Tíminn - 10.08.1965, Page 9

Tíminn - 10.08.1965, Page 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1965 TÍMINN Wissenschaft und Politik í Köln og Oxford University Press í London. Þýzka útgáfan er 382 blaðsíSur en sú enska 306, og fjöldi góðra mynda er í báðum útgáfunum. Á þýzku nefnist bókin „Freibeuter der Revolution" en á ensku „The Merchant of Revolution.“ Ef velja ætti henni heiti á dönsku, gæti það verið „Revolution- ens Sortbörshandler,“ sérstak- lega með hliðsjón af starfsemi Parvusar á meðan hann dvald- ist í Kaupmannahöfn á heims- styrjaldarárunum fyrri, sem nánar verður rakið hér á eftir. Það var sumarið 1915, fyrir réttum fimmtíu árum, sem Parvus kom til Kaupmanna- hafnar, og hann hafði upplifað sitthvað áður. Hann fæddist í miðstéttarfjölskyldu gyðinga- ættar í Rússlandi 1867, og á unga aldri, meðan hann enn var í menntaskóla, ánetjaðist hann í byltingarfélagsskap, sem dró þann dilk á eftir sér, að hann neyddist til að flýja land og fór þá til Sviss. Þar lauk hann námi, gerðist marxisti og fluttist síðan til höfuðlands marxismans Þýzkalands 1891, hann hafði sannfærzt um það eftir nokkrar stuttar ferðir til heimalands síns, að eins og sakir stæðu, væri óráðlegt fyr- ir hann að setjast þar að, hann hefði þar ekkert að gera. „Ég er að leita mér að föð- urlandi“ skrifaði hann til Kaut sky, en þótt hann smám sam- an sætti sig við að vera orð- inn Þjóðverji, ekki sízt vegna þess að hann leit á þýzku jafnaðarstefnuna sem sitt raun verulega athvarf og föðurland og hann dáði þýzka menningu, gerðist hann ekki þýzkur rikis- borgari fyrr en 1916, er hann — sem hans var von og ’dsa — gekk í þjónustu þýzku stór- veldisstefnunnar . . . En ást hans á öllu þýzku varð ekki endurgoldin eftir því sem árin liðu. í stjórnmálastarfi sínu var hann einna helzt í vinstra armi þýzka jafnaðarmanna- flokksins, en þó var hann of sjálfstæður og skarpur í skoð- unum til að geta talizt dyggur flokksmaður eða einstefnumað ur, og ekki fór hjá því að hann móðgaði alla helztu brodd ana í flokknum. Hann var lítill vexti og ófríð ur með allt of stort — og gáfað höfuð, og persóna- legt siðferði hans var spillt- ara en svo að það félli í kram- ið hjá hinum kenningarlega byltingarsinnaða en raunveru- lega smáborgaralega þýzka jafn aðarmannaflokki. Hann lét sér ekki nægja kynlíf hjónabands- ins, heldur var hann sífellt að skipta um lagskonur, og þetta óhemju kvennafar hans, og þá ekki síður útgáfutöp hans og barnameðlagskyldur. sem hann skaut sér iðulega undan með því að stinga af til Rússlands til að taka þátt í fyrstu bylt- ingunni þar, varð allt til að setja honum stólinn fyrir dyrn ar hjá flokknum í Þýzkalandi og skaðaði hann það sem eftir var ævinnar. Hann afsakaði sig með því, að hann gæti ekki látið slíkar skuldbindi.ngar hefta sig í pólitísku starfi o? fyrirætlunum. Eftir fangelsisvist í Rússlandi reyndi hann aftur um tveggja ára skeið að koma undir sip fóturn í býzka jafnaðarmanna- flokknum, en oólitísk og per sónuleg einangrun og áreitni yfirvaldanna við hinn land lausa og hálfólöglega pólitíska emigranta varð til þess, að hann dustaði af sér ryk hins ,StrikiS“ uppljómað vanþakkláta andlega föðurlands árið 1910. Leið hans lá yfir Vín og Balkanlöndin unz hann kom til Tyrklands, þess frum- stæða, vanþróaða lands, og þar fékk hann byr í seglin sem slyngur kaupsýslumaður og fjármálabraskari, en lagði þó ekki pólitísk áhugamál sín á hilluna fyrir því. Grátbrosleg er