oddur A. Sigur- jónsson, og ekki meiriháttar mál- um ráðið til lykta, án þess að við hann væri rætt og ausið af brunni víðtækrar reynslu hans og þekk- ingar frá arum hans í Neskaup- stað en þar hafði hann átt sæti í bæjarstjórn um árabil. Var hann óspar á tíma sinn í þessum efnum, skrifaði ótal greinar í Alþýðublað Kópavogs á þeim árum, enda ein- dæma baráttufús og bardagaglað- ur með stílvopnið í hendi og latti sjaldan stórræðanna, en undir harðri skel baráttumannsins sló heitt og viðkvæmt hjarta. Greinar hans voru yfirleitt beinskeyttar, enda manninum einstaklega létt um áhrifamikinn rithátt og þaul- lesinn í fornsögunum, sem hann vitnaði til eftir þörfum til að krydda mál sitt og stíl. Hann hafði skrifað og gefið út um langt skeið í Neskaupstað eigið blað, og hér sunnanlands ritaði hann margar athyglisverðar greinar í dagblöð um áhugasvið sín, með því orðfæri að eftir var tekið. Hann starfaði um skeið eftir að hann lét af kennslustörfum, við blaða- mennsku hjá Alþýðublaðinu og ritaði þar fasta dálka. En eftir- minnilegastur er þó hinn sterki persónuleiki, einarðar skoðanir hans og víllaus tilsvör og mál- flutningur. Nú að leiðarlokum minnist ég með innilegu þakklæti ánægju- legra stunda á hans góða heimili og óhvikuls stuðnings og vináttu í samstarfi við Odd hér í Kópavogi og sendi eftirlifandi konu hans, Magneu Bergvinsdóttur, og þeirra stóra og myndarlega afkomenda- hópi samúðarkveðjur. Ásgeir Jóhannesson Tvær vikur eru liðnar síðan ég heimsótti vin minn, Odd A. Sigur- jónsson, þar sem hann dvaldist í Landspítalanum eftir uppskurð. Sá stutti heimsóknartími var fljótur að líða eins og flestar aðrar stundir, sem við Oddur höfum set- ið að spjalli. Og þótt ég sæti þarna við sjúkrabeð hans, verður ekki sagt að orðfæri hans væri frá- brugðið því, er ég átti að venjast, þegar ég hitti hann að máli áður fyrr í fullu fjöri. Hann fór ekki mörgum orðum um veikindi sín eða dvölina í Landspítalanum, en gerði það með þeim hætti að ekki varð varist hlátri, þó að hlátur væri kannski ekki innst í huga. En þannig var Oddur A. Sigurjónsson allar stundir, hress í máli og vík- ingur á orðsins vígaslóðum. Þegar við kvöddumst þarna í Landspítalanum, þá lá það ein- hvern veginn í loftinu, að báða grunaði, að við ættum ekki eftir að bera saman bækurnar framar, þó að vandlega væri þagað um slíkt. Þess vegna kom mér það ekki á óvart, þegar ég frétti síðastliðinn föstudag, aðn Oddur væri látinn. Hann dó á sjúkrahúsinu i Vest- mannaeyjum, en þangað hafði hann verið fluttur af Landspítal- anum hálfum mánuði áður. Hann verður jarðsettur frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 2. apríl. Oddur A. Sigurjónsson skóla- stjóri fæddist 23. júlí 1911 að Grund í Svínadal í A-Húnavatns- sýslu. Foreldrar hans voru Sigur- jón bóndi að Rútsstöðum í Svina- vatnshreppi, Oddssonar sjómanns í Brautarholti í Reykjavík, Jóns- sonar, og Ingibjörg Jósefsdóttir bónda á Hamri í Svínavatns- hreppi, Jósefssonar. Oddur fæddist ekki með silf- urskeið í munninum. Hann ólst upp með móður sinni, við skorinn skammt veraldlegra lífsgæða, sem í þá daga var tildæmt hlutskipti einstæðra mæðra og reyndar fá- tækrar alþýðu þessa lands