Tíminn - 10.08.1965, Qupperneq 3

Tíminn - 10.08.1965, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1965 TÍMINN æðstu stjórn Kanada Kanada gegn tryggingu. Hann hvarf þegar sjónum lögregl unnar og hefur ekki sézt síðan. en gizkað er á, að hann haldi sig nú í Evrópu. Það er þessi flótti glæpamannsins, sem er forleikurinn að því hneykslis- máli, sem getur orðið kana- dísku stjórninni dýrkeypt. Lög fræðingur Bandaríkjastjórnar Pierre Lamontagne, hefur upp lýst, að honum hafi verið boðn ar 800 þús. ísl. krónur, ef hann vildi stuðla að því, að Rivard gæti farið frjáls ferða sinna. Sá, sem bauð þessar mútur, var Raymond Denis, sem er nán- asti samstarfsmaður eins af ráð herrunum í stjórn Pearsons. Og ekki nóg með það, einn af þingmönnum Frjálslynda flokksins, stjórnarflobksins, Guy Rouleau, sem verið hefur sérstakur þingritari forsætis- ráðherrans, og ennfremur Guy Lord, sérstaþur ráðgjafi dóms- málaráðherrans, reyndu báðir með margvíslegum ráðum að fá lögfræðinginn til að falla frá kröfunni um að f;. Rivald framseldan. Guy Roul- eau, hefur nú sagt af sér þing- mennsku. Hér virðist því vera meira en lítið óhreint í pokahorninu í æðstu stjóm Kanada. Það voru tveir af þingmönn um stjórnarandstöðunnar, í- haldsmaðurinin Erik Nielsen lögfræðingur frá Yukon, og Douglas, leiðtogi Nýja demó- Lester Pearson — á í erfiðleikum krataflokksins, sem drógu mál- ið fram í dagsljósið og hófu umræður um það í þinginu Rannsóknarnefnd var kjörin. Formaður nefndarinnar var æðsti dómarinn i Quebec, Dor- ion. Þessi rannsóknameínd hefur nú lokið. störfum og sent frá sér skýrslu um málið — og það er þessi skýrsla, sem hefur knúið dómsmálaráðherr- ann til að segja af sér, og get- ur riðið ríkisstjórninni að fullu. f skýrslunni er dómsmáiaráð herrann reyndar ekki ásakaður um að hafa átt þátt í hinum undarlegu viðbrögðum gagn- vart fanganum Rivard, eða að hann hafi vitað um þá grun samlegu afgreiðslu, ’sem mál lians fékk hjá kanadiskum yf- irvöldum, en ráðherrann er hins vegar ásakaður um emb ættisvanrækslu og að hafa svik izt undan skyldum sínum í san bandi við þetta mal. Ennfremur gagnrýnir neínd in mjög skýrslu kanadisku íög reglunnar um rannsócn rnáls Rivards, en þar sagði, að naig- ar sannanir væru ekki fyiir hendi til handtöku eða fram- sals Rivards — en lögregian leitaði ekki lögfræðilegcar um sagnar áður en hún le: þessar niðurstöður frá sér fara. Fall dómsmálaráðherrans er mjög alvarlegt áfall fyrir rík- isstjórn Lesters Pearsons. Favreau dómsmálaráðherra vai fulltrúi hinna frönskumælandi í ríkisstjórninni. Eins og kunn ugt er, hafa hinir frönskurnæl- andi í Kanada látið mjög ó- friðlega síðustu missiri og hnft uppi háværar sjálfstæðiskröf- ur, einkum í Quebec-heraði Hinir öfgafullu flokkarfrönsku mælandi hafa þegar tekið að kalla fall dómsmálaráðhervans nýjar ofsóknir á hendur franska minnihlutanum. Þá mun íhaldsflokkurinnekkitaka með silkihönzkum á þessu máli heldur blása eld í þær glæður grunsemda, sem vaknað hafa um geigvænlega spillingu í æðstu stjórn ríkisins. Hneykslismál hefur komið róti á stjórnmálin í Kanada. Hefur dómsmálaráðherrann, Guy Fevreau, orðið að segja af sér, og er talið, að ríkisstjórn Lesters Pearsons sé í nokkurri hættu. Talið er vist, að þetta mál muni a.m.k. hafa í för með sér miklar breytingar á emb- ættismannakerfi ríkisins — og þá einkum í þeim stöðum, sem snerta dóms- og lögreglumál í landinu. Upphaf þessa máls varð í júnímánuði síðastliðið ár, þeg ar bandarísk stjórnarvöld fóru þess á leit við kanadiska dóms- málaráðuneytið að fá framseld. an