Tíminn - 10.08.1965, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1905
TÍMINN
SEND TIL ÍSLANDS
41
maðurinn fer út á villigötur, nái hann ekki að grípa lagið og
komast í takt í upphafi.
í fyrsta skipti var ég nógu vitlaus til þess að halda, að ég
gæti stjórnað þessum drengjum, og gæti látið þá syngja með
mínum takti. Ég hélt fast við það, sem ég var byrjuð á, og
var ákveðin í að komast lagið á enda. En einhvers staðar inn
í miðju lagi ruglaðist ég gjörsamlega í einni af þessu löngu
þögnum þeirra, og endaði með því að verða langt á undan
hinum. Ef til vill hafði ég flýtt mér of mikið, svo staðráðin
í því, að láta þetta takast, söng ég næsta lag hægar, en það
endaði með því, að þeir voru búnir nokkrum töktum á und-
an mér. Mennirnir biðu kurteislega eftir mér, á meðan ég
lauk við lagið, og báðu svo um annað lag. Aftur byrjuðum
við, og í þgtta skipti lét ég þá syngja eins og þeim sjálfum
þóknaðist, og reyndi ekki að stjórna þeim. Eftir nokkra
stund, lærðist mér að fylgja, þeim, og þegar ég hafði gert
það, skildi ég, að það er guðlast að reyna að breyta söngað-
ferðum hillbillíanna. Þú syngur bara eins og þeir gera —
eða!
f öllum fjöldasöng þarf einhver að stjórna, en það var
alltaf erfitt að ná svo góðum árangri, að stjórnandanum féll.
í flestum tilfellum var þetta dálítið leiðinlegt á að heyra
fyrir hvern þann, sem hafði einhvern skilning á tónlist.
Fyrstu erfiðleikarnir lágu í því, að við höfðum sjaldan nokk-
urt hljóðfæri, sem hægt var að nota við undirleik. Það
þýddi, að stjórnandinn varð að byrja þannig að hæfði karl-
mannaröddum. Og ekki einungis það heldur varð hún að
syngja allt lagið út í þessari sömu tóntegund. Þetta var mjög
erfitt fyrir okkur. Ef við byrjuðum ekki rétt, varð söngurinn
langt frá því að vera samstilltur, og heyra mátti allar
mogulegar tóntegundir í lokin. Þar við bættist, að væru ein-
hverjir undirleikarar með gítara, munnhörpu eða mandolín
komumst við að því, okkur til mikillar skelfingar, þeir kunnu
ekki nema takmarkað að leika á þessi hljóðfæri, svo ekki
þýddi um of að treysta á þá. Þó kom það fyrir í einstaka
tilfelli, að við rákumst á sanna tónlistarmenn, sem gátu spilað
hvaða lag sem var snilldarvel, í hvaða tóntegund og með
hvaða takti, sem hugsazt gat. Þeir voru eins og af himnum
sendir.
Stundum greip mikill æsingur mennina, og allir vildu
tala. segja brandara í einu og láta á sér bera. Þetta gerði
JANE GOODELL
okkur aldrei órólegar — það var gott að leyfa þeim að létta
á sér í nokkrar mínútur. Stundum kom það þó fyrir, að
einhver drottnunargjarn yfirmaður tók það upp hjá sjálfum
sér, að ætla að skipa öllum hinum að hafa hægt um sig, en
okkur féll það ekki sérlega vel. Okkur fannst mennirnir
ættu að fá að skemmta sér án íhlutunar yfirmanna hersins
Við lærðum í staðinn að nota tvö töfraorð, sem höfðu snöggan
og áhrifaríkah árangur: Slappið af! Þeir urðu svo hissa, að
þeir þögnuðu, því þetta var einmitt það, sem þeir notuðu
hvern um annan, þegar samkomur þeirra urðu of hávaða-
samar. Ég held, að sussið, sem fylgdi á eftir þessum orðum
okkar, hafi aðallega átt rætur að rekja til forvitni þeirra um
að vita, hvað við myndum segja næst á þeirra eigin máJi.
Orðaforði hermanna byggist á uppfinningum þeirra sjálfra.
Viðurnefnin, sem þeir gáfu hinum innfæddu fslendingum
voru ekki alltaf falleg, þótt þau lýstu vel, því sem við var
átt: Vinsælust voru „sauðskinn“, fiskhausar“, og „þorskhaus
ar.“ Þegar við höfðum lært heilmikið af slanguryrðum, sem
hermennirnir notuðu gátum við notað þau í spurningaþátt um
þýðing orða sem aðeins hinir nýkomnu tóku þátt í. og
höfðu allir gaman af.