yfir- leitt. Þau misjöfnu kjör, sem hann hafði fyrir augunum í uppvextin- um, beygðu hann samt hvorki né brutu niður, heldur hertu hann í eldinum og mótuðu lífsviðhorf hans um alla ævi. Þannig gekk hann snemma til liðs við Alþýðu- flokkinn, til baráttu fyrir betra hlutskipti til handa umkomulaus- um og fátækum, sem þá áttu formælendur fáa. Og síðar gerði hann það að ævistarfi sínu að leiða æskufólk til menntunar og þroska, svo að það þyrfti ekki að lúta sömu örlögum og margur af hans kynslóð, sem varð að láta sér það lynda að sitja heima og horfa á eftir embættismanna- og stór- bændasonum til fundar við menntagyðjuna. Sjálfur braust Oddur til mennta af miklu harðfylgi og dugnaði, enda hafði hann til þess alla hæfi- leika, þó að fararefni væru að öðru leyti af skornum skammti. Gagn- fræðaprófi lauk hann 1930 og stúdentsprófi frá Menntaskóla Akureyrar 1935, en það nám hafði hann að miklu leyti stundað utan- skóla. Próf i forspjallsvísindum tók hann í Háskóia Islands 1936 og loks kennarapróf frá Kennara- skólanum 1S37. í fyrstu kenndi hann um skeið í heimabyggð sinni, en 1937 flytur hann til Neskaupstaðar og gerist þar skólastjóri gagnfræðaskólans og síðan einnig iðnskólans þar sem hann mun hafa átt ríkan þátt í að stofna og að sjálfsögðu að leiða og móta. Eftir langa og farsæla skóla- stjórn í Neskaupstað flytur hann svo með fjölskyldu sína til Kópa- vogs árið 1960 og tekur þar við starfi skólastjóra í nýstofnuðum gagnfræðaskóla staðarins og heit- ir sá skóli nú Víghólaskóli. Þó að pólitískir vindar léku um Odd A. Sigurjónsson í fyrstu, er hann tók við þeim skóla, þá stóð hann þann pilsaþyt af sér og stýrði þeim skóla með festu og ör- yggi í 14 ár, þannig að sá skóli hefur ávallt verið í fremstu röð meðal jafningja. Það mun Oddi einnig hafa verið mikið ánægju- efni að hafa átt þess kost að leggja fyrstu hornsteinana að mennta- skóla í Kópavogi þarna í Víghóla- skólanum, en þar steig mennta- skólinn sín fyrstu spor undir leið- sögn hans. Áður er hér vikið að því, að Oddur A. Sigurjónsson hafi snemma komið til liðs við Alþýðu- flokkinn. Sú liðveisla varð heldur ekki endaslepp. Með hugsjónum jafnaðarmanna stóð hann vígreif- ur til hinstu stundar og hafði þá marga hildi háð fyrir þann mál- stað bæði í ræðu og riti. Slíkur félagsmála- og bardagamaður lét sér það ekki lynda að sitja auðum höndum. í Neskaupstað var hann tvívegis í bæjarstjórn fyrir Al- þýðuflokkinn, fyrst 1946—1950 og síðan aftur 1954—1958. Þá var hann einnig í framboðum fyrir Al- þýðuflokkinn í S-Múlasýslu og S-Þingeyjarsýslu. Á Neskaupstað- arárunum gaf hann út Hamar, fjölritað blað, sem hann skrifaði og vann að öllu leyti. óvíða mun málstaður Alþýðuflokksins hafa verið sóttur og varinn af meira harðfylgi, en á síðum Hamars, enda ritstjórinn ekki þekktur fyrir hálfvelgju, vingulshátt eða vettl- ingatök, hvorki í ræðu né riti. Oddur A. Sigurjónsson kvæntist eftirlifandi konu sinni, Magneu Sigríði Bergvinsdóttur frá Sval- barðseyri, 13. ágúst 1938, dóttur Bergvins Jóhannssonar, verka- manns og konu hans, Sumarrósar Magnúsdóttur. Magnea er mikil mannkostamanneskja og hefur án efa reynst manni sínum ómetan- legur lífsförunautur. Hún hefur verið