Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 46

Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 íslenska liðið hefndi ófaranna og sigraöi ÍSLENDINGUM tókst að hefna ófaranna frá því á mánudaginn, þegar þeir töpuðu gegn Færeyingum, meö 3—1 sigri suður í Keflavík á þriöjudaginn. Islensku strákarnir mættu til leiks ákveðnir í að sigra og í fyrstu hrinu sýndu okkar menn mikla yfirburöi, komust í 13—0 og unnu 15—2. Blokkin hjá okkur var mjög sterk svo og uppgjafirnar en viö þær réðu Færeyingarnir ekkert viö. f næstu hrinu haföi maður á tilfinningunni aö strákarnir héldu að hún myndi vinnast af sjálfu sér án þess aö þeir kæmu þar nokkuö nærri, slíkt var áhugaleysiö. En svo mikiö betri erum viö ekki enda sigruöu Færeyingarnir 15—7 og var það helst fyrir tilstilli fyrirliöa þeirra Hans Mikkelsen sem var sterkur í sókninni og einnig átti Liggjas Högnesen mjög góöar laumur sem höfnuöu beint í gólfi okkar manna. í næstu tveimur hrinum vorum viö yfir allan tímann og unnum þær báöar 15—9. Með ákvörðun fyrir 8.apr£l getur þú gengistryggt sumarferðina SL-kjörin haía aldrei notið meiri vinsœlda en í dr og nú bjóðum við öllum viðskiptavinum að velta lerðamöguleikunum tyrir sér yíir pdskana og tryggja sér síðan réttu íerðina d SL-kjorum fram til 8. apríl. Þetta sérstaka greiðslufyrirkomulag tryggir farþegunum fast verð sem stendur óhaggað þrótt (Rinúni mánudaga sSSSfess iautunum a el ) þriggja herb. m iœmi um veio h — 700 ^ísssí ^-- fyrir gengislœkkun eða hœkkun á eldsneytisverði. Með því að greiða l/2 eða allan ferðakostnað er verðið fest í sama hlutfalli við gengisskráningu Bandaríkjadollars á innborgunardegi. SL-kjörin gilda í allar íerðir. /^PPseJt í Sjar ^ KrhUS að ^era " ^ «°kks. - ^ursÆus jnr0" írá2°' nraí-y S6D( Suinarhús í Danmörku Aukaíerð 28. maí! Það þarí ekki að hafa mörg orð um ágœti dönsku sumarhúsanna, eítirspurnín segir best til um það. Nú er uppselt 1 flestar brottfarir sumarsins og við eínum því tíl 14 daga aukaferðar 28. maí. fesdSí&sí sér. Rútuferöir Enni ”ir4 i Við skipuleggjum rutuíerðir vitt og breitt um Evróou tóDur°SSl“e9U.r terð°m°9“'0ik. ' oatal^ 1 hressile0um íerðaanda og ogleymanlegu rutuœvintyri y ^^j^l^£i3vikur m4iálfu fœði kr 23.900 SL-kjörin gilda til 8. apríl Hjá Færeyingum voru þeir Hans og Liggjas bestir en hjá okkur léku allir nokkuö vel og þá sérstaklega í fyrstu hrinu. Islenska kvennalandsliöiö sigr- aöi einnig á þriöjudaginn en aö þessu sinni 3—2. í byrjun kom- umst viö í 6—1 en þá fór Anna Dalsgard í uppgjöf og þegar hún haföi lokiö sér af var staðan oröin 6—7, síöan er jafnt í 11 — 11 en okkar stelpur voru sterkari á enda- sprettinum og sigruöu 15—11. í annarri hrinu komast Færey- ingarnir í 7—1 en þeim íslensku tekst aö jafna og komast yfir 11—9 en aö þessu sinni voru Fær- eyingarnir sterkari í lokin og unnu 17—15. Boltinn gekk mikið og lengi, geysileg barátta og gott blak sem endaöi meö sigri okkar liös. i fjórðu hrinu komumst viö í 7— 1 og 13—8 en meö ótrúlegri baráttu tókst þeim aö vinna upp þetta for- skot og sigra 15—13. Lokahrinan var einnig mjög skemmtileg á aö horfa, við erum yfir 10—4 en þær minnka muninn niöur í 12—10 en okkur tókst aö fá næstu þrjú stig og unnum því 15—10. Hjá Færeyingunum var Finngerd Solbjörg lang best og er oft með ólíkindum hvernig henni tekst aö bjarga upp boltum sem virðast komnir í gólfiö. islensku stelpurnar léku ágætlega en Sigurborg Gunn- arsdóttir var þeirra best. Áhorfendur í Keflavík sem ekki voru mjög margir létu vel í sér heyra og í kaffiboði sem bæjar- stjórnin hélt liöunum aö leik lokn- um kvaöst bæjarstjórinn þess full- viss aö Keflvíkingar yröu að nokkr- um árum liðnum stórveldi i blaki eins og í körfuknattleik. sus íþróttir um páskana ÞAÐ sem ber hæst af íþróttavið- burðum um páskana er Skíðamót íslands sem fram fer á ísafiröi. Mótið var formlega sett í gær en keppni hefst í dag. Keppt verður í stórsvigi og 15 km göngu f dag. Á morgun, föstudag, verður svo skíðaþing og keppt verður í boö- göngu. Á laugardag verður keppt í svigi og stökki. Flokkasvig og 30 km ganga veröa svo á páskadag. íslandsmótið í borötennis fer fram um páskana í Laugardalshöll- inni. Keppnin hefst á fimmtudag en á laugardag fara úrslitaleikirnir fram. Þá fer fram einn riöill i Evrópu- móti drengja í körfuknattleik fram hér á landi um páskana. Leikiö veröur á laugardag, sunnudag og mánudag. Fjórar þjóöir taka þátt í mótinu. Sjá frétt á næstu síöu. Trimmmót í skíöagöngu fer fram í Skálafelli á vegum Hrannar næstkomandi laugardag og veröur gengið í öllum flokkum. Þá veröur Bláfjallagangan á laugardaginn og Kambagangan fer fram í dag. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.