sagan af því, er hann og Rakovski héldu upp á 1. maí 1911 á fundi með um tvö hundi tyrkneskum hafnarverkamönn um i Konstantinopel, sjón- hringur þeirra var svo þröng- ur og kröfurnar svo bama- lega frumstæðar. Svo þegar heimsstycjöldin fyrri brauzt út, varð fyrst til hið mikla lífs- áform Parvusar: Að steypa rússneska keisaranum af stáli með tilstilli þýzkra vopna ut- an frá og uppreisn innan frá, sem nyti féstuðnings þýzku stjórnarinnar með milligöngu hans sjálfs. Með hjálp m. a. þýzka sendiherrans í Tyrklandi sem bar mikla virðingu fyrir fjármála og skipulagningarhæfi leikum Parvusar, tókst honum í rauninni að fá aðgang að þýzka utanríkisráðuneytinu og fyrirheit um féstuðning við áform hans. Aðalatriði í þessu sambandi var að ná samúð og samvinnu bolsévikkanna, en eftir persónu legt samtal, sem Parvus átti við Lenin í Sviss, var tilboði Parvusar hafnað. Lenin kærði sig ekki um opinbert samstarf við Þjóðverja og umboðsmann þeirra, og þau málalok voru hábölvuð fyrir áætlun Parvus- ar. En hann lét samt Þjóðverj- ana ekkert vita af þessu heldur lagði hann nú leið sína til Kaupmannahafnar til þess að hefjast þar handa á eigin spýt- ur um að reyna að kaupa bylt- ingu í Rússlandi líkt og hon- um hafði heppnazt mætavel að kaupa og selja korn í Tyrk- landi og getað keypt sér áhrif í hinu spillta þjóðfélagsfcerfi Tyrklands. Þegar Parvus kom til Kaup- mannahafnar frá Sviss í iúní 1915, voru í fylgd með honum fjórir rússneskir emigrantar en enginn þeirra bolsévikki, cp þótt hann gæfi fyrirheit um vísindalega rannsóknarstofnun sem hann ætlaði að koma á fót og standa undir í Kaup- mannahöfn. höfnuðu Bucharin og sænski vinstrisósíalistinn Zeth Höglund, þá báðir í Stokkhólmi, samvinnu við hann (Bucharin bó fyrst eftir að hafa fengið aðvörun frá Lenin.) Samt tókst Parvusi þegar í júlí 1915 að stofna „Félag til þjóðfélagsrannsókna á afleið- ingum stríðsins" og forustu þess tóku þýzksinnaði prófess- orinn Karl Larsen og Sven Trier, síðar þjóðþingsmaður jafnaðarmanna, og það átti inn an skamms yfir að ráða all- miklu bókasafni og gaf út tím’a- rit. Allt þetta tilstand hafði aðsetur á Österbrogade uian við vötnin og kostaði Parvus um 40 þús. krónur danskar á mánuði. Tilgangur félagsins var vísindalegur, að sögn Parvus- ar, og það hafði aðeins óbein tengsl við rússnesku byltingar- áformin hans, eimmgis þannig, að hann setti sig í samband við þá rússnesku eimigranta sem áhuga höfðu á nýjum þjóð- félagskenningum, og einnig að prófa þá, sem ráðnir voru til starfs við stofnunina, hvernig þeir mættu koma að liði, þegar látið yrði til skarar skríða með hin stóru áform. Parvus lét þó ekki nægja að beita sér fyrir vísindarannsókn um i Kaupmannahöfn. Hann stofnaði einnig um þessar mundir tímaritið „Die Glocke“ í Þýzkalandi sem málgagn fyr- ir pólitískar hugsjónir sínar og þar kom hann líka á fót bókaútgáfu, sem gaf út rann- sóknaskýrslur félagsins og póli tisk flugrit. Allt þetta kostaði ^arvus morð fjár, og samt fór þetta meira eða minna út í veður og vind, aflaði honum hvorki þess vísindaálits né po.'i tískra áhrifa, er hann sóttist eftir. Hin rússnesku byltingar- áform Parvusar biðu einnig skipbrot. Þau voru í því fólgin að með þýzku fé skyldi styðja hvers konar byltingaráróður í Rússlandi, ólögleg félög, verk- fallanefndir o. s. frv. og síðan skyldi byltingin hefjast 22. jan- úar 1916, á afmælisdegi hins blóðuga sunnudags í Péturs- borg 1905, í formi víðtækra verkfalla. Þann