Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 1

Morgunblaðið - 08.06.1983, Síða 1
pJny0MwMu!*i!> Midvikudagur 8. júní - Bls. 33-64 MADRII) leikhús heimsins „Frá Madrid til himna", segir orð- Ueki Madrid-búa, en þrátt fyrir að í borginni úi og grúi af helgum bygg- ingum, er vegurinn til himins vand- fundinn, til hins fræga himins Madr- idborgar í upphafi aldarinnar, him- ins Baroja, sem var heiðblár að degi til og á nóttunni djúpblár eins og sjórinn og alstirndur. Götur Madr- id-borgar minna á skipulagslaust völundarhús, þær geyma sögu liðins tíma og skáldskapar, en borgin er nýtízkuleg og heiðin og líkist í engu helgum stað. Nafnið Madrid er komið af iatn- eska orðinu „matrice" og arabískri útgáfu þess „Mayrit", og mun borgin hafa verið nefnd móður- kviður því hún fói vatn í iðrum sér og nýttu Arabarnir sér þetta vatn til áveitu. í hinni hálfu veröld slagorð- anna, sem einkum ferðaskrifstof- um hættir til að viðhafa um borg- ir, sjáum við að Amsterdam er blómaborgin, Kaíró er borg mark- aðanna og Reykjavík borg lit- skrúðugra húsaþaka, rétt eins og í París, Lundúnum eða Múnchen væru ekki til blóm, markaðir eða máluð húsaþök. En hver eru ein- kenni Madrid-borgar? Á árunum 1580 til 1680, eða á gullaldartím- um Spánverja, hafði Madrid þau áhrif á íbúa sína, að þeir gátu eng- an veginn gert sér ljóst hvort leikhúsið var lífið sjálft eða lífið leikhús. Allt sem gerzt hefur í Madrid í gegnum aldirnar hefur verið sett á svið: konungleg brúð- kaup, konungakrýningar, nautaöt, El Palacio de Oriente (Austurlandahöllin). Bygging þessi, sem í fyretu var reist sem varðturn (Atalaya), síðar virki (Alcázar) og loks konungshöll (Palacio Real) gnæfir yfir Manzanaresána og Campo del Moro. Parque del Retiro. Palacio de CristaL Kristalshöllin er ein af töfrum Retiro- garðsins. Hún stendur við gosbrunn og andatjörn og í henni speglast morgunsólin, sem Madridbúar þekkja svo vel. dans á götum úti, aftökur. Allt frá árinu 1621, þegar sýnd var aftaka sakamanns á Plaza Mayor að við- stöddum fjölda áhorfenda, hafa einnig önnur svæði og torg borg- arinnar verið notuð sem leiksvið fyrir harmleiki, gamanleiki og allt þar á milli. Við skulum líta á nokkra þessara staða: El Palacio de Oriente (Austurlandahöllin) Bygging þessi, sem í fyrstu var reist sem varðturn (Atalaya), síð- ar virki (Alcázar) og loks kon- ungshöll (Palacio Real) gnæfir yf- ir Manzanares-ána og Campo del Moro. Höllin var arabiskur varð- turn til forna, og var það Múham- eð 1., hinn eiginlegi stofnandi Madrid-borgar og 5. sjálfstæði emír Córdoba, sem lét reisa hann á árunum 852 til 886. Vígi þetta var nauðsynlegt Múhameðstrúar- mönnum því Mayrit var herfræði- lega mikilvægur staður og þaðan gátu þeir fylgst með ferðum hinna kristnu herja, sem fóru yfir fjöllin í nágrenninu. Með árunum breyttist turninn í kastala fullan af verðmætum munum. Árið 1734 varð byggingin eldi að bráð, en var smámsaman endurbyggð undir handleiðslu it- ölsku arkitektanna Juvara og Sachetti og árangurinn varð hin fagra höll í barrokk-stíl sem stendur enn þann dag í dag. Nú er byggingin almenningssafn þar sem er fjöldinn allur af herbergj- El Rastro (Flóamarkaðurinn). Hann stendur vlð Ribera de Curtidores, þar sem áður var austurlenzkt markaðstorg. Þangað flykkjast Madridbúar og ferðamenn á frídögum og sunnudagsmorgnum. Þarna úir og grúir af sölutj- öldum þar sem boðið er upp á allt frá fornminjum af vafasömum uppruna til nýjustu plastframleiðslu Hong Kong-búa. um og verulega merkum munum, þarna er t.d. að finna „Galdra- herbergið", „Konunglega vopna- safnið“ og „Súlnasalinn". El Templo Egipcio de Deboh (Egypzka hofið frá Debóh) Egypzka stjórnin færði Spán- verjum það að gjöf fyrir að hafa tekið þátt í að bjarga fornleifum í Abu Simbel, í suðurhluta Egypta- lands, þar sem Aswan-stíflan var reist til að breyta farvegi Nílar- fljótsins. Debóh-hofið, sem stóð nálægt Filae-eyju, var helguð guð- inum Amon, en pílagrímar á leið til Filae-eyju til að votta gyðjunni Isis virðingu sína, fóru alltaf þar framhjá og brátt varð hofið að til- beiðslustað hennar. Fagur almenningsgarður var gerður þar sem hofið skyldi standa á Príncipe Pío-fjalli, og þar gnæfir það yfir Manzanares- árdalinn og Casa de Campo-garð- inn. Hofið er sannkallaður gim- steinn í egypzkri list og liggur leiðin upp að hliðum þess yfir til- búna tjörn. Inni i hofinu er kap- ella, skreytt myndum þar sem faraóinn færir Amon og öðrum goðum gjafir. Úr kapellunni liggur leiðin svo að „sancta sanctorum“, en þar stendur altari til minn- ingar um, að einmitt á þeim stað fékk Isis fæðingarhríðir er hún var á leið til Filae-eyjar. La Plaza Mayor (Aðaltorgið) La Plaza Mayor er við hliðina á SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.