eiginkona, móðir og húsmóðir í þeirri bestu merkingu, sem þau orð hafa í huga og hjarta okkar, enda duldist eng- Kveðja frá Iðnskólanum í Reykjavík Vigfús Árnason var kennari í hárskurði við Iðnskólann í Reykjavík frá ársbyrjun 1969 og nú síðustu árin deildarstjóri i þeirri grein. Hann var eins og sönnum rak- ara sæmir ekki einungis meistari í sinni grein heldur meistari í mannlegum samskiptum bæði til orðs og æðis. Vigfús var í senn einstaklega skapgóður, kíminn og jákvæður. Þessir eiginleikar nutu sín vel í kennarastarfinu og leiddi til góðs samstarfs við nemendur, sveina og meistara í greininni. Við samstarfsmenn Vigfúsar vissum að hann átti við langvar- andi veikindi að stríða. Hann var þó einatt glaður og reifur. Þannig munum við hann mörg úr góðum fagnaði skömmu áður en hann veiktist hinsta sinni. Skólinn þakkar honum farsæl störf og vottar eiginkonu og ætt- ingjum samúð sína. Ingvar Ásmundsson Hinn 5. apríl nk. kveðjum við hinstu kveðju félaga okkar Vigfús um, hversu Oddur mat hana mik- ils. Þau hjón eignuðust sex börn, röskar og dugandi manneskjur, sem bera vitni um hollt og gott uppeldi og þá mannkosti, er þau eiga kyn til. Börn þeirra eru: Rósa Ingibjörg, póstfulltrúi í Kópavogi, býr með Sigurði Sigvaldasyni, trésmið, Jóhann Bergvin, skip- stjóri í Vestmannaeyjum, giftur Maríu Friðriksdóttur, Guðmundur Magnús, yfirkennari og bæjar- fulltrúi í Kópavogi, giftur Sóleyju Stefánsdóttur, Hrafn óskar, stýri- maður í Vestmannaeyjum, sam- býliskona hans er Friðrikka Sæv- arsdóttir, Svanbjörg, kennari í Vestmannaeyjum, gift Sævaldi Elíassyni, stýrimanni á Herjólfi, og Lea, ljósmóðir í Vestmannaeyj- um. Barnabörnin eru 13. Þegar Oddur A. Sigurjónsson lét af skólastjórn í Kópavogi 1974 gerðist hann blaðamaður við Al- þýðublaðið um fjögurra ára skeið, en þau hjón fluttu síðan heimili sitt til Vestmannaeyja 1978. Ég saknaði vina í stað, þegar þau fluttu úr bænum. Það var alit- af gott og notalegt að sækja þau hjón heim á Skjólbraut og njóta þar þeirrar einlægu gestrisni og vináttu, sem „kom að innan". Oddur hafði margt að miðla í samræðum. Hann átti að baki sér margvíslega lífsreynslu, var flest- um mönnum minnugri, víðlesinn og fróður í sögu þjóðarinnar fyrr og síðar og bókmenntum hennar fornum og nýjum. Allt þetta lék honum á tungu ásamt ófáum kvæðum og lausavísum, sem hann kunni reiprennandi og gat vitnað í við öll tækifæri til að krydda mál sitt og frásagnir. Sjálfsagt hafa ýmsir samferða- menn Odds séð það helst í fari hans, að hann oft og tíðum „batt eigi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn". Þeir sem betur þekktu hann, vissu þó fyrst og fremst, að þar fór heilsteyptur maður og heiðarlegur, traustur og tryggur þeim hugsjónum, sem hann barðist fyrir, hreinskilinn og sannur vinur vina sinna, enda bjó viðkvæmt og hlýtt hugarþel að baki, þó að það væri ekki alls stað- ar borið á torg. Að leiðarlokum er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir vináttu Odds A. Sigurjónssonar og fyrir þá ánægju og þann lærdóm, sem þau kynni urðu mér. Konu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra flyt ég einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hans. Jón