Enda þótt við vissum, að mennirnir höfðu gaman af dag-
skránum okkar og vildu alltaf „að við kæmum fljótt aftur.“
var ég aldrei fullkomlega ánægð og viss um, að ég væri að
gera það bezta, sem ég gæti. Ef til vill fannst okkur þetta
öllum, því við vorum alltaf að leita eftir nýju efni og nýjum
hugmyndum, þó ekki væri það eingöngu vegna óvissunnar,
er krafðist eilífra breytinga heldur aðallega vegna þess, að við
vildum veita mönnunum sem bezta skemmtun. Hugmynd min
um það, hvað bezt væri, var að hafa fjölþættar skemmtisýn-
ingar. í næstum hverri einustu herbúð, þar sem við komum,
vap lfþma okkar boðuð með því að segja, að nú væri Rauði
krossinn að koma með sýningu. Og að lokum rann sá dagur
upp, að ég gat lagt af stað til nokkurra herbúða, með raun-
verulega skemmtisýningu — en ég get bætt því við, að það
varð ekki undirbúningslaust. Skemmtikraftarnir komu allir
frá sömu herbúðunum, þar sem yfirmaðurinn var sérstaklega
skilningsríkur og reyndi þar að auki að gera allt, sem i hans
valdi stóð, til þess að losa mennina undan skyldustörfum
þeirra og sjá þeim fyrir farkosti. Án hans hjálpar hefðum
við ekki getað nokkurn skapaðan hlut. Lítils annars var Kraf-
izt af mér, en ég sæi fyrir búningunum og andlegum styrk
því drengirnir voru allir miklum hæfileikum búnir, og þeir
savtira
24
Hún sperrti upp augun. — Hvað
áttu við?
— Þegar ég sá hvað þú tókst
þér þetta nærri, ástin mín!
— Monty! Röddin var lág og
biðjandi. Hún var ósjálfbjarga og
varnarlaus gagnvart honum. En
hún reyndi að vopna sig til nýrr-
ar atlögu. — Þú hefðir ekki átt
að flækja Maföldu í þetta mál,
Monty, hún heldur að þér sé al-
vara.
Hann furðaði á því, að hún
skyldi hugsa um þetta. — Hún
verður ekki lengi að jafna sig,
sagði hann létt. — Eftir tvær vik
ur gerir hún gaman úr því öllu
saman.
Ray hló kaldranalega. Skelfing
vissu karlmennirnir lítið um til-
finningar ungra stúlkna! Eða var
það blátt áfram þannig, að hann
vildi ekki skilja? Það var hægur
vandi að afgreiða kramið hjarta
með orðunum. — Hún verður ekki
lensi að iafna sie eftir bað.
— Ef þú ætlar þér ekki að gift-
ast henni, verður þú að láta hana
í friði.
— Ég lofa þér hátíðlega, að ég
skal láta allt kvenfólk í friði um
tíma og eilífð, sagði hann hátíð-
lega.
Ray svaraði ekki. Hún vissi ekki
hvort hún ætti að andmæla hon-
um eða láta sem hún skildi hann
ekki. Hún vildi ekki andmæla.
Hún vildi geyma þessi orð sér í
minni eins og fjársjóð, og láta
þau gleðja sig síðar.
Monty var staðinn upp. Hann
rétti henni höndina og togaði
hana upp af stóínum. — Nú skul-
um við fara i búðir, sagði hann
glaðlega. -- við vörpum hlutKesti
um hvort okkar á að borga.
Þau voru etki lengi að finna
sjal, sem þau voru ánægð með.
— Það vtrður að vera fallegasta
sjal í heimi narda fallegustu konu
í heimi, sagði Monty og brosti
glettnislega, þeear Ray reyudi að
andmæla honim Það var yndis
legt að hlusta a gullhamra, en það
hafði hún ekki gert lengi. Yndis
legt að vera unnusta Montys aftur,
þó ekki væri nema stutta síund.
hugsaði hún með sér og horfði
á langan skuggann sinn a gang-
stéttinni. Skugginn minnti nana
á Druce — Druce með breiðu
herðarnar. unglingsbrosið op
ósveigjanlega viljann, se.n ófr-
aði og skelfdi hana í senn. En
hún vildi ekki hugsa um Druce
núna. Hún vikb njóta þessa stmna
dags sem bezt.
