Tíminn - 10.08.1965, Síða 16
‘mmy.imw*mxv.w
177. H»l. — Þriðjudagur 10. ágúst 1965 — 49. árg.
MIKIÐ FJÖLMENNI Á ÞJÓÐHÁTÍÐINNI:
FARÞECAMET HJÁ
FLUGFÉLAGIÍSL
170 sýna á fiskveiði-
sýningu í Þrándheimi
,,Ónefnda tríólð“. Frá vinstri: Björg, Jón og Áshildur.
„ÓNEFNDA TRIOIГ
EJ—Reykjavík, mánudag.
Þjóðhátfð Vestmannaeyja lauk
í nótt, og mun hún hafa verifí sú
fjölmeumasta, sem haldin hefur
verið. Óvenju mikið var af að-
Talvann
HÓ—Reykjavík, mánudag.
Tal sigraði í skákeinvíginu við
Bent Larsen. Tíunda og síðasta
skák þeirra var tefld í gær og
lauk henni með sigri Tai. Þar með
hafði hann holtið 5,5 vinninga
en Larsen hlaut 4,5.
Tal heyr nú einvígi við landa
sinn, Spassky, um réttínn til Þess
að skora á Tigran Petrosjan um
heimsmeistaratignina.
Einvígi Tal og Larsen var mjög
spennandi fram á síðustu stundu.
í níundu skákinni hafði Larsen
betri stöðu er skákin fór í bíð,
en Tal tókst að halda jafntefli.
Var síðasta skákin því hrein úr-
slitaskák. Tal hafði hvitt og eftir
að leiknir höfðu verið 37 leik
ir gafst Larsen upp.
Einvígið var háð í Bled í Júgó
slavíu.
komufólki, eða um 3000 manns.
Var mikið að gera hjá flugfélög-
unum alla dagana, og á föstudag-
inn í síðustu viku varð algjört
farþegamet hjá Flugfélagi fslands
en þann dag flutti það 1200 manns
þar af sex hundruð til Eyja. Nokk
ur ölvun var alla þjóðhátíðardag-
ana, en þó ekki alvarleg, og fór
þjóðhátíðiui vel fram og sam-
kvæmt áætlun, í hinu mesta blíð
skaparveðri.
Flugfélag íslands notaði aðal-
lega Blikfaxa í Vestmannaeyja-
Framhald a Dls 14
MB-Reykjavík, nnánudag.
Á tvennum líéraðshátiðum
Framsóknarmanna í sumar, á
Selfossi og Kirkjubæjarklaustri,
hefur komið fram skemmtilegt
„tríó“, sem er svo hógvært að
það hefur ekki valið sér neitt
nafn. Tríó þetta skemmtir með
gamanvísum og stuttum grín
þáttum og mun koma fram á
mörgum héraðshátíðum enn
í sumar, auk þess sem það hef
m -----■ ^a«ssr«i
verið að veita Singapore sjálf-
stæði, en eiga á hættu að spilla
friðsamlegri sambúð við borgina.
Ástæðan fyrir þessum atburðum
er sú, að miklar deilur hafa ver
ið milli Malaja annars vegar og
manna af kínverskum ættum hins
vegar. í Singapore eru rúmlega
tvær milljónir manna búsettir, og
þar af eru 90 af hundraði af
kínverskum ættum. Hafa „Kín
verjarnir" oft sakað stjórnina í
Kuala Lumpur um að mismuna
þeim á ýmsum sviðum, og draga
taum Malaja. Malajar hafa aftur
á móti haldið því fram, að þeir
hafi ekki átt þess nokkurn kost
ur skemmt á félagssamkomum
í Reykjavík og utan hennar og
mun halda því áfram.
Þama er um að ræða tvær
tvítugar stúlkur, Ásthildi Em
Framhald á bls. 14.
að komast í áhrifastöður í Singa-
pore.
Singapore er á samnefndri eyju
rétt við suðurodda Malakkaskaga.
Þar er ein mikilvægasta höfn í
Suðaustur-Asíu og brezk herstöð,
sem er mjög þýðingarmikil fyrir
varnir Vesturveldanna á þessu
svæði.
Samningurinn um sjálfstæði
Singapore kom mjög á óvart um
heim allan. Brezka stjórnin vissi
ekkert um hann fyrr en rétt áð-
ur en hann var undirritaður. Sam-
kvæmt honum halda Malaysíu-
menn og Bretar herstöðvum sín-
Framhald á bls. 14.