H. Guðmundsson. Árnason, sem lést þann 22. mars. Vigfús var fæddur 23. apríl 1925 í Reykjavík. Hann ólst upp í Reykjavík og hóf nám í hárskera- iðn 1942. Vigfús lauk þar námi 1945 og vann við iðn sína þar til hann hóf kennslu í Iðnskólanum í Reykjavík 1968. Eftirlifandi eig- inkona Vigfúsar er Inga Jenný Guðjónsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn, Gyðu, húsmóður, Grétu, skrifstofustúlku, og Árna Guðjón, iðnnema. Ég kynntist Vigfúsi fyrst þegar ég var barn í sveit í Skaftártungu. Vigfús var þá tíður gestur á næsta bæ, Gröf. Mér er það minnisstætt hve mikil glaðværð fylgdi Fúsa, en það var hann kallaður. Það var sama hvar var, í réttunum, eða úti á túni, það mátti heyra langar leiðir hlátrasköll og gleði. Leiðir okkar lágu svo saman þegar ég hóf kennslu í Iðnskólan- um í Reykjavík, en þá var Fúsi deildarstjóri hárskeradeildar. Það var ljóst að þrátt fyrir árin sem liðu þar á milli var Fúsi samur og áður, glettinn og skemmtilegur. Samviskusemi í starfi ásamt skín- andi fagmennsku áunnu Fúsa virðingu, bæði nema og sam- starfsmanna. Frá því að Fúsi hóf Lopi kominn út í 4. sinn PRJÓNABLAÐIÐ Lopi er nýkomið út í 4. sinn. Blaðið er litprentað á góðan pappír. Ritstjórar eru Erla Eggertsdóttir og Björg Gunnsteins- dóttir. Blaðið leggur áherslu á upp- skriftir úr lopa og ísl. ullarbandi og hönnun íslenskra kvenna og það hefur vakið athygli fyrir vandaðar og nákvæmar uppskrift- ir, sem eru auðveldar fyrir byrj- endur. 4. hefti Lopa og bands er fjöl- breytt að vanda með 29 uppskrift- um, auk leðursmíði og buxna- og treyjusaum með sniðbandi. Blaðið kemur út tvisvar á ári og er selt í bókabúðum og hannyrðaverslun- um um allt land, einnig í áskrift. Ráðstefna um orkunotkun í landbúnaði FIMMTUDAGINN 7. apríl verður haldin ráðstefna í Borgartúni 6 Reykjavík um Orkunotkun í land- búnaði á vegum Orkusparnaðar- nefndar og Búnaðarfélags íslands. Á ráðstefnunni sem hefst kl. 9 árdegis verða flutt 13 erindi um orkunotkun, orkusparnað og nýja orkugjafa í landbúnaði. Erindin eru prentuð og gefin út samtímis ráðstefnunni. Þátttökugjald er kr. 350. Þátttaka tilkynnist Orku- stofnun. Fermingarbörn - Leidrétting IIEIMILISFANG misritaðist í upp- talningu fermingarbarna í Neskirkju annan í páskum. Hið rétta er Ólafur Einarsscn á Lindarbraut 33, Reykja- vík. Þá féll niður nafn Margrétar Hjálmarsdóttur, Sörlaskjóli 30, Reykjavík. Viðkomandi eru beðnir velvirð- ingar á mistökunum. kennslu var hann virkur félagi í kennarafélagi Iðnskólans og jafn- an mættur á fundum og skemmt- unum. Fúsi hefur lengi átt við veikindi að stríða og rétt fyrir jól- in komust þau á það stig að sýnt var að hverju stefndi. Við fráfall Vigfúsar Árnasonar myndast mikið skarð í Iðnskólan- um í Reykjavík. Nemendur hafa misst góðan læriföður og fyrir- mynd, kennarar félaga og vin, iðn- aðurinn einn af frumherjum verk- legrar kennslu í skóla. Við kennar- ar í Iðnskólanum vottum Ingu Jenný, börnum og barnabörnum samúð og biðum þess að Guð styrki þau i sorg þeirra. Sigurður P. Guðnason Útför Vig^fúsar fer fram nk. þriðjudag, 5. apríl frá Dómkirkj- unni. Minning: Vigfús Árnason iðnskólakennari

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.