mann nokkum að nafni Lucien Rivard, en hann lá und ir ákæra fyrir eiturlyfjasölu í Texas. Kanadisk yfirvöld höfðu tekið mann þennan fast- an fyrir að hafa farið með ó- löglegum hætti inn yfir landa- mærí Kanada. Það var kanadiskur lögfræð- ingur, Pierre Lamontagne, sem hafði málareksturinn með höndum fyrir Bandaríkja- stjóm. Það virðist nú sem hinn á- kærði, Lueien Rivard, hafi haft mjög góð sambönd við banda- rísku Mafíuna, glæpasamtökin Sosa Nostra, og ennfremur, að Cosa Nostra hafi haft sérlega góð sambönd og aðstöðu í Kanada. Þrátt fyrir tilraun- ir lögfræðingsins Lamontagne til að fá Rivard framseldan, var honum sleppt úr haldi í HEIMA OG HEIMAN Fallin ríkisstjórn. — George Novas, lengst til hægri, og meSráSherrar hans í gríska þinginu í fyrri viku. __________________3 Á VÍÐAVANGI Útsvarsálagningin f Alþýðublaðinu á suinnuríag er birt bréf frá „ísfirðingi" vegna rangfærslna Mbl. í sam- bandi við útsvarsálagninguna í Reykjavík eg ýmsum stöðum úti á landi. Þar sem þessi grein í Alþýðublaðinu varpar góðu Ijósi á staðreyndir málsins, þykir Tímanum rétt að birta hana. fsfirðingur s.egir: „í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 1. þ. m. er gerður sam anburður á útsvarsálagningu í Reykjavík og þremur kaupstöð um úti á landi, — Akureyri, Húsavík og ísafirði, — og því haldið fram, að útsvörin, sem lögð eru á eimstaklinga, séu mun hærri í fyrrgreindum kaupstöðum en í höfuðborg- inni. Ekki er nú reisnin mikil á málsvörum íhaldsins í Reykja vík að þeir skuli ekki skamm- ast sín fyrir að leggja aðstöðu höfuðborgarinnar varðandi tekjuöflun til jafins við byggðar lög úti á landi, en það er nú önnur saga. En þrátt fyrir þenn an samjöfnuð Morgunblaðsins er mjög liallað réttu máli og mikilvægum staðreyndum stumgið undir stól, a.m.k. hvað útsvarsálagninguna á ísafirði varðar. Satt er það, að á ísafirði var lagt á samkvæmt útsvarsstiga og náðist á þann hátt nokkur upphæð - tæp 7% - fram yfir áætlaða útsvarsupphæð, og er það fyrir vanhöldum. Hálf saga En hér er aðeins hálfsögð saga, því einnig þarf að skýra frá því, hvaða frávik voru gerð frá lieimiluðum álagningar- grundvelli áður en útsvarsá- Iagning fór fram. Á ísafirði voru ALLAR bætur almanna- trygginga, ellilaun, fjölskyldu- bætur, mæðralaun o.fl. undan þegnar álagningu, en svo var ekki í Reykjavík. Á Ísafirðí greiða gjaldendur á aldrinum 67—70 ára % af útsvari, og menn yfir 70 ára V2 útsvar, en slíkar eftirgjafir þykja ó- þarfar í höfuðborgiruni, og Morgunblaðsmálsvarinn telur ekki ástæðu til að segja frá þes«um mikilvægu atriðum, enda löngum við brunnið, að íhaldinu væri annað betur gef ið en að bera umhyggju fyrir þeim sem þarna eiga hagsmuna að gæta. Rétt er að geta þess, að þau frávik, sem heimiluð voru í Reykjavík, voru einn- ig heimiluð á ísafirði, auk þeirra mikilsverðu atriða, sem ekki voru heimiluð þar. Sérskattarnir í Reykjavík Þá má einnig minna á það, að á ísafirði eru svo til öll gjöld almennings til bæjarfé- lagsins, öninur en fasteigna- skattur, vatnsskattur og lóða- leiga, innifalin í útsvarsupp- hæðinni, en ekki lögð á sér- staklega, t.d. sem sorphreinsun argjald, gangstéttagjald ,skipu lagsgjald o.fl. eins og fram- kvæmt er í Reykjavík. Þar verða t.d. húsbyggjendur að greiða til borgarsjóðs verulega upphæð fyrir að fá byggingar- lóð undir hús sín, og er það alls ekki léttbær aukaskattur á allan almenning. Slík skatt heimta er óþekkt á ísafirði, útsvörin látin nægja til þess að standa undir þeim kostnaði Framhald á bls. 7

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.