KUAN YEW, FORSÆTISRÁÐHÉRRA SINGAPORE, SAGÐI Á BLAÐAMANNAFUNDI í GÆR:
Rahman neyddi okkur
úr Malaysíusambandinu!
Singapore-Djakarta, NTB-mánud. I forsætisráðherra Malaysíu, Tuuku
Singapore sagði sig úr Malay- Abdul Rahman, svo um mælt í
síu-sambandinu í fyrradag. Samn- því sambandi, að þetta væri erf-
ingur þar að lútandi var undir- iðasta verk, sem hann hefði unn-
ritaður með mestu leynd, og lét ‘ ið um ævina, en hyggilegra hefði
Helgi Gunnarsson, skólastjóri, afhendir Gunnari Olasyni, viðurkenningu — Tímamynd — GE.
LOKIÐ FYRSTA SKÓLAÁRI
EFTIR TÍU MÁNAÐA NÁM
GB-Reykjavík, mánudag.
Fyrsta skólaári Tækniskóla fs-
lands lauk í dag, er settur skóla
stjóri, Helgi Gunnarsson, afhenti
prófskírteini tólf nemendum, er
luku prófi í fyrrihlutadeild og
halda siðan utan til að ljúka þar
prófi í seinni hluta, og er það
enn sem komið er svipað fyrir
komulag og tíðkast um verkfræði
dcild Háskóla íslands, þar sem
enn er veitt kennsla aðeins í fyrri
hluta námsins. En svona seint
sumars er Tækniskólanum sagt
upp, að hann starfar í tíu mán
uði á ári.
í skólanura, þar sem seinna meir
á að bæta við síðari hluta deiid
og útskrifa tæknifræðinga, er
veitt menntun í þessum höfuðgrein
um tæknifræðinnar: Bygginga-
tæknifræði, véltæknifræði, rekstr
artæknifræði, skipabyggingatækni
fræði og rafmagnstæknifræði.
Inntökuskilyrði í T.í. eru, að
umsækjandi hafði staðizt loka
próf undirbúningsdeildar eða lok
ið stærðfræðistúdentsprófi, enn-
fremur, að umsækjandi hafi aflað
Framhaid a Dls. 14
TK—Reykjavík, mánudag.
170 aðilar, hvaðanæva að úr
heiminum sýna framleiðslu sína,
veiðarfæri, skip, tæki, vélar og
svo framv. á fiskveiðasýningunni
í Þrándheimi í Noregi, sem hefst
19. þessa mánaðar og mun standa
til ágústloka.
Norðmenn búast við miklum
fjölda erlendra gesta á sýningu
þessa og norskur iðnaður gerír
sér vonir um góðan árangur af
sýningunni, en eins og kunnugt
er hafa Norðmenn hazlað sér
öruggan völl á sviði tækjafram-
leiðslu fyrir fiskveiðar og fisk
iðnað. Meðal erlendra gesta sem
sækja sýninguna má geta þess,
að Pekingstjórnin sendir sérstaka
og fjölmenna sendinefnd til að
kynna sér helztu nýjungar á sviði
fiskveiða og fiskiðnaðar.
Útflutningur Norðmanna á
tækjum, vélum og skipum til fisk
veiða og fiskiðnaðar hefur fimm
faldazt á síðustu 4 árum og gert
er ráð fyrir mjög mikilh aukn
ingu á þessu ári. Norðmönnum
hefur orðið vel ágengt á Suður-
Ameríkumarkaði og hafa Norð
menn smíðað fjölda fiskiðjuvera
í Chile og Perú og selt þangað
mikið magn af fiskveiðitækjum.
Standa nú yfir samningar við
aðila í Brasilíu, Uruguay og
Venezuela um svipaðar fram-
kvæmdir. Þá eru nú í byggingu
tvö hafrannsóknarskíp í Noregi,
annað fyrir Venezuela og hitt fyr
ir Brasilíu.
Enginn íslenzkur tækjaframleið-
andi tekur þátt í þessari sýningu,
en nokkrir íslendingar munu
sækja sýninguna.
SÁTTAFUNDUR
EJ—Reykjavík, mánudag.
í kvöld kl. 20.30 hófst sátta
fundur í kjaradeilu farmanna, og
stóð hann enn, þegar blaðið fór
í prentun.