Hún prófaði sjalið frammi fyrir
gamaldags spegli í gylltri umgerð
í lítilli fornsölu. Gullþræðirnir í
vefnaðinum xcru í samræmi v'ð
augu henna-. og gullroðann á hái-
inu. Monty ægði sjalið variega á
herðarnar s r.enni. Þegar hendur
hans snertu brjóst hennar íann
Ray, að hia.‘>:,t hamaðist ems og
það væri að suringa.
Það var •rrfið dimmt, þega. þau
komu út á götuna aftur. Verzlan-
irnar voru 'ð ioka. Allar pötur
fullar af lo!a f hátíðlegum svört-
um fötum, sem voru alger and-
stæða við náværar raddirnai og
glaðlegu and itin.
— Klukkan ei að verða átta!
Mér datt ekici i hug, að það v*”u
svona framorðið sagði Ray og
brá í brún. — við verðum að flýta
okkur heimieiðis
Monty brosri rólegur. — Fins
og þú vilt elskan. Eg ætla bara
að spyrja ógregluþjóninn þarna
hvar beinasra leiðin sé út úr bæn-
um.
Það var einkennilegur svipur á
honum, þegar hann kom aftur.
Líkast og hann væri gramur en
glaður um leið.
— Hvað er að? spurði hún kvíð
in.
— Þetta er meiri fjandans
óheppnin! svaraði hann. — Þeir
hafa gert uppþot á ný. Það er
varla hættulegt — en enginn fær
að koma nærri landamærunum
eins og stendur — ekki fyrr en
allt er orðið rólegt aftur. Og þar
af leiðandi komumst við ekki til
St Jean-de-Luz í kvöld.
— Það ei ómögulegt! Augun í
n
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Elgum dún og fiðurheld ver,
æðardúns og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðnm.
- PÓSTSENDUM -
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3 — Símj 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
Ray voru stór og dimm, og grun-
ur skein úr þeim.
—- Farðu þá og spurðu lög-
regluþjóninn sjálf, sagði Monty
rólega.
— Þú veizt að ég kann ekki
stakt orð í spönsku!
Monty brosti, en svaraði engu.
— Við verðum að komast þang
að í kvöld, hvað sem það kostar!
sagði Ray ráðalaus. — Druce . . .
Og nú sá hún Druce í hugan-
um. Nú var hann ekki lengur
skuggi, sem hægt var að láta
hverfa. Hún varð að komast heim
í kvöld. Hvernig átti hún annars
að geta útskýrt allt.
Monty glotti. — Jú, satt er það,
við verðum að hugsa um bóndann!
Heldurðu að hann flengi þig, þég-
ar þú kemur aftur?
— Ég vil ekki hluta á þetta
bul‘1, sagði Ray æf.
— Það væri svei mér gaman?
hélt Monty áfram. — Undir niðri
vill allt kvenfólk láta sterka menn
lemja sig. Hvað segir ekki Nietsc-
he gamli: Hafðu alltaf keyrið með
þér, þegar þú heimsækir konur!
— Haltu þér saman! hvæsti
Raý, sem hafði gleymt öllum
mannasiðum. Hún stappaði niður
fótunum. — Finnst þér ástæða til
að hafa þetta í flimtingum? Ég
held bara, að þú sért glaður yfir
því!
— Ætti ég ekki að vera glaður,
að fá að hafa þig fyrir sjálfan
mig heilt kvöld, gullið mitt?
Hún gat ekki staðizt stríðnina
í röddinni. og nú rann henni reið-
in aftur. — En hvað eigum við
að gera, Monty? sagði hún ráða-
laus.
— Við verðum að síma mann-
inum þínum og láta hann vita um
þetta óhapp! Hann brosti til henn
ar. — Símstöðin er Þarna hinum
ímegin við götuna, sé ég. Ég skal
ískreppa þangað með skeyti.
j Ray sat lengi og tuggði blýant-
I inn op einblíndi á rjúkandi kaffi-
glösin og gljáandi ólívurnar, eins
og hún ætti von á hjálp þaðan.
Monty horfði á hana. Kætin skein
úr dökkum augunum á honum. Ray
fann. að það var vandasamt að
orða þetta skeyti, og ekki gerði
það henni léttara fyrir að sjá
græskuna i andliti Montys.
— Aldrei hef ég séð þig svona
vandræðaiega. Ray, sagði hann og
hló. — Hvers vegna skrifarðu ekki
stutt og laggott: — Kemst ekki
heim í kvöld. og ef þér finnst það
eitthvað athugavert. þá máttu fara
norður og niður.
Ray hló. — Og hvað mundir þú
segja, ef þú værir giftur og fengir
svona skeyti frá konunni þinni?
Monty hallaði undir flatt og
hugsaði málið: — Ja, það kæmi nú