tiltekna dag lögðu reyndar 45 þúsund verkamann í Pétursborg niður vinnu, og í Naval-verksmiðjunum í Nikala- jev voru tíu þúsund manns farnir í verkfall þegar 11. ]an en kröfurnar voru svo gífur- legar, að stjórnvöldum ^at ekki annað komið í hug en pólitísk- ar orsakir lægju að baki bessu verkfalli. Og þótt Naval-verka mennirnir sýndu mikið úthald, varð þetta ekki til að leysa úr læðingi mikla verkfallanreyf- ingu. hvað þá og því síður bylt- ingu, og vitnaskýrsla Parvusar til hans góða vinar Brockdorff- Rantzau þýzka sendiherrans i Höfn, og beint til utanríkisráðu neytisins í Berlín, gat ekki komið í veg fyrir, að hið siðar- nefnda hætti við að styðja Parvus þangað til marzbylting- in í Rússlandi 1917 var ger'5, en þá átti Parvus eftir að gegna miklu hlutverki á bak við marga þýðingarmestu póli- tíska atburði næstu mánaða á eftir. Brockdorff-Rantzau hélt þó sífellt áfram sambandi við Par- vus, og í staðinn fyrir aðstoð utanríkisráðuneytisins fékk hann árið 1916 vissan stuðn- ing frá pólitísku deild 1 ýzka herforingjaráðsins svo hann þyrfti ekki að leggja árar í bát — svo hann gæti haldið áfram tilraunum sínum til að kaupa byltingu í Rússlandi. En þar eð öll skjöl þýzka herfor- ingjaráðsins voru brennd í heimsstyrjöldinni síðari, er ekki hægt að færa sönnur á þetta. Annars voru alla tíð skiptar skoðanir í þýzka utanríkisráðu- neytinu á pólitíkinni gagnvart Rússlandi og Parvusi og bylt- ingaráformum hanS, þar sem sumpart var leitazt eftir sér- friði við zar-stjórnina, sumpart talið freistandi að mala hana niður með herstyrk utan frá og uppreisn innan frá Sumir í ráðuneytinu hölluðust ýmist á þessa sveif eða hina. Á einu sviði náði Parvus miklum og ótvíræðum árangri meðan hann dvaldist í Kaup- mannahöfn, sem sé í kaupsýsl- unni. Skömmu eftir komu sína til Hafnar stofnaði hann fyrir- tækið „Handels- og Import- kompagniet A/S“ og innan þess blandaði hann saman Kaup sýslu og pólitík á snilldarleg- an hátt. Aðalsamverkamenn Parvusar í þessu fyrirtæki voru sumpart gamli bolsévikkinn Jacob Fiirstenberg, sem gekk undir flokksnafninu Hanecki, sumpart þrír þýzkir bræður með ættarnafninu Sklarz. Þeir höfðu allir fleira en eina sér- grein, og þeir kunnu sannar- lega sitt fag. Furstenberg var ekki sérlega sterkur í bóklegu fræðunum, en þeim mun reyndari og sveifst einskis í athöfnum, neð- anjarðarstarfsemi og myrkra- verk voru sérsvið hans, og eink um hafði hann þjálfað sig í smygli og selflutniugi á ýms- um gögnum. Hann var óopin- ber pólitískur milliliður milli Lenins og Parvusar, og það átti eftir að koma sér vel fyrir þá báða. Danmerkurdvöl Fursten- bergs lauk með því, að honum var vikið úr landi 1917 fyrir ítrekuð brot á dönskum við- skiptalögum. Bræðurnir Sklarz voru ekki síður „duglegir" í viðskiptalíf- inu, og njósnuðu með margs konar móti. Og tengsl þeirra við hæstsettu borgaralega emD- ættismenn og í hemum lágu um álíka einstigi og var slíkt einkamál og samband Fiirsten- bergs við Lenin. Með þessu einvalaliði rak Parvus risamikil viðskipti með nálega allt milli himins og jarðar og við mörg lönd, en aðalviðskiptin voru þó gagn- kvæmur innflutningur og út- flutningur milli Þýzkalands og Rússlands um Danmörku, op notazt var við alls kyns að- ferðir. löglega, hálflöglegar <g allsendis ólöglegar, allt efHr því, hvað bezt bjónaði tilgang inum. Fyrir peningana Framhald á bls. 7 Frá Kaupmannahöfn, RáShúsið og grennd.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.